Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2009, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2009, Blaðsíða 10
föstudagur 5. júní 200910 Fréttir Morð vegna Mistaka Tveir Bretar voru á fimmtudaginn sakfelldir fyrir morð á tveimur frönskum námsmönnum í Lundún- um. Morðin eru talin með ógeðfelldustu glæpum breskrar glæpasögu. Þrátt fyrir að um ár sé liðið frá morðunum upplýsist fyrst nú að annar morðingjanna átti með réttu að vera á bak við lás og slá þegar hann framdi morðin. Tveir karlmenn, Dano Sonnex og Nigel Framer, hafa verið sakfelld- ir fyrir morð á tveimur frönskum námsmönnum í stúdíóíbúð í suður- hluta Lundúna. Sonnez og Framer höfðu báðir lýst yfir sakleysi sínu Námsmennirnir, Gabriel Ferez og Laurent Bonomo, báðir tuttugu og þriggja ára, höfðu verið bundnir og keflaðir og síðan stungnir ítrekað. Jack Straw, dómsmálaráðherra Bretlands, hefur beðið fjölskyldur fórnarlambanna afsökunar enda margt sem bendir til handvammar af hálfu breska réttarkerfisins í mál- inu. Nú þegar hefur einn hátt settur skilorðsfulltrúi sagt af sér vegna mis- taka. Óunnin pappírsvinna Sex vikum fyrir morðin hafði Dano Sonnex verið sleppt gegn tryggingu vegna máls sem snerist um meðferð þýfis. Upphaflega stóð til að hann kláraði afplánun fyrri dóms, en sök- um þess að pappírarnir voru ekki til- búnir var hann frjáls maður. Lydie Bonomo sagði að sonur hennar myndi enn vera á lífi ekki ekki hefði verið fyrir mistök. Ekki er fráleitt að ætla að Jack Straw sé henni sammála því þrátt fyrir að hann segi að „bein ábyrgð á þessum morðum hljóti að liggja – eins og kviðdómar- ar komust að – hjá glæpamönnun- um Sonnex og Farmer“, viðurkenn- ir Straw einnig að Sonnex „hefði átt að vera í gæsluvarðhaldi á þeim tíma sem hann framdi morðin“. Afdrifarík reynslulausn Ódæði Sonnex og Farmers hefur verið lýst sem ógeðfelldustu morð- um breskrar glæpasögu, en Bonomo og Ferez voru stungnir samtals um tvö hundruð og fimmtíu sinnum. Morðin áttu sér stað í júní á síðasta ári en það er fyrst nú sem í ljós kem- ur sú handvömm sem gerði Sonnex kleift að fremja morð þegar hann átti í raun að vera á bak við lás og slá. Dano Sonnex er enginn nýgræð- ingur og hafði áður verið fangelsað- ur fyrir rán þar sem hann beitti fyrir sig eftirlíkingu af vopni. Sex mánuð- um fyrir morðin hafði hann fengið reynslulausn og sneri aftur á braut ofbeldisglæpa. Eitt skipti fjötraði Sonnex barnshafandi konu og sam- býlismann hennar og ógnaði þeim með hamri og sög. Í stað þess að vera látinn klára afplánun sína án tafar var Sonnex frjáls maður í 33 daga eftir á, vegna þess sem hefur verið lýst sem „full- komnu hruni samskipta“. Tölvuleikir, farsímar, bankakort og morð Gabriel Ferez og Laurent Bonomo, einungis íklæddir nærbuxum, höfðu verið vaktir um miðja nótt og færð- ir í fjötra eftir að Sonnex og Farmer höfðu klifrað inn um opinn glugga á híbýlum þeirra. Tilgangur Sonnex og Farmers var að stela leikjatölvum, farsím- um og bankakortum, sem þeir reyndar notuðu síðar til að taka út hátt í 400 sterlingspund. Knúnir áfram af áfengi og eit- urlyfjum eggjuðu Sonnex og Far- mer hvor annan við hin hroða- legu ódæði. Laurent Bonomo var stunginn 194 sinnum og sagði Sonnex síðar að hann „ætlaði bara ekki að drepast“. Gabriel Ferez var stunginn fimmtíu sinnum, þar af nokkrum sinnum eftir að hann var dáinn. Klukkustundum eftir morðin bar Farmer eld að íbúð- inni. Það tók kviðdómara um tut- tugu og þrjár klukkustund- ir að komast að niðurstöðu og voru bæði Sonnex og Farmer sakfelldir fyrir innbrot, frels- issviptingu, íkveikju og morð. Ábyrgðin einnig ráðherranna Þrátt fyrir að David Scott, yfir- maður skrifstofu reynslulausna í Lundúnum, hafi viðurkennt sinn hluta ábyrgðar vegna málsins fer hann ekki í grafgötur með ábyrgð ríkisstjórnarinnar og sagði að mikið vinnuálag reynslulausnar- fulltrúa væri á hennar ábyrgð. Reynslulausnarfulltrúi Sonn- ex hefur verið rannsakaður, sem og aðrir sem að málinu komu, en enginn hefur enn sem komið er misst starfið. Samkvæmt frétt í The Ti- mes hafði reynslulausnarfull- trúi Sonnex aðeins níu mánaða starfsreynslu en hafði engu að síður 127 afbrotamenn á sinni könnu, en meðaltal á Lundúna- svæðinu er 35 afbrotamenn á fulltrúa. Heilbrigðiskerfið sætir rannsókn En breska heilbrigðiskerfið hefur einnig sætt rannsókn vegna málsins því örfáum vikum fyrir morðin höfðu læknar úrskurðað að lítil hætta staf- aði af Nigel Farmer. Farmer var lagður inn á geðdeild eftir að hafa sagt móður sinni að hann „óttaðist hvað hann kynni að gera“ öðrum og sjálfum sér. Samkvæmt frétt The Times gekk Farmer út af geðdeildinni fjórum dögum síðar, 29. maí, eftir að hafa á stundum barið höfði sínu við vegg og lamið veggi með hnefum með þeim afleiðingum að hann handar- brotnaði. Mánuði síðar myrtu hann og Sonnex frönsku námsmennina. Kolbeinn þorsTeinsson blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Eitt skipti fjötraði Sonnex barnshaf- andi konu og sam- býlismann hennar og ógnaði þeim með hamri og sög. Morðingjarnir dano sonnex (t.v) og nigel farmer. laurent bonomo, annað fórnarlambanna Morðingi hans hefði átt að vera á bak við lás og slá. stúdíóíbúð bonomos og Ferez Lögreglu og slökkviliðs beið hroðaleg aðkoma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.