Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 2009næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2009, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2009, Blaðsíða 45
miðvikudagur 10. júní 2009 45Fókus á miðvikudegi Hvað Heitir lagið? „Himnaríki hefur neitað okk- ur um konungsdæmi sitt. Dýrlingarnir eru drukknir og og ýlfrandi í átt að tunglinu.“ gus gus-platan frestast Útgáfu sjöttu hljóðversskífu hljóm- sveitarinnar og fjöllistahópsins Gus Gus hefur verið frestað um þrjá mánuði. Fyrst stóð til að platan, sem eins og áður hefur komið fram heitir 24/7, kæmi út 6. júlí næstkom- andi en í fréttatilkynningu segir að það frestist fram á haust, án þess að ástæður seinkunarinnar séu tíund- aðar. Fyrsta smáskífan kemur hins vegar út 22. júní næstkomandi og heitir hún Add This Song. 24/7 er gefin út af Kompakt sem er eitt virt- asta raftónlistarmerki í heiminum í dag, að því er segir í fréttatilkynn- ingu. KK á gljúfra- steini KK leikur á gítar og syngur eig- in lög, ný og gömul, í stofunni á Gljúfrasteini næsta sunnudag klukkan 16. Tónleikarnir eru hluti af Stofutónleikaröð Gljúfrasteins sem hófst um síðustu helgi. Eins og undanfarin sumur verða tón- leikarnir alla sunnudaga í júní, júlí og ágúst. Vart þarf að hafa mörg orð um KK og hans ágæti. Eftir að hafa flutt aftur til Íslands eftir nokkurra ára útlegð hefur hann sent frá sér hvert meist- araverkið á fætur öðru. Kappinn á tvær plötur í samantektinni á hundrað bestu plötum Íslands sem fjallað hefur verið um í fjöl- miðlum, Lucky One og Bein leið. Og fyrir utan hina óumdeildu tónlistarhæfileika er KK drengur góður. Birna spilar á píanó Hinn ungi píanóleikari Birna Hall- grímsdóttir er í þann mund að ljúka framhaldsnámi frá The Royal College of Music í London og af því tilefni heldur hún píanótónleika í Salnum á morgun, fimmtudag. Á efnisskránni eru verk eftir Haydn, Brahms, Debussy og Rachmaninov. Vorið 2006 lauk Birna B. Mus-gráðu frá Listaháskóla Íslands og sama ár hlaut hún önnur verðlaun í EPTA- píanókeppninni á Íslandi. Síðastlið- in tvö ár hefur Birna verið nemandi við Royal College of Music í London. Tónleikar Birnu á morgun hefjast klukkan 20. Bók sagnfræðingsins Guðna Th. Jó- hannessonar, Hrunið: Ísland á barmi gjaldþrots og upplausnar, er önn- ur bókin sem gefin er út um íslenska efnahagshrunið. Þar á undan hefur komið út bókin Sofandi að feigðarósi eftir Ólaf Arnarsson. Í bókinni rekur Guðni nokkrar helstu orsakir og afleiðingar íslenska efnahagshrunsins, allt frá falli Leh- man Brothers í september og þar til slitnaði upp úr stjórnarsamstarfi Sjálf- stæðisflokksins og Samfylkingarinnar í janúar. Bókar Guðna hefur verið beð- ið með nokkurri eftirvæntingu þar sem líklegt var að hann myndi reyna að leita heimilda víða, vera ítarleg- ur og reyna að setja niðurstöður sín- ar fram á skemmtilegan og læsilegan hátt líkt og honum hefur verið lagið í fyrri bókum sínum. Guðni stendur fyllilega undir þessum væntingum í þessari nýju bók því hún er skemmti- leg og fróðleg aflestrar. Þeir sem hins vegar áttu von á því að fá mikið af nýj- um upplýsingum í bók Guðna munu þó væntanlega verða fyrir vonbrigð- um því þar er lítið nýtt kjöt að finna á beinunum: ,,Skúbb” er þar fá að finna og bókin mun ekki breyta sýn og skilningi Íslendinga á efnahagshrun- inu svo nokkru nemi. Með SMS, bloggið og Fésbókina að vopni Helstu heimildirnar sem Guðni not- ar í Hruninu eru fréttir fjölmiðla af atburðarásinni: bæði prent-, net- og ljósvakamiðla. Guðni einfaldlega endursegir mikið af þeim fréttum í grófum dráttum. Almennt séð er það ekki talið mjög æskilegt í sagnfræði að byggja heilu bækurnar að miklu leyti á því sem aðrir hafa skrifað því þá er sögumaðurinn alltaf fjarlægari atburðunum sem er lýst og líklegri til að fara með rangt mál og verk hans litast af gildismati þeirra höfunda sem hann styðst við. Frumheimildavinna er því ekki ýkja mikil í bókinni. Helstu nýju frum- heimildirnar sem notast er við eru SMS og tölvupóstar til Geirs H. Haar- de sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og