Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 2009næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2009, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2009, Blaðsíða 16
Miðvikudagur 10. júní 200916 norðurland HESTALEIGA Bjóðum uppá eins til þriggja tíma hestaferðir alla daga fyrir einstaklinga og hópa. Ferðaskipuleggjandi Leyfishafi Ferðamálastofu REIÐSKÓLI Reiðnámskeið fyrir krakka í allt sumar, um er að ræða vikunámskeið. 15 - 19 Júní - fullt 22 - 26 Júní - örfá pláss laus 29.júní - 3. júlí - örfá pláss laus 6 - 10 júlí - skráning hafin Erum staðsett við Akureyri. Nánari upplýsingar á www.hestaleiga.is og í síma 695 7218 Draupningsgata 7,m 603 Akureyri S: 462 - 6600 polyak@simnet.is Senn lýkur lengingu á flugbrautinni á Akureyri: GPS-tækni notuð í flugferlum Verið er að endurnýja aðflugs- og brottfararferla við Akureyrarflugvöll í tengslum við lengingu á flugbrautinni á Akureyri til suðurs. Í þessum breyt- ingum er stuðst við GPS-tækni og gert ráð fyrir aukinni áherslu á GPS-bún- að í flugvélum. Þetta kann að þýða að stærri flugvélar á borð við frakt- og far- þegaþotur geti lent á Akureyri við erf- iðari veðurskilyrði en hingað til hefur verið hægt. „Þessi tækni hefur nýst sérstak- lega vel við flugvelli þar sem umferð er mikil og flókin, en ekki síður við flug- velli eins og þennan, þar sem fjöll og dalir takmarka flugumferð í slæmu skyggni,“ segir Hal Anderson, ráðgjafi hjá bandaríska fyrirtækinu Naverus. Anderson og samstarfsmaður hans voru hér á landi fyrir helgi og funduðu með fulltrúum Flugstoða á Akureyrar- flugvelli um fyrirhugaðar breytingar. „Þessi tækni mun á endanum gera fólki kleift að hafa flugferlana styttri, sem skilar sér í sparnaði á eldsneyti sem aftur er gott fyrir umhverfið og dregur úr útblæstri. Með þessum að- ferðum má einnig auka flugöryggi á þessum viðkvæmasta ferli hverrar flugferðar, í grennd við flugvöllinn,“ segir Hal. Hal Anderson „GPS-tækni mun gera flugmönnum kleift að lenda í minna skyggni en hingað til hefur verið mögulegt.“ mynd Sigtryggur Hjónin guðbergur Egill Eyjólfsson og Birna Kristín Eyjólfsdóttir eru með yndislegan húsdýragarð á bæ sínum Hléskógum í austanverðum Eyjafirði. Hjónin bjóða einnig upp á fjölskyldutjaldsvæði sem hefur hitt beint í mark hjá barnafólki. Á sumrin má segja að þetta sé falin paradís í firðinum og aðsókn í garðinn hefur tvöfaldast frá ári til árs. Við vorum kúabændur og hættum kúabúskap 2005. Þá urðum við að finna okkur eitthvað annað að gera. Við erum með lítið gistihús og húsdýragarðinn og erum með nánast öll þau húsdýr sem eru á Íslandi,“ segir Guðbergur Egill Eyj- ólfsson. Hann rekur, ásamt konu sinni Birnu Kristínu Eyjólfsdóttur, fjölskyldutjaldsvæði og húsdýra- garð á Hléskógum í austanverðum Eyjafirði og er bærinn aðeins í um tuttugu mínútna akstursfjarlægð frá Akureyri. Það er nóg að skoða á Hléskóg- um og eiga þau Guðbergur og Birna til að mynda afar sjaldgæf dýr. „Við eigum einu svörtu geitina sem er til á Íslandi. Það eru bara til fimm hundruð geitur í land- inu en það eru til 25 þúsund tígr- isdýr í heiminum og þau eru sögð í útrýmingarhættu. Þetta eru svo- lítið merkilegar skepnur. Við gerum okkur ekki alveg grein fyrir því allt- af,“ segir Guðbergur en gestir garðs- ins fá margvíslega fræðslu um dýrin og landbúnað. Sjónarhóll bænda „Þegar fólk kemur í garðinn er alltaf einhver til að taka á móti því. Sumir vilja fara í friði í gegnum garðinn en ef fólk vill fylgjum við því og segjum frá skepnunum og hlutverki þeirra í landbúnaðinum. Þegar fólkið kem- ur fá allir að klappa og halda á kett- lingum og hundum og fara inn til geitanna sem eru mjög gæfar. Ef ég er með fólki spjalla ég líka um land- búnað almennt. Í garðinum reyn- um við að kynna landbúnaðinn eins og hann er í reynd frá sjónar- hóli bændanna. Hér kemur mikið af bæjarfólki og það er mikil van- þekking á landbúnaði sem von er. Við reynum að kynna bæði hlut- verk og stöðu bænda og landbún- aðinn almennt,“ segir Guðbergur og er það margt sem kemur bæjar- fólki á óvart. „Ég held að það komi því á óvart hvað bóndinn fær lítið í sinn hlut þegar ég segi þeim í raun hvað fjár- bú veltir miklum, eða á ég að segja litlum peningum. Það kemur því líka á óvart þegar ég lýsi vinnunni. Við erum í vinnunni allan sólarhring- inn. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hvað er mikið haft fyrir matnum þess áður en það sækir hann í hilllurnar í Hagkaup. Við eigum mjög skemmti- legt spjall og fólk er mjög áhugasamt að fræðast um hlið bændanna.“ Þetta er þriðja sumarið sem hús- dýragarðurinn er starfræktur á Hlé- skógum. VonaSt eftir tVö þúSund geStum „Fyrsta sumarið komu fimm hundr- uð og þúsund seinna sumarið. Núna vonumst við eftir tvö þúsund,“ segir Guðbergur með bros á vör. Hann og kona hans eiga þrjú börn og er Guð- bergur í fullu háskólanámi og Birna vinnur á leikskóla. Samt sem áður gefa þau sér tíma til að gera svæðið á Hléskógum paradís líkast. „Í sumar kynnum við svæðið sem fjölskyldutjaldsvæði og húsdýra- garð. Fólk getur tjaldað og innifalið í tjaldsvæðagjaldinu er aðgangur í húsdýragarðinn. Við gerðum þetta í fyrra og það hitti í mark hjá barna- fólkinu. Hér eru líka leiktæki eins og trampólín, sandkassar og annað. Á sumrin breytum við helmingnum af húsinu okkar í kaffihús og inni- falið í verðinu í húsdýragarðinum er kaffi og kökur. Börnin fá litabæk- ur og hægt er að nálgast alls kyns kynningarbæklinga um skepnur, bændur og sveitalífið ókeypis. Það er kartöflugarður nálægt tjaldsvæð- inu og fólk getur rölt þangað og náð sér í kartöflur sjálft í soðið.“ liljakatrin@dv.is ParadÍS Í eYjafirÐi Feðgar kasta mæðinni Beggi og strákarnir ræða við blaðamann á milli verka. Í nánd við dýrin Allir sem heimsækja Hléskóga komast í snertinu við dýr og fá að klappa hundum og kiðlingum. mynd Sigtryggur Ari JóHAnnSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 86. tölublað (10.06.2009)
https://timarit.is/issue/382756

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

86. tölublað (10.06.2009)

Aðgerðir: