Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 2009næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2009, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2009, Blaðsíða 3
miðvikudagur 10. júní 2009 3Fréttir Alþingi hefur orðið við formlegri beiðni um að afhenda DV öll gögn sem forsætisnefnd Alþingis hafa borist um meint vanhæfi dr. Sig- ríðar Benediktsdóttur innan rann- sóknarnefndar Alþingis og hugsan- legan trúnaðarbrest milli hennar og hinna nefndarmannanna tveggja. Rannsóknarnefndin heyrir beint undir Alþingi og sendi Páll Hreins- son, hæstaréttardómari og formað- ur nefndarinnar, málið til forsætis- nefndar þingsins í síðustu viku til umfjöllunar. Eftir að hafa skoðað meðferð hliðstæðra mála annars staðar á Norðurlöndum komst forsætis- nefndin að þeirri niðurstöðu á fundi sínum í fyrradag að rann- sóknarnefndin ætti sjálf að ráða fram úr vanhæfismálum í störfum sínum. Enda hafi sannleiksnefndir sérstöðu og beri að starfa óháð af- skiptum stjórnmálamanna. Tvö eða fleiri lögfræðileg álit liggja fyrir um mál Sigríðar. DV fær ekki umbeðin álit frá Alþingi í hendur fyrr en í dag eða á morg- un þar sem Páll, formaður nefndar- innar, hefur verið erlendis að und- anförnu. Hann kemur til starfa í dag en rétt þykir að hann og aðrir málsaðilar fái þau í hendur á undan fjölmiðlum. Flókin viðfangsefni um fjármálamarkað Rannsóknarnefndinni er ætlað að varpa sem skýrustu ljósi á aðdrag- anda og orsakir þess vanda íslenska bankakerfisins sem varð Alþingi til- efni til að setja lög um þjóðnýtingu bankanna í október síðastliðn- um. Henni er ætlað, svo nokkuð sé nefnt, að afla upplýsinga um starf- semi fjármálafyrirtækja sem geta skýrt vanda þeirra, svo sem um fjármögnun og útlánastefnu þeirra, eignarhald, endurskoðun og tengsl þeirra við atvinnulífið. Verkefni nefndarinnar snertir með öðrum orðum lagaleg úrlausn- arefni sem og flókin hagfræðileg og fjármálaleg vandamál. Erindið, sem barst frá Jónasi Friðriki Jónssyni, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeft- irlitsins, ásamt lögfræðilegu áliti, snertir ummæli Sigríðar Benedikts- dóttur, eina hagfræðingsins í nefnd- inni, en hún er sérfróð um starfsemi fjármálamarkaða. Í vefriti Yale Dai- ly Mail í marslok svaraði hún að- spurð að hún teldi að bankahrun- ið mætti rekja til græðgi ákveðinna manna og vítaverðs andvaraleysis þeirra sem eftirlit áttu að hafa með fjármálamarkaði og fjármálalegum stöðugleika. Unnt er að lesa við- talið við Sigríði á slóðinni yaleda- ilynews.com/articles/view/28375, en þau urðu Jónasi Friðriki tilefni til þess að bera brigður á hæfi Sigríðar til að fjalla um mál hans. Trúverðugleiki í húfi Fullyrt er af heimildarmönn- um DV að Páll, formaður nefnd- arinnar, hafi í ljósi málatilbúnaðar Jónasar Friðriks og í kjölfar skoð- unar á málavöxtu boðið Sigríði að segja sig úr nefndinni af persónu- legum ástæðum og án eftirmála. Þetta hafi Sigríður ekki fallist á og því hafi málið verið sent forsætis- nefnd Alþingis. Forsætisnefndin sneri erindinu aftur til rann- sóknarnefndarinnar eins og áður segir og er búist við að málið verði tekið fyrir í dag. Það virðist snúið, hvernig sem á það er litið, og er að sjá sem starf nefndarinnar og trúverð- ugleiki geti verið í húfi. Bæði sjónarmiðin