hugsanlega Össur Skarphéðinsson hafa látið Guðna fá. Þessi gögn sýna meðal annars þá skýru afstöðu sem Ingibjörg hafði til Davíðs Oddssonar strax í byrjun október en í tölvupósti til Geirs sagðist hún telja að Davíð yrði að víkja úr Seðlabankanum. SMS frá Ingibjörgu til Geirs segir svipaða sögu. Vissulega er forvitnilegt að lesa persónuleg samskipti Ingibjargar og Geirs. En við vissum það fyrir margt löngu að engir kærleikar eru á milli Ingibjargar og Davíðs og því kemur það ekki á óvart að hún hafi farið þess á leit við Geir að Davíð viki og hafi greint honum frá því með SMS-skila- boðum og tölvupóstum. Þarna erum við komin að einu helsta og skemmtilegasta einkenn- inu á bók Guðna: Hvað hann fer óhefðbundnar leiðir í heimildanotk- un. Guðni vílar það ekki fyrir sér að nota blogg- og Fésbókarsíður, athuga- semdir á netsíðum sem og SMS-skila- boð til að segja söguna af hruninu eins og hann telur best. Segja má að Guðni virðist því í bókinni fylgja því viðkvæði margra blaðamanna að það skipti „ekki máli hvaðan góður skítur kemur“. Þessi stefna Guðna í heim- ildanotkun er nokkuð óhefðbundin; ég minnist þess ekki að hafa séð áður vitnað í Fésbókina í íslensku sagn- fræðiriti. Notkun Guðna á þessum „al- þýðlegu“ heimildum styrkir og lífgar upp á bókina því í nokkrum tilfellum veita þær okkur innsýn inn í hugar- heim þeirra sem tóku beinan þátt í at- burðarásinni í og eftir hrunið. Þannig vitnar Guðni til dæmis í Fésbókarsíðu eins þátttakanda í mótmælum við Al- þingishúsið, sem kastað hafði eggjum í ráðherrabíl Björns Bjarnasonar. „... þá er mar búinn að kasta eggjum og löggimann að leita að mér ... gaman að því ; )“ segir eggjakastarinn í bók- inni. (bls. 272) Hrósa ber Guðna fyrir að leyfa sér að nota slíkar heimildir í bókinni því án þeirra hefði bókin ekki orðið eins skemmtileg aflestrar. Ekki djúpt verk Áhersla Guðna í bókinni á endur- sögn upp úr fjölmiðlum og af netsíð- um (efni sem allir geta nálgast sem hafa aðgang að internetinu) dreg- ur hins vegar þann dilk á eftir sér að hann segir fátt nýtt í bókinni. Eins og kannski hefur virst út frá umfjöllun- inni um bók Guðna í fjölmiðlum er það alls ekki svo að bókin sé að mik- ilvægu leyti byggð á frásögnum inn- anbúðarmanna innan úr stjórn- og bankakerfinu. Og þó svo að Guðni geri vel í bókinni og segi skemmtilega frá er bók hans alls ekki djúpt verk sem bregður nýju ljósi á þessa dram- atísku atburði. Frásögnin er að mestu lýsandi og Guðni gerir lítið af því að greina þá at- burði sem lýst er eða taka afstöðu til þeirra. Guðni er hinn hlutlægi sögu- maður sem blandar eigin skoðunum og gildismati lítið inn í frásögnina. Þetta er bæði gott og slæmt því með þessari aðferð losnar Guðni til dæmis örugglega við sams konar gagnrýni og Ólafur Arnarsson varð fyrir frá flest- um þeim sem dæmdu bók hans í fjöl- miðlum - að hann gerði allt of mikið úr þætti Davíðs Oddssonar í hruninu og mikið er um gildishlaðið orðalag og sleggjudóma í bók hans – en text- inn verður hins vegar stundum dálít- ið flatur, líkt og um upptalningu sé að ræða. Ég geri ráð fyrir að þarna þurfi Guðni að feta einhvern milliveg á milli annála- og áróðursstílsins. Þess sér einnig merki á textanum að ekki hefur verið legið yfir honum. Þetta er mjög eðlilegt miðað við það að bókin hefur verið skrifuð á tiltölu- lega skömmum tíma og er nærri 400 blaðsíður. Textinn er miklu frekar eins og sá sem við sjáum á blaðsíðum dag- blaða á degi hverjum frekar en það mál sem er allajafna að finna í fræði- bókum og –greinum sem meira hefur verið unnið með. En þetta er vissulega einnig skiljanlegt þegar litið er til þess að stofninn í heimildum Guðna er ein- mitt dagblöðin. Bók Guðna ætti því, af ýmsum ástæðum, kannski miklu frek- ar að flokka sem blaðamennsku frek- ar en sagnfræðirit. Skortur á þekkingu og misskilningur Bók Guðna ber þess einnig merki að stundum hefur hann ekki mjög mik- ið vit eða mikla innsýn inn í sum þeirra viðfangsefna sem hann tekur fyrir í bókinni. Jafnframt lætur hann vera að mestu að fjalla mikið um þátt eigenda, stjórnenda og starfsmanna bankanna í efnahagshruninu enda má skilja Guðna sem svo út frá því sem hann segir í inngangi að hann hafi ekki mikið vit á hagfræði og viðskiptum (bls. 9). Það mikilvæga verk bíður enn einhvers sem treystir sér til þess en Ól- afur Arnarsson fjallaði heldur ekki mikið um þennan þátt bankahrunsins í sinni bók. Um misskilning í bókinni má nefna að Guðni segir til dæmis, þegar hann ræðir um einkavæðingu bankanna árið 2002 og 2003, að S-hópurinn hafi keypt stóran hlut í Búnaðabankanum og að einkavæðingu bankanna hafi lokið þegar Björgólfsfeðgar keyptu ráðandi hlut í Landsbankanum (bls. 16). Sannleikurinn er hins vegar sá að þessu var öfugt farið: ákveðið var að ganga til samninga við Samson-hóp- inn um kaupin á Landsbankanum áður en ákveðið var að ganga til samn- inga við S-hópinn um kaupin á Búnað- arbankanum – S-hópurinn vildi meira að segja frekar kaupa Landsbankann. Kaupsamningurinn við Samson var svo undirritaður 31. desember 2002 og við S-hópinn 16. janúar 2003. Eins seg- ir Guðni að Landsbankinn hafi keypt breska Heritable-bankann eftir einka- væðingu bankans árið 2003 en sann- leikurinn er sá að bankinn var keyptur árið 2000, áður en Björgólfarnir komu að honum. Því passar ekki að segja að eigendur Landsbankans eftir einka- væðingu hafi keypt Heritable-bank- ann til að leggja aukna áherslu á Bret- landsmarkað (bls. 65). Öll þessi gagnrýni á bók Guðna leiðir að sama brunni: Guðni reiðir sig of mikið á unnar heimildir úr fjöl- miðlum en ekki frumheimildir. Þetta veldur því að lítið er af nýjum upplýs- ingum í bókinni, hún er heldur grunn, textinn er á köflum frekar flatur og inn í textann læðist misskilningur eða staðreyndavillur sem sennilega eru til- komnar vegna þess að Guðni notast of mikið við umfjallanir annarra um þau mál sem hann fjallar um án þess að hafa raunuverulega innsýn inn í þau sjálfur. Að þessu sögðu læðist að manni sá grunur að bók Guðna sé of víðfeðm, að hann nái ekki vel utan um viðfangsefnið vegna þess að hann af- marki sig ekki nægilega vel við þrengra sjónarhorn á hrunið. Slíkar bækur allt of sjaldséðar Hvað sem þessari gagnrýni líður er bók Guðna þörf um þessar mundir, líkt og fádæma vinsældir hennar hafa sýnt frá því hún kom út á fimmtudaginn. Yfirlitið sem hún veitir um hrunið mun hjálpa fólki að fá heildarmynd af því. Þetta á sérstaklega við um þá sem ekki hafa fylgst ítarlega með fjölmiðlum frá því um og eftir bankahrun. Bókin mun hins vegar lítið gagnast þeim sem vel hafa fylgst með fréttum á Íslandi á síð- ustu mánuðum. Um bók Guðna má segja, líkt og um bók Ólafs, að allt of sjaldgæft sé að gefnar séu út slíkar bækur á Íslandi um málefni líðandi stundar: alþýðleg rit um „samtímasögu“ sem ætluð eru öllum frá unglingsaldri og upp úr. Því ber að fagna þeim bókum sem komið hafa út um hrunið og eins þeim sem eru á leiðinni vegna þess að það er augljós þörf fyrir þær; fólk spyr sig að því hvað gerst hafi á Íslandi á síðustu árum og enn sem komið er erum við svo langt frá því að geta veitt fullnægj- andi svör við því. Bók Guðna hjálpar til við að púsla heildarmyndinni af hrun- inu saman. Hún gefur margfalt betri heildarsýn af því en bók Ólafs enda er hún lengri, betur unnin, hlutlægari auk þess sem umfjöllunarefni hennar er víðara en hjá Ólafi sem er fyrst og fremst umhugað um ábyrgð hins op- inbera á hruninu. Hægt er að mæla með bók Guðna þótt hún sé langt í frá gallalaus eða tímamótaverk að nokkru leyti. Ingi Freyr Vilhjálmsson sKemmtileg samanteKt um Hrunið Straight to You með Nick Cave Hrunið: Ísland á barmi gjaldþrots og upplausnar Höfundur: guðni Th. jóhannesson Útgefandi: Forlagið bækur Mótmæli á Austurvelli á liðnum vetri gagnrýnandi segir bók guðna skemmtilegan og líflegan annál um hrunið sem að mestu er unninn upp úr fréttaskrifum fjölmiðla og af netsíðum einstaklinga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 86. tölublað (10.06.2009)
https://timarit.is/issue/382756

Tengja á þessa síðu: 45
https://timarit.is/page/6368058

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

86. tölublað (10.06.2009)

Aðgerðir: