Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2009, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2009, Blaðsíða 13
fréttir 10. júlí 2009 föstudagur 13 20 STÆRSTU ÚTRÁSARVÍKINGARNIR Sigurjón Árnason: IceSAVe-mAðURINN óGURleGI Sigurjóns Árnasonar, fyrrver- andi bankastjóra Landsbank- ans, verður tvímælalaust einna helst minnst í Íslandssögunni sem arkitektsins að hinum al- ræmdu Icesave-reikningum. Þeg- ar Icesave-reikningarnir þóttu ganga sem best í Bretlandi sagði Sigurjón hróðugur að þeir væru „tær snilld“. Annað átti þó eftir að koma á daginn og Icesave fór frá því að vera snilld fyrir Lands- bankann yfir í að vera hörmung fyrir íslensku þjóðina. Sjaldan hefur eitt mál valdið jafn miklum deilum á Íslandi á liðnum árum og einmitt Icesave-reikningar Sigurjóns og hvort þjóðinni beri að samþykkja eða fella Icesave- samninginn sem mun skuldsetja þjóðina um ókomin ár. Þennan kross mun Sigurjón þurfa að bera og önnur verk sem hann kann að hafa unnið falla al- gerlega í skuggann af hugmynd- inni um Icesave sem ætlað var að redda Landsbankanum út úr lausafjárkrísunni sem hófst 2006 til að fjármagna móðurbankann á Íslandi. Sigurjón var ekki stórtækur í fjárfestingum á dögum góðæris- ins, svo vitað sé, en hann telst vera útrásarvíkingur því hann stjórn- aði útrás Landsbankans í Evrópu, meðal annars með Icesave-reikn- ingunum. Markmið bankans var svo að mergsjúga alla markaði með Icesave-snilldinni. Frá efnahagshruninu hefur Sigurjón unnið sem fjármálaráð- gjafi og kennt fjármálaverkfræði í Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur mikið verið í umræðunni á þeim tíma, meðal annars fyrir að láta mágkonu sína leppa fyrir sig kaup á lúxusbílnum sem hann hafði afnot af meðan hann var bankastjóri og fyrir að taka lán í eigin lífeyrissparnaði. Hannes Smárason: Fl-GRÚppAN Hannes Smárason, Magnús Ár- mann og Þorsteinn M. Jónsson eru lykilmennirnir í fjárfestingafélag- inu FL Group sem tók flugið upp í hæstu hæðir en hrapaði svo aft- ur. Hannes Smárason var lengst af forstjóri FL Group. Hann er fæddur árið 1967. Hann lauk MBA-prófi frá MIT-háskólanum í Bandaríkjun- um árið 1992. Hannes kom hingað heim til þess að starfa hjá Decode og varð á endanum aðstoðarfor- stjóri félagsins. Hann var stjórnar- formaður Flugleiða til 2005, þeg- ar hann varð forstjóri FL Group. Upphafið að veldi Magnúsar var árið 2001 þegar hann keypt hlut í Karen Millen ásamt Sigurði Bolla- syni. Þorsteinn er hins veg- ar þekktastur fyrir að vera stærsti eigandi Vífilfells. Þann 16. október 2006 var FL Group skil- ið frá Icelandair Group. Félagið fjárfesti helst í flugiðnaði, keypti og seldi hið danska flugfélag Sterl- ing, fram og til baka. Í desem- ber 2006 keypti FL Group svo stóran hlut í American Airlines fyrir um 29 millj- arða króna, félagið jók hlut sinn í AMR í 8,63 prósent og varð stærsti hlutahafinn á tímabili. Þá keypti FL Group hlut í hinum þýska Comm- erzbank fyrir 69 milljarða króna. Fé- lagið átti einnig stóra hluti í Finnair og breska fjárhættuspilafyrirtækinu Inspired Gaming Group. Allt lék í lyndi framan af en gengi bréfa í FL Group lækkaði hratt árið 2007 og á haustmánuðum vék Hannes úr stóli forstjóra. Þrátt fyrir slakt gengi árið 2007 fékk Hannes 139 milljón- ir í laun og 90 milljóna króna starfs- lokasamning. Magnús Þorsteinsson: VeRSTI ÚTRÁSAR- VÍKINGURINN Magnús Þorsteinsson auðgaðist af viðskiptum sínum í Rússlandi með Björgólfsfeðgum. Hann hafði verið framkvæmdastjóri Viking Brugg á Akureyri áður en hann fór með Björgólfsfeðgum til Rúss- lands. Hann stofnaði Bravo Group 1996 og Avion Group árið 2004 ásamt öðrum. Í maí árið 2005 keypti Avion Group 94,1 prósents hlut Burðaráss hf. í Eimskipafé- lagi Íslands á 21,6 milljarða króna. Sama ár seldi Magnús hlut sinn í Samson. Með kaupum Avion á Eimskipi réð fyrirtækið yfir 67 þotum og 22 skipum. Sagði Magn- ús kaupin ganga undir nafninu „Himinn og haf“ en engin dæmi voru um slíkt í heiminum. Á árunum 2004 til 2006 keyptu Avion og Eimskip og félög þeim tengd 22 erlend félög. Margar af þeim fjáfestingum áttu eftir að leggja Eimskip í rúst. Sem dæmi keypti Eimskip breska félagið Inn- ovate árið 2006. Árið 2008 þurfti Eimskip af afskrifa níu milljarða vegna Innovate. Árið 2006 seldi Avion breska flugfélagið XL