Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2009, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2009, Blaðsíða 41
miðvikudagur 10. júní 2009 41Sport Endurfundir rikjaard og Eiðs? Hollenski knattspyrnuþjálfarinn Frank rikjaard, sem þjálfaði Eið Smára guðjohnsen hjá Barcelona, er sagður vilja fá íslendinginn til sín hjá tyrkneska liðinu galatasaray sem rikjaard er tekinn við. Spænska blaðið El mundo deportivo segir að rikjaard vilji fá Eið til félagsins en rikja- ard keypti Eið Smára til Barcelona frá Chelsea fyrir þremur árum. galatasaray ætti þó ekki að vera spennandi kostur fyrir Eið eftir vonbrigðatímabil hjá liðinu í fyrra. Það endaði í fimmta sæti og tekur því ekki þátt í Evrópukeppni á næsta ári en Eið- ur hefur leikið í meistaradeildinni síðustu sjö árin í röð. Þá var rikjaard ekki mjög duglegur að nota Eið undir það síðasta hjá Barcelona. Íslenska landsliðið í knattspyrnu leikur sinn næstsíðasta leik í und- ankeppni heimsmeistaramótsins í kvöld þegar það mætir Makedóníu ytra. Ísland hafði sigur síðast þegar liðin mættust á Laugardalsvellinum, Veigar Páll Gunnarsson skoraði eina mark leiksins en þetta er jafnframt eini sigur Íslands í riðlinum. Draumurinn um annað sæti er svo sem ekki úti vinnist bæði leikur- inn í kvöld og svo gegn Noregi í haust en sex stig ofan á þau fjögur sem liðið er komið með duga skammt, og eig- inlega bara alls ekki til að vera ein af þeim átta þjóðum sem komast í um- spilið. Átta bestu liðin í öðru sæti af níu riðlum komast í umspilið en í riðli Íslands eru aðeins fimm lið, ekki sex, og er notuð sérstök reikniform- úla til að jafna leikinn þar Íslenska liðið er lemstrað í Skopje en þar vantar þrjá menn vegna leik- banna. Þá Hermann Hreiðarsson, Indriða Sigurðsson og Aron Ein- ar Gunnarsson. Jafnframt eru Eiður Smári og Stefán Gíslason frá vegna meiðsla og þá er Emil Hallfreðsson tæpur. Það gætu því einhver ný and- lit sést í búningi Íslands í kvöld en leikurinn hefst klukkan 15.45 að ís- lenskum tíma. tomas@dv.is Ísland mætir Makedóníu í kvöld: LEmstraðir í skopjE tóLf miLLjarða kaka Sky-sjónvarpsstöðin á ítalíu greindi frá því í gær að adriano galliani, varaforseti aC milan, hefði gefið út nákvæma upphæð sem real madrid greiddi fyrir snillinginn kaka. galliani sagði við sjónvarpsstöðina að real madrid hafi greitt 67,2 milljónir evra eða tólf milljarða íslenskra króna miðað við núverandi gengi. Einnig sagði galliani frá því að milan ætlaði sér framherja Wolfsburgar, Edin dzeko, sem varð næstmarkahæstur í þýsku Bundeslígunni í ár. Hefur milan hitt föður dzekos og náð samningum við pilt en bíður eftir svari frá Þýskalandsmeisturum Wolfsburgar. Áhugi fyrir rossi ítalski smáframherjinn giuseppe rossi, sem leikur með villarreal á Spáni, hefur heyrt af áhuga nokkurra enskra liða á sér. rossi er ekki ókunnugur Englandi en hann lék um tíma með manchester united og tókst að skora eitt mark fyrir liðið. Hann var þó orðinn þreyttur á fáum tækifærum, yfirgaf félagið fyrir villarreal þar sem hann hefur slegið í gegn. Þrátt fyrir áhugann og þá staðreynd að þjálfarinn er hættur hjá villarreal er rossi ánægður og ætlar sér að vera áfram hjá liðinu. Hann er með samning til eins árs í viðbót og ætlar að klára hann í það minnsta. manuel Pellegrini, stjóri villarreal, hafði mikið dálæti á rossi en hann yfirgaf félagið fyrir draumastarfið hjá real madrid eftir tímabilið. umSjón: tómaS Þór ÞórðarSon, tomas@dv.is Sigur ísland lagði make- dóníu 1-0 á Laugardalsvelli. mynd KriStinn magnúSSon „Þeir sem