Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2009, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2009, Side 13
fréttir 10. júlí 2009 föstudagur 13 20 STÆRSTU ÚTRÁSARVÍKINGARNIR Sigurjón Árnason: IceSAVe-mAðURINN óGURleGI Sigurjóns Árnasonar, fyrrver- andi bankastjóra Landsbank- ans, verður tvímælalaust einna helst minnst í Íslandssögunni sem arkitektsins að hinum al- ræmdu Icesave-reikningum. Þeg- ar Icesave-reikningarnir þóttu ganga sem best í Bretlandi sagði Sigurjón hróðugur að þeir væru „tær snilld“. Annað átti þó eftir að koma á daginn og Icesave fór frá því að vera snilld fyrir Lands- bankann yfir í að vera hörmung fyrir íslensku þjóðina. Sjaldan hefur eitt mál valdið jafn miklum deilum á Íslandi á liðnum árum og einmitt Icesave-reikningar Sigurjóns og hvort þjóðinni beri að samþykkja eða fella Icesave- samninginn sem mun skuldsetja þjóðina um ókomin ár. Þennan kross mun Sigurjón þurfa að bera og önnur verk sem hann kann að hafa unnið falla al- gerlega í skuggann af hugmynd- inni um Icesave sem ætlað var að redda Landsbankanum út úr lausafjárkrísunni sem hófst 2006 til að fjármagna móðurbankann á Íslandi. Sigurjón var ekki stórtækur í fjárfestingum á dögum góðæris- ins, svo vitað sé, en hann telst vera útrásarvíkingur því hann stjórn- aði útrás Landsbankans í Evrópu, meðal annars með Icesave-reikn- ingunum. Markmið bankans var svo að mergsjúga alla markaði með Icesave-snilldinni. Frá efnahagshruninu hefur Sigurjón unnið sem fjármálaráð- gjafi og kennt fjármálaverkfræði í Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur mikið verið í umræðunni á þeim tíma, meðal annars fyrir að láta mágkonu sína leppa fyrir sig kaup á lúxusbílnum sem hann hafði afnot af meðan hann var bankastjóri og fyrir að taka lán í eigin lífeyrissparnaði. Hannes Smárason: Fl-GRÚppAN Hannes Smárason, Magnús Ár- mann og Þorsteinn M. Jónsson eru lykilmennirnir í fjárfestingafélag- inu FL Group sem tók flugið upp í hæstu hæðir en hrapaði svo aft- ur. Hannes Smárason var lengst af forstjóri FL Group. Hann er fæddur árið 1967. Hann lauk MBA-prófi frá MIT-háskólanum í Bandaríkjun- um árið 1992. Hannes kom hingað heim til þess að starfa hjá Decode og varð á endanum aðstoðarfor- stjóri félagsins. Hann var stjórnar- formaður Flugleiða til 2005, þeg- ar hann varð forstjóri FL Group. Upphafið að veldi Magnúsar var árið 2001 þegar hann keypt hlut í Karen Millen ásamt Sigurði Bolla- syni. Þorsteinn er hins veg- ar þekktastur fyrir að vera stærsti eigandi Vífilfells. Þann 16. október 2006 var FL Group skil- ið frá Icelandair Group. Félagið fjárfesti helst í flugiðnaði, keypti og seldi hið danska flugfélag Sterl- ing, fram og til baka. Í desem- ber 2006 keypti FL Group svo stóran hlut í American Airlines fyrir um 29 millj- arða króna, félagið jók hlut sinn í AMR í 8,63 prósent og varð stærsti hlutahafinn á tímabili. Þá keypti FL Group hlut í hinum þýska Comm- erzbank fyrir 69 milljarða króna. Fé- lagið átti einnig stóra hluti í Finnair og breska fjárhættuspilafyrirtækinu Inspired Gaming Group. Allt lék í lyndi framan af en gengi bréfa í FL Group lækkaði hratt árið 2007 og á haustmánuðum vék Hannes úr stóli forstjóra. Þrátt fyrir slakt gengi árið 2007 fékk Hannes 139 milljón- ir í laun og 90 milljóna króna starfs- lokasamning. Magnús Þorsteinsson: VeRSTI ÚTRÁSAR- VÍKINGURINN Magnús Þorsteinsson auðgaðist af viðskiptum sínum í Rússlandi með Björgólfsfeðgum. Hann hafði verið framkvæmdastjóri Viking Brugg á Akureyri áður en hann fór með Björgólfsfeðgum til Rúss- lands. Hann stofnaði Bravo Group 1996 og Avion Group árið 2004 ásamt öðrum. Í maí árið 2005 keypti Avion Group 94,1 prósents hlut Burðaráss hf. í Eimskipafé- lagi Íslands á 21,6 milljarða króna. Sama ár seldi Magnús hlut sinn í Samson. Með kaupum Avion á Eimskipi réð fyrirtækið yfir 67 þotum og 22 skipum. Sagði Magn- ús kaupin ganga undir nafninu „Himinn og haf“ en engin dæmi voru um slíkt í heiminum. Á árunum 2004 til 2006 keyptu Avion og Eimskip og félög þeim tengd 22 erlend félög. Margar af þeim fjáfestingum áttu eftir að leggja Eimskip í rúst. Sem dæmi keypti Eimskip breska félagið Inn- ovate árið 2006. Árið 2008 þurfti Eimskip af afskrifa níu milljarða vegna Innovate. Árið 2006 seldi Avion breska flugfélagið XL