Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2009, Blaðsíða 40
miðvikudagur 10. júní 200940 Ættfræði
Svavar Gestsson
sendiherra Íslands Í danmörku
Svavar Gestsson fór fyrir samninga-
nefnd íslenska ríkisins vegna Ice-
Save-reikninganna í Hollandi og
Englandi.
Starfsferill
Svarar fæddist á Guðnabakka í Staf-
holtstungum 26.6. 1944. Hann lauk
stúdentsprófi frá MR 1964, stundaði
nám við lagadeild HÍ 1964-67 og í
Berlín 1967-68.
Svavar stundaði verkamannastörf á
námsárunum, starfaði um skeið fyr-
ir Samtök hernámsandstæðinga, var
blaðamaður við Þjóðviljann 1964-66,
framkvæmdastjóri Alþýðubanda-
lagsins 1966-67, ritstjórnarfulltrúi
á Þjóðviljanum 1968-71 og ritstjóri
Þjóðviljans 1971-78, varaborgar-
fulltrúi í Reykjavík 1966-74, alþm.
Alþýðubandalagsins í Reykjavík
og síðast Samfylkingarinnar 1978-
99, var viðskiptaráðherra 1978-79,
félags-, heilbrigðis- og trygginga-
málaráðherra 1980-83, mennta-
málaráðherra 1988-91, sendifulltrúi
í Kanada 1999-2001, sendiherra Ís-
lands í Svíþjóð 2001-2006 og sendi-
herra Íslands í Danmörku frá 2006.
Svavar sat í stjórn Æskulýðsfylking-
arinnar í Reykjavík 1960-66, í Æsku-
lýðssambandi Íslands 1962-65, í
framkvæmdanefnd Samtaka her-
stöðvaandstæðinga 1963-67, í stjórn
Útgáfufélags Þjóðviljans 1968-88, í
stjórn Alþýðubandalagsins í Reykja-
vík 1968-70, í framkvæmdastjórn og
miðstjórn Alþýðubandalagsins nær
samfellt frá 1968, var formaður Al-
þýðubandalagsins 1980-87, var for-
maður þingflokks Alþýðubanda-
lagsins og óháðra 1995-99.
Svavar sat í sendinefnd Íslands hjá
SÞ 1976, 1987 og 1988, var formaður
ráðherraráðs EFTA 1979, formaður
sendinefndar Íslands hjá WHO og
ILO 1980-83, í öryggismálanefnd
sjómanna 1985-86, í stjórnarnefnd
ríkisspítala 1987-88, og 1992-94, for-
maður menntamálaráðherra Norð-
urlanda 1988 og 1989, var formað-
ur Menningarsjóðs Norðurlanda
og yfirskoðunarmaður ríkisreikn-
inga, var fulltrúi Íslands á fundi
þingmannasamtaka EFTA 1985,
sat í þingmannanefnd EFTA/EES
1995, sat þing Alþjóðaþingmanna-
sambandsins 1985 og 1992-93, var
yfirskoðunarmaður ríkisreikninga
1992-95, og sat í stjórn Landsvirkj-
unar 1995-97.
Fjölskylda
Eiginkona Svavars er Guðrún Ág-
ústsdóttir, f. 1.1. 1947, fyrrv. forseti
borgarstjórnar. Hún er dóttir Ág-
ústs Bjarnasonar skrifstofustjóra og
Ragnheiðar Eide Bjarnason hús-
móður.
Svavar var áður kvæntur Jónínu
Benediktsdóttur, f. 5.10. 1943, d.
29.5. 2005, ritara.
Börn Svavars og Jónínu eru Svandís,
f. 24.8. 1964, málfræðingur, alþm. og
umhverfisráðherra í Reykjavík en
maður hennar er Torfi Kjartansson
lektor og á hún fjögur börn; Bene-
dikt, f. 10.8. 1968, tölvunarfræðingur
í Hafnarfirði en kona hans er María
Ingibjörg Jónsdóttir viðskiptafræð-
ingur og eiga þau þrjá syni; Gestur, f.
27.12. 1972, BA í íslensku, búsettur
í Hafnarfirði en kona hans er Hall-
dóra Bergþórsdóttir skrifstofumað-
ur og á hann þrjú börn.
