Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2009, Síða 14
Miðvikudagur 10. júní 200914 norðurland
Það má segja að lúðueldi sem atvinnugrein sé ennþá á þró-unarstigi. Þetta er það flók-ið ferli að það er ennþá ekki
búið að leysa úr öllum flækjum sem
menn lenda í,“ segir Arnar Freyr Jóns-
son, framkvæmdastjóri Fiskeyjar, fé-
lags sem heldur úti lúðueldi á Dalvík
og Hjalteyri. Í starfstöðinni á Dalvík
eru klakfiskar á fóðrum sem ná allt
að áttatíu kílóa stærð. Á Hjalteyri er
svo sjálft seiðaeldið, í hluta af húsa-
kynnum gömlu síldarbræðslunnar á
eyrinni.
Níutíu prósent seiðanna eru seld
til Noregs í áframeldi en Silfurstjarn-
an í Öxarfirði sér um áframeldi á lúðu
hér heima. Stærsti hluthafinn í Fiskey
er Hafrannsóknastofnun með 29 pró-
senta hlut. Aðrir stórir hluthafar eru
útgerðarfélögin Samherji, Brim og
HB Grandi.
Engir sjúkdómar
Arnar útskýrir að það taki sex mán-
uði að ala seiði sem hægt sé að selja
til áframeldis. „Lúðan hefur sérstak-
lega langt kviðpokastig, fimmtíu
daga. Að því loknu getur hún tekið
utanaðkomandi fæðu. Þá þarf að ala
seiðin þar til þau hafa náð fimm til tíu
gramma stærð.“ Fyrir hvert seiði fást
fimm hundruð krónur.
Lúðan er einnig lengi að verða
kynþroska og klakfiskur þarf að ná
allt að tólf ára aldri áður en hann hef-
ur náð kynþroska og hægt er að nýta
hrogn og svil. „Menn hafa þurft að
leysa ýmiskonar vandamál í þessu.
Til kosta má telja að lúðan virðist þola
vel að vera í þessu umhverfi og hing-
að til hafa ekki komið upp sjúkdómar
hjá okkur, sem annars eiga það til að
koma upp í eldi,“ segir Arnar.
rafmEngun drEpur
Spurður um fréttir af því að rafmagns-
mengun hafi valdið skaða í lúðueld-
inu á dögunum, segir Arnar að vissu-
lega hafi seiði drepist. „Það eru ekki
komnar neinar formlegar niðurstöð-
ur, og þess vegna er erfitt að tala um
þetta í smáatriðum. Við höllumst
að því að þarna hafi verið á ferðinni
svokölluð yfirtíðnimengun sem hafi
komið frá spennistöð hérna á eyr-
inni.“
Það var einmitt þessi sama
spennistöð sem talin er hafa valdið
hljóðmengun í svonefndu Richards-
húsi á Hjalteyri. Eftir ítarlegar rann-
sóknir komust menn að þeirri niður-
stöðu að loftnet á húsinu hafi náð að
magna upp rafmengunina. Í skýrslu
sem gerð var er mælst til þess að
Rarik taki rafmagn til Hjalteyrar með
jarðstreng beint frá Akureyri.
ÞEir Halldór og jakob
Í einum af fjórum mjöltönkum síld-
arbræðslunnar á Hjalteyri hafa Arn-
ar og félagar komið upp eldistanki
fyrir stærri fiska. „Hugmyndin er að
geta alið klakfiska hér á staðnum.“
Klakfiskarnir á Hjalteyri hafa náð allt
að sex ára aldri og hafa sumir fisk-
anna náð yfir fimmtíu kílóa þyngd.
Félagið Fiskey var stofnað árið
1987. Fyrstu seiðin urðu svo til árið
1990, tvö stykki, sem fengu nöfnin
Halldór og Jakob. „Það voru fluttar
fréttir af þeim félögunum á sínum
tíma. Ég er bara ekki alveg klár á af-
drifunum, hvort þeir enduðu daga
sína í lúðusúpu,“ segir Arnar.
Í gömlu síldarbræðslunni á Hjalteyri stundar félagið Fiskey eldi á lúðuseiðum. Hrygningarfiskur er alinn
á Dalvík og áframeldi fer fram hjá Silfurstjörnu í Öxarfirði. Níutíu prósent seiðanna eru þó seld til Noregs.
Lúðueldi sem atvinnugrein er enn á tilraunastigi.
sEiðin eru seld
til noregs „Það voru fluttar fréttir af þeim félögunum á sínum tíma. Ég er bara ekki alveg klár á afdrif-unum, hvort þeir enduðu daga sína í lúðusúpu.“
Í seiðaeldinu Fyrir hvert seiði
fást fimm hundruð krónur.
Lúður í keri Á Hjalteyri ætla
menn einnig að ala klakfiska.
Sex mánuðir Seiðin
þurfa að ná fimm til tíu
gramma þyngd. Það
tekur þau sex mánuði.
Rektor Háskólans á Akureyri um fyrirhugaða fækkun háskóla:
Aðför að háskólastarfi á landsbyggðinni
Háskólaráð Háskólans á Akureyri mótmælti
í síðustu viku harðlega fyrirhugaðri samein-
ingu háskóla á Íslandi. Gengið var svo langt
að kalla þessar hugmyndir aðför að háskóla-
starfi á landsbyggðinni. Þegar DV tók viðtal
við Þorstein Gunnarsson, rektor Háskólans
á Akureyri, haustið 2007, spáði hann fækkun
háskólanna.
„Ég hef greinilega verið sannspár þá, því
síðan er búið að sameina Kennaraháskólann
Háskóla Íslands auk þess sem nú stendur fyrir
dyrum að sameina Landbúnaðarháskólann á
Hvanneyri HÍ,“ segir Þorsteinn Gunnarsson.
Andstaða háskólaráðsins liggur þó fyrst
og fremst í þeim áhyggjum að útibú frá Há-
skóla Íslands á landsbyggðinni verði á end-
anum hornreka í rekstrinum. „Það er reynsla
manna hér á Akureyri með fyrirtæki sem far-
ið hafa í gegnum þetta ferli að þegar kemur
að niðurskurði er byrjað á útibúunum,“ segir
Þorsteinn.
Sú sameining sem nú er stungið upp á í
nýrri skýrslu erlendra sérfræðinga felst í því
að eftir standi tveir skólar. Listaháskólinn
og Háskólinn í Reykjavík sameinist undir
merkjum þess síðarnefnda og Háskólinn á
Akureyri og Háskólarnir á Hólum og Hvann-
eyri verði sameinaðir Háskóla Íslands.
„Frá stofnun Háskólans á Akureyri höfum
við brautskráð þrjú þúsund kandídata. Af
þeim er talið að helmingurinn sé starfandi
hér á Eyjafjarðarsvæðinu, 750 vítt og breitt
um landið og 750 í Reykjavík. Hins vegar
er mun meiri hætta á því að fólk sem fer til
náms í Reykjavík skili sér ekki aftur í heima-
byggðina,“segir Þorsteinn. Heildarmyndin
sé því sú að öflug starfsemi Háskólans á Ak-
ureyri sé forsenda fyrir áframhaldandi upp-
byggingu á blómlegu atvinnulífi utan höfuð-
borgarinnar.
„Í þessari skýrslu eru vissulega marg-
ar hugmyndir sem eru forvitnilegar, en það
er ákaflega mikilvægt að fólk átti sig á því
hverju er verið að fórna.“
Rektor „Fólk verður að átta sig á
því hverju er verið að fórna,“ segir
Þorsteinn Gunnarsson.