Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 2009næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2009, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2009, Blaðsíða 37
miðvikudagur 10. júní 2009 37Umræða Hver er maðurinn? „knattspyrnu- maðurinn guðlaugur victor Pálsson, 18 ára gamall, búsettur á Englandi og spila fyrir Liverpool.“ Hvað drífur þig áfram? „móðir mín og systir sem hafa elt mig milli landa í tvö ár og veitt mér rosalegan stuðning. Fjölskyldan er það sem heldur mér gangandi.“ Hvar ólstu upp? „í grafarvogin- um.“ Uppáhaldsmatur? „Saltfiskur og saltkjöt.“ Eru góðgerðarmálefni þér ofarlega í huga? „já, þetta er fyrsta góðgerðarverkefnið sem ég tek að mér. Það er gott að hjálpa fólki og gera aðra ánægða og ég væri alveg til í að vinna í fleiri góðgerðarmálum í framtíðinni.“ Var erfitt að fá alla liðsmenn Liverpool til að árita treyjuna? „nei, alls ekki. Ég sagði þeim að þetta væri fyrir barnaspítalann hérna heima og þeir árituðu allir með bros á vör.“ Hver voru viðbrögð krakkanna sem þú heimsóttir? „Þau voru rosalega fín. Þarna var einn harður Liverpool-maður í sinni treyju og þetta voru allt yndislegir krakkar og unglingar á mínum aldri.“ Hvernig aðlagastu lífinu í Liverpool? „Betur og betur. menningin er allt öðruvísi þarna úti en mér líst vel á borgina og líður vel þar.“ Hver er skemmtilegastur í liðinu? „Ég verð að segja ryan Babel og Yossi Benayoun. Þeir heilsa manni alltaf þótt maður sé enn unglamb í liðinu og gefa sér tíma til þess að tala við mann.“ Hvað ætlar þú að gera í fríi þínu á Íslandi? „Ég ætla allavega að njóta þess að vera í fríi og eyða tíma með fjölskyldunni og vinum og hafa það náðugt.“ Hver er draumurinn? „draumur- inn er að spila fyrir framan fullan völl á anfield með aðalliðinu.“ SkammaStu þín fyrir að vera íSlendingur? „nei, ég skammast mín ekki.“ Sandra HaLLdórSdóttir 32 ára kennari „Ég er ekki íslendingur, ég er vestmannaeyingur.“ HiLmar HafStEinSSon 54 ára kennari „nei, en ég skammast mín fyrir ráðamenn þjóðarinnar.“ arnar Logi ÁgúStSSon 9 ára nemi „já, eins og staðan er í dag.“ óLafUr JónaS SigUrðSSon 30 ára starfsmaður hjá múlalundi Dómstóll götunnar gUðLaUgUr Victor PÁLSSon, 18 ára leikmaður varaliðs Liverpool, færði á dögunum Barnaspítala Hringsins keppnistreyju sem allr leikmenn Liverpool höfðu áritað. BaBel og Benayoun skemmtilegastir „Ég geri það, ég skammast mín fyrir að hafa svona fólk við stjórnvölinn. Bæði þau sem sitja núna og þau sem sátu áður. út með klanið.“ LúðVÍk LúðVÍkSSon 40 ára markaðsstjóri maður Dagsins Upplýsingar fylla upp í mynd sem venjulega er ófullkomin. Því hald- betri og nákvæmari sem upplýsing- arnar eru því betri verður myndin sem fæst af veruleikanum. Myndin verður aldrei endanleg og tæmandi. Þetta á ágætlega við um fjármála- ráðherrann Steingrím J. Sigfússon, formann VG. Hann barðist gegn skuldsetningu þjóðarinnar árum saman og benti á hætturnar. Hann talaði gegn Alþjóðagjald- eyrissjóðnum þegar hann leiddi stjórnarandstöðuna fram að stjórn- arskiptum í lok janúar og vildi síst af öllu verða ofurseldur valdi hans og úrræðum. Hann tók ekki í mál að skuldbinda þjóðina fyrir 600 millj- arða Icesave-skuld Landsbankans í nálægum löndum. Hann pakkaði í vörn fyrir krón- una og tortryggði aðild að Evrópu- sambandinu í nafni lýðræðis, full- veldis og yfirráða yfir auðlindum lands síns. Steingrímur hefði við eðlilegar aðstæður heldur aldrei tekið í mál að leggja til stórfelldar uppsagnir opin- berra starfsmanna, stórfellda skerð- ingu velferðarþjónustu og skatta- hækkanir. Þjóð á barmi upplausnar Reiði og tortryggni ólgar í þjóðfélag- inu. Þegar enn var eitthvað í budd- um landsmanna fóru þeir út á göt- urnar og kröfðust lýðræðisumbóta og kosninga; komu ríkisstjórn sem brást af höndum sér. Nú eru buddurnar að tæmast, búið að skuldbinda þjóðina fyrir 640 milljarða Icesave-skuld og við blasir 170 milljarða niðurskurður hjá hinu opinbera á næstu misserum. Fjöld- inn er farinn að safnast saman á ný fyrir framan Alþingi. Að þessu sinni er afleiðingum kreppunnar mót- mælt. Hvers vegna eigum við að borga óreiðuskuldir annarra? Hvar er réttlætið? Sanngirnin? Stjórnar- andstaðan slær taktinn. En Steingrímur er óbugaður, stendur ósár en nokkuð móður eftir eina þá erfiðustu eldskírn sem nokk- ur stjórnmálamaður getur fengið: að verða fjármálaráðherra í kjölfar um- fangsmesta efnahagshruns sem yfir þróaða velferðarþjóð hefur dunið. Nú segist Steingrímur ætla að standa og falla með Icesave-samn- ingi sem leggur þjóðina í 640 milj- klarða króna áhættu. Átti hann að segja nei og setja upp stórt skilti fyrir augum alheimsins sem á stæði: „Við borgum ekki“? Steingrímur hefur í höndum upp- lýsingar sem hann hafði ekki áður. Hann veit að Íslendingum tókst að fella banka sína nánast hjálparlaust. Hann veit að sæmd þjóðar er í húfi ef bankahrunið bitnar á saklausum sparifjáreigendum. Nægur er skellur skattborgara samt í nálægum löndum af völdum íslenska bankahrunsins. Sennilega hefur Steingrímur átt- að sig á því að Íslendingar mega ekki byrja á því að slá niður nágranna sína, ræna þá veskinu og hóta þeim málsókn að því búnu. Vitur stjórnmálamaður Kannski veit Steingrímur að eign- ir Landsbankans fara langt með að duga fyrir Icesave-skuldinni. Tökum dæmi af verslunarkeðj- unni Iceland í Bretlandi. Hún er væntanlega að mestu á forræði skilanefndar Landsbankans eftir fall Baugs. Iceland er vel rekin verslun- arkeðja sem selur Bretum matvæli á lágu verði. Hún malar gull þessa dag- ana, enda vilja Bretar kaupa ódýrt á óvissutímum í efnahagsmálum. Fróðir menn telja að hún geti hæg- lega verið 200 milljarða króna virði ein og sér verði hlutur Íslendinga seldur á réttu augnabliki. Þetta er aðeins ein eign, en þær skipta áreiðanlega hundruðum, sem skilanefnd Landsbankans kemur í verð á næstu misserum og geta far- ið langt með að duga fyrir Icesave- skuldunum. Steingrímur er með öðrum orðum stjórnmálaforingi með yf- irburða reynslu og fullur visku. Hann þarf að miðla þeirri visku og reynslu til flokksmanna sinna á þingi, sem margir hverjir eru fljótir að læra. Hver veit nema VG-foringinn mildist svo í garð vina íslensku þjóðarinnar handan við hafið að hann geti á endanum hugsað sér að mæla með nánari samvinnu við þá innan Evrópusambands- ins. Hafni þjóðernisrembingnum sem steypti þjóðinni í glötun. Verra er hins vegar hversu tóm- látir samfylkingarmenn eru gagnvart þessum hægfara en markvissu um- breytingum í forystu VG. Því styðja þeir ekki Steingrím og tala með honum einni röddu? Áhrif upplýsinganna kjallari 1 ólafur ragnar „reyndi að reka mömmu“ ,,Persónulega þá fyrirlít ég Ólaf ragnar,“ bloggar Teitur atlason guðfræðingur og segir Ólaf á sínum tíma hafa reynt sitt ítrasta til að reka mömmu Teits úr starfi auglýsingastjóra á Þjóðviljanum þegar hún var nýskilin og ein með tvo syni. 2 Presturinn hætti fyrirvaralaust Skyndilegt brotthvarf séra Þóreyjar guðmundsdóttur fyrir austan hefur vakið umtal íbúanna. 3 Bankamenn ósáttir við stjóra Skeljungs Fulltrúar íslandsbanka í stjórn Skeljungs studdu ekki ráðningu Einars arnar Ólafssonar í starf forstjóra Skeljungs. 4 Hundurinn Blanco dregur kolbrúnu í vinnuna kolbrún arna Sigurðardóttir lætur hundinn Blanco draga sig út um allt. 5 ráðherra má ekki koma fram í sjónvarpi Fyrsti sádiarabíski kvenráðherrann má ekki koma fram í sjónvarpi án leyfis. 6 Starf rannsóknarnefndar í uppnámi Trúnaðarbrestur er kominn upp í rannsóknarnefnd alþingis sem fæst við að rannsaka aðdraganda og orsakir bankahrunsins 7 icesave-frumkvöðlar ekki lengur hjá Landsbankanum Starfsmenn sem unnu að mótun og markaðssetningu icesave eru hættir. mest lesið á dv.is JóHann HaUkSSon útvarpsmaður skrifar „Fróðir menn telja að hún geti hæglega verið 200 milljarða króna virði ein og sér verði hlutur Íslendinga seldur á réttu augnabliki. “ mynDin Blásið við alþingi annan daginn í röð mættu andstæðingar icesave-samkomulagsins á austurvöll til að berjast gegn samþykkt þess. Þessi hafði lúður með sér og lét í sér heyra. mynd HEiða HELgadóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 86. tölublað (10.06.2009)
https://timarit.is/issue/382756

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

86. tölublað (10.06.2009)

Aðgerðir: