Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2009, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2009, Blaðsíða 16
16 föstudagur 10. júlí 2009 fréttir Óhætt er að segja að kjör meðal-Íslendings hafi versnað til muna síðastliðið ár. Kaupmáttur hefur dregist veru- lega saman og vísitala neysluverðs hefur hækkað hratt. Laun meðal-Íslendings hafa rýrnað um 27 þúsund krónur undanfarið ár. DV hefur tekið saman hvernig kreppan hefur á einu ári rýrt kjör meðal-Íslendinga. Mæddur er Meðal-Jón Frá því efnahagshrunið varð með tilheyrandi hruni krónunnar hef- ur kaupmáttur launa lækkað um 10 prósent, vörur og þjónusta hafa hækkað um 18 prósent, húsnæði hef- ur fallið að raunvirði um 20 prósent og fjölmargir búa við átthagafjötra vegna hækkandi lána. Fjörutíu þús- und manns tóku myntkörfulán en al- gengt er að slíkt lán hafi hækkað um 70 prósent á einu ári. Laun hafa þó í heildina litið ekki lækkað undanfarin ár, þótt margir hafi orðið fyrir tekju- og eða atvinnumissi. Launin 27.000 krónum verðminni Vísitala neysluverðs hefur hækk- að um nær 18 prósent á einu ári, fyr- ir utan húsnæði, en 12 prósent þegar húsnæði er reiknað með. Það þýðir að allar vörur og þjónusta sem við notum dagsdaglega hafa að jafnaði hækkað um 18 prósent frá því í maí í fyrra. Kaupmáttur launa hefur minnk- að hratt undanfarna mánuði og er nú jafnmikill og í mars 2003. Þótt laun Íslendinga hafi frá maí 2008 til maí 2009 hækkað að jafnaði um fjög- ur prósent hefur kaupmáttur launa á sama tíma lækkað um rúm tíu pró- sent. Það þýðir að meðal-Jón hefur orðið fyrir 10 prósent kjaraskerðingu; fær nú 10 prósent minna fyrir launin sín en hann gerði fyrir ári ef hann á annað borð hefur haldið vinnu sinni, en um 17 þúsund Íslendingar eru nú atvinnulausir. Meðal-Íslendingur hafði í fyrra um 267 þúsund krónur í laun á mán- uði, samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Rök mætti færa fyrir því að launin hefðu á einu ári rýrnað um nærri 27 þúsund krónur. Úr plús í mínus Ef þessi meðal-Jón átti húsnæði, sem á hvíldu 20 milljónir króna fyrir ári stendur sú skuld nú í 22,4 milljón- um. Á einu ári hefur húsnæðislánið hækkað um 2,4 milljónir eða um 200 þúsund krónur á hverjum einasta mánuði. Greiðslubyrðin hefur því að líkindum hækkað um nokkur þús- und krónur á þessum tíma. Þetta er ekki allt. Gerum ráð fyrir því að Jón hafi átt 5 milljónir í húsinu sínu í fyrra; það var sum sé metið á 25 milljónir. Raunlækkun fasteigna- verðs frá bankahruni var í vor orðin um 20 prósent, líkt og Ingólfur Bend- er, forstöðumaður Greiningar Glitn- is, og fleiri hafa bent á. Það þýðir að húsið hans Jóns er núna um 20 millj- óna króna virði, miðað við óbreytt verðlag. Með öðrum orðum má segja að í stað þess að eiga 5 milljónir í húsinu skuldar áðurnefndur Jón nú um 2,5 milljónir umfram það sem hann getur vænst að fá fyrir hús- ið. Á hitt ber þó að líta að miðað við þær fréttir sem berast af fasteigna- markaði eru litlar líkur á því að Jón geti selt húsið sitt í bráð, nema hann verði sérlega heppinn. Takist honum það situr hann eftir með 2,5 milljóna króna