Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2009, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2009, Blaðsíða 46
föstudagur 5. júní 200946 Sakamál „Aðgerð jólAsveinn“ Þau kölluðu sig „aðgerð jólasveinn“. Þau voru þrjú, atvinnulaus, stefnulaus og miskunnarlaus og markmiðið var að komast yfir fé með hverjum þeim hætti sem bar árangur. Þegar þau komu höndum yfir fjármuni einhvers annars sendu þau smáskilaboð hvert til annars: „jólasveinninn er kominn!“ og ruku síðan í búðir og keyptu fatnað, mynddiska og hvað eina sem hugurinn girntist. Marjorie Vigouroux var af öðru sauðahúsi, en komst, vegna kaldhæðni örlaganna, í kynni við foringja jólasveinsklíkunnar í gegnum internetið og örlög hennar voru ráðin. Lesið um „aðgerð jólasveinn“ í næsta helgarblaði dV. Martha og rayMond Martha og Raymond fundu fórnarlömb sín í auglýsingum einmana fólks. Martha glímdi við ofbeldisfullt geðslag sem skánaði ekki við stöðug hliðarspor Raymonds, enda krafðist hún skilyrðislausrar tryggðar af hálfu hans. Martha Beck, fædd Seabrook, fæddist árið 1920, og þegar henni var nauðgað af bróður sínum, þrettán ára gamalli, var hún þeg- ar orðin fjandanum feitari. Ekki er loku fyrir það skotið að sú slæma lífsreynsla hafi valdið því að hún hneigðist til furðulegheita í kynlífi, en þráði á sama tíma rómantík í líf sitt. Einnig er mögulegt að hægt sé að rekja tilfinningaleysi hennar í garð annarra til nauðgunarinnar. Hvað sem því líður varð hún hjúkrunarkona, en vann sem að- stoðarmanneskja hjá útfararþjón- ustu. Síðar varð hún yfirmaður á heimili fyrir bækluð börn í Pensa- cola á Flórída. Martha átti þrjú misheppnuð hjónabönd að baki þegar hún hitti Raymond Fernand- ez undir árslok 1947. Raymond Fernandez Raymond Fernandez var sex árum eldri en Martha, var af spænskum ættum, fæddist á Havaí en ólst upp í Connecticut í Bandaríkjunum. Hann hafði búið um skeið á Spáni þar sem hann hafði kvænst, eignast fjögur börn og síðan yfirgefið þau. Í síðari heimsstyrjöldinni hafði Fernandez starfað um stutt skeið hjá bresku leyniþjónustunni, en hlaut árið 1945 höfuðáverka sem talið er að hafi gert óstöðugt geðs- lag enn óstöðugra. Fernandez hóf að kynna sér svartagaldur og fullyrti að hann hefði ómótstæðilegt vald yfir kon- um. Á næstu árum er talið að hann hafi smeygt sér inn í líf fjölda kvenna, hvort sem um var að ræða hjarta þeirra, heimili eða banka- reikninga, og svindlað á þeim öll- um. Morð bætist við svik og pretti Öll fórnarlamba Raymonds höfðu verið valin úr smáauglýsingum frá einmana fólki og það var með þeim hætti sem hann komst í kynni við Mörthu Seabrook árið 1947. Í sam- einingu bættu þau morðum við svik og pretti, sem annars höfðu einkennt verklag Raymonds. En öfgakenndar kröfur Mört- hu um skilyrðislausa tryggð Ray- monds ollu brátt miklum vanda- málum í samskiptum hjúanna. Martha átti til að ganga mjög langt til að tryggja að ekkert yrði úr næt- urleikjum og skemmtun Raymonds og fórnarlambanna. Eitt sinn krafð- ist Martha meira að segja þess að sofa hjá einu fórnarlambanna til að tryggja að Raymond gerði sér það ekki að góðu. En Raynond Fernandez var fæddur flagari og það reyndist hæg- ar ort en gert að stjórna honum og stöðug hliðarspor hans vöktu brátt til lífsins ofbeldi hjá Mörthu. Raymond fær sér ástkonu Í desember 1948 komst Raymond Fernandez í kynni við Janet Fay, 66 ára ekkju frá New York. Eftir að hafa haft af henni allt sparifé með loforði um giftingu bauð Raym- ond henni á heimili sitt, sem hann deildi með „systur“ sinni. Þar var ekki beðið boðanna og Janet var barin og kyrkt og lík hennar síðar grafið. Ekki löngu síðar lögðu Ray- mond og Martha land undir fót og fóru til Michigan til að hitta næsta fórnarlamb, Delphine Downing. Downing var ung ekkja og móðir tveggja ára stúlku. Delphine Downing tók sér Ray- mond sem elskhuga – Mörthu til endalausrar reiði – og fluttu hann og Martha inn á heimili Delphine í Michigan. Svefntöflur og drekking Eitt sinn varð Delphine ör í skapi og gaf Raymond henni svefntöfl- ur til að róa hana. Grátur dóttur Delphine fór svo mikið í taugarn- ar á Mörthu að hún tók um háls hennar, en kyrkti hana þó ekki. Fernandez óttaðist að Delph- ine fylltist grunsemdum ef hún sæi áverkana á dóttur hennar og skaut hana því til bana. Martha og Raymond dvöldu í íbúð Delphine Downing í nokkra daga, en enn og aftur reiddist Martha vegna gráts dóttur Delphine og viðhafði eng- in vettlingatök en drekkti stúlk- unni í baðkarinu. Skötuhjúin grófu lík mæðgnanna í kjallaranum, en tortryggnir nágrannar höfðu sam- band við lögregluna, enda höfðu þeir ekki séð Delphine og dóttur hennar svo dögum skipti. 28. febrúar 1949 var bankað á hurðina og fyrir utan stóð lögregl- an. Grunuð um tuttugu morð Martha og Fernandez voru hand- tekin fyrir morðin í Michigan, og Fernandez játaði fljótt, enda stóð hann í þeirri meiningu að þau yrðu ekki framseld til New York, þar sem dauðarefsing var lögleg, andstætt því sem var í Michigan. Mikil var undrun hans þegar þau voru framseld til New York. Martha og Raymond viðurkenndu morðið á Janet Fay, en neituðu sök í sautján öðrum morðum sem þau voru grunuð um. Réttarhöldin vöktu þó nokkra athygli, ekki vegna morðanna sjálfra heldur vegna stöðugs leka frá Mörthu til fjölmiðla þar sem hún lýsti í nokkrum smáatriðum afrekum hennar og Raymonds á kynlífssviðinu. Þrátt fyrir að einhverjar efa- semdir væru um geðheilsu Ray- monds Fernandez voru þau bæði sakfelld fyrir morðin og enduðu ævina í rafmagnsstólnum í Sing Sing-fangelsinu 8. mars 1951. uMsjón: koLbeinn Þorsteinsson, kolbeinn@dv.is Raymond og Martha njóta lífsins á ljúfri stund. Blaðaúrklippa enduðu ævina í rafmagnsstólnum í sing sing.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.