Leis- ure fyrir 34 milljarða króna með tíu milljarða hagnaði. Þeir seldu reyndar sjálfum sér félagið. Við gjaldþrot XL Leisure árið 2008 féll 26 milljarða ábyrgð á Eim- skip. Björgólfsfeðgar höfðu reynd- ar lofað að taka þessa ábyrgð á sig. Magnús var fyrir hrun skráð- ur fyrir 33 prósenta hlut í Eimskipi og tíu prósenta hlut í Icelandic Group gegnum félag sitt Frontline Holding. Björgólfsfeðgar yfirtóku rekst- ur Eimskips í lok árs 2007 eftir að Magnús hafði klúðrað rekstr- inum „big time“ eins og Sindri Sindrason orðaði það. Magnús var nú nýverið lýstur gjaldþrota af Héraðsdómi Norðurlands vegna kröfu sem Straumur átti á hend- ur honum. Hann flutti til Rúss- lands áður en hann var lýstur gjaldþrota. Samkvæmt heimild- um Stöðvar 2 er verðmæti eigna Magnúsar í Rússlandi meira en ís- lenskra eigna. Lögfræðingur taldi ólíklegt að hægt væri að nálgast eigur hans í Rússlandi þar sem landið er ekki aðili að Lugano- samningnum. Þorsteinn Már Baldvinsson: SóTTUR AF JóNI ÁSGeIRI Þorsteinn Már Baldvinsson keypti í félagi við frændur sína, Þorstein og Kristján Vilhelmssyni, nær allt hlutafé í Samherja hf. árið 1983. Þor- steinn hefur verið forstjóri félagsins allar götur síðan. Utan Íslands er Samherji með starfsemi í Þýskalandi, Póllandi, Bretlandi, Máritaníu, Marokkó og Færeyjum. Eftir að hafa byggt Sam- herja upp sem alþjóðlegt sjávarút- vegsfyrirtæki og auðgast mikið færði hann sig, líkt og aðrir sægreifar, út í fjármálastarfsemi. Í febrúar árið 2008 varð Þorsteinn Már stjórnar- formaður Glitnis. Hann var ráðinn faglegur stjórnarformaður að ósk stærsta hluthafans FL Group og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Hann byrjaði á því að taka til í rekstri bank- ans með því að lækka laun stjórn- armanna umtalsvert. Hann gaf það einnig út að í sinni stjórnartíð yrðu ekki gerðir frekari starfslokasamn- ingar. Hann var ekki stjórnarfor- maður lengi, því bankinn var þjóð- nýttur síðasta haust, en þá sögu þekkja vafalaust flestir. Blaðið Sirkus mat eignir hans á 25 milljarða króna árið 2007. Ágúst og Lýður Guðmundssynir: ÚTRÁS Í KRAFTI KAUpþINGS Bakkabræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir stofnuðu félag- ið Bakkavör árið 1986. Árið 1995 gerðist sjávarútvegsfyrirtækið Grandi hluthafi í Bakkavör og frá þeim tíma hafa tengsl Brynjólfs Bjarnasonar, þáverandi forstjóra Granda og núverandi forstjóra Símans (Skipta), og bræðranna verið órjúfanleg. Árið 1994 var velta Bakkavarar 222 milljónir króna. Í lok árs 2002 voru Bakka- bræður orðnir stærstu hluthaf- arnir í Kaupþingi en þá yfirtóku þeir félagið Meiði ehf. sem þá var stærsti hluthafi Kaupþings. Árið 2003 sameinaðist síðan Kaup- þing Búnaðarbankanum. Árið 2007 var hlutur Bakkabræðra í Exista í gegnum hollenska félag- ið þeirra Bakkabraedur Holding metinn á nálægt 200 milljarða króna. Þá voru samanlagðar eignir bræðranna metnar á 160 milljarða króna í blaðinu Sirkus. Ári seinna mat Markaðurinn eignir þeirra beggja á 40 milljarða króna. Annar lykilmaður í viðskipta- veldi Bakkabræðra er Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnar- formaður Kaupþings. Samskipti þeirra hófust árið 1995 og eru lykillinn að viðskiptaveldi þeirra. Kaupþing lánaði þeim peninga við alla útrás þeirra og var hlut- hafi í öllum fyrirtækjum þeirra. Má þar nefna Bakkavör, VÍS, Ex- ista og Símann. Árið 2005 keyptu Skipti ehf. sem voru í meirihlutaeigu Exista og Kaupþings Símann á 66,7 millj- arða króna. Bakkavör hefur verið í mikilli útrás frá því upp úr aldamótum. Árið 2001 keypti það fyrirtækið Katsouris. 2005 keypti Bakkavör breska félagið Geest á um 60 millj- arða króna og líka Hitchen Foods á fimm milljarða króna. Árið 2006 keypti félagið kínverska salat- framleiðandann Creative Food. Um þann rekstur var stofnað fé- lagið Bakkavör China sem Glitnir átti 40 prósent í. Árið 2007 keypti Exista um tíu prósenta hlut í Storebrand á um 20 milljarða íslenskra króna. Eftir bankahrunið keypti norska fyrir- tækið Gjensidige 8,7 prósenta hlut Existu í Storebrand á 800 milljónir króna. Árið 2007 keypti Exista 15 prósenta hlut í finnska tryggingar- fyrirtækinu Sampo fyrir 109 millj- arða íslenskra króna. Exista átti um 25 prósenta hlut í Kaupþingi. Framhald á næstu opnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.