Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 2009næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2009, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2009, Blaðsíða 26
Miðvikudagur 10. júní 200926 norðurland Ég hef séð um búið síð-an í febrúar,“ segir Börkur Árnason, bóndi á Ingvör-um í Svarfaðardal. Árni Steingrímsson, faðir hans, lést í bílslysi á Ólafsfjarðarvegi á ný- ársdag, þá 65 ára gamall. Systkin- in eru sex og tók Börkur við bú- inu. Hann segist vera með um 50 kindur. Meðfram bústörfum hefur Börkur unnið sem sjóðsstjóri hjá Íslenskum verðbréfum. „Það má segja að það sé mun skemmtilegra að sjá um þetta fé en að ávaxta fé eftir bankahrunið,“ segir hann hlæjandi. Á leið til Noregs Börkur er lærður sjávarútvegsfræð- ingur og er með meistarapróf í fjár- málum. Hann flutti til Reykjavíkur upp úr aldamótum en sneri síðan til Akureyrar árið 2007 og réð sig til starfa hjá Íslenskum verðbréf- um. Hann segist alltaf hafa verið í bústörfum hjá föður sínum þeg- ar hann var ungur. Auk þess vann hann í sveitinni á sumrin meðan hann var í námi til 25 ára aldurs. Þrátt fyrir að líka vel í sveitinni hyggur Börkur á flutning til Nor- egs í lok mánaðarins. Hefur hann ráðið sig til starfa hjá norsku hug- búnaðarfyrirtæki í Stafangri. Sagði hann starfi sínu lausu hjá Íslensk- um verðbréfum í lok maí. ofurhlaupari Auk þess að sinna sveita- og verð- bréfastarfi er Börkur mikill lang- hlaupari þó ekki sé fastar að orði kveðið. Þegar blaðamaður ræddi við hann var hann á leiðinni að taka æfingu sem fólst í 25 kílómetra hlaupi. Segist hann áætla að hlaupa um 500 kílómetra í júní. Börkur hef- ur undanfarin ár tekið þátt í einu erfiðasta hlaupi heims. Um er að ræða 166 kílómetra hlaup í kring- um fjallið Mont Blanc. Er hlaupið í gegnum Frakkland, Sviss og Ítalíu. Meðal annars er hlaupið yfir fjög- ur fjöll í 2.500 metra hæð. Þess má til gamans geta að Börkur á tvíbura- bróður sem heitir Birkir og hefur hann líka tekið þátt í þessu erfiða hlaupi undanfarin ár. 35 tíma með hlaupið Þegar Börkur tók þátt í hlaupinu árið 2007 var hann um 35 klukku- tíma með hlaupið. Eftir 25 klukku- tíma brá hann á það ráð að leggja sig í hálftíma. Eftir svefninn hljóp hann síðan í um tíu klukkutíma í viðbót þangað til hann kom til bæjarins Chamonix í Frakklandi snemma á sunnudagsmorgni. Hann tók fyrst þátt í hlaupinu árið 2006 og tók þá „styttri“ vega- lengdina sem er „aðeins“ 86 kíló- metrar að lengd. 2007 og 2008 hljóp hann síðan 166 kílómetra. Þrátt fyr- ir annríki undanfarinna mánaða ætlar hann að hlaupa 166 kílómetra leiðina en hlaupið fer fram í lok ág- úst. „Ég ætla að taka þátt í Jökulsár- hlaupinu,“ segir Börkur aðspurður hvort einhver önnur hlaup verði tekin fram að Mont Blanc-hlaup- inu. Ætlar hann að fljúga frá Nor- egi til Íslands í lok júlí til að taka þátt í því. Hann hefur sex sinnum tekið þátt í Laugavegshlaupinu en verður í Noregi þegar hlaupið fer fram í ár. sauðféð skemmtilegra en að ávaxta fé Börkur Árnason tók við búinu á Ingvörum í Svarfaðardal eftir að faðir hans lést á nýársdag. Hefur hann séð um 50 kindur sem eru á búinu síðan í febrúar samfara því að starfa sem sjóðsstjóri hjá Íslenskum verðbréfum. Segir hann að það sé mun skemmtilegra að sjá um sauðféð en að ávaxta fé eftir bankahrunið. Börkur er mikill langhlaupari og ætlar að hlaupa 166 kílómetra leið í kring- um Mont Blanc í þriðja sinn í ágúst. Á leið á æfingu Börkur æfir stíft, enda býr hann sig undir að hlaupa hringinn í kringum Mont Blanc.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 86. tölublað (10.06.2009)
https://timarit.is/issue/382756

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

86. tölublað (10.06.2009)

Aðgerðir: