Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2009, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2009, Blaðsíða 34
Miðvikudagur 10. júní 200934 norðurland 1.Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? Gá til veðurs. 2. Hvaða kvikmyndahetju lítur þú upp til? Clint Eastwood, ég hef hitt hann og tekið í höndina á honum. 3. Hvar ólst þú upp? Á Lómatjörn í Grýtubakkahreppi. 4. Ef ekki bóndi, hvað þá? Stjórnmálamaður. 5. Hvað drífur þig áfram? Bjartsýnin og þrautseigjan. 6. Hvaða lag kemur þér alltaf í gott skap? Eins og er, þá verð ég að segja norska Eurovision-lagið. 7. Hver er uppáhaldsborgin þín? Kaupmannahöfn. 8. Hvað hefur Eyjafjörður fram yfir aðra staði á landinu? Einstaka náttúrufegurð og veðursæld. 9. Hafa íslensk stjórnvöld gert nóg til bjargar heimilum í landinu? Nei. 10. Hverju sérðu mest eftir? Það nagar mig svolítið að ég eyddi 20 árum í stjórnmálin, sem ég sé ekki eftir í rauninni, en ég sé eftir því að hafa ekki sinnt fjölskyldunni meira á þeim tíma. 11. Ef þú mættir gefa íslensku þjóðinni gjöf, hvað myndirðu gefa henni? Meiri vilja til samvinnu og miðað við ástandið myndi ég gefa henni þá gjöf að standa ekki í þessum erfiðu sporum. 12. Hvar líður þér best? Á Lómatjörn. 13. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Útsýnið frá Kaldbak. 14. Hver var fyrirmynd þín á yngri árum? Faðir minn, Sverrir Guðmundsson. 15. Hvenær felldir þú síðast tár? Það hefur líklega verið í síðust jarðarför sem ég fór í, ég græt alltaf við jarðarfarir. 16. Stundar þú líkamsrækt? Ég hreyfi mig eitthvað, geng eða synd. 17. Hvert er takmark þitt í lífinu? Að láta gott af mér leiða. 18. Hvaða bók getur þú lesið aftur og aftur? Ég les ekki bækur aftur og aftur. 19. Hver voru áhugamál þín sem unglingur? Það var bítlatónlistin og svo náttúrlega Hljómar. 20. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Eitthvað stórmerkilegt. 21. Hvernig er fullkomið laugardags- kvöld? Það fer eftir því hvort það er vetur eða sumar, núna er það góður matur og örlítið rauðvín með og vera í góðum félagsskap. 22. Hver er þinn helsti kostur? Þrautseigjan í bland við þráa. 23. Hvern hefur þig alltaf dreymt um að hitta? Paul McCartney. 24. Áttu gæludýr? Nei. 25. Finnst þér gaman í sveitinni? Já, yfirleitt. 26. Hvaða skref væri íslenskri þjóð mest til heilla? Eins og ástandið er núna kemur fyrst upp í hugann að við hefðum sterka ríkisstjórn og næðum tökum á efnahagserfiðleikunum og fengjum góðan samning við Evrópusambandið um aðild. 27. Hvers vegna bóndi? Það er eitthvað sem er í blóðinu auk þess að ákveðin tryggð við staðinn spilar þar inn í. 28. Síðasta orðið? Um leið og ég geri mér grein fyrir erfiðleikunum sem ríkisstjórnin stendur frammi fyrir, brosi ég oft yfir því hvað Steingrímur J. og Jóhanna Sigurðar- dóttir þurfa að éta ofan í sig á hverjum degi, miðað við það sem þau hafa áður haldið fram á sínum langa stjórnmála- ferli. síðasta orðið Siðasta orðið að þessu sinni á Valgerður Sverris- dóttir, fyrrverandi iðnaðarráðherra. Hún segir að mesta heillskrefið fyrir íslensku þjóðina, eins og sakir standa, væri að hafa sterka ríkisstjórn sem næði tökum á efnahagnum ásamt því að ná góðum aðildarsamningi við Evrópusambandið. Valgerður segir útsýnið frá Kaldbak vera fallegast á Íslandi. Hún býr að Lómatjörn í Grýtubakkahreppi. Valgerður Sverrisdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.