Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2009, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2009, Page 27
föstudagur 5. júní 2009 27Fókus Einar Falur Ingólfsson ljósmynd- ari var í síðustu viku tilnefndur til hinna virtu Henri Cartier-Bres- son-verðlauna sem veitt eru ann- að hvert ár en það er ekki á hverj- um degi sem íslenskur listamaður hlýtur slíkan heiður. Einar Falur stendur að sýningu í Listasafni Árnesinga um þess- ar mundir, en Einar er einn átta myndlistarmanna sem eiga verk á sýningunni. Á sunnudaginn mun Einar Falur vera staddur á sýn- ingunni sem hlotið hefur nafnið Leiftur á stund hættunnar. Einar mun ræða við sýningargesti og fjalla um verk sín og nálgunina á viðfangsefninu. Sýning Einars sækir heiti sitt í frægan texta eftir þýska menn- ingarfræðinginn Walter Benja- min sem vísar til þess „að nauð- synlegt sé að brjóta upp viðtekin viðhorf um sannleikann og veru- leikann í kring með því að varpa á hann óvæntu og oft á tíðum ófyr- irsjáanlegu ljósi, líkt og ljósmynd- in sjálf kann að gera,“ eins og fram kemur í fréttatilkynningu. Einar Falur mun vera á staðn- um klukkan 14. Listasafn Árnes- inga er opnað klukkan 12 og er opið til klukkan 18. Aðgangur er ókeypis. Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari heldur sýningu í Listasafni Árnesinga: tilnefndur til verðlauna m æ li r m eð ... AdvEnturElAnd „Þetta er anægjuleg sumarmynd um „nörda“ sem gera það besta úr lífinu án þess að ganga í star trek-búningi.“ uFC 2009 unlEAshEd „Hann er skugga- legur, og fyrir okkur örgustu perrana, sem búum hérna megin í skóginum er hann sudda- rudda-mudda -tuddalegur.“ InFAmous „Ef valið stendur á milli þess að sjá grease, eða spila þennan. Þessi, ekki nokkur spurning.“ GrIllhúsIð tryGGvA- Götu Hinn ágætasti skyndi- bitastaður. úrvalið gott og þjónustan fín. BókIn hAGsýnI oG hAmInGjA Lára býður góð ráð um hvernig komast má í gegnum kreppu. GullFoss sEAFood & GrIll slök þjónusta, löng bið, frosið brauð, volgt kaffi og hringormur. m æ li r eK Ki m eð ... föstudagur n kk í Bæjarbíói KK, nú skipað þeim KK sjálfum, Þorleifi guðjónssyni og jóni Ólafssyni, verða með tónleika í Bæjarbíói í Hafnarfirði á föstudags- kvöldið klukkan 20.30. tónleikarnir eru haldnir í tilefni Bjartra daga í Hafnafirði sem er árleg menningar- hátíð bæjarins. Miðinn er settur á tvö þúsund krónur. n Blús í salnum Það verður heldur betur blúsað í salnum í Kópavogi þegar stórsöngv- ararnir Egill Ólafsson, Páll rósinkranz, Bogomil font og andrea gylfadóttir stíga á svið ásamt nýstofnaðri Blús- hljómsveit Kópavogs. tónleikarnir hefjast klukkan 21.00 og kostar 2.500 krónur inn. n rokkað á nAsA Ofursveitin dúndurfréttir og helstu rokksöngvarar þjóðarinnar blása til mikillar tónlistarveislu á nasa á föstudagskvöldið. sannkallaður óður til rokksins en á dagskrá verða helstu rokkslagarar síðustu fimm áratuga. Herlegheitin hefjast klukkan 21.00 og kostar 3.000 krónur inn. n útgáfutónleikar hálfvita Ljótu hálfvitarnir verða svo sannar- lega á heimavelli þegar þeir halda útgáfutónleika vegna nýútkominnar plötu sinnar á Ýdölum í aðaldal á föstudagskvöldið. Húsið opnað klukkan 20.00 en tónleikarnir hefjast klukkustund síðar og kostar tvö þúsund krónur inn. n við borgum ekki forsýning splunkunýrrar útgáfu af gamanleiknum Við borgum ekki, við borgum ekki verður á föstudags- kvöldið á nýja sviði B í Borgarleik- húsinu. Miðar eru seldir á midi.is en á forsýninguna kostar 1.500 krónur. laugardagur n Egó í Pöpum stórhljómsveitirnar Paparnir og Egó leiða saman hesta sína í fyrsta sinn og munu spila á lokatónleik- um Bjartra daga í Hafnafirði en tónleikarnir fara fram í íþróttahúsinu á strandgötu. Miða er hægt að fá á miði.is en 2.500 kostar hver miði. n trúbadorar á hressó trúbadorarnir gotti og Eisi munda gítarinn og raddböndin á Hressing- arskálanum á laugardagskvöldið. spila þeir félagarnir frá tíu til eitt en eftir það þeytir dj