Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2009, Síða 18
Miðvikudagur 10. júní 200918 norðurland
Milljón tré
á Silfrastöðum
Skógarbændurnir Jóhann-es Jóhannsson og Þóra Jó-hannesdóttir á Silfrastöð-um í Skagafirði eru í þann
mund að stinga niður milljónustu
plöntunni í hlíðinni fyrir ofan bæ-
inn. Tréð verður gróðursett með
viðhöfn, enda verður í sama mund
stungið niður tíumilljónustu
plöntu Norðurlandsskóga.
„Þetta verða stærri plöntur en
við erum vön að gróðursetja,“ segir
Þóra. Búskapur þeirra hjóna snýst
alfarið um skógrækt eins og glöggt
má sjá þegar ekið er eftir þjóðveg-
inum, fram með Norðurá, áleiðis
upp á Öxnadalsheiði. „Við erum
með nokkra hesta hér, eins og
gengur og gerist, en engan hefð-
bundinn búskap.“
lerkið stendur sig
Skógurinn við Silfrastaði nær
frá Bólugili fram að Kotagili, svo
langt upp í hlíðina fyrir ofan bæ-
inn að sjá má lerkiplöntur spretta
í harðaklettum og skriðum. „Það
má segja að skógræktin hafi tekið
flugið þegar byrjað var að planta
lerkinu, því það virðist festa ræt-
ur og dafna á stöðum sem í fljótu
bragði virðast ekki einu sinni mjög
lífvænlegir,“ heldur Þóra áfram.
Lerkið nær þó ekki að sá sér sjálft.
„Birkiplöntur hafa þó tekið að
spretta villtar hér í grennd við
skóginn, eins og oft gerist þar sem
hann hefur verið ræktaður.“
Þegar litið er upp í hlíðina
má furða sig á því að skógurinn
þoli slíkar aðstæður. „Það verður
reyndar að hafa í huga að þetta
er frekar snjólétt svæði og mér er
sagt að svæðið hér sé með því allra
þurrasta á láglendi. Lerkið virðist
reyndar þola þurrkinn vel.“
Fjörutíu ára áætlun
Farið var af stað með Norðurlands-
skógaverkefnið í júlí árið 2000.
Verkefnið er hugsað til 40 ára og er
markmiðið að rækta skóga og skjól-
belti á Norðurlandi. Hugmyndin er
að treysta byggðina og byggja upp
náttúruauðlind sem getur skapað
atvinnu til frambúðar. Starfssvæði
Norðurlandsskóga nær frá Hrúta-
firði austur á Langanes.
Skógræktinni er skipt í timb-
urskógrækt og landbótaskógrækt.
Takmarkið með landbótaskógrækt
er fyrst og fremst að skapa skjól og
auka fjölbreytni í lífríkinu ásamt því
að víkka möguleika til útivistar og
ferðaþjónustu. Timburskógrækt-
in miðar að því að skapa auðlind
sem verður hluti af lífsviðurværi
bænda í framtíðinni. Hjá Norður-
landsskógum er stefnt að því að
rækta skóg á alls 40 þúsund hekt-
urum lands.
Metið í skagaFirði
Í lok síðasta árs höfðu bændur á
152 jörðum gert skógræktarsamn-
inga við Norðurlandsskóga. Flest-
ir þeirra í Suður-Þingeyjarsýslu,
fjörutíu talsins, en 35 í Skagafirði.
Skógarbændur í Skagafirðinum
áttu þó metið í fjölda gróðursettra
plantna í fyrra. Þeir settu niður
274 þúsund tré af þeim ríflega 1,2
milljónum sem gróðursettar voru á
snærum Norðurlandsskóga.
Lerkið er fyrirferðarmesta trjá-
tegundin í þessari skógrækt. Tæp
fjörutíu prósent af plöntum Norð-
urlandsskóga eru lerkiplöntur. Fast
á hæla þess kemur birki. Áætlað er
að fjölbreytnin aukist með árun-
um og lerkið víki smám saman fyrir
öðrum tegundum.
„Það verður reyndar að hafa í huga að þetta er
frekar snjólétt svæði og mér er sagt að svæðið
hér sé með því allra þurrasta á láglendi.“
Skógarbændurnir á Silfrastöðum, þau
Þóra Jóhannesdóttir og Jóhannes Jó-
hannsson, gróðursetja brátt tvö tré.
Annað þeirra verður milljónasta
plantan í Silfrastaðalandinu. Hin
verður tíumilljónasta plantan
sem gróðursett er í Norður-
landsskógaverkefninu.
Hlúð að nýjum plönt-
um Þóra Jóhannesdóttir
hlúir að lerkinu sem sáð
verður á næstunni.
Lerkiskógur í skriðum Lerkið virðist una sér vel í skriðunum í Skagafirði.
Milljón plöntur Skógarbændur á Silfrastöðum hafa plantað einum tíunda af
allri skógrækt Norðurlandsskóga.
Dýrin í skóginum Fuglalíf verður
sífellt fjölbreytilegra eftir því sem
skógurinn stækkar. Branduglan
sést gjarnan á veiðum í grennd við
skóginn. MynDir Sigtryggur