Leis- ure fyrir 34 milljarða króna með tíu milljarða hagnaði. Þeir seldu reyndar sjálfum sér félagið. Við gjaldþrot XL Leisure árið 2008 féll 26 milljarða ábyrgð á Eim- skip. Björgólfsfeðgar höfðu reynd- ar lofað að taka þessa ábyrgð á sig. Magnús var fyrir hrun skráð- ur fyrir 33 prósenta hlut í Eimskipi og tíu prósenta hlut í Icelandic Group gegnum félag sitt Frontline Holding. Björgólfsfeðgar yfirtóku rekst- ur Eimskips í lok árs 2007 eftir að Magnús hafði klúðrað rekstr- inum „big time“ eins og Sindri Sindrason orðaði það. Magnús var nú nýverið lýstur gjaldþrota af Héraðsdómi Norðurlands vegna kröfu sem Straumur átti á hend- ur honum. Hann flutti til Rúss- lands áður en hann var lýstur gjaldþrota. Samkvæmt heimild- um Stöðvar 2 er verðmæti eigna Magnúsar í Rússlandi meira en ís- lenskra eigna. Lögfræðingur taldi ólíklegt að hægt væri að nálgast eigur hans í Rússlandi þar sem landið er ekki aðili að Lugano- samningnum. Þorsteinn Már Baldvinsson: SóTTUR AF JóNI ÁSGeIRI Þorsteinn Már Baldvinsson keypti í félagi við frændur sína, Þorstein og Kristján Vilhelmssyni, nær allt hlutafé í Samherja hf. árið 1983. Þor- steinn hefur verið forstjóri félagsins allar götur síðan. Utan Íslands er Samherji með starfsemi í Þýskalandi, Póllandi, Bretlandi, Máritaníu, Marokkó og Færeyjum. Eftir að hafa byggt Sam- herja upp sem alþjóðlegt sjávarút- vegsfyrirtæki og auðgast mikið færði hann sig, líkt og aðrir sægreifar, út í fjármálastarfsemi. Í febrúar árið 2008 varð Þorsteinn Már stjórnar- formaður Glitnis. Hann var ráðinn faglegur stjórnarformaður að ósk stærsta hluthafans FL Group og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Hann byrjaði á því að taka til í rekstri bank- ans með því að lækka laun stjórn- armanna umtalsvert. Hann gaf það einnig út að í sinni stjórnartíð yrðu ekki gerðir frekari starfslokasamn- ingar. Hann var ekki stjórnarfor- maður lengi, því bankinn var þjóð- nýttur síðasta haust, en þá sögu þekkja vafalaust flestir. Blaðið Sirkus mat eignir hans á 25 milljarða króna árið 2007. Ágúst og Lýður Guðmundssynir: ÚTRÁS Í KRAFTI KAUpþINGS Bakkabræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir stofnuðu félag- ið Bakkavör árið 1986. Árið 1995 gerðist sjávarútvegsfyrirtækið Grandi hluthafi í Bakkavör og frá þeim tíma hafa tengsl Brynjólfs Bjarnasonar, þáverandi forstjóra Granda og núverandi forstjóra Símans (Skipta), og bræðranna verið órjúfanleg. Árið 1994 var velta Bakkavarar 222 milljónir króna. Í lok árs 2002 voru Bakka- bræður orðnir stærstu hluthaf- arnir í Kaupþingi en þá yfirtóku þeir félagið Meiði ehf. sem þá var stærsti hluthafi Kaupþings. Árið 2003 sameinaðist síðan Kaup- þing Búnaðarbankanum. Árið 2007 var hlutur Bakkabræðra í Exista í gegnum hollenska félag- ið þeirra Bakkabraedur Holding metinn á nálægt 200 milljarða króna. Þá voru samanlagðar eignir bræðranna metnar á 160 milljarða króna í blaðinu Sirkus. Ári seinna mat Markaðurinn eignir þeirra beggja á 40 milljarða króna. Annar lykilmaður í viðskipta- veldi Bakkabræðra er Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnar- formaður Kaupþings. Samskipti þeirra hófust árið 1995 og eru lykillinn að viðskiptaveldi þeirra. Kaupþing lánaði þeim peninga við alla útrás þeirra og var hlut- hafi í öllum fyrirtækjum þeirra. Má þar nefna Bakkavör, VÍS, Ex- ista og Símann. Árið 2005 keyptu Skipti ehf. sem voru í meirihlutaeigu Exista og Kaupþings Símann á 66,7 millj- arða króna. Bakkavör hefur verið í mikilli útrás frá því upp úr aldamótum. Árið 2001 keypti það fyrirtækið Katsouris. 2005 keypti Bakkavör breska félagið Geest á um 60 millj- arða króna og líka Hitchen Foods á fimm milljarða króna. Árið 2006 keypti félagið kínverska salat- framleiðandann Creative Food. Um þann rekstur var stofnað fé- lagið Bakkavör China sem Glitnir átti 40 prósent í. Árið 2007 keypti Exista um tíu prósenta hlut í Storebrand á um 20 milljarða íslenskra króna. Eftir bankahrunið keypti norska fyrir- tækið Gjensidige 8,7 prósenta hlut Existu í Storebrand á 800 milljónir króna. Árið 2007 keypti Exista 15 prósenta hlut í finnska tryggingar- fyrirtækinu Sampo fyrir 109 millj- arða íslenskra króna. Exista átti um 25 prósenta hlut í Kaupþingi. Framhald á næstu opnu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.