Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2009, Qupperneq 45

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2009, Qupperneq 45
föstudagur 5. júní 2009 45Sport Bretinn Jenson Button og félagi hans Rubens Barrichello hjá Brawn GP eru svo sannarlega ennþá mennirnir sem þarf að sigra ætli nokkur annar sér sigur á Formúlumóti í ár. Button hefur unnið fimm af sex keppnum árins og eru þeir félag- arnir efstir í keppni ökuþóra. Ferrari-liðið sem hefur farið afleitlega af stað vaknaði til lífsins í síðustu keppni og náði þar þriðja og fjórða sæti. Nú gæti loks verið komið að sigri hjá þeim þar sem Felipe Massa hefur unnið Tyrklands- kappaksturinn síðustu þrjú árin. Loksins komið að Ferrari? M ikið hefur gengið á hjá Ferr- ari-liðinu í Formúlu eitt enda liðið aldrei farið verr af stað í greininni. Ferrari átti ökuþóra númer tvö og þrjú í heimsmeistarakeppni ökuþóra á síðasta tímabili og vann titil bílasmiða enn eitt árið. Þegar sex mótum er lokið á þessu tímabili hefur heimsmeistarinn frá því 2007, Kimi Ra- ikkonen, aðeins níu stig í áttunda sæti og fé- lagi hans, Massa, stigi minna, tveimur sætum neðar. Þá er Ferrari samt í þriðja sæti í keppni bílasmiða með sautján stig, heilum sextíu og níu stigum á eftir Brawn GP. Þar ræður ríkj- um snillingurinn Ross Brawn sem virðist vera búinn að gera bíl sem enginn getur mætt í hraða. Það er því ekki skrýtið að báðir öku- menn liðsins, Jenson Button og Rubens Barr- ichello, séu efstir í keppni ökuþóra og liðið langefst í keppni bílasmiða. Massa vill fjórða sigurinn í röð Síðasta keppni í Mónakó lofaði góðu fyrir Ferrari að liðið gæti verið að komast á skrið. Smám saman eru verkfræðingar liðsins að gera bílinn samkeppnishæfari og vill Massa vinna Tyrklands-kappaksturinn fjórða árið í röð. Brautin hentar honum segir Massa og hann á í miklu ástarsambandi við Tyrkland og fólkið þar en aðdáendur Formúlunnar í Tyrklandi eru miklir Massa-menn. „Við erum smátt og smátt að bæta bílinn og ætlum okkur að reyna vinna nokkur mót. Ég vona að ég verði í þeirri stöðu að ég geti unnið í Tyrklandi fjórða árið í röð. Ég veit ekki af hverju þessi braut hentar mér svona vel frekar en aðrar. Hún hentar kannski betur mínum akstursstíl,“ segir Massa. „Mér finnst skemmtilegra að aka á braut- um með flæðandi beygjum þar sem þarf að halda uppi hraða allan tímann. Ég held líka að við búum við hentugri lausn hvað varðar uppsetningu bílsins fyrir keppnina. Þá erum við með gott veganesti inn í mótið frá Món- akó. Ég náði bestum tíma í brautinni og við Kimi enduðum í þriðja og fjórða sæti. Bíll- inn er því orðinn betri og ég hefði getað náð öðru sæti þar með smá heppni,“ segir Massa og ítrekar að Ferrari sé að verða samkeppn- ishæfara Brawn-liðinu. „Þá erum við með gott veganesti frá Mónakómótinu. Ég náði besta tíma í brautinni og við náðum í þriðja og fjórða sætið. Bíllinn er því betri. Ég hefði vel getað náð öðru sæti í Mónakó með smá heppni. Við erum mun nær Brawn núna og verðum samkeppnisfærari í næstu mótum,“ segir Massa. Schumacher vann aldrei í vinstri beygjunum Brautin í Istanbúl í Tyrklandi þykir ein af skemmtilegri mótssvæðum í Formúlunni en brautin er afar sérstök að einu leyti. Hún er keyrð rangsælis og af þeim sökum eru mun fleiri vinstri beygjur en ökumenn í Formúlu 1 eiga að venj- ast. Það reynir mun meira á hálsvöðva ökumanna og þurfa þeir því að æfa vel fyrir brautina. Beygja átta sem er sér- staklega löng U-beygja er rómuð sem eitt skemmtilegasta viðfangsefnið fyrir ökumenn á árinu. Hún er mjög hröð og ekin í botni í sjötta gír. Erfiðasta beygjan er þó sú fyrsta sem er blind og ekin í þriðja gír. Annað sem er afar sérstakt við brautina er að sjöfaldi heimsmeistaranum Michael Schum- acher tókst aldrei að vinna í Istanbúl en á öllum öðrum brautum sem hann keppti á í Formúlu 1 vann hann að minnsta kosti einu sinni til tvisv- ar. Brautin er 5.338 kílómetra löng, ekn- ir eru fimmtíu og átta hringir og er því sam- tals akstur 309,3 kíló- metrar. Tyrklands- kappaksTurinn 2008 EFStu MEnn 1. felipe massa, ferrari 2. Lewis Hamilton, mcLaren 3. kimi raikkonen, ferrari 4. robert kubica, BmW 5. nick Heidfeld, BmW RáSpóll felipe massa, ferrari - 1:27:617 FlJótaStuR í EinStökuM hRing 2008 kimi raikkonen, ferrari - 1:26:506 BRautaRMEt juan montoya, mcLaren - 1:24:770 FyRRi SiguRvEgaRaR 2005: kimi raikkonen, ferrari 2006: felipe massa, ferrari 2007: felipe massa, ferrari 2008: felipe massa, ferrari Felipe Massa Varð fjórði í mónakó og hefur unnið tyrklandskappaksturinn síðustu þrjú árin. MynD gEtty Bestir jenson Button og rubens Barrichello á Brawn eru enn mennirnir sem þarf að sigra. MynD aFp Sebastian vettel Þjóðverinn ungi er þriðji í keppni ökuþóra. MynD aFp
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.