Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 2009næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2009, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2009, Blaðsíða 8
miðvikudagur 10. júní 20098 Fréttir Bassaleikarinn og djasstónlistarmaðurinn Tómas R. Einarsson tók þátt í hústökunni á Fríkirkjuvegi 11 á mánudagskvöld. Galvaskur með reiðhjólahjálm á höfði gerði hann tilraun til að frelsa unga konu sem hafði sig mikið í frammi úr haldi lögreglu. Hann lenti fyrir vikið í orðaskaki og ryskingum við tvær lögreglukonur. Hústökublús djassgeggjarans „Ég var að skoða þetta nýja hús okk- ar og kom ungri konu til hjálpar sem var í haldi lögreglu innandyra vegna þess að hún neitaði að gefa upp nafn og kennitölu,“ segir bassaleikarinn góðkunni Tómas R. Einarsson sem var í hópi hústökufólksins sem gerði sig heimakomið á Fríkirkjuvegi 11 á mánudagskvöld. Húsið er sem kunn- ugt er í eigu Björgólfs Thors Björg- ólfssonar og hústökufólkið lítur því á bygginguna sem eign þjóðarinnar þar sem Icesave-reikningar Landsbank- ans hafi bundið þjóðina á skuldaklafa. Andóf í anddyri Tómas lenti upp á kant við lögregluna innandyra en viðskiptum hans við laganna verði lauk með því að upp úr sauð í anddyri hússins. „Ég sagði þeim að ég væri að skoða þetta hús okkar en lögreglukonurnar voru ekki sammála því og handjárnuðu mig.“ Afskipti lög- reglunnar af Tómasi, sem hafði spók- að sig í rólegheitum um húsið í nokkra stund, hófust eftir að hann leysti unga konu af í einum glugga byggingarinn- ar. Hún hafði staðið þar með skilti sem á stóð: „BJÖRGÓLF HIRÐI TRÖLL.“ Þegar lögreglukonurnar, sem voru fyrstar á vettvang, tóku stúlkuna afsíð- is féll spjaldið í gólfið en Tómas var þá fljótur til og hélt boðskapnum áfram á lofti. „Þetta var eitt af þeim skiltum sem þarna var haldið á lofti og ég er fullkomlega sammála því sem þetta unga fólk sem stóð að þessum mót- mælum setti fram,“ segir Tómas sem var ljúft og skylt að taka spjaldið upp úr gólfinu og bera það að gluggarúð- unni. Andóf í anddyri Tómas fékk þó ekki að vísa Björgólfi lengi í tröllaheima þar sem lögregla ýtti honum frá glugganum, þaðan sem leikurinn barst í anddyrið þar sem hitna fór í kolunum. Þar reyndi Tóm- as að gera lögreglu grein fyrir afstöðu sinni með þessum orðum eftir nokkr- ar stympingar: „Hann er búinn að brjótast inn í hús hvers einasta Íslend- ings og setja hann í skuldafangelsi. Það er það sem þessi svokallaði eig- andi þessa húss er búinn að gera. Þess vegna er þetta hús hús allra Íslendinga núna, það er bara þannig.“ Lögreglukonurnar virtust hvorki hafa tíma né áhuga á að rökræða við Tómas um hversu ríkan rétt hús- tökufólkið hefði til þess að spóka sig á göngum Fríkirkjuvegar 11 og aftur kom til stympinga þar sem heyrðist til Tómasar hrópa „slepptu henni!“ og síðan „farðu út!“ en á meðan lögreglu- konurnar sinntu Tómasi leit út fyrir að smuga væri að myndast fyrir stúlkuna til að smeygja sér út. Mætti með hjálm Tómas bar forláta reiðhjólahjálm á höfði við hústökuna en ástæðan var ekki sú að hann hefði beinlínis búist við átökum. „Það var nú meira vegna þess að ég mætti á hjólinu,“ segir Tóm- as sem var sleppt fljótlega eftir að hann kom út undir bert loft. Hann staldraði aðeins við eftir atganginn, kveikti sér í pípu, og fylgdist með framhaldinu. „Þetta fór mjög vel fram. Það komst skýrt til skila að fólki finnst blóðugt að setja drápsklyfjar á þjóðina á meðan það gerist að höfuðábyrgðarmennirn- ir á Icesave í Landsbankanum halda sínum ránsfeng.“ Tómasi fannst lög- reglan vera „svolítið strekkt“ og telur víst að ástæðan hafi verið hversu fálið- uð hún var. „Þegar við vorum að skoða þessu nýju húsakynni okkar kom lög- reglan með tvo unglingspilta. Þetta var mjög hjákátlegt að sjá en lögregl- an sagði að þarna væru komnir full- trúar eigenda sem kærðu sig ekki um að við værum í húsinu. Þeir voru mjög óhermannslegir í framgöngu þessir tveir fermingardrengir, sem áttu víst að heita fulltrúar eigendanna, skegg- lausir fulltrúar heimskapítalismans við Fríkirkjuveg.