Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2009, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2009, Blaðsíða 31
helgarblað 10. júlí 2009 föstudagur 31 Þórunn Antonía Magnús-dóttir söngkona er ekki á allra vörum en þrátt fyr-ir ungan aldur hefur hún ferðast um heiminn gjörvallan, komið fram í Japan og Bandaríkj- unum, gefið út nokkrar breiðskífur, þar á meðal eina sólóplötu, og lifað ævinýralífi sem aðra aðeins dreym- ir um. Þórunn er nýkomin heim frá Los Angeles þar sem hún dvaldi í þrjá mánuði við að syngja og vinna að næstu sólóplötu. „Ég fór út til þess að syngja á tónlistarhátíðinni Coachella með hljómsveitinni Thenewnr2. Ég hef verið að syngja með þeim þegar ég get. Við spiluðum einnig í San Di- ego og í Santa Barbara en síðan var ég um tíma í Los Angeles þar sem ég var að semja tónlist og leggja drög að sólóplötunni minni,“ segir Þór- unn Antonía sem hefur starfað sem söngkona síðastliðin sjö ár og getur ekki hugsað sér að gera neitt annað í dag. Og það er kannski ekki skrýt- ið þar sem listin er Þórunni í blóð borin. Faðir hennar er einn fremsti lagahöfundur Íslands, Magnús Þór Sigmundsson. „Sem pínulítið barn ætlaði ég að verða fegurðardrottn- ing eða prinsessa en þegar ég hætti að nota snuð var það afar augljóst að ég ætlaði mér að verða söng- kona.“ Draumaheimur í stúdíóinu Þórunni vefst tunga um tönn er hún er beðin um að lýsa sér sem barni og hún stoppar til þess að hugsa. „Ég var svolítið litríkur krakki. Ég var ekki óþekk en það var líf í mér. Ég var alltaf að gera ein- hver prakkarastrik og alltaf syngj- andi,“ rifjar hún upp. „Söngurinn var að sjálfsögðu í blóðinu. Mér fannst mjög spennandi sem barn að vera í kringum pabba. Hann tók mig alltaf með sér í stúdíóið þeg- ar hann var að taka upp. Það var uppáhaldið mitt og algjör drauma- heimur sem ég fékk að fara inn í og hlusta á tónlist. En svo á ég líka fóst- urpabba sem er leikstjóri og vann í Þjóðleikhúsinu á þeim tíma. Þannig að ég fékk hina hliðina á ævintýra- heiminum þar og fékk oftar en einu sinni að fara baksviðs og leika mér. Ég er svo heppin að eiga tvær mömmur og tvo pabba. Ég fékk list- ina frá feðrum mínum og agann frá mæðrum mínum sem báðar eru leikskólakennarar,“ segir hún hlæj- andi. Hún fær mikinn stuðning frá föður sínum. „Ég og pabbi erum rosalega góðir vinir. Við hringj- umst reglulega á og lesum upp hug- myndir og texta fyrir hvort annað. Ég treysti hans áliti mikið og ber virðingu fyrir honum sem tónlistar- manni og þótt hann sé pabbi minn finnst mér hann bara svo helvíti flottur lagahöfundur. Hann er bú- inn að vera í þessum bransa þrjá- tíu árum lengur en ég og hann veit hvað hann er að tala um.“ Grátt og einmanalegt í London Þórunn Antonía undi sér vel í skóla og þrátt fyrir að vera vand- ræðagemlingur um tíma stóð hún alltaf við sitt. Þegar hún varð 18 ára kallaði ævintýraþráin á hana og Þór- unn ákvað að flytja til London. Þór- unn hafði kynnst upptökustjórum The Away Team sem voru á þeim tíma að vinna með sveitinni Leaves. „Þeir vildu vinna meira með mér og fljúga með mig út til London.“ Hana hafði ekki órað fyrir því hversu stórt ævintýri beið henn- ar. Hún kynntist Wayne Murray. Þau stofnuðu saman sveitina The Honeymoon og gáfu fljótlega út breiðskífuna Dialogue. „Við túruð- um um allt Bretland og spiluðum á ýmsum tónlistarhátíðum og það var alveg ótrúlega skemmtilegt,“ segir Þórunn en sveitin lagði upp laup- ana tveimur árum seinna. Hún fór þá að syngja bakraddir með dönsku sveitinni Junior Senior og ferðaðist landa á milli með henni og dvaldi meðal annars í Japan og Banda- ríkjunum. Seinna stofnaði Þórunn sveitina Fields sem gaf út eina EP- plötu og eina breiðskífu, það var 4 from the Village sem kom út 2006 og ári seinna kom út platan Every- thing Last Winter. Í kjölfarið á fyrstu plötu Fields skrifaði Þórunn und- ir samning við Atlantic Records í Bretlandi og Bandaríkjunum. Lífið sem söngkona var þó ekki alltaf dans á rósum. „Ég borðaði mikinn hafragraut,“ segir hún og skellihlær. „Fólk heldur oft að þetta sé mikið glamúrlíf sem það er oft á tíðum. Maður fær að fara í fín partí, spila á tónlistarhátíðum um allan heim, þannig að ég er ekki að kvarta og maður sættir sig bara við hafra- grautinn.“ Hún viðurkennir þó að stundum hafi hana langað að snúa baki við tónlistinni. „Ég bjó í blokk- aríbúð í Austur-London sem er ekki besta hverfið í þeirri borg en þegar maður hefur ástríðu fyrir einhverju lætur maður sig hafa það. Ég er enn ung. Ef ég væri orðin aðeins eldri „Ég og pabbi erum rosalega góðir vinir. Við hringjumst reglulega á og lesum upp hug- myndir og texta fyrir hvort annað. Ég treysti hans áliti mikið og ber virðingu fyrir honum sem tónlistarmanni.“ Flutti frá London Kynntist rapparanum Bent og varð ástfangin. Framhald á næstu síðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.