Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2009, Blaðsíða 6
miðvikudagur 10. júní 20096 Fréttir
„Ástæðan fyrir því að ég tók þetta var
sú að það er svo fljótlegt að setja þetta
upp,“ segir Inga Haraldsdóttir, ábú-
andi að Hjarðarhóli í Kjós.
Um helgina var hafist handa við að
reisa 156 fermetra hesthús úr vistvæn-
um gegnheilum límtrésmassa. Smiðir
hófust handa við að reisa húsið á laug-
ardag og þann sama dag voru útveggir
og milliveggir komnir upp. Í fyrradag
voru svo burðarbitar í þaki settir upp
og þakinu lokað sama dag. Er því um
að ræða hálfgert Íslandsmet í hús-
byggingu vegna þess hversu skamm-
an tíma, eða þrjá daga, tók að reisa
húsið.
Kreppan hafði áhrif
„Síðasta sumar voru rúmlega þrjátíu
hús í burðarliðnum en eftir að kreppan
skall á ákváðu menn að bíða og halda
að sér höndum,“ segir Einar Vilhjálms-
son, fyrrverandi framkvæmdastjóri
Visthúsa KLH. Einar hefur nú breytt
um starfsvettvang og er nú markaðs-
stjóri orkufyrirtækisins Metan.
Einar innleiddi þessa tegund húsa
til Íslands og segir hann að um sé að
ræða nýjan valkost fyrir þá sem eru í
byggingarhugleiðingum. Límtrésplöt-
urnar koma frá Austurríki úr skóg-
um sem þarfnast grisjunar en öll nýt-
ing þeirra er viðhöfð með sjálfbærum
hætti. Einar segir að nýlega hafi verið
reist átta hæða fjölbýlishús úr efninu í
London sem aðeins hafi tekið nokkrar
vikur að reisa.
Smiðirnir skipta máli
Inga segir að hún hafi tekið ákvörð-
un um að byggja húsið á þeim tíma
er þenslan var sem mest, eða síðasta
sumar. Þá hafi gengi krónunnar verið
hagstætt en eftir að hún hrundi sam-
fara bankakerfinu hafi kostnaðurinn
hækkað þar sem efnið í húsið er inn-
flutt. „Þetta fer líka auðvitað eftir því
hver er að vinna fyrir mann. Ég tel
mig vera með góðan og sanngjarnan
smið en ansi margir smiðir eru enn-
þá í þenslugír þannig að þetta kæmi
sjálfsagt ekki vel út hjá þeim,“ segir
Inga sem er þó hæstánægð með hús-
ið: „Þetta er mjög flott hús. Veggirnir
eru tíu sentímetra þykkir og það lítur
mjög vel út,“ segir Inga en hún vonast
til þess að geta farið að nýta húsið eftir
um það bil mánuð.
Getur gert það sem þér sýnist
Aðspurður hvort það sé hagstæðari
valkostur en ella að byggja hús úr lím-
trésmassa segir Einar að það fari eftir
ýmsu. Þegar búið er að taka ákvörð-
un um byggingu hússins sé það teikn-
að og fari því næst í feril hjá bygginga-
fulltrúa. Að lokum séu teikningarnar
sendar til Austurríkis og pöntunin af-
greidd. „Öll hönnun hússins er íslensk
og það er í raun ekkert staðlað í þessu.
Konseptið er ekki fjöldaframleiðsla á
ákveðnum húsum heldur möguleiki
hverra sem er að gera það sem þeim
sýnist. Síðasta sumar var ég til dæm-
is að kynna 80 fermetra sumarbústaði
þar sem burðarvirkið var að gera sig á
2,8 milljónir á hafnarbakkanum,“ seg-
ir Einar. Hann bætir við að það sé svo
hverjum í sjálfsvald sett hvernig húsið
eigi að líta út og hversu mikinn kostn-
að eigi að leggja í það. Kosturinn við
þessi hús sé sá hversu stuttan tíma það
tekur að setja þau upp.
Einstaklingum í byggingarhugleiðingum býðst nú nýr valkostur í byggingu húsa; hús
úr vistvænum gegnheilum límtrésmassa. Inga Haraldsdóttir, ábúandi að Hjarðarhóli
í Kjós, ákvað að kaupa sér eitt slíkt síðasta sumar. Um helgina var hafist handa við að
reisa húsið og þremur dögum síðar var húsið komið upp.
Íslandsmet Í
húsbyggingu
EInar Þór SIGurðSSon
blaðamaður skrifar einar@dv.is
reis á svipstundu
Húsið reis á aðeins
þremur dögum.