virðast gild eins og lesa mátti í umtalsverðri blogg- umfjöllun um málið í gær. Margir telja að Sigríður hefði átt að gæta orða sinna. Hinu sjónarmiðinu er ekki síður haldið á lofti; að hún hafi í viðtalinu við Yale-skólablaðið að- eins fært í orð almælt tíðindi af banka- hruninu á Íslandi. Ágreiningur um áherslur Inn í álitamál um hæfi Sigríðar blandast önn- ur sjónarmið þegar grannt er skoð- að, því skiptar skoðanir eru með- al sérfróðra um áherslur í störfum nefndarinnar. Málsmetandi hag- fræðingar, sem DV hefur rætt við, telja að áhersluþunginn ætti að vera á rannsókn fjármálafyrirtækj- anna sem stjórnast af hugvitsam- legum leiðum og aðferðum í starf- semi sinni. Sannleiksnefndin sé ekki dómstóll heldur rannsaki hún hrun fjármálakerfis. Það skjóti því skökku við að ætla að láta ofan- greind ummæli í viðtali verða til þess að hrekja hámenntaðan sér- fræðing í fjármálakerfum úr nefnd- inni og jafnframt eina hagfræðing- inn. Framtíð Sigríðar Benediktsdóttur í rannsóknarnefnd Al- þingis kann að ráðast í dag eða næstu daga. Alþingi hefur fallist á að afhenda DV þau gögn málsins sem forsætisnefnd hefur farið yfir en forsætisnefnd Alþingis lítur svo á að rann- sóknarnefndin verði að ráða sjálf fram úr vanhæfismálum. mikil óvissa í nefndinni Sigríður Benediktsdóttir Fór hún aðeins með almælt tíðindi frá íslandi sem nú geta orsakað vanhæfi hennar? Hæstaréttardómarinn Páll Hreinsson er formaður rannsóknar- nefndar alþingis. Fjallað verður um mál Sigríðar innan nefndarinnar í dag en forsætisnefnd alþingis telur að hún eigi sjálf að ráða fram úr vanhæfismálum í störfum sínum. er ástæða til að skoða þessi viðskipti aftur í tímann til að ganga úr skugga um hversu umfangsmikil þau voru,“ segir Flosi en samanburður hans á þeim gögnum um viðskiptin við Frjálsa miðlun sem lögð voru fram í bæjarráði í síðustu viku sýna fram á að minnihlutinn fékk rangar upp- lýsingar þegar spurst var fyrir um kostnað við gerð ársskýrslu Kópa- vogsbæjar fyrir nokkrum árum, þar munar um hálfri milljón króna. Aldrei náðist hins vegar að sanna að Gunnar hefði gerst sekur um spillingu vegna viðskipta Klæðn- ingar og Kópavogsbæjar þó að orðr- ómurinn hafi verið hávær og margir sem veltu því fyrir sér hvort Gunnar hyglaði eigin fyrirtæki. Ljósmyndarinn fékk minna en Frjáls miðlun Eins og er á hið sama við um við- skiptin við Frjálsa miðlun þó að vissulega sé það nýbreytni að hafa skjalfestar upplýsingar um Gunnar sem bendi til óeðlilegra viðskipta- hátta. Samkvæmt öruggum heim- ildum DV er eitt af því sem er óeðli- legt við viðskipti Kópavogsbæjar við Frjálsa miðlun að fyrirtækið hafi fengið margfalt meira greitt fyrir ljósmyndir sem það lét undirverk- taka, ljósmyndarann Guðmund Ing- ólfsson, taka fyrir sig í nokkrum til- fellum en ljósmyndarinn sjálfur fékk greitt frá Frjálsri miðlun. Félag dótt- ur Gunnars virðist því hafa stungið mismuninum í vasann. Þetta er eitt af þeim atriðum sem endurskoð- endur bæjarins munu væntanlega skoða en það vekur spurningar af hverju ekki er gengið beint til samn- inga við ljósmyndara. DV hafði samband við Guð- mund Ingólfsson og spurði hann hvort greiðslurnar sem hann fékk frá Frjálsri miðlun hafi verið lægri en upphæðirnar sem félagið fékk frá bænum. Guðmundur vildi hins vegar ekki tjá sig um málið í samtali við blaðið. Samkvæmt heimildum blaðsins var það auk þess algengt að Frjáls miðlun fengi greitt fyrir myndirnar sem fyrirtækið seldi til Kópavogs- bæjar í hvert skipti sem þær voru notaðar, til dæmis myndir sem tekn- ar voru úr ársskýrslum bæjarins. 