Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2009, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2009, Blaðsíða 20
20 föstudagur 10. júlí 2009 fréttir Á meðan hið meinta góðæri var í hámarki var það fullt starf að skipuleggja skemmtidagskrár fjármálafyrirtækja og því þurfti að ráða fólk í fullt starf við að halda utan um veislur og velgjörðir til góðra viðskiptavina. Hjá Glitni var ekki aðeins einn starfsmaður í deildinni, heldur voru þeir þegar mest lét átta talsins og er ekki vit- að til að nokkur annar banki eða fjárfestingafélag hér á landi hafi gert betur. Meðal starfsmanna voru Sigrún Kjartansdóttir, sem var yfir deildinni, Arnar Fannar, sem margir kannast við úr hljóm- sveitinni Skítamóral og Jón Jósep Sæbjörnsson, betur þekktur sem Jónsi í Í svörtum fötum. Jónsi var ágæt fjárfesting „Ég var að fara með reikning til Glitn- is einn daginn og fékk vinnu í leið- inni, var ráðinn í tímabundin verk- efni hjá viðburðadeildinni. Það var frábær tími og mikil reynsla og hver veit nema ég snúi mér aftur að slík- um verkefnum seinna.“ Þannig lýsti Jónsi því hvernig hann hóf störf í viðburðadeildinni í viðtali við Sirrý í helgarblaði DV 15. ágúst 2008. Þó að ráðning af þessu tagi þætti ef- laust undarleg í dag má færa góð rök fyrir því að Jónsi hafi verið ódýrasti starfsmaður viðburðadeildarinn- ar, þar sem hann var mikið notaður í að troða upp. Einn heimildarmað- ur, sem þekkir vel til í fjármálageir- anum, orðar það svo: „Jónsi var allavega ekki bara notaður í að skipu- leggja partí, hann vann líka í partíun- um sjálfum, þannig að hann var lík- lega ágætis fjárfesting.“ Fokdýr ferð til New York Besta afkoma Glitnis var árið 2006, þegar hagnaðurinn náði rúmum 38 milljörðum króna. Þá þegar var ýmislegt brallað í bankanum til að halda upp á velgengnina, en það var ekki fyrr en árið eftir, 2007, sem partístandið byrjaði fyrir alvöru. Viðburðadeild Glitnis sat ekki auð- um höndum og bankinn hélt til að mynda mikið af alls konar minni- háttar veislum og var drjúg við að bjóða í ferðir, auk venjulegra árshá- tíða og starfsmannaskemmtana. En svo voru það stóru viðburð- irnir. Það er kannski kaldhæðnislegt að tveir af dýrustu viðburðum í sögu Glitnis voru haldnir eftir að lausafjár- krísan hafði skollið á, haustið 2007. Þegar viðvörunarljósin voru byrjuð að blikka og flest benti til að rétt væri að draga saman seglin var allt keyrt á fulla ferð. Annar viðburðurinn var ferð Glitnis til New York í septem- ber 2007. Þar hófst orkuútrás bank- ans formlega og tilstandið var mikið. Í ferðinni var meðal annarra Jónsi, sem spilaði sjálfur fyr- ir gesti Glitnis seint að nóttu fyrsta ferðadags. Svo var pantaður nífald- ur Grammy-verðlaunahafi, djasstónlistarmaðurinn Winton Marsalis, sem al- mennt er talinn einn sá færasti sem litið hefur dagsins ljós undan- farna áratugi. Auk þessa var svo minni fjárhæðum bruðlað í undarlegustu hluti. ,,Við opnun útibúsins í New York voru dregin upp níð- þung og risastór gullhúðuð skæri með Glitnismerkinu og Glitnislitunum á. Þessi skæri notuðu svo yfirmennirnir til að klippa á einn borða. Þegar spurt var hvort þessi skæri yrðu ein- hvern tíma notuð aftur var fátt um svör,“ segir einn heimildar- maður sem var í ferð- inni. Heimildar- menn DV segja að SÖLVI TRYGGVASON blaðamaður skrifar Glitnisfólki fannst fúlt að f ekki elton Heimildarmenn DV segja að lagt hafi verið hart að viðburðadeildinni að fá Elton John til að spila á samkomunni en það hafi ekki tekist. Elton John í fimmtugsafmæli, Duran Duran í nýárspartíi, skoskir kastalar og einka- þotur. Það var margt brallað í bönkum og fjárfestingafélögum þegar allt lék í lyndi á Íslandi. Til marks um partístandið og íburðinn þurfti að ráða sérstakan viðburða- stjóra, eða ,,event manager“ hjá þeim sem einhvers máttu sín. Kappið var svo mikið í veislustandinu hjá Glitni að viðburðadeildin gaf ekkert eftir þegar viðvörunarljósin fóru að kvikna árið 2007. Lárus Welding Lét sig ekki vanta þegar Glitnisfólkið djammaði á Skotlandi í áberandi glæsilegri ferð árið 2007 þar sem horft var á diskóljós frekar en viðvörunarljós. Jónsi Er hress og duglegur og þótti því prýðileg fjárfesting fyrir viðburðadeild Glitnis. Elton John Topparnir hjá Glitni vildu endilega fá góðærispoppar- ann Elton John til að spila fyrir sig á dansleik í Skotlandi og brugðust illa við því að ekki var orðið við óskinni. Birna Einarsdóttir Birna, sem varð bankastjóri Glitnis eftir hrun, var með í Skotlandsferðinni en þá dvaldi Glitnisfólkið á hóteli þar sem nóttin kostaði 70 þúsund krónur á gengi dagsins í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.