Límtrésplötuhús
Hönnunin er íslensk
en hráefnið erlent.
„Konseptið er ekki fjöldafram-
leiðsla á ákveðnum húsum
heldur möguleiki hverra sem er
að gera það sem þeim sýnist.“
engar bætur fyrir
sokkinn bát
Héraðsdómur Reykjavíkur sýkn-
aði tryggingafélagið Vörð í gær af
bótakröfu útgerðarinnar Marons
sem gerði út mótorbátinn Sigur-
vin GK 119 þar til hann sökk 25.
ágúst 2006.
Tryggingafélagið hafði neitað
að greiða út tryggingu þar sem
forsvarsmenn þess töldu bátinn
hafa sokkið vegna þess að hann
hafi ekki verið haffær og sögðu
það vítavert kæruleysi skip-
stjórnenda, vél- og skipstjóra,
svo og útgerðarmanns að senda
menn á haf út á slíku fleyi. Vit-
að var að báturinn lak og voru
dælur um borð sem áttu að dæla
sjó úr bátnum. Þær dugðu þó
ekki til.
Dæmdur fyrir
nefbrot
Átján ára piltur hefur verið
dæmdur til 30 daga skilorðs-
bundinnar fangelsisvistar fyr-
ir að nefbrjóta karlmann á
skemmtistaðnum Cafe Kósý á
Reyðarfirði. Auk brotins nefs
hlaut sá sem fyrir hnefahögg-
inu varð glóðarauga.
Hinn dæmdi játaði brot
sitt og þótti 30 daga fang-
elsi hæfileg refsing. Þar sem
ekki var vitað til þess að hann
hefði áður brotið af sér þótti
rétt að skilorðsbinda dóminn
til næstu tveggja ára.
lamdi mann og
sparkaði í löggu
21 árs karlmaður var dæmdur til
45 daga skilorðsbundinnar fang-
elsisvistar fyrir tvær líkamsárás-
ir við skemmtistaðinn Dátann
á Akureyri. Maðurinn játaði að
hafa slegið mann í andlitið og
sparkað í fætur lögregluvarð-
stjóra sem mætti á staðinn til
að hafa afskipti af manninum
vegna fyrra brots hans.
Árásarmaðurinn viðurkenndi
brot sitt og kenndi áfengisneyslu
um atvikið, hann hefði eftir
þetta leitað sér aðstoðar vegna
áfengisvanda.
Lögregluvarðstjórinn slapp
án meiðsla en maðurinn sem
varð fyrir hnefahögginu bólgn-
aði á efri vör, hlaut mar á efri vör
og brotnaði upp úr nokkrum
tönnum.
Einar K. Guðfinnsson, alþingismað-
ur Sjálfstæðisflokksins, telur fullvíst
að þingmeirihluti sé fyrir því að Ice-
save-samningurinn verði samþykkt-
ur. Einar ritar pistil um málið á vef sín-
um ekg.is þar sem hann bendir á að
ríkisstjórnarflokkarnir hafi ekki leit-
að eftir stuðningi sjálfstæðismanna
við Icesave-samninginn. Það bendi
til þess að það hljóti að vera meiri-
hluti fyrir samningnum á þingi. „Slík-
an risasamning gerir engin ríkisstjórn
sem vill láta taka sig alvarlega nema
vera búin að ganga úr skugga um það
hvort hún geti fullnustað hann með
samþykkt Alþingis,“ segir Einar.
„Ríkisstjórnin reiðir sig því ber-
sýnilega á stuðning sinna þingmanna,
eins og eðlilegt má telja. Út frá því
verður þess vegna að ganga að meiri-
hluti sé fyrir þessum samningi með
fylgi stjórnarliða; hvað svo sem þeir
segja í umræðunni. Annað er algjör-
lega útilokað,“ segir Einar.
Um þær vangaveltur að Ólaf-
ur Ragnar Grímsson, forseti Íslands,
muni synja samningnum staðfesting-
ar og vísa honum í dóm þjóðarinn-
ar, segir Einar: „Hann mun ekki gera
ríkisstjórn Samfylkingar og vinstri
grænna það. Það vita allir sem leiða
að því hugann.“
valgeir@dv.is
Einar K. Guðfinnsson telur útilokað að forsetinn hafni Icesave:
Öruggur stuðningur
Einar K. Guðfinns-
son Telur engar líkur
á að forsetinn muni
hafna icesave.