Börn Guðrúnar eru Ragnheiður
Kristjánsdóttir, f. 7.2. 1968, dokt-
or í sagnfræði; Árni Kristjánsson,
f. 20.10. 1970, doktor í sálfræði og
kennari við HÍ; Gunnhildur Krist-
jánsdóttir, f. 9.10. 1977, háskóla-
nemi í Kaupmannahöfn.
Systkini Svavars eru Sveinn Kjart-
an f. 25.7. 1948, bóndi á Staðarfelli;
Helga Margrét, f. 29.10. 1949, hús-
móðir í Noregi; Málfríður, f. 19.1.
1953, starfsstúlka í Reykjavík; Valdi-
mar, f. 4.6. 1956, rafvirki í Hafn-
arfirði; Guðný Dóra, f. 21.3. 1961,
forstöðumaður í Kópavogi; Krist-
ín Guðrún, f. 27.5. 1963, kennari
á Höfn í Hornafirði; Svala, f. 15.1.
1967, d. 26.11. 1971.
Foreldrar Svavars: Gestur Zophaní-
as Sveinsson, f. 3.10. 1920, d. 29.12.
1980, bóndi á Grund á Fellsströnd
og síðan verkamaður í Hafnarfirði,
og k.h., Guðrún Valdimarsdóttir, f.
28.3. 1924, verkakona.
Ætt
Gestur var sonur Sveins, b. á Sveins-
stöðum Hallgrímssonar, b. í Svína-
skógi Jónssonar. Móðir Sveins var
Haraldína Haraldsdóttir, b. á Helln-
afelli í Eyrarsveit Pálssonar, bróður
Pálínu, ömmu Soffaníasar Cecils-
sonar, útgerðarmanns í Grundar-
firði, og langömmu Cecils Haralds-
sonar, fyrrv. fríkirkjuprests.
Móðir Gests var Salóme, systir Þórð-
ar, hreppstjóra á Breiðabólstað, föð-
ur Friðjóns, fyrrv. alþm., föður Þórð-
ar, forstjóra Kauphallarinnar, en
systir Friðjóns er Guðbjörg, móð-
ir Þorgeirs Ástvaldssonar útvarps-
manns. Salóme var dóttir Kristjáns,
hreppstjóra á Breiðabólstað á Fells-
strönd Þórðarsonar, b. þar Jóns-
sonar, b. þar, Jónssonar, b. þar Ás-
geirssonar, sem bjó þar 1767. Móðir
Kristjáns var Jófríður Einarsdótt-
ir frá Hallsstöðum. Móðir Salóme
var Sigurbjörg, systir Guðmundar,
afa Péturs Guðmundssonar, fyrrv.
körfuboltakappa. Sigurbjörg var
dóttir Jóns, húsmanns í Skógum
Jónssonar.
Guðrún er dóttir Valdimars, b. á
Guðnabakka í Stafholtstungum
Davíðssonar og Helgu, systur Helga
Jósefs íslenskufræðings og Ástríðar,
móður Sigurðar Helgasonar, deild-
arstjóra í menntamálaráðuneytinu.
Helga var dóttir Halldórs, b. á Kjal-
vararstöðum Þórðarsonar. Móðir
Halldórs var Helga Sighvatsdóttir,
systir Kristínar, ömmu Tryggva Em-
ilssonar rithöfundar. Móðir Helgu
var Þorgerður Jónsdóttir. Móðir Þor-
gerðar var Valgerður, systir Ástríð-
ar, langömmu Odds skósmiðs, afa
Flosa Ólafssonar, leikara og rithöf-
undar. Ástríður var einnig amma
Jóns, langömmu Dóru, móður Jóns
Páls Sigmarssonar aflraunamanns.
Bróðir Valgerðar var Sigurður í
Sunddalstungu, langafi Ásmundar
rafvirkjameistara, föður Jóns Óskars
skálds og Áslaugar, móður Ásmund-
ar Stefánssonar, bankastjóra Lands-
bankans. Annar bróðir Valgerð-
ar var Jón í Deildartungu, langafi
Jóns Helgasonar, skálds og prófess-
ors í Kaupmannahöfn, og Vigdís-
ar Pálsdóttur, móður Páls Baldvins
Baldvinssonar, ritstjórnarfulltrúa
á Fréttablaðinu, en bræður Vigdís-
ar voru Hjalti, framkvæmdastjóri
SÍS, og Páll Agnar yfirdýralæknir.
Valgerður var dóttir Jóns, ættföður
Deildartunguættar Þorvaldssonar.
Pétur fæddist á Hvammstanga og
ólst þar upp. Hann var í Grunn-
skólanum á Hvammstanga, lauk
stúdentsprófi frá Fjölbrautaskól-
anum í Ármúla, lauk BA-prófi í
stjórnmálafræði við HÍ 2004 og
lauk síðan MPA-prófi í opinberri
stjórnsýslu frá Seattle University í
Bandaríkjunum 2006.
Pétur starfaði hjá Vegagerð-
inni á unglingsárunum á sumrin,
starfaði hjá Ingvari Helgasyni á
árunum 2000-2004 og hefur starf-
að hjá Ríkisendurskoðun frá 2006.
Þá kennir Pétur opinbera stefnu-
mótun í stjórnmálafræði við HÍ frá
2008.
Fjölskylda
Unnusta Péturs er Ólöf Kristjáns-
dóttir, f. 18.1. 1980, samgöngu-
verkfræðingur.
Dóttir Péturs og Ólafar er Sig-
rún Elísabet Pétursdóttir, f. 10.5.
2008.
Systkini Péturs eru Jónas Þór
Birgisson, f. 24.3. 1972, lyfjafræð-
ingur á Ísafirði; Helga Vilhjálms-
dóttir, f. 18.11. 1980, sálfræðingur í
Kaupmannahöfn; Gunnhildur Vil-
hjálmsdóttir, f. 13.4. 1984, starfs-
kona við leikskóla á Hvamms-
tanga.
Foreldrar Péturs eru Vilhjálm-
ur Pétursson, f. 18.6. 1952, kenn-
ari við Grunnskóla Húnaþings
vestra, og Anna Jónasdóttir, f. 26.7.
1955, matráður við leikskólann á
Hvammstanga.
Berglind fæddist í Neskaupstað og
ólst þar upp, á Selfossi og víðar. Hún
var í Grunnskólanum í Neskaup-
stað, í Grunnskólanum í Keflavík,
Kópavogi og á Selfossi, stundaði
nám við Fjölbrautaskóla Suðurlands
á Selfossi og við Fjölbrautaskólann í
Breiðholti og lauk þaðan stúdents-
prófi og prófi í snyrtifræði, stundaði
síðan nám í hjúkrunarfræði við HÍ
og lauk þaðan prófum 2007.
Berglind var m.a. í humarvinnslu
á unglingsárunum á Stokkseyri,
stundaði verslunarstörf við sölu-
turna og hjá KÁ á Selfossi og vann
við snyrtifræði, m.a. hjá Mekka Spa.
Hún hefur verið hjúkrunarfræðing-
ur við Landspítalann í Fossvogi, við
Barnaspítalann og er nú hjúkrun-
arfræðingur við Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja.
Fjölskylda
Unnusti Berglindar er Þorsteinn
Jónsson, f. 27.2. 1986, flugmaður.
Bræður Berglindar eru Sveinn
Hjalti Guðmundsson, f. 26.3. 1983,
flugmaður; Ingvar Haukur Guð-
mundsson, f. 24.7. 1988, nemi í
kvikmyndagerð.
Foreldrar Berglindar eru Guð-
mundur Sveinn Guðmundsson, f.
7.7. 1960, bifreiðasmiður í Reykja-
vík, og Margrét Sigurðardóttir, f.
12.2. 1961, tanntæknir í Reykjavík.
Pétur Vilhjálmsson
sérfræðingur hjá rÍkisendurskoðun
Berglind B. Guðmundsdóttir
hjúkrunarfræðingur Í reykjanesbæ
30 ára í dag 30 ára í dag
30 ára
n Benjamín Már Benjamínsson Kirkjuvegi 9,
Hafnarfirði
n Eiríkur Rúnar Elíasson Ránargötu 46, Reykjavík
n Sunna Helgadóttir Munkaþverárstræti 25, Ak-
ureyri
n Gerður Guðmundsdóttir Gautlandi 1, Reykjavík
n Edda Traustadóttir Kirkjuteigi 15, Reykjavík
n Ægir Kristinn Sævarsson Skálum, Vopnafirði
n Sigurjón Már Stefánsson Ystaseli 21, Reykjavík
n Kjartan Sigtryggsson Dvergagili 16, Akureyri
n Sandra Sif Einarsdóttir Gígjuvöllum 16, Reykja-
nesbæ
n Alexander Aron Guðbjartsson Hverfisgötu 92,
Reykjavík
n Gunnþór Óskar Sæþórsson Miklubraut 20,
Reykjavík
n Kári Jónsson Kjarrhólum 4, Selfossi
40 ára
n Rajendra Bahadur Gurung Blöndubakka 6,
Reykjavík
n Waldemar Sienda Smáratúni 5, Akureyri
n Guðrún María Birgisdóttir Hraunbæ 111,
Reykjavík
n Hannes Sverrisson Klapparstíg 5, Reykjavík
n Guðmundur Guðnason Arnarási 6, Garðabæ
n Þórdís Steinunn Steinsdóttir Seljabraut 42,
Reykjavík
n Sigrún Björnsdóttir Stóragerði 23, Reykjavík
n Sigurður E Þorsteinsson Jörfagrund 40, Reykjavík
n Halla Lárusdóttir Garðsstöðum 32, Reykjavík
n Magnús Gíslason Birkivöllum 18, Selfossi
n Halldóra Einarsdóttir Álfkonuhvarfi 43, Kópavogi
50 ára
n Waldemar Swist Laugavegi 69, Reykjavík
n Óskar Jafet Hlöðversson Dalbraut 1, Reykjavík
n Tómas Atli Ponzi Hringbraut 121, Reykjavík
n Jón Haukur Hauksson Kalastöðum 1, Akranesi
n Brynhildur Björg Jónsdóttir Grenigrund 3,
Akranesi
n Guðný Bergvinsdóttir Víðimýri 12, Akureyri
n Einar Arnarson Glerá 1, Akureyri
n Daníel Einarsson Heiðarholti 8f, Reykjanesbæ
n Petrína Helga Ottesen Hagamel 2, Akranesi
n Guttormur Bjarnason Skálholti, Selfossi
n Finnbogi Gunnlaugsson Birkimóa 3, Borgarnesi
60 ára
n Þóra Emilía Ármannsdóttir Garðsstöðum 56,
Reykjavík
n Ingibjörg Helgadóttir Klyfjaseli 11, Reykjavík
n Kristjana Hallgrímsdóttir Túngötu 8, Grenivík
n Guðrún S Björnsdóttir Austurströnd 6, Seltjarn-
arnesi
n Páll Sigurbjörn Sigþórsson Laugavöllum 5,
Egilsstöðum
n Aðalsteinn Jónsson Skessugili 1, Akureyri
n Anna Stefanía Wolfram Kirkjuvöllum 7, Hafn-
arfirði
n Ásgeir Óskarsson Álfatúni 3, Kópavogi
n Ragnar Gunnarsson Mímisvegi 12, Dalvík
n Þorbjörg Br Gunnarsdóttir Skipalóni 6, Hafn-
arfirði
70 ára
n Bjarni Þorsteinsson Bárugranda 7, Reykjavík
n Erla Guðríður Líndal Þinghólsbraut 8, Kópavogi
n Kristín Guðjónsdóttir Víðihlíð 33, Sauðárkróki
n Sólveig Stefánsdóttir Ferjuvaði 9, Reykjavík
n Auður Ólafsdóttir Skessugili 17, Akureyri
75 ára
n Þorgerður Guðjónsdóttir Skólavegi 20, Fáskrúðs-
firði
n Ingibjörg Sigurjónsdóttir Eyrargötu 8, Ísafirði
n Örn Ragnar Símonarson Gunnlaugsgötu 18,
Borgarnesi
n Sigurlaug Pálsdóttir Laugatúni 11, Sauðárkróki
80 ára
n Benedikt Bjarnarson Júlíusson Kristnibraut 37,
Reykjavík
85 ára
n Unnur BenediktsdóttirHvassaleiti 58, Reykjavík
Til
hamingju
með
afmælið!
fólk í fréTTum
auglýsingasíminn er
512
70
50