Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2009, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2009, Blaðsíða 25
Hver er konan? „Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður Ungmenna- sambands Íslands.“ Hvar ertu uppalin? „Ísafirði.“ Hvað eldaðir þú síðast? „Kjúkling.“ Hvar langar þig helst að búa? „Þar sem fjölskyldan er hverju sinni.“ Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum?„Já, ég er skyggn og svo er ég góður dansari.“ Hefur verið mikill undirbúningur fyrir Landsmótið? „Já, þetta er búið að vera tveggja ára törn. Þetta hefur verið tiltölulega hefðbundinn undirbúningur en aðeins meira gert vegna afmælisins.“ Verður eitthvað sérstakt gert í tilefni hundrað ára afmælisins? „Já, það er sögusýning um hundrað ára afmæli Landsmótanna sem verður opin í mánuð. Síðan er bara aðeins meira gert í kringum mótið. Stórir hlutir og smáir. “ Hvað gerir Landsmótið svona frábært? „Þetta er bara íþrótta- og fjölskylduhátíð. Þetta er stærsta mót sem haldið er hverju sinni þegar það er haldið. Ég vil kalla þetta Ólympíu- leika Íslands, allavega Íslandsleika með stórum staf. Svo er þetta hálfgert ættarmót líka. Hérna kemur saman fólk á öllum aldri sem er búið að keppa í íþróttum og vinna við þær í tugi ára og hittist.“ Kepptir þú sjálf á Landsmótinu? „Nei, ég hef aldrei keppt á Lands- móti.“ Hver er uppáhaldsgreinin þín á Landsmótinu? „Það er nú engin ein umfram aðra. Kannski frjálsar íþróttir og starfsíþróttir.“ Er eitthvert Ungmennasamband sigurstranglegra en annað í ár? „Það er bæði keppt í greinum þar sem er stigakeppni og svo aðrar greinar án stiga. UMSK og HSH hafa verið að taka stigakeppnina þannig að þau eru alltaf sigurstranglegust enda stærstu samböndin með mestan fjölda.“ Hver er draumurinn? „Að ég verði langlíf.“ Hefur þú ferðast innanlands í sumar? „Nei, en ég stefni á að skoða mig um.“ Sigrún Margrét SigUrðar- dóttir 52 árA öryrKi „Ég er búin að fara á Hornafjörð og stefni á að ferðast út um allt.“ SigríðUr EinarSdóttir 36 árA LeiKSKÓLAKeNNAri „Ég var að byrja í fríi og er búin að fara á eitt ættarmót norður í Skagafirði. Ég ætla eingöngu að ferðast innanlands í sumar.“ gUðrún ingóLfSdóttir 50 árA NeMi „Já, Við erum búin að fara á Hvolsvöll og víðar og verið í tjaldi og síðan ætlum við hringinn seinna í sumar.“ g. aLda gUðMUndSdóttir, 36 árA tæKNiteiKNAri Dómstóll götunnar HELga g. gUðjónSdóttir er formaður Ungmennasambands Íslands sem fagnar hundrað ára afmæli Landsmóta með einu slíku á Akureyri um helgina. Þar koma saman hundruð fólks á öllum aldri og keppa í alls kyns íþróttum. Skyggn og góður danSari „Ég fór á Bíladaga á Akureyri og það gæti verið að ég færi til eyja.“ HrEiðar Örn SVanSSon 21 árS AtViNNULAUS maður Dagsins Íslendingar eru nú að ganga í gegn- um tímabil sem að einhverju leyti svipar til þess er Þjóðverjar gengu í gegnum eftir lok seinni heimsstyrj- aldar. Í Háskóla Íslands er strax far- ið að kenna kúrsa um hvernig stóð á því að svo áhrifamikill hópur gat gersamlega sagt skilið við allt sið- ferði. Rétt eins og nasistar sóttu út- rásarmenn í víkingasögur. Þeir sem helst tignuðu þá, svo sem for- seti vor, líktu þeim statt og stöðugt við fornhetjurnar. Hætta er því á að blettur