2,5 milljónir fyrir ljósmyndir í IKEA-römmum Annað sem tortryggt hefur verið í viðskiptum bæjarins við Frjálsa miðlun er að fyrirtækið hefur á síð- ustu sex árum fengið tæpar 2,5 millj- ónir fyrir umhverfisviðurkenningar sem árlega eru veittar fimm aðilum. Viðurkenningarnar eru innrömmuð A-4-blöð í IKEA-römmum og þykja fáfengilegar. Samkvæmt heimildum DV ákvað skipulagsstjóri bæjarins, Birgir Sigurðsson, að dóttir Gunn- ars ætti alltaf að sjá um að gera um- hverfisviðurkenningarnar þrátt fyrir að ýmsir aðrir starsmenn bæjarsins væru á móti því. Fyrrverandi starfs- maður í stjórnsýslunni í Kópavogs- bæ segir að viðurkenningarnar séu „djók“. „Þetta voru bara myndir sem teknar voru og settar inn í ramma. Þetta er núll og nix,“ segir viðmæl- andinn og bætir því við að það sé alls ekki svo mikil vinna á bak við viðurkenningarnar. „Bæði gull og grjót“ En þrátt fyrir spillingarumræðuna um Gunnar og þá staðreynd að hann er einn umdeildasti stjórnmála- maður á Íslandi eru lýsingar fólks á honum auðvitað alls ekki einhlítar og er hann sagður vera „stórbrotinn karakter“ af einum heimildarmanni DV. „Ég heyrði einhvern segja um Gunnar: Hann er bæði gull og grjót. Ég held að það sé hægt að taka und- ir það,“ segir heimildarmaður sem þekkir Gunnar vel. „Hann getur bæði verið alveg svakalega harður, heiftúðugur, hefnigjarn og alveg of- boðslega frekur en svo getur hann líka haft mjög stórt hjarta ef hann sér eitthvað aumt. Hann er auðvit- Nýjar siðareglur Kópavogsbæjar samþyKKtar 12. maí síðastliðiNN n 5. gr. Misbeiting valds. „Kjörnir bæjarfulltrúar og stjórnendur mega ekki beita réttindum eða aðstöðu sem fylgja embætti þeirra í þágu einkahagsmuna sinna eða annarra í því skyni að geta notið óbeinna eða beinna persónulegra hagsbóta af því. Einnig skulu þeir gæta þess að nýta sér ekki óopinberar upplýsingar til að hagnast á þeim persónulega eða að hjálpa öðrum að gera það.“ n11. gr. Stöðuveitingar „Kjörnum bæjarfulltrúum ber að koma í veg fyrir að einstaklingum sé veitt starf eða stöðuhækkun hjá sveitarfélaginu á öðrum forsendum en hæfni til að rækja starfið og gæta þess, þegar þeir koma sjálfir að ákvörðun um val á starfsmönnum, að hæfasti umsækjandinn hljóti starfið.“ Föstudagur 22. maí 2009 13Fréttir KÓNGURINN Í KÓPAVOGI RIÐAR TIL FALLS Bæjarstjórinn í kröppum dansi Framsóknarflokk- urinn, samstarfsflokkur sjálfstæðisflokksins í meirihlut- anum í bæjarstjórn Kópavogs, gaf það út í vikunni að flokkurinn hygðist mögulega endurskoða samstarfið við sjálfstæðisflokkinn vegna viðskipta bæjarsins við Frjálsa miðlun í stjórnartíð gunnars Birgissonar. Framhald á næstu síðu Bæjarstjórinn í kröppum dansi Framsóknar- flokkurinn, samstarfsflokkur sjálf tæðisflokksins meirihluta um í bæjarstjórn Kópavogs, gaf það út í vikunni að flokkurinn hygði t ögulega endurskoða samstarfið i sjálfstæðisflokkinn vegna viðskipt bæjarsins við F jálsa miðlun í stjórnartíð gunnars Birgissonar. Föstudagur 22. maí 200914 Fréttir að