Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2009, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2009, Blaðsíða 44
Brytinn sem myrti Archbald Hall var breskur raðmorðingi og þjófur. Hall fæddist í Glasgow árið 1924 og lést á Englandi 2002. Hann framdi sína glæpi á meðan hann var í þjónustu bresks aðalsfólks og fékk viðurnefnin Drápsbrytinn eða Skepnubrytinn. Hann hóf feril sinn sem þjófur en stækkaði síðar verksvið sitt og bætti morðum á ferilskrána. Lesið um brytann sem myrti í næsta helgarblaði DV. Á sjöunda áratug síðustu aldar herjaði morðingi á kvenkyns gesti vinsæls dansstaðar í Glasgow. Eftir að hafa myrt þrjár konur gufaði morðinginn upp. Síðan þá er lögreglan engu nær um hver morðinginn var. Hann kallaði sig John en fékk viðurnefnið Biblíu-John. Hann var hávaxinn, vel klæddur og maður fárra orða. En það sem hann sagði varð grundvöllurinn að einu mest ógnvekjandi viðurnefni í skoskri glæpasögu. Fjörutíu árum eftir að hann olli ógn og skelfingu á götum Glasgow fær fólk kulda- hroll ef minnst er á Biblíu-John. Á sjöunda áratugnum birtist teikn- ing af honum í öllum dagblöðum og hann olli ótta sem jaðraði við móðursýki. „Ég drekk ekki á Hogmanay (eins og Skotar kalla síðasta dag ársins), ég biðst fyrir (e. I pray/ prey),“ heyrðist hann segja við sitt þriðja fórnarlamb, Helenu Putt- ock. „Pray“ er að biðja, en „prey“ er að leita bráðar. Ekki er laust við að orðin skírskoti til hryllingsmyndar. Biblíu-John átti til að vitna í Móse sem vitnaði um strangt trúarlegt uppeldi auk þess sem hann vitn- aði oft í orð föður síns sem sagði að dansstaðir væru „spillingarhreið- ur“ og fjölmiðlar gáfu honum við- urnefnið Biblíu-John. Bara John Hann kallaði sig John, svo mikið er vitað um hann. Þess utan var ekk- ert vitað um hann og enn þann dag í dag er hann sveipaður leyndarhjúpi. Lögreglan í Glasgow, andspænis al- mennum ótta borgarbúa, setti í gang allsherjarleit, en var engu nær þrátt fyrir að þrjár konur lægju í valnum, enda var engu líkara en Biblíu-John hyrfi þá af yfirborði jarðar. Ýmsar kenningar voru viðrað- ar, þeirra á meðal að hann hefðu mun fleiri mannslíf á samviskunni og hefði einungis breytt um morð- aðferð, eða að hann hefði flutt sig um set. Sannleikurinn er sá að eng- inn veit um afdrif hans og hann gæti þess vegna búið hvar sem er í Bret- landi, nú á sextugsaldri. Kyrkt með sokkabuxum Vettvangur ódæða Biblíu-Johns var í grennd við Barrowland-danssalinn í Glasgow, sem var gríðarlega vinsæll á sjöunda áratugnum. Að kvöldi 22. febrúar, 1968 fór Patricia Docker út á lífið. Patricia lifði góðu lífi, en eigin- maður hennar var í breska flughern- um og staðsettur í Lundúnum. Því var það svo að Patricia og sonur þeirra bjuggu hjá foreldrum hennar og fékk hún þá til að gæta drengsins á meðan hún fór út að skemmta sér. Patricia hafði farið á annan dansstað, Majestic, en vinir hennar mundu að hún hafði yfirgefið Barr- owland í fylgd karlmanns. Daginn eftir fannst nakið lík hennar á stíg nærri heimili henn- ar. Hún hafði verið kyrkt með eigin sokkabuxum. Dansaði við hávaxinn mann Átján mánuðum síðar, í ágúst 1969, hafði lögreglu ekki tekist að varpa nokkru ljósi á morðið á Patriciu Docker og verulega hafði fennt yfir það. En Biblíu-John var ekki hættur að messa. Jemima McDonald, 32 ára, bar engan ugg í brjósti þegar hún skildi börn sín þrjú eftir í umsjá systur sinnar og skellti sér með vinum á Barrowland. Seinna minntust vinir hennar þess að hún hafði mestallt kvöld- ið dansað við hávaxinn, vel klædd- an karlmann, með ljóst hár í bláum fötum. Skömmu síðar yfirgáfu þau dansstaðinn saman. Daginn eftir fannst Jemima dáin í yfirgefinni byggingu skammt frá heimili hennar og, líkt og Patric- ia, hafði hún verið kyrkt með eigin sokkabuxum. En fleira var líkt með morðunum því hvorug kvennanna hafði verið beitt kynferðislegu ofbeldi og báðar voru á blæðingum þegar þær mættu örlögum sínum. Veski þeirra var hvergi að finna og báðar höfðu fundist nærri heimili sínu. Taugaveiklun breytist í móðursýki Það sem hófst sem taugaveiklun á meðal íbúa Glasgow breyttist tveim- ur mánuðum síðar í móðursýki þegar lík hinnar tuttugu og níu ára Helenu Puttock fannst við svipað- ar kringumstæður og lík Jemimu og Patriciu. Helena hafði verið á Barrowland, hafði sést yfirgefa staðinn í fylgd manns sem líktist þeim sem hafði síðast sést með Jemimu og Patriciu og hafði verið kyrkt með sama hætti og þær. Veski hennar var horfið og hún hafði einnig verið á blæðing- um. En í hennar tilfelli hafði morð- inginn einnig skilið eftir bitfar á lík- ama hennar og sæði fannst á fatnaði hennar; vísbending sem lögreglan hafði lengi vonast eftir. Jean, systir Helenu, hafði verið samferða henni og John í leigubíl en áður en hún yfirgaf bílinn heyrði hún John segja: „Ég drekk ekki á Hogmanay, ég biðst fyrir.“ „Ég er ekki Biblíu-John“ Viðskipti á Barrowland minnkuðu snarlega og margir þeirra sem komu þar til að dansa voru lögg- ur í dulargervi. Fjöldi karlmanna sem líktust Biblíu-John en voru saklausir fengu bréfmiða frá lög- reglunni sem á stóð „Ég er ekki Biblíu-John“. Hundruð voru yf- irheyrð en eftir morðið á Helenu Puttock gerðist ekkert. Engu lík- ara var en morðinginn hyrfi af yf- irborði jarðar. Árið 1996 var lík John McInnes, húsgagnasölumanns frá Suður- Lanarkskíri, grafið upp af lögreglu í von um að hægt væri að tengja hann morðinu á Helenu Puttock. Það gekk ekki eftir og hann var grafinn á ný. Peter Tobin Í maí 2007 var Peter Tobin sakfelld- ur fyrir morðið á Angeliku Kluk og vangaveltur vöknuðu um hvort þar væri kominn Biblíu-John. Ákveðin líkindi voru á útliti Tobins og lög- regluteikningarinnar af Biblíu-John, og Tobin hafði flutt frá Glasgow árið 1969, á sama tíma og morðin hættu. Lögreglan hefur ekki viljað gefa yfirlýsingar þar að lútandi en sagði að farið yrði yfir öll fyrirliggjandi sönnunargögn á ný. UmSjón: koLbEinn þorStEinSSon, kolbeinn@dv.is Jean, systir Helenu, hafði verið samferða henni og John í leigu- bíl en áður en hún yfirgaf bílinn heyrði hún John segja: „Ég drekk ekki á Hog- manay, ég biðst fyrir.“ KOMDU Í ÁSKRIFT :: hringdu í síma 515 5555 eða :: sendu tölvupóst á askrift@birtingur.is eða :: farðu inn á www.birtingur.is og komdu í áskrift 44 föstudagur 10. júlí 2009 sakamál Biblíu-John Biblíu-John teikning af manninum sem vitnaði í biblíuna. Fórnarlömbin Frá vinstri: Patricia, jemima og Helena.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.