Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2009, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2009, Blaðsíða 6
Sandkorn n Leikstjórinn Gunnar Sigurðs- son sem getið hefur sér gott orð fyrir harðsnúna stjórn á borg- arafundum eftir hrunið situr ekki auð- um höndum. Hann vinnur nú að heim- ildarmynd um hrunið. Margir eru fúsir til að ræða málin við hann. Þeirra á meðal er einn helsti ábyrgðar- maður Icesave, Björgólfur Thor Björgólfsson, sem ræddi við Gunnar í London á dögunum. Víst er að margir bíða spenntir eftir heimildarmyndinni. n Nú er tíminn til að ganga á fjöll. Taki menn bakpokann og stæli líkamann í nokkra daga er ágætt að ganga í góðra vina hópi. Ólygnir eru þess fullvissir að þeir hafi séð einn slíkan hóp álengdar í grennd við Sveinstind og Langasjó og greint þar nokkra menn. Þeirra á með- al Bjarna Benediktsson, formann Sjálf- stæðisflokks- ins, og Þórð Má Jóhannesson, sem eitt sinn var framkvæmda- stjóri hjá Straumi. Þriðji maður- inn sem kennsl voru borin á er Bjarni Ármannsson, fyrrverandi bankastjóri, útrásarvíkingur og súkkulaðikóngur. Bjarni Ben og Bjarni Ármanns eiga það sam- eiginlegt umfram nafnið að báðir eru þeir að endurbæta einbýlis- hús sín. n Gestir í sundlauginni í Norður- firði á Ströndum urðu hneyksl- aðir fyrir skömmu þegar þeir urðu vitni að því þegar Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi banka- stjóri Landsbankans, sleppti því að borga í laugina fyrir sig og son sinn. Halldór á sumarhús á Ströndum og kom í laugina ásamt syni sínum og konu, sem beið í bílnum á meðan feðgarnir böðuðu sig. Enginn starfsmaður er í lauginni en ætlast er til að gestirnir greiði fyrir aðganginn með því að láta peninga í þar til gerðan kassa. Halldór gerði þetta hins vegar ekki og þegar einn sundlaugargestur sá það sagði hann við Halldór að allir ættu að borga í laugina. Halldór lét tilmælin hins vegar sem vind um eyru þjóta og baðaði sig án þess að borga, þvert gegn tilmælum þeirra sem sjá um laugina. 6 föstudagur 10. júlí 2009 fréttir Steinteppi Teppi Stigahús Mottur Ólafur Þór Hauksson, sérstakur sak- sóknari, hefur greint frá því að for- svarsmenn Milestone- og Sjóvár séu grunaðir um meint brot á lögum um vátryggingastarfsemi, brot á lögum um hlutafélög og eftir atvikum brot á auðgungarbrotakafla almennra hegningarlaga. Málið varðar ævin- týralegar fjárfestingar úr bótasjóði Sjóvár í fasteignum í Hong Kong í miðju góðærinu. Það er álit lögmanns sem DV ræddi við að líklegast leiki grun- ur á umboðssvikum og fjársvikum. Þyngsta mögulega refsing við slíkum brotum er sex ára fangelsi. Íslenskir dómarar hafa hins vegar verið afar mildir hingað til í garð þeirra sem hafa hlotið dóm fyrir slík brot og ekki nýtt refsirammann til fulls. Hins veg- ar geti það komið til refsiþyngingar ef dæmt er fyrir margvísleg brot á sama tíma. Bræðurnir Karl og Steingrímur Wernerssynir voru aðalmennirnir á bak við Milestone og Þór Sigfússon var forstjóri Sjóvár. Hallar undan fæti hjá risaveldi Karl var jafnan talinn eiga tvo þriðju hluta í fjárfestingafélaginu Miles- tone, sem var miðpunktur fjölskyldu- veldisins. Steingrímur átti hins vegar einn þriðja. Áður hafði Ingunn syst- ir þeirra gengið út úr Milestone og haslað sér völl sem sjálfstæður fjár- festir. Grunninn að fjölskylduveldinu reisti apótekarinn Werner Rasmuss- en, faðir systkinanna. Hann fjárfesti í Pharmaco og Delta undir lok síðustu aldar, ásamt því að reka Ingólfsapót- ek. Karl tók svo að mestu við kyndlin- um og fjárfesti grimmt með miklum árangri. Um mitt ár 2008, skömmu fyr- ir hrunið, átti Milestone gríðarleg- ar eignir. Fjárfestingar Wernerssona höfðu um nokkurra ára skeið verið nærri samfleytt sigurganga. Undir Milestone heyrði Moderna Finance A.B, inni í því var Moderna trygg- ingafélagið í Svíþjóð og Sjóvá. Aðr- ar eignir má nefna Askar Capital, Invik, Moderna Fonder og hlutdeild í Carnegie. Þá heyrðu Avant og In- vik Banque undir Milestone. Eignir bræðranna voru metnar á um og yfir 100 milljarða króna í Fréttablaðinu í júlí í fyrra. Eftir að Svíþjóðar-ævintýri Mile- stone-manna varð að engu hef- ur hallað gríðarlega undan fæti hjá bræðrunum. Steingrímur, sem er bú- settur í Bretlandi, á óuppgerðar sakir við málaraverktaka sem hefur stefnt honum vegna tveggja milljóna króna greiðslu sem hann telur Steingrím skulda honum vegna vinnu við ein- býlishús hans. Þá sagði DV frá því á dögunum að Steingrímur hefði flutt snekkju sína, sem hefur verið geymd í Snarfarahöfn undanfarin ár, úr landi með gámaflutningaskipi Eimskips. Þá keypti lögmaður hans lúxusjeppa Steingríms og nágrannar lögmanns- ins keyptu hjólhýsi af Steingrími. Hremmingar Örtölvutækni Karl Wernersson útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Ís- lands árið 1986. Hann var ráðinn til Örtölvutækni-Tölvukaupa hf. í lok ársins 1989, fyrst sem fjármálastjóri, síðan sem sölustjóri, þá aðstoðar- framkvæmdastjóri og loks sem fram- kvæmdastjóri árið 1994. Fyrirtækið glímdi við mjög þungan rekstur og varð niðurstaðan sú að því var skipt upp í tvö rekstrarfélög. Digital-tölvu- umboðið var skilið fá öðrum rekstri félagsins og var stofnað nýtt fyrirtæki í kringum umboðið, Aðalmennirn- ir á bak við Örtölvutækni ehf. voru Werner, faðir Karls, og Árni Fann- berg. Félagið réð til sín starfsmenn frá gamla hlutafélaginu og keypti eignir út úr því, en gamla fyrirtæk- ið þurfti að leita nauðasamninga við lánardrottna sína. Á mannamáli mætti kalla slíkan gjörning kenni- töluflakk. Digital á Íslandi ehf., eins og fyr- irtækið hét síðar undir stjórn Karls og í eigu Werners, sameinaðist svo Tæknivali árið 1999 og vék Karl þá úr stóli framkvæmdastjóra. Karl, sem hefur ekki látið fjöl- miðla ná í sig að undanförnu, ræddi hins vegar um vandræðin í kringum Örtölvutækni í viðtali við DV árið 2006. „Það var á þeim tíma sem við áttum Örtölvutækni að við lentum í miklum en lærdómsríkum hremm- ingum. Það var þó fyrir öllu að við náðum að koma fótunum undir fyr- irtækið aftur og seldum það svo,” segir Karl um tímabilið sem reyndist honum mikil reynsla. Forstjórinn kennir bræðrum um Þór Sigfússon, fyrrverandi forstjóri Sjóvár, hefur firrt sig ábyrgð á fast- eignafjárfestingaverkefnum Sjóvár á Macau-skaganum í Hong Kong árið 2006 og sagt Wernerssynina Karl og Steingrím hafa séð um þær. Á Vísi var haft eftir Þór í vikunni að hann hefði staðið heiðarlega að öllu sem hann tók sér fyrir hendur hjá Sjóvá. Hann sagði jafnframt að fjárfestingahluti Sjóvár hefði verið í höndum Mile- stone-manna. „Þeir sem áttu félagið sáu um fjárfesting- ar þess,“ sagði Þór. Enn fremur sagði hann: „Fjárfestingar fé- lagsins voru fyrst og fremst á ábyrgð eigenda félagsins en mitt verkefni var fyrst og fremst vátrygg- ingastarfsemin.“ Í viðtali við Viðskiptablaðið árið 2006 talaði Þór þó með þeim hætti að fjárfestingarævintýri Sjóvár í Hong Kong væri á hans forræði. Spurð- ur um fjárfestingarnarnar þá, sagði Þór: „Félagið er fyrst og fremst að nýta styrka eiginfjárstöðu sína í verk- efnin. Sjóvá er að nýta sér þennan möguleika með það fyrir augum að auka enn á áhættudreifingu fjárfest- ingasafns síns. Útrás í fjárfestingum á sviði fasteigna er leið sem við teljum að treysta muni fjárhag félagsins til lengri tíma litið,“ var haft eftir Þór. „Eðli máls samkvæmt er það góð regla að ná fram sem mestri áhættudreifingu og í því augnamiði hefur félagið leitast við að dreifa fjár- festingum þess á milli Evrópu, Asíu og Bandaríkjanna. Það liggur í aug- um uppi að SJ fasteignir hefðu ekki ráðist í þessar fjárfestingar nema vegna þess að félagið teldi þær arð- bærar,“ sagði Þór. Þyngsta mögulega refsing við brotunum sem forsvarsmenn Sjóvár eru grunaðir um er sex ára fangelsi. „Útrás í fjárfestingum á sviði fasteigna er leið sem við teljum að treysta muni fjárhag félagsins,“ sagði forstjórinn árið 2006. Eignir Karls og Steingríms Wernerssona voru metnar á 100 milljarða þegar best lét en nú þurfa þeir að verjast ásökunum um alvarleg auðgunarbrot. Á 10. áratugnum lenti fjölskyldan í hremming- um vegna fyrirtækisins Örtölvutækni sem Karl stýrði. „Útrás í fjárfesting- um á sviði fasteigna er leið sem við teljum að treysta muni fjárhag fé- lagsins til til lengri tíma litið.“ GÆTU FENGIÐ SEX ÁRA FANGELSI valgeir Örn ragnarSSon blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is Þór Sigfússson Mærði fasteignaútrás Sjóvár árið 2006 en segir nú að það hafi verið eigendur félagsins sem sáu um þær. Karl Wernersson „Það var á þeim tíma sem við áttum Örtölvutækni að við lentum í miklum en lærdómsríkum hremmingum.“ Steingrímur Wernersson Eignir bræðranna voru metnar á um 100 milljarða þegar best lét. Nú eru þeir grunaðir um margvísleg auðgunarbrot.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.