skuld. Myntkörfulánin dýr Viðskiptaráðherra hefur á Alþingi upplýst að um 40 þúsund Íslending- ar tóku myntkörfulán vegna bifreiða- kaupa. Algengt er að slík lán hafi til helminga verið tekin í svissnesk- um frönkum og japönskum jenum. Frankinn hefur á rúmu ári hækk- að um 60 prósent en jen um 80 pró- sent. Að jafnaði hefur myntkörfulán- ið hækkað um 70 prósent. Það þýðir að myntkörfulán sem í fyrra stóð í 3 milljónum stendur nú í 5,1milljón. Krónan hrunið mest Engin mynt í Evrópu hefur fall- ið meira en íslenska krónan frá því kreppan fór að láta á sér kræla síð- sumars 2007. Þannig er orðið mun dýrara fyrir Íslendinga að ferðast til útlanda en áður. Hrun krónunnar hófst í mars eða apríl í fyrra. Frá maí 2008 til maí á þessu ári hefur banda- ríkjadalur fallið um 64 prósent, dönsk króna og evra um 50 prósent og sterlingspund um 34 prósent, svo dæmi séu tekin. DV sagði frá því í lok febrúar að það væri pólska slotið sem minnst Evrópumynta hefði fallið gagnvart krónunni ef horft er ár aftur í tímann. Krónan hafði „aðeins“ fallið um 11 prósent gagnvart þeim gjaldmiðli. Íslenskt vinnuafl ódýrt Hrun krónunnar þýðir með- al annars að vinnuframlag Íslend- inga er orðið ákaflega ódýrt, miðað við önnur lönd. Greining Íslands- banka greindi frá því í Morgunkorni í vikunni að íslenskir launamenn séu nú mun ódýrari starfskraftur, í samanburði við nágrannalönd okk- ar, en áður var. „Trúlega er það land vandfundið í Vestur-Evrópu þar sem vinnuafl er að jafnaði ódýrara þessa dagana. Þessi þróun hjálpar útflutn- ingsatvinnuvegum, sem og þeirri inn- lendu starfsemi sem á í samkeppni við innflutning. Á hinn bóginn ger- ir hin mikla lækkun kaupmáttar í samanburði við nágrannalöndin það meira freistandi fyrir íslenska launa- menn að flytja búferlum en ella, sér í lagi ef kaupmáttur þeirra á erlendri grundu helst lágur um lengri tíma eftir að atvinnuástand batnar á nýj- an leik í nágrannalöndum okkar,“ sagði Greining Íslandsbanka en þar kom einnig fram að raungengi ís- lensku krónunnar væri líklega lægra nú en nokkru sinni áður frá því hún sagði skilið við dönsku krónuna árið 1922. „Að jafnaði hefur mynt- körfulánið hækkað um 70 prósent. Það þýðir að myntkörfulán sem í fyrra stóð í 3 milljónum stendur nú í 5,1milljón.“ Mótmæli við Alþingishúsið Kaupmáttarrýrnun nemur 27 þúsund krónum á einu ári hjá meðalmanninum en margir hafa misst vinnuna og sparnað sinn að auki. Mynd: HeiðA HeLgAdóttir Meðal-Jón Fjörutíu þúsund Íslendingar eru með myntkörfulán semhafa í mörgum tilvikum hækkað um 70 prósent á einu ári. Á einu ári ✔ Kaupmáttur meðalmannsins hefur minnkað um 27.000 krónur. ✔ 20 milljóna króna húsnæðislán hefur hækkað í 22,4 milljónir. ✔ Verðgildi húsnæðis hefur fallið um 20 prósent. ✔ Verðlag á vörum og þjónustu hefur hækkað um 18%. ✔ Myntkörfulán fyrir bíl hefur hækkað um 70%. ✔ Atvinnulausum hefur fjölgað úr 1.000 í 17.000. ✔ Íslenskt vinnuafl er orðið eitt það ódýrasta í evrópu. ✔ Íslenska krónan hefur fallið mest allra gjaldmiðla. BALdUr gUðMUndSSOn blaðamaður skrifar baldur@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.