eru hérna úti eru í fínu standi,“ segir Guðmundur Guðmunds- son, landsliðsþjálfari í handbolta, um sveit sína sem hefur lokahnykkinn í undankeppni Evrópumótsins í kvöld þar sem Ísland mætir Belgíu ytra. Það er ekki að ástæðulaustu sem strax er spurt um ástand manna enda ógrynni leikmanna frá vegna meiðsla. Tveir af sterkari mönnum liðsins, Snorri Steinn Guðjónsson og Aron Pálmars- son sem fór á kostum í síðasta verk- efni gegn Makedónum, eru þó tæpir. „Það er spurning með Snorra og Aron en það er allt á réttri leið hjá þeim,“ segir Guðmundur sem segir að ekki þurfi endilega að hvíla menn svo mik- ið þar sem nokkrir dagar eru á milli leikja. Heldur þurfi að: „Spila skyn- samlega úr þessu.“ Langt því frá búið Síðustu fjórir leikir riðilsins verða leiknir á næstu rétt tæpum tveimur vikum, fyrst gegn Belgíu ytra í kvöld, síðan koma tveir stórleikir í Laugar- dalshöllinni gegn Noregi og Make- dóníu 14. og 17. júní áður en undan- keppninni lýkur með leik í Eistlandi tuttugasta og fyrsta þessa mánaðar. Ísland er í efsta sæti 3. riðils með sjö stig eftir fjóra leiki, eins og Noregur en Makedónóníumenn hafa fimm stig eftir sama leikjafjölda. Útlitið er gott eftir frábært stig í Noregi og önnur tvö í Makedóníu. En íslenska liðið er þjakað af meiðslum og erfiðir leikir í nánd. „Þetta er langt frá því að vera búið og ef við höfum einhvern tíma þurft á stuðningi áhorfenda að halda er það núna. Þess vegna vona ég að við fáum fulla höll í báðum leikjunum heima. Það er alveg gríðarlega mikil- vægt fyrir liðið, sérstaklega við þessar aðstæður. Við erum vissulega í góðri stöðu núna en það eru átta stig eftir í pottinum. Við þurfum að komast yfir þennan hjalla og þar geta áhorfendur hjálpað okkur mjög mikið,“ segir Guð- mundur. 2012 menn á tánum Það sem hefur minnst orðið fyrir skakkaföllum vegna allra meiðslanna er varnarleikurinn en þar er liðið sterkt fyrir. Guðmundur skildi einnig eftir fjóra leikmenn sem hann valdi upprunalega í æfingahópinn en þeir léku með 2012-liðinu í gær og verða að vera í stakk búnir því mikið getur breyst segir Guðmundur. „Ég er búinn að vera skoða liðið. Það voru tvær æfingar í gær [fyrra- dag] og svo erum við að fara á æf- ingu í dag[gær] þar sem við erum að fara yfir málin. Það eru ýmsir mögu- leikar í stöðunni og ég er ekki alveg búinn að taka ákvörðun um hvað ég geri. Ég sagði við líka við strákana sem ég skildi eftir að þeir þyrftu að vera á tánum því það gæti mikið breyst. Það er frábært að þeir fái landsleiki á sama tíma og við og verður fróð- legt að sjá hvernig þeim gengur,“ segir Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari. tÓmaS ÞÓr ÞÓrÐarSon blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Snorri Steinn guðjónsson verður liðinu afar mikilvægur nái hann að spila. mynd aFP Silfurdrengirnir okkar undirbúa sig fyrir lokahnykk undan- keppni Evrópumótsins en fjórir leikir eru eftir í riðlinum sem leiknir verða á tæplega tveim- ur vikum. Fyrsta verkefnið er í kvöld þegar Ísland mætir Belgíu ytra. síðasti hjaLLinn fram undan guðmundur guðmundsson undirbýr silfurliðið fyrir lokahnykk undankeppni Em. mynd gUnnar gUnnarSSon 30 days Apótekin & Heilsubúðirnar www.leit.is · Smellið á ristilvandamál Á gamla gamla verðinu. 30 days Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman. Oxy tarm Apótekin & Heilsubúðirnar www.leit.is · Smellið á ristilvandamál Á gamla gamla genginu. Oxy tarm Endurnærir og hreinsar ristilinn Allir dásama oxy tarmið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.