falli á þjóðararfinn sjálfan eftir þessi ævintýri útrásarvíkinga, eins og gerðist með Íslendingasög- urnar eftir að Himmler og fleiri hófu þær á stall á tímum Þriðja ríkisins. Á tímum góðærisins voru gefnar út bækur á ensku með nöfnum eins og The Viking‘s Guide to Good Bus- iness. Eitthvað virðist þó hafa mis- farist í þýðingum og ekki er heldur líklegt að Björgólfur Thor og Hann- es Smárason hafi legið yfir Háva- málum. Þá hefðu þeir líklega rekist á erindi eins og: „Svo er auður sem augabragð, hann er valtastur vina“ svo ekki sé minnst á „margur verð- ur af aurum api“ sem Spaugstofan gerði eftirminnilega að eftirmælum góðærisins. Kveðið gegn græðgi Þeir sem upplifðu góðæri og nú kreppu munu einhvern daginn hverfa, en sá sem aldrei deyr er dóm- ur um dauðan hvern. Ljóst er að að- hafist þeir ekkert til að hjálpa til við að bjarga landinu úr þeim krögg- um sem þeir hafa komið því í munu eftirmæli útrásarvíkinga ekki vera glæsileg. Munu þeir líklega, ásamt Gissuri Þorvaldssyni og þeim sem komu landinu undir Noregskonung á sínum tíma, teljast með óþörfustu mönnum Íslandssögunnar. Deyr fé, deyja frændur. Eftir standa þó fornsögurnar. Kveða þær mjög skýrt gegn græðgi og er ekki að undra, þar sem það var einmitt græðgi höfðingjanna sem var að gera út af við sjálfstæði landsins á þeim tíma þegar þær voru ritaðar. Í Völuspá er sagt frá uppruna heimsins. Hittust þar æsir á Iðavelli og skorti ekkert, þeir undu sáttir við sitt í mesta bróðerni og sóttu ekki í gull. Svo kemur jötunmeyin Gull- veig, sem er kraftur gullsins holdi klæddur. Úr verður hið fyrsta mann- víg og allt fer í bál og brand. Engin leið virðist að losna við Gullveigu þegar hún hefur á annað borð látið á sér kræla. að standa við orð sín Erfitt er að finna nokkuð í Eddu- kvæðunum sem réttlætir óhóf- lega græðgi. Því er varla hægt að segja að útrásarvíkingar beri nafn með rentu eða að forseti landsins hafi átt mikið erindi að líkja þeim við fornhetjur. Forsetinn minntist einnig á heiðarleika Íslendinga í fimmta erindi lofræðu sinnar. Því miður virðist sem ekki hafi verið mikil innistæða fyrir því heldur, að minnsta kosti hvað útrásarmenn varðar. Það er þó ein goðsaga sem kem- ur upp í hugann. Hljóðar hún svo. Eitt sinn réðu æsir jötun til þess að byggja fyrir sig múr og lofuðu hon- um öllu fögru, sól og mána og jafn- vel Freyju sjálfri að launum. Þegar svo virtist sem jötninum myndi tak- ast að klára verkið, þökk sé vinnu- hesti sínum, runnu hins vegar á þá tvær grímur. Fengu þeir Loka til þess að breyta sér í hryssu og af- vegaleiða klárinn. Hrossið fékk sitt en jötunninn varð af kaupinu. Hér er nánast um Icesave-reikninga síns tíma að ræða. Ef til vill er það vani hér að lofa hverju sem er með- an vel gengur en draga síðan í land þegar verr horfir. Það er þá eitthvað sem menn þurfa að venja sig af. Sannast hið fornkveðna mynDin risatankar á ferð Umhverfi reykjavíkur tekur miklum breytingum um þessar mundir þar sem tröllvaxnir mjöltankar fiskimjölsverksmiðju HB Granda hverfa nú frá reykjavík til Vopnafjarðar. MyNd rÓBert kjallari umræða 10. júlí 2009 föstudagur 25 VaLUr gUnnarSSon rithöfundur skrifar „Deyr fé, deyja frændur.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.