Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2009, Blaðsíða 4
miðvikudagur 10. júní 20094 Fréttir
inu. Gísli Árni Eggertsson, skrif-
stofustjóri Íþrótta- og tómstunda-
„Við lítum svo á að börnin séu
að taka þátt í formlegu frístunda-
starfi á frístundaheimilunum en
þar fer fram margs konar starf-
semi sem er sniðin að aldri þeirra
og þörfum. Þá taka ekki öll börn
sem sækja frístundaheimilin þátt
í öðru frístundastarfi og þótti
ástæða til að gefa foreldrum þeirra
möguleika á að nýta kortið til að
greiða niður dægradvölina. Það
skal þó tekið fram að full vistun á
frístundaheimili kostar um 8.000
Íslensk stúlka sem slasaðist alvarlega í bílslysi í Finnlandi:
„Enn langt í land“
Ester Eva Glad, tvítug, íslensk stúlka,
sem lenti í mjög alvarlegu bílslysi í
Jomala Möckelby á Álandseyjum að
kvöldi skírdags, hefur verið flutt á gjör-
gæslu nálægt heimili sínu á Álandseyj-
um. Hún var áður á háskólasjúkrahús-
inu í Åbo í Finnlandi en hefur nú verið
flutt til Mariehamn, nær fjölskyldu og
vinum.
Ester var í bíl þar sem ökumaður-
inn var ölvaður. Hann missti stjórn á
bifreiðinni með þeim afleiðingum að
hún valt. Ester var fyrst um sinn í lífs-
hættu þar sem hún var algjörlega löm-
uð og gat aðeins haft samskipti við for-
eldra sína og starfsmenn sjúkrahússins
með því að blikka augunum.
„Hún hefur tekið miklum framför-
um en það er enn langt í land,“ segir
móðir hennar, Ruth Glad, í samtali við
fréttasíðuna Ålandstidningen.
Í Åbo var Ester bundin við öndun-
arvél öllum stundum en nú hefur það
breyst.
„Læknarnir segja að henni hafi
batnað mun skjótar en þeir áttu von
á. Hún er enn bundin við öndunar-
vél á næturnar en á daginn andar hún
án hjálpar vélarinnar. Í endurhæfingu
hefur hún verið að gera öndunaræfing-
ar. Það er mjög mikilvægt að hún losni
úr öndunarvélinni, það mun breyta lífi
hennar,“ segir Ruth.
Ester sem í fyrstu gat bara tjáð sig
með því að blikka augunum getur nú
talað.
„Hún er hljóðlátari og rólegri en fyr-
ir slysið en hún er samt sama stúlkan,“
segir Ruth. Foreldrar Esterar og systkin
hafa vakað yfir henni síðan slysið varð.
Hún hefur einnig fengið heimsóknir
frá góðum vinum.
„Starfsfólk sjúkrahússins segir að
það sé mikilvægt fyrir bata hennar að
hafa fólk sem hún þekkir í kringum
sig. Það eru margir sem hafa hugsað til
okkar, sent skilaboð og hringt. Fólk hef-
ur sent kort og bangsa sem hefur glatt
Ester,“ segir Ruth en óvíst er hve lengi
Ester þarf að dvelja í Mariehamn.
liljakatrin@dv.is.
Í hópi góðra vina margir vinir
Esterar hafa heimsótt hana sem
læknar telja gott fyrir bata hennar.
mynd Ålandstidningen
Annað innflú-
ensutilfelli
Sextugur karlmaður á höfuð-
borgarsvæðinu greindist með
inflúensu A (H1N1) eftir að
hann kom heim frá Bandaríkj-
unum 3. júní síðastliðinn. Fylgst
er með fjölskyldu og fleirum
sem viðkomandi hefur umgeng-
ist eftir heimkomuna. Maðurinn
er þó á batavegi en hann veiktist
eftir að hann kom heim. Þetta
er annað tilfellið sem staðfest er
hér á landi, það fyrra var 22. maí
og þar átti líka í hlut karlmað-
ur sem kom frá Bandaríkjun-
um. Alls hafa 26 þúsund tilfelli
greinst í heiminum og þar af eru
139 sem hafa látist af völdum
veirunnar.
Reykskynjari
bjargaði pari
Talið er að reykskynjari hafi vak-
ið íbúa á Einivöllum í Hafnar-
firði þegar eldur læsti sig í íbúð í
húsinu í fyrrinótt. Ungt par sem
bjó í íbúðinni var flutt á slysa-
deild með reykeitrun. Parið náði
að koma sér út á svalir áður en
eldurinn breiddi frekar úr sér.
