Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2009, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2009, Blaðsíða 12
12 föstudagur 10. júlí 2009 fréttir 20 STÆRSTU ÚTRÁSARVÍKINGARNIR Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson: KÚlUKóNGARNIR Kaupþing var stofnað árið 1982 og var Pétur Blöndal alþingismað- ur einn af stofnendunum. Árið 1994 gengu Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson til liðs við Kaupþing en þá var Bjarni Ár- mannsson þar fyrir. Hreiðar byrj- aði hjá Kaupþingi daginn eftir að hann kláraði síðasta prófið í við- skiptafræði, þá 23 ára gamall. Sig- urður varð forstjóri árið 1996 en Hreiðar Már tók við af honum árið 2003. Þá gerðist Sigurð- ur stjórnarformaður. Árið 2000 var Kaup- þing skráð í Kauphöll- ina. Kaupþing var fyrsta íslenska fjár- málastofnunin til að opna fjármála- fyrirtæki erlendis og var það í Lúxemborg árið 1998 undir nafn- inu Kaupþing Lux- embourg S.A. Árið 2000 opnaði Kaup- þing skrifstofu í New York. Árið 2004 keypti Kaupþing danska bank- ann FIH á 84 milljarða íslenskra króna. Árið 2005 yfirtók Kaupþing breska bankann Singer & Friedlander. Yfirtökutilboð- ið var 53 milljarðar íslenskra króna en fyrir átti bankinn 19 prósenta hlut sem metinn var á 12 milljarða króna. Árið 2007 gerði Kaupþing 270 milljarða króna kauptilboð í hollenska bankann NIBC en ekkert varð af kaupunum. Árið 2007 átti Kaupþing um 20 prósenta hlut í norska tryggingafyrirtækinu Storebrand sem þá var metinn á um 40 milljarða ís- lenskra króna. Bjarni Ármannsson: KAUpGlAðUR Í ÚTlöNdUm Bjarni Ármannsson var ráðinn forstjóri Fjárfestingabanka at- vinnulífsins (FBA) árið 1997 þá 29 ára gamall. Bjarni er menntaður tölvunarfræðingur og með MBA- próf. Áður en hann fór til FBA hafði hann verið hjá Kaupþingi í sex ár en Pétur Blöndal réð hann þangað eftir að hafa hitt Bjarna í útskriftarferð hans í Taílandi árið 1990. Árið 2000 sameinuðust FBA og Íslandsbanki og varð Bjarni annar forstjóranna. Hann tók upp svokallað EVA árangurstengt launakerfi hjá FBA árið 1999. Er það talið upphafið að óhóflega háum launum bankastjórnenda á Íslandi. Fyrsti þáttur í útrás Bjarna voru kaup FBA á breska einkabankan- um Raphael & Sons árið 2000 auk kaupa á 25 prósenta hlut í danska netbankanum Basisbank. Árið 2003 keypti Íslandsbanki Sjóvá og seldi Wernersbræðrum síðan fyr- irtækið árið 2005. Árið 2004 keypti Íslandsbanki norska bankann KredittBanken og 2005 keypti Ís- landsbanki hinn norska BNbank á 34 milljarða króna. 2005 keypti Íslandsbanki líka norska verð- bréfafyrirtækið Norse. 2005 keypti norska fyrirtækið KredittBanken FactoNor. Árið 2006 keypti Glitnir helmingshlut í norska fyrirtækinu Union Group. 2006 keypti BNbank 45 prósenta hlut í norska verðbréfa- fyrirtækinu Norsk Privatökonomi. Eitt af síðustu verkum Bjarna var að kaupa finnska fyrirtækið FIM í febrúar 2007 á 30 milljarða króna. Þegar Bjarni lét af störfum sem forstjóri Glitnis í maí árið 2007 seldi hann hluti sína í bankanum fyrir sjö milljarða króna. 2007 fékk hann 190 milljónir króna í laun og þar af voru 100 milljónir króna bónus- greiðsla. Bjarni hagnaðist um 381 milljón króna vegna kaupréttar- samninga. Þegar Bjarni lét af störfum sem forstjóri Glitnis í maí árið 2007 seldi hann hluti sína í bankanum fyrir sjö milljarða króna. 2007 fékk hann 190 milljónir króna í laun og þar af voru 100 milljónir króna bónus- greiðsla. Bjarni hagnaðist um 381 milljón króna vegna kaupréttar- samninga. Þorsteinn Vilhelmsson: óljóS STAðA Í dAG Þorsteinn Vilhelmsson keypti Samherja árið 1983 ásamt bróður sínum Kristjáni Vilhelmssyni og frænda þeirra Þorsteini Má Bald- vinssyni. Þeir gerðu Samherja á örfáum árum að stærsta sjávarút- vegsfyrirtæki landsins. Árið 2000 seldi Þosteinn Vilhelmsson all- an hlut sinn í Samherja fyrir þrjá milljarða króna. Félag í hans eigu byggði meðal annars glerhýsið að Laugavegi 182 þar sem Kauphöll Íslands er til húsa. Nokkrum árum síðar stofnaði Þorsteinn Atorku með Landsbankanum. Þorsteinn var stærsti hluthafinn í Atorku í gegnum félag sitt Skessu. Atorka keypti Jarðboranir Íslands af ís- lenskra ríkinu. Eins og kunnugt er hefur Atorka fengið greiðslustöðv- un en ein stærsta eign félagsins er 40 prósenta hlutur í Geysi Green Energy. Atorka á líka 80 prósent í Promens sem er ein stærsta plastverksmiðja heims og á Sæp- last á Dalvík. Ekki liggur ljóst fyr- ir hvernig fjárhagsstaða Þorsteins Vilhelmssonar er í dag. Íslenska efnahagsundrið náði hámarki sumarið 2007 þegar úrvalsvísitalan náði 9.000 stigum. Í maí 2007 mat blaðið Sirkus eignir 25 ríkustu Íslendinganna á 1.390 milljarða króna. Í dag er ólíklegt að sú tala nái 300 millj- örðum króna sem er minna en 315 milljarðarnir sem Björgólfur Thor átti árið 2007. Líklegt er að Björgólfur Thor sé ennþá ríkasti maður landsins þótt hann eigi allt sitt undir Deutsche Bank. Aðrir sem koma fast á hæla honum eru menn eins og Jón Helgi Guðmundsson. Gísli Reynisson þótti líka standa vel áður en hann lést. Bæði Jón Helgi og Gísli höfðu báðir einblínt á fjárfestingar í Eystrasaltslöndunum. DV valdi feðgana Árna Odd Þórðarson og Þórð Magnússon, sem hafa fjárfest í Marel og Össuri, bestu útrásarvíkingana. Magnús Þorsteinsson, sem flúði nýverið til Rússlands, var hins vegar valinn versti útrásarvíkingurinn. Pálmi Haraldsson: KeypTI STeRlING TVISVAR Pálmi Haraldsson og Jóhannes Kristinsson áttu félagið Fons sem nýverið óskaði eftir gjaldþrota- skiptum. Eitt helsta afrek Fons var að kaupa danska flugfélagið Sterl- ing á fjóra milljarða króna og selja FL Group það sex mánuðum síðar á 15 milljarða króna. Síðan keypti Fons aftur Sterling af FL Group ári síðar á 20 milljarða króna. Skuldir Fons eru taldar nema 20 milljörðum króna en eignir voru meðal annars fjórir milljarðar í handbæru fé. Jóhannes hefur að mestu haldið sig í Lúxemborg undanfarin ár. Árið 2007 áætlaði blaðið Sirkus eignir Pálma á 40 milljarða króna. Eignir Jóhannesar voru þá metn- ar á 30 milljarða króna. Ekki liggur fyrir hvernig staða þeirra er í dag. Pálmi flutti til Íslands árið 1991 til að taka við Sölufélagi garð- yrkjumanna sem þá stóð höll- um fæti. Var hann á þeim tíma að ljúka meistaranámi í rekstrarhag- fræði frá Gautaborgarháskóla og var sérsvið hans í náminu endur- reisn gjaldþrota fyrirtækja. Eins og frægt er orðið var félag Pálma dæmt fyrir grænmetissamráð árið 2001. Félag hans Fengur sem rekur Iceland Express hefur ekki verið úrskurðað gjaldþrota en það hef- ur ekki skilað ársreikningi í fjög- ur ár. Í ágúst 2008 seldi Fons eignir fyrir 100 milljarða króna. Inni í því var sala á hlut félagsins í Iceland- keðjunni í Bretlandi og var hagn- aður félagsins vegna þeirrar sölu sagður vera 77 milljarðar króna. HREiðaR MÁR í ViðTali Við MORGunBlaðið í aPRíl 2003: „Ég kynntist Sigurjóni [Þ. Árna- syni] og Bjarna [Ármannssyni] fyrst þegar ég hóf nám í Háskól- anum en þar voru þeir í forsvari fyrir Vöku og Stúdentaráð. Við unnum allir töluvert saman í undirbúningi fyrir kosningar til stúdentaráðs árið 1991. Ég held að við höfum allir haft mjög gam- an af starfinu í Vöku og lært margt af því, árangur okkar varð þó ekki betri en svo að Vaka tapaði kosn- ingunum eftir margra ára sigur- göngu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.