mannlegur og getur verið ósköp ljúfur og lagt lykkju á leið sína til að aðstoða fólk,“ segir heimildarmað- urinn og bætir því við að bæjarstjór- inn sé „álíka góður við vini sína og hann getur verið vondur við óvini sína“. Annar heimildarmaður DV tekur undir þetta og segir að undir hrjúfu yfirborði Gunnars leynist viðkvæm sál. „Gunnar Birgisson er ekki vond manneskja en hann getur ver- ið ósanngjarn gagnvart þeim sem gagnrýna hann. Við sjáum þetta í umræðunni um Frjálsa miðlun að hann er fljótur að ráðast á andstæð- inga sína og væna þá um skítapól- itík á sama tíma og hann fagnar því að verið sé að skoða viðskipti bæj- arins við félagið. Þetta er ansi mót- sagnakennt en Gunnar er afar hvat- vís maður,“ segir viðmælandinn og bætir því við að Gunnar hafi til dæmis farið algerlega fram úr sér í viðskiptum bæjarsins við Frjálsa miðlun. Flosi segir að helsti kostur Gunn- ars sé að það sé alltaf hægt að treysta því sem hann lofar; að allir samn- ingar sem hann hafi gert við hann í gegnum tíðina hafi staðið. Samkvæmt heimildarmönnum DV mun eiginkona Gunnars, Vigdís Karlsdóttir, einnig vera mikil önd- vegiskona og segir einn þeirra að manni sem eigi svo góða konu sé ekki alls varnað en þau hjónin eiga saman tvær dætur, þær Auðbjörgu Agnesi og áðurnefnda Brynhildi. Ryðst og treðst Einn heimildarmaður DV segir að Gunnar ryðjist og troðist til að ná markmiðum sínum. „Hann er dríf- andi keppnismaður sem vill klára hlutina mjög fljótt. Mér finnst hann stundum fara fram úr sér. Sum- ir stjórnmálamenn hugsa bara og pæla og gera ekki neitt en Gunnar er alls ekki þannig því hann lætur verkin tala. Þess vegna er eftirspurn eftir mönnum eins og Gunnari því hann er svo duglegur en sennilega er best að það fari meira saman að menn hugsi um hlutina og hrindi þeim í framkvæmd.“ Flosi segir að Gunnar sé mikill dugnaðarmaður sem komi miklu í verk, sem sést meðal annars á hinni miklu uppbyggingu sem átt hefur sér stað í Kópavogi á síðustu árum, en að hann sé jafnframt ótrúlega óvæginn og ósvífinn í málflutningi. „Miðað við hvað hann er ósvífinn oft á tíðum er einkennilegt hvað hann er viðkvæmur fyrir gagnrýn- um umræðum um sjálfan sig. Hann er ekki eins og margir stjórnmála- menn sem eru stóryrtir sem taka vel við því á móti. Hann myndi aldrei sitja undir því sem hann segir um aðra,“ segir Flosi. Biðlað til auðmanna Dugnaður og vilji Gunnars til fram- kvæmda sést meðal annars á því að í miðju íslenska góðærinu ákvað Kópavogsbær að reisa óperuhús í bænum með peningum frá fjár- sterkum einkaaðilum og var það Gunnari mikið keppikefli að húsið yrði reist. Jón Helgi Guðmundsson í BYKO mun hafa verið sá auðmaður sem ætlaði að veita hæsta styrkinn í byggingu hússins og sat hann einnig í nefnd sem sett var á laggirnar um bygginguna. Eftir að bygging hússins komst á dagskrá mun Gunnar Birgisson hafa leitað til margra einstaklinga og beðið þá um að leggja verkefn- inu lið. Í einhverjum tilfellum hafði hann þann háttinn á, samkvæmt traustum heimildum DV, að funda með auðugu fólki sem vildi flytja í Kópavoginn þar sem ýjað var að því að það gæti orðið því til góða að styrkja byggingu óperuhússins; meðal annars að það gæti hjálp- að því að fá betri lóð undir íbúðar- hús sitt í bænum fyrir vikið. Þessi beiðni