Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 2009næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2009, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2009, Blaðsíða 38
miðvikudagur 10. júní 200938 Fréttir Biðja stjórnvöld um „samúð“ Fjölskyldur Eunu Lee og Lauru Ling sem dæmdar voru til tólf ára þrælkunar í Norður-Kóreu hafa beðið þarlend stjórnvöld afsökunar af hálfu þeirra og beð- ið stjórnvöld að sýna „samúð“. Þetta gerðu fjölskyldurnar í fyrstu opinberu ummælum sín- um vegna málsins, en fréttakon- urnar voru sakfelldar fyrir að hafa komið inn í Norður-Kóreu með ólöglegum hætti. Í sam- eiginlegri yfirlýsingu fjölskyldn- anna var lýst yfir áhyggjum af andlegri heilsu kvennanna og velferð þeirra. Auðmjúkur Brown situr áfram Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, höfðaði til miskunnar flokks síns og lofaði bót og betr- un í stjórnarháttum ef hann yrði settur á, en ekki ýtt til hliðar. Forsætisráðherrann hafði frest í það minnsta fram á haust- daga. „Ég hef minn styrk og ég á mína veikleika. Ég veit að ég þarf að taka mig á,“ sagði Brown þegar hann höfðaði til yfir 400 þingmanna breska verkamanna- flokksins. Gordon Brown lofaði að nýta hæfileika allra og verða opnari og gagnsærri í aðgerðum sínum. Vill tortíma námsbókunum Arnold Schwarzenegger, ríkis- stjóri Kaliforníu, reynir nú sitt ýtrasta til að fylla gloppur í fjár- málum fylkisins. Ein þeirra leiða sem hann íhugar nú er að skipta út námsbókum fyrir rafrænar námsbækur á netinu. Að sögn Schwarzeneggers er „... heimskulegt og dýrt að horfa til hefðbundinna innbundinna bóka þegar upplýsingar í dag eru aðgengilegar á rafrænu formi“. Ekki hugnast öllum kennur- um fyrirætlun Schwarzeneggers og telja þeir ekki sjálfgefið að hans leið verði hagkvæmari en hefðbundin. Japanskt fyrirtæki bjargar vinafáum brúðhjónum: Brúðkaupsgestir til leigu Árviss tími giftinga er runninn upp í Japan og þurfa verðandi brúðhjón ekki að örvænta þó gestalistinn sé í styttra lagi því japanskt fyrirtæki býð- ur nú upp á þá þjónustu að fylla gest- alistann með gervivinum og –ætt- ingjum. Í Japan er gjarna litið þannig á að brúðkaup sé formleg athöfn og ætl- ast til þess að sem flestir fjölskyldu- meðlimir, vinir og vinnufélagar séu viðstaddir. Yfirmenn halda gjarna ræður og vinir og vandamenn standa fyrir uppákomum. En hvað ef viðkomandi hefur enga til að gera slíkt í brúðkaupinu? Hir- oshi Mizutani, yfirmaður umboðs- skrifstofu í Tókýó sem leigir út gesti: „Við verðum við brúðkaup sem vinir þínir í stað vina þinna.“ „Gestir geta óvænt ekki mætt. Eða kannski hefur þú áhyggjur af hve fáir þínir gestir eru miðað við gesti maka þíns. Eða þú ert, eins og margir þessa dagana, afleysingastarfsmaður og líður illa með að bjóða yfirmann- inum,“ sagði Mizutani í viðtali við fréttastofu Reuters. Fyrir 20.000 jen, 26.000 krónur, útvegar gestaleiga Mizutanis einn gest í veisluna. Fyrir 5.000 jen, um 6.500 krónur, til viðbótar mun sá gestur syngja eða dansa, og bættu við 10.000 jenum, 13.000 krónum, og þá heldur leigugesturinn ræðu. Í einu brúðkaupi sem gestaleiga Mizutanis kom að voru allir þrjátíu vinir, vandamenn og starfsfélagar brúðgumans fengnir frá gestaleig- unni. Japanir í hjónabandshugleiðing- um þurfa ekki að örvænta því gesta- leiga Mizutanis hefur 1.000 starfs- menn á sínum snærum sem reyndar eru einnig leigðir út til jarðarfara og fleiri atburða. Japanskt par japanskt fyrirtæki getur gert gæfumuninn í brúðkaupinu. Franska þjóðin fylgist spennt með réttarhöldum sem hófust í gær. Sakborningur er móðir sem ákærð er fyrir að hafa myrt þrjú nýfædd börn sín, en faðir barnanna fann lík tveggja þeirra í frysti á heimili hjónanna í Suður-Kóreu árið 2006. Málið nær þó lengra aftur. Móðir fyrir rétti Í gær hófust í Frakklandi réttarhöld í máli sem gripið hefur frönsku þjóðina heljartökum. Sakborning- ur í málinu er Veronique Courja- ult sem hefur verið ákærð fyrir að bana þremur börnum sínum, en tvö þeirra faldi hún í frysti. Forsaga málsins er sú að Ver- onique Courjault bjó ásamt fjöl- skyldu sinni í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, árið 2006. Dag einn fann fjölskyldufaðirinn lík tveggja hvítvoðunga í frysti fjölskyldunn- ar. Furðu lostinn hafði hann sam- band við lögreglu og hjónin sóru og sárt við lögðu að börnin væru ekki þeirra. Annað átti eftir að koma á daginn og lífsýni sönnuðu svo ekki varð um villst að börnin voru þeirra. Afneitun eða meðvitaður verknaður Veronique Courjault á yfir höfði sér lífstíðar fangelsi, en ekki er loku fyrir það skotið að málið veki áleitnar spurningar um fæðingar- þunglyndi og aðra andlega áþján sem hugsanlega hrjáir barnshaf- andi konur. Einnig er líklegt að sjónir almennings muni beinast í endurnýjuðum mæli að faraldri ungbarnamorða í Frakklandi und- anfarinn áratug. Dómarar í málinu þurfa að komast að niðurstöðu og úrskurða um hvort Veronique hafi verið í af- neitun varðandi meðgöngu hennar eða hvort hún hafi verið meðvituð um það sem hún gerði börnunum sínum. Hún hefur verið í gæslu- varðhaldi í tvö og hálft ár, en fjöl- skylda hennar fullyrðir að samfé- laginu standi engin ógn af henni. Faðirinn einn heima Í 2006 bjuggu hjónin sem fyrr seg- ir í höfuðborg Suður-Kóreu, og höfðu gert í nokkur ár. Fjölskyldu- faðirinn, Jean-Louis Courjault, var grasekkil því Veronique hafði farið ásamt sonum hjónanna í sumar- frí heim til Frakklands. Jean-Lou- is starfaði sem verkfræðingur hjá fjölþjóðafyrirtæki og var sökum vinnu sinnar oft og tíðum fjarri heimili fjölskyldunnar. 23. júlí hafði Jean-Louis keypt fisk og farið niður í kjallara og opn- að frystinn sem hann ekki var van- ur að gera. Þá blöstu líkin við hon- um. Jean-Louis Courjault var þó leyft að fara til Frakklands til að vera hjá eiginkonum sinni og þau staðhæfðu að þau væru ekki for- eldrar barnanna í frystinum og væru furðu lostin vegna málsins. Vikum síðar staðfestu lífsýnapróf hið gagnstæða og hjónakornin voru bæði handtekin. Játar morðin Við yfirheyrslur játaði Veron- ique að hafa haldið tveimur með- göngum leyndum fyrir eiginmanni sínum, árin 2002 og 2003. Hún sagði að hún hefði fætt börnin, ein sín liðs, á baðherbergi og síðan kyrkt börnin og komið þeim fyrir í frystinum. Veronique Courjault játaði einnig að hafa myrt nýfætt barn sitt árið 1999 í Frakklandi, en los- aði sig við líkið í arni á heimili fjöl- skyldunnar. Sálfræðingum tjáði Veronique að hún hefði ekki fundið fyrir hreyf- ingu barnanna þegar þau voru í móðurkviði. „Í mínum huga voru þetta ekki börn, þau voru hluti af mér, framlenging af sjálfri mér sem ég drap,“ sagði Veronique. Faðirinn sýknaður Fyrr á þessu ári úrskurðaði dóm- ari að Jean-Louis Courjault væri saklaus af nokkurri vitneskju um meðgöngu eiginkonu sinnar og dauða barnanna. Í kjölfarið sagði Jean-Louis: „Nú hefst ný orrusta gegn viðteknum hugmyndum samfélagsins. Samfélagið verður að viðurkenna að ekki allar með- göngur einkennast af hamingju. Eiginkona mín þjáist vissulega af sálrænum vandamálum.“ Jean-Louis býr nú í Frakklandi ásamt tveimur sonum hjónanna, hefur fyrirgefið eiginkonu sinni og vill fá hana í faðm fjölskyldunnar á ný. Áhugi frönsku þjóðarinnar á málinu endurspeglaðist í bók Mazarine Pingeot, dóttur François Mitterrand, fyrrverandi forseta Frakklands, en bókin fjallaði ein- mitt um móður sem felur lík barna sinna í frystinum. Gourjault-fjölskyldan sakaði Mazarine um að nota í hagnaðar- skyni mál Veronique, en Mazar- ine vísaði ásökununum til föður- húsanna og bar við að mál hennar væri ekkert einsdæmi. Kolbeinn þorsteinsson blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Veronique Courjault Teikning af veronique, gerð 9. júní í dómsalnum í Tours í Frakklandi. Courjault-hjónin Á blaðamannafundi 2006 þegar þau fullyrða að þau séu ekki foreldrar barnanna. mynd AFP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 86. tölublað (10.06.2009)
https://timarit.is/issue/382756

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

86. tölublað (10.06.2009)

Aðgerðir: