Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2009, Side 52
Föstudagur 15. maí 200952 Lífsstíll
Sælkeragöngur um ParíS Nú eru mæðgurnar sigríður
gunnarsdóttir og silja sallé aftur komnar á stjá en fyrri bók þeirra,
sælkeraferð um Frakkland, hefur notið mikilla vinsælda hér á landi.
silja gengur með móður sinni um borgina og fangar hina einstöku
Parísarstemningu með myndavélinni á meðan sigríður lýsir af ein-
stakri frásagnargleði hverju hverfi fyrir sig. í lok hvers kafla eru síð-
an dásemdar uppskriftir. Bók sem enginn fagurkeri og sælkeri ætti
að láta framhjá sér fara.
Uppskrift: Úlfar Finnbjörnsson
Mynd: Kristinn magnússon
Það þarf ekki að vera flókið að grilla fisk. En
það eru nokkrar þumalputtareglur sem vert er
að fara eftir. Galdurinn við að grilla fisk er að
þurrka af honum allan vöka, leggja hann síðan í
kryddlög eða pensla með olíu, strjúka því næst
af honum mesta kryddlöginn og grilla fiskinn
að lokum við háan hita. Þessi og fleiri frábær
ráð má finna í glæsilegu tölublaði Gestgjafans
sem nýlega kom í verslanir.
Uppskrift fyrir fjóra:
n 2 msk. hunang
n ½ msk. sinnepsduft
n 2 msk. volgt vatn
n 2 msk. soja-sósa
n 1/3 tsk. salt
n ¼ tsk. pipar
Allt sett í skál og blandað vel saman.
n 1 kg lax, roð- og beinlaus, skorinn í fallega bita
n 4 msk. olía
Penslið laxinn með olíu og grillið á vel heitu grilli í 1-2
mín. báðum megin. Berið fram með t.d. grilluðum
vorlauk, bökuðum kartöflum og jarðarberjasalsa.
jarðarberjasalsa:
n 2 dl jarðarber, skorn í bita
n ½ rauðlaukur, smátt saxaður
n 1 tsk. tímían
n 2 msk. balsamgljái
n 1/3 tsk. pipar
n ½ tsk. salt
Allt sett í skál og blandað vel saman.
Hunangs- og
sinnepsHjúpaður lax
umsjóN: KolBrÚN PálíNa helgadóttir, kolbrun@dv.is
áhugi fyrir heimatilbúnum
snyrtivörum hefur farið vaxandi
undanfarið. Bæði spilar þar árferðið
inn í sem og aukinn áhugi á heilsu
og náttúru.
á heimasíðunni nattura.is má finna
einfaldar og fljótlegar uppskriftir að
unaðslegum snyrtivörum.
VarasalVi
n 1 teskeið aloe vera-gel
n ½ teskeið kókoshnetuolía
n 1 teskeið jarðolíuhlaup
Blandið saman í glerskál og hitið í 1-2
mínútur á hæsta styrk í örbylgjuofni.
Úr þessu verða til um það bil 15
grömm af varasalva.
GUlrótaMaski,
fyrir feita húð
n 3 stórar gulrætur
n 5 matskeiðar af hunangi eða
hreinni jógúrt.
Gulræturnar eru soðnar og stappaðar
(einnig hægt að setja þær í mat-
vinnsluvél). Bætið hunangi eða jógúrt
við. Berið varlega á andlitið, byrjið
á höku og færið ykkur upp andlitið.
Hafið maskann á andlitinu í 15-20
mínútur og hreinsið síðan af með
volgu vatni.
hrUkkUkreM
n 1 matskeið lanólín
n 2 teskeiðar af sætri möndluolíu
n 2 teskeiðar af vatni
n 2 teskeiðar af þorskolíu
Bræðið lanólínið og síðan er blandan
látin kólna. Bætið þorskolíunni við.
Berið varlega á andlitið.
GliMMer Gel
n ¼ bolli af aloe vera-geli
n 1 teskeið glýseról
n ¼ teskeið smátt glimmer
n 5 dropar af einhvers konar ilmolíu
Blandið saman gelinu og glýserólinu
í litla skál. Blandið glimmerinu og
ilmolíunni saman við. Ef vilji er fyrir
hendi má líka setja lit í blönduna.
ÓkeyPiS ráðgjöf
fyrir ungt fÓlk
Heimalagaðar
Snyrtivörur
„Þessi þjónusta okkar hefur fengið
frábærar móttökur hingað til,“ segir
Jón Heiðar Gunnarsson, verkefna-
stjóri hjá Hinu húsinu. Hann seg-
ir mikla þörf vera fyrir slíka þjón-
ustu því kannanir sýna að ungu fólki
finnst oft erfitt að átta sig á hvert það
getur leitað eftir aðstoð í kerfinu.
Hann bætir við að heimasíðan hefur
bæði eflst og stækkað síðastliðin ár
og samhliða því hefur gagnasafnið
vaxið jafnt og þétt. „Síðan var síðast
uppfærð árið 2006 og má því segja að
hún hafið verið orðin svolítið barn
síns tíma. Markmið okkar að þessu
sinni var að gera síðuna aðgengilega,
spennandi og flotta.“
Tótalráðgjafarnir eru samstarfs-
teymi og hver og einn hefur sitt sér-
svið, sem dæmi um sérsvið má nefna
kynlíf, námsráðgjöf, þunglyndi, fíkn,
léleg sjálfsmynd og ástarsambönd.
Þegar síðan er skoðuð má sjá að
nafnleynd ríkir hjá þeim aðilum sem
spyrja spurninganna og eru þeir því
ófeimnir við að spyrja. „Helsti styrk-
ur síðunnar liggur án efa í því að
full nafnleynd er viðhöfð þannig að
ungmenni geta sent inn viðkvæmar
spurningar án þess að þurfa að gefa
upp persónulegar upplýsingar.“ Jón
Heiðar segir að þrátt fyrir nafnleynd-
ina hafi það komið ráðgjöfum síð-
unnar á óvart hvað ungmenni í dag
eru opin og ófeimin við að tjá sig.
„Sama hver spurningin er reynum
við eftir bestu getu að greina vand-
ann, eða beina fólki áfram í réttan
farveg. Við erum með mikið af góðu
fólki á okkur snærum, til dæmis sál-
fræðinga og fleiri ráðgjafa, og hikum
ekki við að beina fólki til þeirra. Við
gefum okkur alls ekki út fyrir að vita
allt og svo á sumt einfaldlega ekki
heima á netinu.“
Að lokum segist Jón Heiðar von-
ast eftir því að heimsóknarfjöldinn
nái að tvöfalda sig á næstu mán-
uðum í kjölfarið á opnun á nýrri og
betri síðu og hvetur öll ungmenni til
að heimsækja totalradgjof.is.
kolbrun@dv.is
Nýr og endurbættur vefur, totalradgjof.is, var opnaður með pompi og prakt í Hinu
húsinu í síðustu viku. Tótalráðgjöf er alhliða ráðgjöf fyrir ungt fólk á aldrinum 16–25
ára. Þar geta öll ungmenni fengið svör við sínum spurningum með því að senda inn
spurningu í gegnum vefinn eða með því að skoða eldri svör.
fólkið á bak við vefinn hér má
sjá ráðgjafateymi síðunnar sem
gerir allt hvað það getur til að svara
krefjandi spurningum ungs fólks.