Allt tiltækt slökkvilið var kallað á
staðinn en í húsinu búa í kring-
um 50 manns. Töluvert tjón varð
í íbúðinni sem skemmdist mikið
af sóti og reyk. Ekki er vitað hvað
olli brunanum en lögreglan hóf
rannsókn á eldsupptökum í gær.
Leiðrétting
Í úttekt DV í gær á Icesave-
herferð Landsbankans eru
taldir upp þeir menn sem
stóðu að baki Icesave-reikn-
ingunum hjá Landsbank-
anum. Þar á meðal eru þeir
Brynjólfur Helgason, fyrrver-
andi framkvæmdastjóri al-
þjóðasviðs Landsbankans, og
Þórlindur Kjartansson sem
var deildarstjóri í markaðs-
deild. Fyrir mistök kom fram
í umfjölluninni að þeir væru
enn starfandi hjá bankanum,
en þeir hafa látið af störfum.
Bynjólfur hætti hjá Lands-
bankanum um áramótin og
Þórlindur hætti störfum fyrir
átta mánuðum.
lyginni líkAst
simone gustafsson, kona Íslendingsins sem var í Air France-þotunni sem hvarf,
hefur notað róandi lyf síðan hún frétti af flugslysinu. Þau Helge voru nýflutt í hús í
bænum Cariacica í Vitória í Brasilíu. Að sögn ættingja er Simone í miklu uppnámi
og grætur dægrin löng.
„Simone er afskaplega döpur og
grætur líka mjög mikið. Hún trú-
ir ekki enn að þetta hafi gerst.
Þetta er lyginni líkast,“ segir Nalva
Tasso, vinkona Simone Gustafs-
son, eiginkonu Helge Gustafsson
sem var í Air France-þotunni sem
hrapaði undan ströndum Brasilíu
á mánudaginn í síðustu viku.
notar róandi lyf
Nalva segir að Simone noti lyf til
að róa sig niður og deyfa sárs-
aukann eftir að hún heyrði um
flugslysið. Hún segir að Simone
sé afar döpur, sérstaklega vegna
þess að Helge var á leið í sína síð-
ustu vinnuferð til Angóla í Afríku,
ferð sem átti bara að vera í nokkra
daga.
„Helge var á leiðinni til Afr-
íku að vinna eins og hann gerði
á tveggja mánaða fresti. Hann
vann fyrir fyrirtæki sem vinnur
með olíu og var stundum í burtu
í nokkrar vikur,“ segir Nalva í sam-
tali við brasilíska vefinn Gazeta
Online.
Fluttu rétt fyrir slysið
Simone og Helge gengu í hjóna-
band fyrir níu árum en bjuggu
fyrst um sinn í Noregi. Þau fluttu
til Brasilíu fyrir sex árum en rétt
fyrir flugslysið fluttu þau í hús í
bænum Cariacica sem er tíu kíló-
metra norðvestur af Vitóriu, höf-
uðborg fylkisins Espírito Santo í
Suðaustur-Brasilíu.
Þar hreiðruðu þau um sig með
átta ára syni sínum, Helge Junior.
Simone á einnig 21 árs dóttur,
Nayara Rodrigues, frá fyrra hjóna-
bandi. Hún fær mikinn stuðn-
ing frá fjölskyldu sinni í Brasilíu
ásamt áfallahjálp frá læknateymi.
Fylgist vel með
Helge vann sem verkfræðingur
fyrir fyrirtækið FMC Technolog-
ies í Brasilíu og sagði Einar Gúst-
afsson, bróðir Helge, í samtali við
DV í síðustu viku að Simone fengi
dyggan stuðning frá fyrirtækinu.
„Við erum í góðu sambandi
við konuna hans og hún fær mjög
góðan stuðning frá fyrirtækinu
sem Helge var að vinna hjá í Bras-
ilíu. Það er léttara því þau tala
sama tungumál. Hún talar smá
norsku þar sem hún bjó hér í þrjú
ár áður en þau fluttu til Brasil-
íu. Sonur þeirra talar líka góða
norsku.“
Simone er ein af fjölmörgum
ættingjum þeirra sem voru í Air
France-vélinni sem hafa ferð-
ast til hafnarborgarinnar Recife.
Brak og munir úr vélinni eru flutt
þangað þegar þau finnast og vilja
ættingjar vera viðstaddir og fylgj-
ast með.
lilja guðmundsdóttir
blaðamaður skrifar lilja@dv.is
„Hún trúir ekki enn að
þetta hafi gerst.“
dularfullt hrap Helge var einn
af 228 sem voru um borð í air
France-þotunni sem hrapaði með
dularfullum hætti fyrir rúmri viku.
29 lík fundin Stél vélarinnar fannst
í fyrradag. Þegar þessi grein er
skrifuð er búið að finna 29 lík.