bæjarstjórans var ekki lögð fram berum orðum heldur var lát- ið í þetta skína óbeint. Öllum sem sátu þessa fundi með bæjarstjóran- um mun hins vegar hafa verið ljóst hvert Gunnar var að fara. Engar heimildir eru hins vegar um hversu margir þessir fundir voru né hverj- ar undirtektirnar voru en einhverj- um mun þó hafa blöskrað framferði bæjarstjórans kappsama. Samkvæmt heimildum DV er einnig talið að rannsaka þurfi greiðslur frá einkafyrirtækjum til stjórnmálaflokka í Kópavogi, með- al annars frá verktakafyrirtækjun- um BYGG, Ris og JB. verktökum. Talið er að þessi fyrirtæki hafi styrkt Sjálfstæðisflokkinn um mjög háar fjárhæðir á liðnum árum en á sama tíma hafa þau verið mjög umsvifa- mikil í verktakaframkvæmdum í bænum og fengið mikið af góðum lóðum úthlutað. Pólitísk risaeðla Einn heimildarmaður DV segir að stjórnunarhættir eins og Gunnars eigi ekki upp á pallborðið á Nýja Íslandi og því sé þjóðin miklu við- kvæmari nú fyrir slíkum málum sem lykta af spillingu en fyrir nokkr- um árum. Þó segir hann að hann sé ekki viss um að Gunnar eigi á hættu að þurfa að hætta sem bæjarstjóri vegna viðskipta bæjarins við Frjálsa miðlun. „Ef þetta væri stjórnmála- maður í ríki á meginlandi Evrópu væri hann í mikilli hættu á að þurfa að yfirgefa stólinn. En miðað við ís- lenskar hefðir er hann ekki í neinni hættu því það er afar sjaldgæft að menn segi af sér hér á landi,“ seg- ir heimildarmaðurinn. Hann bætir því við að Gunnar sé grófur „karl- apólitíkus“ sem vaði áfram og að hann passi illa inn í þá umræðu um lýðræði, gegnsæi og samræður í stjórnmálum sem nú ríði röftum í samfélaginu. „Hann er dálítið eins og risaeðla í pólitíkinni í dag. Bara eins og hann er á velli.“ Flosi tekur undir þetta sjónarmið að hluta þegar hann segir að Gunn- ar sé fulltrúi gamalla gilda í stjórn- sýslu. „Hann er ekkert ofboðslega mikið gefinn fyrir reglu og formfestu í rekstri. Hann stjórnar ofboðslega miðlægt: allt fer í gegnum hann,“ segir Flosi. Hann segir að þetta hafi bæði sína kosti og galla því með þessu móti hafi hann góða yfirsýn og veiti fjármálum og starfsmönn- um bæjarins mikið aðhald með því að vera með nefið ofan í hvers manns koppi. „Honum finnst að hann einn eigi að ráða öllu og hann ber litla virð- ingu fyrir skoðunum annarra. Hann beitir meirihlutaræðinu mjög stíft. Það er mjög merkilegt að heyra bæj- arstjóra allra Kópavogsbúa segja það oftsinnis á bæjarstjórnarfundum að honum sé alveg sama hvað minni- hlutinn segir. Hann segir: „Mér er alveg sama hvað þau segja; þetta eru bara kommúnistar.“ Hann hefur oft kallað mig kommúnista í gegn- um tíðina,“ segir Flosi sem setið hef- ur í bæjarstjórninni síðan 1998. Talið að umfjöllunin leiði ekki til stjórnarslita Heimildarmönnum DV ber sam- an um að þrátt fyrir umræðuna um spillinguna í kringum Gunnar Birg- isson sé afar ólíklegt að Framsókn- arflokkurinn slíti samstarfinu í bæj- arstjórn við Sjálfstæðisflokkinn en flokkarnir hafa verið saman í stjórn í bænum síðastliðin nítján ár. Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi framsókn- armanna, hefur einnig gefið það út að meirihlutasamstarfið sé ekki ótraust og að meirihlutinn hafi gert góða hluti í bænum. Þó mun flokk- urinn bíða með að taka ákvarðanir um framhaldið þar til niður- staða liggur fyrir úr út- tekt endurskoðend- anna. Í samtali við DV segir Samúel Örn Er- lingsson varabæjar- fulltrúi að flokkurinn gefi ekkert út um málið fyrr en niður- staða úttektarinnar liggur fyrir. Heimilda- menn blaðsins segja að hvað sem komi út úr úttekt- inni sé afar ólíklegt að Ómar verði hvatamaður að því að slíta sam- starfinu. Þar er meðal annars talið að hann hafi ekki nægilegt pólitískt þor né dug til að fara gegn Gunnari á slíkan hátt. Allt brjálað í Sjálfstæðisflokknum Af samtölum DV við frammámenn í Sjálfstæðisflokknum í Kópa- vogi er mikil undrun og óánægja með málið inn- an flokksins því þeir gerðu sér ekki grein fyrir því að viðskipti Kópavogsbæjar við Frjálsa miðlun hefðu verið svona mikil á síðustu árum. Sjálfstæð- ismenn virðast vera hneykslaðir á framferði Gunn- ars og taka marg- ir flokksmenn djúpt í árinni þegar þeir ræða um málið, án þess að þeir vilji láta hafa það eftir sér undir nafni opinberlega. Heimildarmönnum DV ber flest- um saman um að miklu líklegra sé að pólitískur þrýstingur á Gunnar innan úr Sjálfstæðisflokknum muni leiða til stjórnarslita eða að Gunn- ari verði hreinlega ýtt út úr flokkn- um vegna hneykslisins í kringum Frjálsa miðlun og myndi það þá byggjast á ótta við að vera Gunn- ars í honum sverti flokkinn og gæti komið sér illa í kom- andi bæjarstjórnar- kosningum á næsta ári. En fyrir síð- ustu bæjarstjórn- arkosningarnar þurfti flokkurinn að glíma við um- deilda fylgju Gunnars og varð það flokknum ekki til framdráttar. Einn sjálfstæðismaður- inn orðar það sem svo að „róðurinn sé heldur að þyngjast“ og á hann þar við að staða Gunnars versni nú á milli daga. Heimildarmönnum DV ber því saman um að Gunnar ætti að hafa miklu meiri áhyggjur af sínum eigin flokki á næstunni en af samstarfsflokknum í stjórninni auk þess sem Gunnar hefur alltaf ver- ið umdeildur í flokknum og hefur meðal annars aldrei hlotið meira en 50 prósent atkvæða í prófkjöri. Sjálfstæðismenn segja að inn í viðhorf flokksmanna spili að fólk líti allt öðruvísi á slík spillingarmál í íslenskum stjórnmálum en gert var fyrir efnahagshrunið í haust; það sem menn hefðu kannski komist upp með fyrir tveimur árum komast þeir ekki upp með í dag; fólk sé orð- ið þreytt á vafasömum stjórnunar- háttum og spillingu og vilji að byrj- að verði með hreint borð. Þrátt fyrir kurrinn munu sjálf- stæðismenn í Kópavogi, líkt og framsóknarmennirnir, hins veg- ar ætla að bíða eftir niðurstöðunni úr úttekt endurskoðenda bæjarins á viðskiptunum við Frjálsa miðlun áður en ákvarðanir verða teknar um framhaldið og er málið sagt vera í biðstöðu. Samflokksmenn Gunn- ars leggja hins vegar mikla áherslu á að rannsókn málsins verði hraðað. Hins vegar er það að verða ljóst að Gunnari Birgissyni er vart sætt sem bæjarstjóri í Kópavogi eftir að þetta hneykslismál kom upp, hvern- ig svo sem fráhvarf hans verður útfært. Kóngurinn í Kópavogi riðar nú til falls þrátt fyrir að opinberar yfirlýsingar sjálf- stæðismanna í Kópavogi segi annað um þessar mundir. Greiðslur til Frjálsrar miðlunar ÁR UPPhæð 2003 6.636.422 2004 4.979.510 2005 8.094.225 2006 6.668.755 2007 6.044.625 2008 6.990.725 AllS 39.414.262 lætur rannsaka viðskipti lÍN við félagið Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra greindi frá því í vikunni að hún hefði beðið stjórnarformann LíN að láta gera úttekt á viðskiptum sjóðsins við Frjálsa miðlun. menn hafa velt því fyrir af hverju gunnar, sem er með doktorspróf í jarðvegsverkfræði og kallar sjálfan sig „doktor í drullu“ í gríni, hafi verið formaður lánasjóðsins í næstum 20 ár. Biðlað til auðmanna tengsl gunnars við fjársterka aðila eins og Jón Helga guðmundsson, aðaleiganda BYKO, og burðug verktakafyrirtæki eins og BYgg og ris hafa löngum verið í umræðunni. Jón Helgi mun meðal annars hafa lofað hæsta fjárstyrknum vegna byggingar óperuhúss í bænum sem nú er dottin upp fyrir. Föstudagur 29. maí 200910 Fréttir Hjá sumum snýst lífið bara um ís... Aðalstræti 3 - Akureyri Gunnars I. Birgissonar Frjáls miðlun, útgáfufyrirtæki Bryn- hildar Gunnarsdóttur og eigin- manns hennar Guðjóns Gísla Guð- mundssonar, hefur fengið tæpar fimm milljónir króna frá Orkuveitu Reykjavíkur á síðustu sjö árum fyrir ýmsa útgáfuvinnu: ljósmyndatökur, gerð kynningarefnis og vinnu vegna 100 ára afmælis Vatnsveitu Reykja- víkur. Þetta kemur fram í svari frá Orkuveitu Reykjavíkur um viðskipti fyrirtækisins við Frjálsa miðlun á síðustu árum. Um er að ræða sams konar vinnu og fyrirtækið vann fyrir Kópavogs- bæ sem mikið hefur verið um rætt síðustu vikurnar en Frjáls miðl- un hefur fengið greiddar rúmar 50 milljónir króna frá Kópavogsbæ á síðustu tíu árum líkt og DV hefur greint frá. Faðir Brynhildar, Gunnar I. Birg- isson, er bæjarstjóri í Kópavogi og fara endurskoðendur bæjarins nú í saumana á viðskiptunum við Frjálsa miðlun til að athuga hvort viðskipt- in hafi verið eðlileg. Að sama skapi rannsaka óháðir endurskoðendur viðskipti Lánasjóðs íslenskra náms- manna við Frjálsa miðlun en félagið fékk rúmar 11 milljónir frá stofnun- inni á meðan Gunnar Birgisson var stjórnarformaður sjóðsins, frá 1991 til 2009. Faðir Gísla fyrr- verandi safnstjóri Faðir Guðjóns Gísla, Guðmundur Egilsson, er fyrrverandi safnstjóri hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, sem síðar varð að Orkuveitunni árið 1999. Frjáls miðlun fékk ein- hver verkefni frá Rafmagnsveit- unni í gegnum Guðmund á sínum tíma, þegar hann var enn safn- stjóri, samkvæmt heimildum DV. Upplýsingar Orkuveitunnar ná hins vegar ekki svo langt aftur í tímann. Guðmundur lét af störf- um sem safnstjóri fyrir tíu árum en hefur unnið fyrir minjasafn Orkuveitu Reykjavíkur sem verk- taki í smærri verkefnum æ síðan. Guðmundur mun meðal ann- ars hafa lagt hart að Guðjóni Magnússyni, sem er yfir umsýslu og almannatengslum hjá Orku- veitunni, að ráða Frjálsa miðlun til að skrásetja alla muni minja- safnsins fyrir um fimm árum, samkvæmt heimildum DV. Ekki var þó ráðist í þessa skrásetningu á endanum. Í minjasafninu er auk þess meðal annars að finna möppu með ljósmyndum sem Frjáls miðl- un tók á sínum tíma en samkvæmt upplýsingunum frá Orkuveitunni við fyrirspurn DV hefur langmest af vinnunni sem útgáfufyrirtæk- ið hefur unnið fyrir Orkuveituna snúist um að taka ljósmyndir. Hvorki Brynhildur né Guðjón eru hins vegar ljósmyndarar. En ljós- myndavinnan sem Frjáls miðl- un vann fyrir Kópavogsbæ mun, í einhverjum tilfellum, hafa verið unnin af fagljósmyndurum sem þá voru undirverktakar Frjálsrar miðlun. DV hefur heimildir fyrir því að einhverjum slíkum tilfellum hafi Frjáls miðlun greitt ljósmynd- urunum töluvert lægri upphæð- ir en félagið fékk frá Kópavogsbæ fyrir að vinna verkin. Heimildarmaður DV segir að það sé alveg ljóst að Frjáls miðlun byrjaði að vinna fyrir Orkuveituna vegna ættartengsla Guðjóns Gísla og Guðmundar. Unnið eftir mjög ströngum reglum Guðjón Magnússon segist að- spurður ekki geta tjáð sig um við- skipti Orkuveitunnar við Frjálsa miðlun þar sem mjög strangar reglur gildi um opinbera umræðu starfsmanna Orkuveitu Reykja- víkur um málefni fyrirtækisins. Eiríkur Hjálmarsson, upplýs- ingafulltrúi Orkuveitunnar, segir hins vegar að unnið sé eftir mjög ströngum innkaupareglum inn- an Orkuveitunnar og að hann hafi enga ástæðu til að ætla að það hafi ekki líka verið gert í tilfelli viðskiptanna við Frjálsa miðlun. „Ég sé ekkert í þessum viðskipt- um, hvorki af umfangi viðskipt- anna né eðli þeirra, sem bendir til þess að um óeðlilega fyrirgreiðslu sé að ræða,“ segir Eiríkur. Nokkrir fjölmiðlar, þar á með- al DV, hafa auk þess haft sam- band við Reykjanesbæ til að spyrjast fyrir um viðskipti bæjar- ins við Frjálsa miðlun en Bryndís Guðmundsdóttir, eiginkona Árna Sigfússonar bæjarstjóra, er syst- ir Guðjóns Gísla. Hjá bænum fást hins vegar þau svör að bærinn hafi enga þjónustu keypt af út- gáfufyrirtækinu. DV náði ekki í Guðjón Gísla Guðmundsson eða Brynhildi Gunnarsdóttur við vinnslu fréttar- innar. InGI F. VIlhjálmsson blaðamaður skrifar ingi@dv.is VIðskIptI orkUVeItU reykjaVíkUr VIð Frjálsa mIðlUn Frá árInU 2006: ár Upphæð 2002 1.250.000 2003 0 2004 1.550.000 2005 800.000 2006 500.000 2007 920.000 2008 500.000 2009 0 samtals 4600920 „Ég sé ekkert í þessum viðskiptum, hvorki af um- fangi viðskiptanna né eðli þeirra, sem bendir til þess að um óeðlilega fyrirgreiðslu sé að ræða“ tæpar fimm milljónir Frjáls miðlun hefur fengið greiddar fimm milljónir frá Orkuveitu reykjavíkur á síðustu sjö árum. upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar segir ekkert athugavert við viðskiptin. Frjáls miðlun teygir sig víða Útgáfufyrirtæki dóttur gunnars Birgissonar, bæjarstjóra í Kópa- vogi, hefur einnig fengið verkefni hjá Orkuveitu reykjavíkur. ORKUVEITAN GREIDDI DÓTTURINNI MILLJÓNIR 29. maí Margir telja að Sigríður hefði átt að gæta orða sinna. Hinu sjónarmiðinu er ekki síður haldið á lofti; að hún hafi...aðeins fært í orð almælt tíð- indi af bankahruninu á Íslandi. GUnnaR valTUR í sessi Ómar Stefánsson, oddviti framsóknar- manna í bæjarstjórn Kópavogs, ætlar að kalla til fulltrúaráðsfundar sem fyrst vegna skýrslu Deloitte um viðskipti Kópavogsbæjar við félag dóttur Gunnars I. Birgissonar. Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarfulltrú Sjálfstæðisflokks, segir spurningum ósvarað og hann hafi ekki haft hugmynd um gagnvirkt götukort sem fyrirtækið vann að en ekkert hefur orðið úr. Meirihlutasamstarfið er talið standa völtum fótum. Framsókn skoðar málin Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, fer yfir málin með samherjum sínum og skoðar framtíð samstarfsins við gunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 86. tölublað (10.06.2009)
https://timarit.is/issue/382756

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

86. tölublað (10.06.2009)

Aðgerðir: