Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2009, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2009, Page 12
Ó, hve ljúft lífið getur ver-ið þegar maður er með fúlgur fjár og þarf ekki að vera feiminn við að láta sig dreyma? Hversu dásamlegt það getur verið að lifa hinu góða lífi, verandi á sólarströnd afskekktrar eyju, með margarítu í hendi og bikiníklæddar fegurðardísir fyrir augum sér? Og er nema von, þegar hugurinn reikar þangað, að einhver smáatriði kunni að gleymast, eins og trygg ávöxtun fjár og stöðug fjármögnun skuldbind- inga sinna. Hið lífsglaða blað Landsbankans, Moment, er uppfullt af þessum augnablik- um sem færðu okkur heim sanninn um að veröldin væri dásamleg og að okkur væru allar leiðir færar. Hversu björt var ekki framtíðin? Átti vöxt- ur hins íslenska bankakerfis, innanlands og utan, nokkurn tímann eftir að gera annað en að verða hraðari og meiri? Setja ný met í hagnaði og útþenslu? Var nokkur leið til að við gætum villst út af hinni beinu og breiðu braut sem lá rakleiðis að stjarnfræðilegum auðæv- um og munaðarlífi sem maður hefði fyrirfram vart getað ímyndað sér? Lífi þar sem voru ekki fengnir plötusnúð- ar eða gítarglamrarar í afmælið og áramótaveisluna heldur heimsfrægar stórstjörnur? Gat lífið nokkuð annað en orðið sífellt betra og betra? Varla! Eða eins og lesa mátti í DV í gær um viðtal við Bretann Simon Healy, sem var yfir-maður innlána hjá Heratible. Hann var verkefnastjóri yfir Icesave- reikningunum. Það lýsir kannski tíðarandanum að í viðtalinu var hann ekkert spurður út í starfsemi Icesave, þessa mikla ævintýris sem átti að bjarga Landsbankanum úr erfiðleik- um versnandi endurfjármögnunar - án þess að nokkrum kæmi í hug að það gæti haft slæmar afleiðing- ar. Í síðustu spurningunni var hann spurður hvað hann myndi gera ef hann myndi vinna í lottó. Hann sagðist ekki vera viss. „En það myndi tengjast eyju, bikiníum og alveg hell- ingi af margarítum!“ Bikiní og margarítur! Hvað getur toppað þetta? Þegar maður hefur unnið sam-viskusamlega og ötullega að nýjasta ævintýri fjár- málaheims- ins – sem hlýtur að vera nokkurn veginn eins og að vinna í lottóinu – er ekki hægt annað en að fá að njóta lífsins. Vissu- lega er gott að græða á daginn og grilla á kvöldin. En það er samt svo miklu betra að stinga af í smástund, finna sólríka eyju í Karíbahafinu þar sem er nóg af góðum drykkjum og föngulegum konum. Nema hvað öll ævintýri taka enda. Bikiníin og margaríturnar hverfa, sólríku eyjarnar með hagstæðu skattalöggjöfina virðast sífellt fjarlægari og verst af öllu er að fólk fer að skamma mann fyrir að hafa klúðrað hlutunum, jafnvel teflt fjárhagslegri framtíð heillar eyþjóðar í tvísýnu. Já, það er vand- lifað í henni veröld. miðvikudagur 10. júní 200912 Umræða Bikiní og margarítur svarthöfði spurningin „Já, lífsgleði og græðgi eiga ekki samleið,“ segir tónlistarmaðurinn Tómas R. Einarsson. Hann var handtekinn í fyrradag ásamt hópi hústökumanna á Fríkirkjuvegi 11. Hann sagði að ef íslendingar eigi að borga skuldir auðmanna þá ættu þeir að minnsta kosti að eignast Fríkirkjuveg. Tómas var leiddur út úr húsinu í handjárnum en var sleppt stuttu síðar og ekki færður á lögreglustöð. Vantaði djassinn í icesaVe? sandkorn n Ritstjóradögum Þorsteins Pálssonar á Fréttablaðinu er lokið eftir rúmlega þriggja ára starf þar. Sjálfur segir Þor- steinn að hann hafi hug á að setjast við skriftir en það hefur þó ekki komið í veg fyrir að ýmsum öðr- um kenn- ingum hefur verið slegið fram. Þannig hafa sumir, minnugir fjárhagsvandræða Fréttablaðs- ins síðasta vetur, getið sér til um að ef til vill ráði fjárhagur- inn einhverju, bæði gæti verið að Þorsteinn hafi séð að ekki væri fjárhagslegur grundvöllur fyrir rekstri blaðsins í núver- andi mynd mikið lengur og eins að viljinn til starfsloka hans hafi komið annars staðar frá og sé hluti af niðurskurði. Engar staðfestar heimildir eru þó fyrir þessu. n Svo eru kenningarnar um að starfslok Þorsteins Pálssonar á Fréttablaðinu gætu verið for- leikur að því að hann taki upp störf annars staðar. Þannig hefur lengi verið hvískrað um að ef til vill ætti Þorsteinn eftir að rata upp í Hádegismóa og þá í starf ritstjóra Morgun- blaðsins, annaðhvort með Ólafi Stephen- sen eða í hans stað. Þorsteinn og Óskar Magnús- son, helsti forsprakki eigenda Morgunblaðsins, þekkjast frá fyrri tíð og hafa unnið saman. Þá er auðvitað ónefnd kenningin sem fór á flug í vetur um að Þorsteinn yrði fenginn til að leiða samn- inganefnd Íslands ef sótt verð- ur um aðild að Evrópusam- bandinu. n Taugatitringurinn vegna Ice- save-samkomulagsins heldur áfram að magnast og nú er svo komið að margir eru farnir að velta því fyrir sér hvort ágrein- ingur um málið verði til þess að ríkisstjórn- in falli. Ljóst er að nokkrir þingmenn vinstri- grænna eru andvígir samkomulaginu og hætt við að lítil eða engin forföll megi verða til að málið nái fram að ganga. Þá er ekki hægt að gera ráð fyrir nokkrum stuðningi frá þingmönnum stjórnarand- stöðuflokkanna. Eru því farnar að heyrast þær raddir að takist Steingrími J. Sigfússyni ekki að setjast á sitt fólk gæti ný stjórnarkreppa og jafnvel nýjar kosningar verið fram undan. LyngHáLs 5, 110 reykjavík Útgáfufélag: útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: Hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: elín ragnarsdóttir ritStjórar: jón Trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur Helgason, asi@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050. SmáauglýSingar: 515 5550. umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Hann dregur mig bara út um allar trissur.“ n Kolbrún Arna Sigurðardóttir dýralæknir lætur hundinn sinn draga sig í vinnuna. – DV „Sagan er um Robba rottu, eða Rómúlus Rotberg eins og hann vill ekki kalla sig.“ n Þorgrímur Kári Snævarr, 15 ára teiknari, um söguhetjuna í verðlaunamyndasögu sinni. – Morgunblaðið „Það voru engin agabrot framin.“ n Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari talar þvert á fullyrðingar Steingríms Sævars á Pressunni. – Fréttablaðið „Ég vil ekki láta kúga mig.“ n Björg F. Elíasdóttir, leikfimikennari og mótmælandi, ósátt með Icesave-samninginn. – DV.is „Samt er ég bara réttur og sléttur meðal- jón.“ n Ágúst Borgþór Sverrisson skrifar um kokkteilboð Landsbankans. - Pressan.is „Persónulega þá fyrirlít ég Ólaf Ragnar.“ Teitur Atlason guðfræðingur um forseta Íslands. Hann segir Ólaf hafa reynt sitt ýtrasta til þess að reka mömmu sína úr starfi auglýsingastjóra á Þjóðviljanum þegar hún var nýskilin einstæð móðir. - eimreidin.eyjan.is Íslendingi fórnað Leiðari Venjulegir borgarar á Íslandi standa nú frammi fyrir þeim kalda veru-leika að þurfa að borga stórfé vegna þjóðernis síns. Forsöguna þekkja flestir og niðurstaðan virðist vera klár: Við verðum að borga fyrir mistök bankanna og stjórnvalda. Þeir sem halda öðru fram hafa ekki náð að sýna fram á það. Áframhaldandi afneitun mun ekki hjálpa þeim sem vill taka upplýsta ákvörðun um framtíð sína. Það þarf kraftaverk að koma til ef Íslendingar og börnin þeirra þurfa ekki að axla ósanngjarna byrði einungis vegna þjóðernis síns. Það er líka full ástæða til að horfast í augu við að ekkert verður gert í þessu ranglæti. Ríkisstjórnin setur hagsmuni bankanna í fyrsta sæti út frá þeirri hugmynd að heil- brigði banka sé forsenda fyrir velferð fólks- ins. Séð frá þeim sjónarhóli er almenningur mikilvægur, upp að því marki sem bankarnir nærast á honum. Húsnæðiseigendur eru verðmætir skulda- þrælar í nauðhyggjuheimsmynd yfirvalda, á sambærilegan hátt og svartir þrælar voru afar mikilvægir fyrir efnahag Suðurríkja Bandaríkjanna á sínum tíma, séð frá hag- fræði óháð réttlætinu. Almenningur hefur nú verið hlutgerður í afborgunarvélar. Hin nýja sýn yfirvalda á samfélagið krefst þess að fólkið sé fyrir bankana, því ef bankarnir hafi það ekki gott geti fólkið það ekki heldur. Spennitreyja hefur verið strekkt á almenn- ing svo bankarnir geti nærst í friði. Þetta mun hafa slæm áhrif á fyrirtæki, sem treysta á að til séu öflugir neytendur til að skipta við þau. Fall fyrirtækjanna vegna þess mun koma í bakið á bönkunum, ekki ólíkt því sem afskriftir lána myndu gera. Hugmyndin með Nýja Íslandi er hins veg- ar ekki að hér verði fyrirtæki starfrækt til að þjónusta Íslendinga. Framtíðin er að hér stundi fólk framleiðslu fyrir útlendinga og borgi þannig af skuldum fyrir bankana. Það var framandi hugmynd fyrir Íslend- inga að þeir myndu líða fyrir þjóðerni sitt, enda er þjóðernishyggja hér óvenju sterk. Það sést einna best á því hversu margir trúðu því gagnrýnislaust að íslenska viðskipta- módelið væri einfaldlega svo einstakt og að íslenskir auðjöfrar væru hreinlega svo snjall- ir að þetta gengi allt upp þrátt fyrir varnaðar- orð um annað. Íslendingar þurfa að horfast í augu við að þeim verði fórnað um ófyrirséða framtíð fyr- ir það eitt að vera Íslendingar. Þetta eru örlög sérhvers Íslendings og hann getur í raun val- ið um tvennt: Að sætta sig við það eða hætta að búa á Íslandi. jón trausti reynisson ritstjóri skrifar. Þetta eru örlög sérhvers Íslendings og hann getur í raun valið um tvennt. bókstafLega

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.