“ Kúba norðursins Þrátt fyrir að hafa tekið þátt í hústök- unni við Fríkirkjuveg af lífi og sál hef- ur Tómas látið Iceasve-mótmælin fyr- ir utan alþingishúsið síðustu daga eiga sig enda sé málið ekki svo einfalt. „Ég er reyndar þeirrar skoðunar að góðir kostir séu fáir og eins og stendur sé ég ekkert annað skárra en þessa samn- inga. Þeir séu bara raunsæir en það er á sama tíma blóðugt og helvíti hart að helstu ábyrgðarmennirnir skuli halda sínu.“ Tómas hefur sótt nokkuð til Kúbu í tónlist sinni og er vel kunnur ástand- inu á þeirri eyju en sér hann fyrir sér að Ísland yrði einhvers konar Kúba norð- ursins færi svo að Íslendingar myndu ekki greiða þær skuldir sem á þá hafa verið lagðar? „Margir hafa haldið því fram,“ segir Tómas en vill þó helst ekki hugsa þá hugsun til enda þar sem við fengjum hvorki „sól né músík með þeirri þróun þannig að ég er nú ekki tilbúinn til að láta á það reyna. Á Kúbu er bjart en við höfum ekki mikið af sól- inni og hitanum þannig að þetta yrði mun erfiðara fyrir okkur“. „Hann er búinn að brjótast inn í hús hvers einasta Íslendings og setja hann í skulda- fangelsi. Það er það sem þessi svokallaði eigandi þessa húss er búinn að gera.“ þÓRARINN þÓRARINSON fréttastjóri skrifar: toti@dv.is Björgólf hirði tröll Lögregla vísar ungri hústökukonu úr glugga á Fríkirkjuvegi. Ekkert salsa hér Tómas r. Einarsson tekur við spjaldinu sem unga konan bar og heldur bölbænunum á lofti. myndir SigTryggur ari Skollaleikur Tómas lét sér ekki segjast og tók léttan snúning með lögreglukon- unni í anddyrinu. Mikið niðri fyrir „Hann er búinn að brjótast inn í hús hvers einasta íslendings og setja hann í skuldafangelsi. Það er það sem þessi svokallaði eigandi þessa húss er búinn að gera. Þess vegna er þetta hús hús allra íslendinga núna, það er bara þannig,“ sagði Tómas og var síður en svo fús til að yfirgefa bygginguna. Mætti ekki til að krefjast milljónar Dómari við Héraðsdóm Aust- urlands frestaði í gær ákvörð- un um refsingu sautján ára stúlku sem játaði að hafa slegið manneskju í andlitið og nokkr- um sinnum í höfuðið fyrir utan Hótel Egilsbúð í Neskaupstað snemma í febrúar síðastliðnum. Stúlkan gerðist sek um árásina þegar hún var ennþá sextán ára og fannst dómara rétt, vegna ungs aldurs hennar, að fresta ákvörðun refsingar að því gefnu að hún héldi skilorð. Brotaþolinn krafðist einnar milljónar króna í miskabætur. Dómari vísaði þeirri kröfu hins vegar frá dómi vegna þess að hvorki brotaþoli né lögmaður hans mætti í dómsal þegar mál- ið var tekið fyrir. Meiri gjaldeyr- ir í Seðlabanka Gjaldeyrisforði Seðlabank- ans var þremur prósentum meiri í lok síðasta mánaðar en í upphafi mánaðarins. Alls jókst hann um tólf og hálfan milljarð króna og stóð í 426,1 milljarði króna í lok maí. Að því er fram kemur í Hag- sjánni, vefriti Hagfræðideild- ar Landsbankans, er þessi aukning nær eingöngu vegna veikingar krónunnar í mán- uðinum. borgin sýknuð Reykjavíkurborg var í gær sýknuð af bótakröfu dánarbús Halldórs Vigfússonar vegna skerðingar á erfðafestulandi sem rekja má til ársins 1969, eða fyrir fjörutíu árum. Vigfús Jónsson, faðir Hall- dórs, fékk Bústaðablett 10 leigð- an sem erfðafestuland árið 1932 og gekk sá réttur til sonarins fjórtán árum síðar. 23 árum eftir það, eða 1969, var hluti landsins tekinn úr erfðafestu en það var ekki fyrr en árið 2000 sem krafist var bóta vegna þess.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 86. tölublað (10.06.2009)
https://timarit.is/issue/382756

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

86. tölublað (10.06.2009)

Aðgerðir: