Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2009, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2009, Blaðsíða 18
18 föstudagur 10. júlí 2009 fréttir Vísindamenn við stofnfrumurann- sóknarstofuna Northeast England Stem Cell Institute fullyrða að þeir hafi náð merkum áfanga með því að nota stofnfrumur úr fósturvís- um. Að sögn vísindamannanna hefur þeim tekist að framleiða sæðisfrumu á rannsóknarstofu og með smávægilegum breytingum væri fræðilega hægt að frjóvga með henni egg þannig að úr yrði barn. Innan tíu ára, segja vísinda- mennirnir, verður hægt að nota tæknina til að hjálpa ófrjóum pör- um að eignast barn sem væri erfða- fræðilega þeirra eigið, og jafnvel yrði mögulegt að rækta sæðisfrum- ur úr stofnfrumum kvenna sem myndi að lokum leiða til þess að konur gætu eignast barn án nokk- urrar þátttöku karlmanns. Mikilvægt en umdeilt Þetta mun vera í fyrsta skipti sem sæðisfruma manna er framleidd á rannsóknarstofu og því viðbúið að tilraunin verði umdeild. Vísinda- samfélagið er klofið hvað varð- ar ágæti tilraunarinnar því sumir bera brigður á siðfræðina að baki henni, aðrir viðra efasemdir um réttmæti tilraunarinnar en eru þó sammála um „mikið mikilvægi“ hennar. Heilinn að baki tilrauninni er Karim Nayernia, prófessor við há- skólana í Newcastle og Durham. Að hans sögn er sæðisfruman sem framleidd var ekki fullkomin en byggist eigi að síður á þeim eigin- leikum sem nauðsynlegir séu til að skapa líf: „Þetta er undravert og afar spennandi. Þær hafa höfuð, þær hafa hala og þær hreyfa sig. Lögun- in er ekki alveg eðlileg né hreyfing þeirra, en þær innihalda þau prótín sem þarf til að virkja eggin.“ Notkun bönnuð með lögum Að sögn Nayernia prófessors er rannsóknin á frumstigi og frekari rannsókna sé þörf til að ákvarða hvort notkun þessara sæðisfrumna við frjóvgunarmeðferðir væri örugg, en þess ber að geta að samkvæmt breskum frjóvgunar- og fósturvísis- lögum frá 2008 er bannað að nota gervisæði og –egg í frjóvgunarmeð- ferðum þar í landi. Það er leyfilegt að framleiða sæðisfrumur á rannsóknarstofum en að sameina sæðisfrumuna eggi þarfnast sérstaks leyfis og að því fengnu verður að eyðileggja fóstur- vísinn innan fjórtán daga. Siðfræðilegar spurningar að þessu lútandi hafa ekki verið til lykta leiddar. Ekki vísindamanna að ákveða Í viðtali við breska blaðið Telegraph sagði Nayernia að öll tækni væri þess eðlis að hægt væri að nota hana til góðs eða ills. „Þetta varðar alla nýja tækni. Kjarnorku er hægt að nýta til að framleiða rafmagn eða sprengju, til dæmis,“ sagði Nayern- ia. Hann sagði einnig að það væri ekki í verkahring vísindamanna að ákveða hvernig þessi tækni yrði notuð, það væri hlutverk löggjafar- valdsins. „Það er á okkar [vísindamann- anna] ábyrgð að útvega meðferðar- úrræði fyrir ófrjótt fólk. Glasabörn- in eru ekki ný af nálinni, en þau voru umdeild á sínum tíma,“ sagði Karim Nayernia prófessor. Verðum að hætta að fikta Sem fyrr segir er tilraunin afar um- deild og að sögn Josephine Quint- avalle, forstjóra Comment on Re- productive Ethics sem fjallar um siðfræði með tilliti til málefna sem varða æxlun, er tilraunin „fullkom- lega óréttmæt“. „Brjálaðra verður mannkynið ekki. Ég tel að á stundum verðum við að hætta þessu fikti og með- taka ófrjósemi. Vísindi verða að vera fullkomlega siðferðilega rétt og fullkomlega örugg – þetta er hvorugt,“ sagði Josephine Quinta- valle. Karlmenn að verða úreltir? Emily Cook, hjá breska blaðinu Daily Mirror, virðist ekki velkjast í vafa um afleiðingar afreks Ka- rims Nayernia og stallbræðra hans. Upphafsorð greinar hennar um málið eru: „Konur hafa ávallt vitað að karlmenn eru smá eyðsla á rými. Nú hafa breskir vísindamenn sann- að hve ónauðsynlegir karlmenn eru í raun með því að framleiða mennskt sæði úr stofnfrumum.“ Cook bætir síðan við að til að bæta gráu ofan á svart standi karl- menn að baki þessari „byltingar- kenndu“ þróun. Einn sá möguleika sem Karim Nayernia sér fyrir sér til framtíðar litið er að tæknin verði nýtt til að hjálpa fólki sem hefur orðið ófrjótt til dæmis vegna geislameðferðar að eignast eigið barn. „Þótt við getum skilið að einhverj- ir verði áhyggjufullir, þetta þýðir ekki að hægt sé að framleiða manneskjur á fati og það er engan veginn ætlun okkar. Verkefnið er þáttur í að rann- saka hví sumt fólk er ófrjótt og hvað valdi því,“ sagði Karim. Dómsdagur karlkyns Slúðurblaðið The Sun fetar kunn- uglega slóð í sinni umfjöllun og þar segir í fyrirsögn, lauslega þýtt: „Rannsóknarstofa ræktar sæði og markar skapadægur karla.“ Vissulega býður vísindaafrek Karims Nayernia upp á vangavelt- ur af þessu tagi og hver veit nema dómsdagsspá The Sun og vanga- veltur Emily Cook, hjá Daily Mir- ror verði að raunveruleika innan einhverra áratuga. John Harris, prófessor í sið- fræði við Manchester-háskóla, tjáir sig um málið á vefsíðu Ind- ependent. Að hans sögn er veröld án karlmanna ekki hin raunveru- lega siðfræðilega spurning í þessu máli. „Endalok karlmanna hafa ávallt verið möguleiki. Konur hafa fjölda leiða til að komast af án karlmanna. Þær þarfnast ekki karlmanna – þær þarfnast einung- is sæðis þeirra,“ segir John Harris. Ekki láta fordóma eða ótta ráða för Að mati Harris hefur frjóvgunar- tækni það fram yfir eðlilegt ferli að hægt er að tryggja betri og fullkomnari árangur og fækka til- fellum þar sem vansköpun á sér stað. Hægt er að kanna sæðis- frumuna, eggið, og fósturvísinn áður en honum er komið fyrir sem ekki væri kostur ella. Að sögn Johns Harris snúa siðfræðilegar spurningar að því hvort eigi að hafna jákvæðum möguleikum uppgötvana vegna ótta eða fordóma, en hann var- ar eindregið við því. „Við verð- um að tryggja að vísindin þróist og að við verðum móttækileg en gagnrýnin gagnvart þeim tæki- færum sem af þeim leiða,“ sagði John Harris. KolbEiNN þorstEiNssoN blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Breskir vísindamenn fullyrða að þeim hafi tekist að rækta sæðisfrumu manna á rannsóknarstofu og mun það vera einsdæmi í heiminum. Skiptar skoðanir eru á meðal vísindamanna um tilraunina með tilliti til siðfræðilegra álitamála og réttmætis hennar. SæðiSfruma ræktuð á rannSóknarStofu „Brjálaðra verður mannkynið ekki. Ég tel að á stundum verðum við að hætta þessu fikti og meðtaka ófrjósemi. Vísindi verða að vera fullkomlega siðferði- lega rétt og fullkom- lega örugg – þetta er hvorugt,“ sagði Joseph- ine Quintavalle. sæðisfruma Karims „Þær hafa höfuð, þær hafa hala og þær hreyfa sig,“ segir Karim. MyND NEwcastlE UNiVErsity Karim Nayernia prófessor Segist hafa ræktað sæðisfrumu á rannsóknarstofu. MyND NEwcastlE UNiVErsity
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.