Elli skífum fram undir morgun. n Craft á nAsA techno.is fagnar nýrri heimasíðu sinni með rosalegum tónleikum á nasa á laugardagskvöldið. snillingurinn tom Craft mætir og mun trylla þyrstan teknólýðinn. aldurstakmark er tuttugu ár en húsið opnað á miðnætti. n dóri á vegamótum aðalmaðurinn verður mættur á svæðið á Vegamótum á laugar- daginn en sjálfur dóri mun þar halda uppi fjörinu fram á nótt og tryggja að allir dansi af sér gómsæta brönsinn frá því fyrr um daginn. n Árni á Prikinu Plötusnúðurinn dj Árni þreytir skífum á Prikinu á laugardaginn og er nokkuð víst að halda þarf vel í þakið svo það fari hreinlega ekki af. útifatamarkaður Priksins er fyrr um daginn þannig að væntanlega verða allir vel klæddir. Hvað er að GERAST? Einar Falur Ingólfsson tilnefndur til Henri Cartier-Bresso-verðlaunanna. svoleiðis.“ Hann segir verkið taka á þessari tilfinningu sem við öll þjóðin finnur fyrir um þessar mundir. „Við erum öll á sama báti. Við erum að fara inn í óvissutíma. Við vitum ekkert hvernig skólakerfið eða heilbrigðiskerfið verður eða hvort bankinn vilji taka af okkur húsnæð- ið. Þetta verk er bara um okkur.“ Ari vann lengi hjá SÁÁ en er nú hættur þar. Hann viðurkennir að partur af endurkomu hans í leik- listarheiminn sé ástandið í þjóðfé- laginu. „Listin hefur á öllum tímum mjög mikilvægu hlutverki að gegna en á krepputímumm hefur hún sér- staklega mikilvægu hlutverki að gegna þegar menn fara með niður- skurðarhnífinn á alla hluti,“ segir Ari og tekur það fram að þegar Íslend- ingar voru sem fátækastir og bjuggu í holum með beljunum, eins og hann orðar það, voru einar af bestu bókmenntum heims skrifaðar. Þess fyrir utan segir hann listina skapa vissan atvinnuveg sem er afar mik- ilvægt á krepputímum. „Hún spar- ar okkur gjaldeyriskostnað. Við þuf- um á andlegri næringu að halda og ef við getum búið til gott leikhús, bíómyndir og bækur þurfum við kannski að kaupa minna af Despe- rate Housewives og 24, “ segir hann glottandi. Höfundur verksins, Dario Fo, er fæddur í Sangiano á Ítalíu árið 1926 og hefur alla tíð talað máli litla mannsins og verið opinskár stjórnar- andstæðingur sem og andstæðingur kirkjunnar. Við borgum ekki, við borgum ekki heitir á frummálinu Non si paga, non si paga. Fo skrifar verkið árið 1974 á tímum mikillar verðbólgu og at- vinnuleysis á Ítalíu. „Þetta eru svip- aðir tímar og við erum að upplifa núna og Dario Fo er eitt albesta leik- ritaskáld okkar tíma og hann er sér- staklega þekktur fyrir sína pólitísku farsa,“ segir Ari. En Fo hefur meðal annars hlotið nóbelsverðlaun í bók- menntum. Verkið Við borgum ekki, við borg- um ekki hefur verið sýnt úti um heim allan og notið mikilla vinsælda og segir Ari það ganga í endurnýjun líf- daga þegar Dario setti það upp aftur í byrjun síðasta árs. Verkið var síðast sett upp í Kaupmannahöfn fyrir fullu húsi. „Þetta er leikrit sem greinilega hittir fólk fyrir aftur þegar við erum að vakna af eyðslufylliríinu.“ Ari segir Dario Fo vera mikinn snilling að geta skrifað farsa um jafnó- spennandi umfangsefni og kreppuna. Að geta breytt tragedíu í mikinn og bráðskemmtilegan farsa sé aðeins snillingum fært. „Hann semur frá- bærlega fyndið leikrit sem hæðist að valdsmönnum en líka okkur litla fólk- inu,“ segir Ari. „Ég held að það sé los- andi og gott fyrir okkur að geta hleg- ið aðeins og gleymt um stund hinum gráðugu, duglausu og óheiðarlegu.“ Leikritið verður sýnt hjá Leikfé- lagi Akureyrar í haust. hanna@dv.is Gott að gleyma ástandinu og hlæja um stund við borgum ekki, við borgum ekki Verk eftir ítalska höfundinn dario fo hefur aldrei átt betur við íslenskt samfélag en nú. Gott að hlæja „Ég held að það sé losandi og gott fyrir okkur að geta hlegið aðeins og gleymt um stund hinum gráðugu, duglausu og óheiðarlegu.“ Ekta farsi Þjóðfélagsvandamálunum er snúið upp í grín í verkinu Við borgum ekki, við borgum ekki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.