Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2009, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2009, Blaðsíða 37
helgarblað 10. júlí 2009 föstudagur 37 „Annríkið í þinginu kom mér helst á óvart. Maður er augljóslega ekki í starfi heldur hlutverki – vakinn og sofinn í viðfangsefnunum, alltaf að hugsa um þau mál sem uppi eru,“ segir Ólína Þorvarðardóttir, Ísfirðing- ur og alþingiskona Samfylkingarinn- ar, um hvað hafi komið henni mest á óvart við þingstörfin. Ólína settist á þing í vor eftir að hafa landað öðru sætinu á lista Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi sannfærandi. Hún segir venjulegan vinnudag ekki duga til að kynna sér þau málefni sem liggja fyrir en telur að óvanalegar aðstæður í þjóðfélag- inu spili mikið inn í þetta mikla álag. Ólína hefur verið einn helsti talsmað- ur stjórnlagaþings og telur nauðsyn- legt að endurskoða stjórnarskrána til að renna styrkum stoðum undir nýtt lýðveldi á Íslandi. Þegar Ólína er ekki að sinna þing- störfum rekur hún tvö heimili ásamt eiginmanni sínum Sigurði Péturs- syni sagnfræðingi. Hún er mikil úti- vistarmanneskja og helgar sínar fáu frístundir eftir að hún tók við þing- mennsku Björgunarhundasveit Ís- lands. Innihaldslítið þvarg „Tilfinningin var ekki ósvipuð því þegar ég settist í fyrsta sinn á skóla- bekk í Hlíðaskóla sex ára gömul,“ segir Ólína um sinn fyrsta dag á Al- þingi Íslendinga. „Af einhverjum ástæðum rifjaðist sá dagur upp fyr- ir mér þegar ég var leidd um salar- kynni þinghússins og frædd um sögu þess og starfshætti.“ Ólína er ein af fjölmörgum nýj- um þingmönnum sem settust á þing í vor og hún segir þingið bera þess merki. Þrátt fyrir alla þessa nýju þingmenn finnst henni enn skorta á að ferskir vindar blási um þingheim. „Umræðurnar eiga það til að festast í innihaldslitlu þvargi. Sumum þing- mönnum er augljóslega orðið mikið mál að láta að sér kveða í ræðustóli og nota til þess hvert tækifæri. En þetta er lýðræðið og málfrelsi er mik- ilvægur liður í því. En þótt mér finnist menn stundum nýta sér málfrelsið fulldjarflega eiga sér líka stað skyn- samlegar og yfirvegaðar umræður bæði í þinginu og inni í nefndum. Og þá er gaman að vera þingmaður og leggja til málanna.“ Þingmenn Borgarahreyfingarinn- ar hafa verið duglegir við að gagn- rýna Alþingi og segja það illa skipu- lagt og laust í reipunum. Ólína telur óráðlegt að leggjast í stórfellda end- urskipulagningu á þessum tímum. „Það mæðir á Alþingi að bregðast við þeim aðstæðum sem uppi eru í samfélaginu um þessar mundir. Ég held það væri óskynsamlegt að njörva störf Alþingis niður við núver- andi aðstæður. Þingið verður að geta brugðist við og komið málum áleið- is á tiltölulega stuttum tíma þegar aðstæður krefjast þess eins og nú. Í venjulegu árferði tækju allir hlutir mun lengri tíma. En það verður ekki bæði sleppt og haldið í þessu.“ Nýtt lýðveldi Eins og áður kom fram hefur Ólína lagt mikla áherslu á að stjórn- lagaþing verði sett á laggirnar þar sem gerðar verði breytingar á stjórn- arskránni. „Ég tel að þær hefðir sem skapast hafa við túlkun stjórnarskrár- innar hafi að sumu leyti gengið gegn markmiðum hennar um aðgreiningu framkvæmdavalds, löggjafarvalds og dómsvalds. Stjórnarskráin gerir aug- ljóslega ráð fyrir skýrari aðgreiningu þarna á milli heldur en reynd hefur orðið á í tímans rás. Þennan kúrs þarf að leiðrétta.“ Ólína telur eðlilegast að stjórn- lagaþingið fengi að starfa óháð og án íhlutunar alþingis eða ríkisstjórn- ar „þannig að það sé þjóðin sjálf, fulltrúar sem hún kýs beint inn á stjórnlagaþingið, sem semji nýja stjórnarskrá“. Ólína telur ráðlegt að stjórnlagaþingið hafi stjórnskipun- arlegt hlutverk fremur en ráðgef- andi. „Um þetta eru þó skiptar skoð- anir og á þessari stundu er útlit fyrir að gerð verði tillaga um ráðgefandi stjórnlagaþing.“ Hefur trú á Vestfirðingum Ólína er fædd 8.september 1958 og ólst upp í Hlíðunum í Reykjavík. Þar bjó hún til 14 ára aldurs en þá fluttist hún ásamt fjölskyldu sinni vestur á Ísafjörð þar sem faðir henn- ar varð sýslumaður og bæjarfógeti árið 1973. Síðan þá hefur Ólína búið á Vestfjörðum og gegndi meðal ann- ars stöðu skólameistara í Mennta- skólanum á Ísafirði. Mikið hefur verið rætt um fram- tíð Vestfjarða vegna þeirrar þróunar sem hefur átt sér stað í landsbyggð- armálum undanfarna áratugi. Vest- firðir eru það svæði sem hefur þurft að upplifa hvað mestan samdrátt í atvinnumálum og hagvexti. „Ég sé fyrir mér lífsgæði og gott mannlíf á Vestfjörðum, hér eftir sem hingað til. Hvort hagsæld þessa svæðis eigi eftir að aukast til muna, er þó erfitt að spá um að svo stöddu. Það veltur meðal annars á því hvern- ig búið verður að atvinnulífi þar og almennum búsetuskilyrðum.“ Ólína segir samgöngur skipta hvað mestu máli hvað uppbyggingu Vestfjarða varðar. „Samgöngurnar vega þungt, því vegirnir eru æðar samfélagsins. Það er ekkert launungamál að ástand vega á Vestfjörðum hefur staðið at- vinnulífi og búsetu þar fyrir þrifum. Grunnvegakerfið þarna er einfald- lega ekki fullfrágengið og það er ekki forsvaranlegt að draga það lengur að ljúka við gerð þess.“ En vegakerfið er ekki það eina sem dregist hefur aftur úr hvað uppbygg- ingu varðar. „Góð fjarskipti, til dæm- is háhraðatengingar og raforkuör- yggi, skipta líka gríðarlegu máli fyrir byggðarlögin og samkeppnisstöðu þeirra. Sömuleiðis menntunarkostir á svæðinu. Allt eru þetta þættir sem nauðsynlegir eru fyrir hvert samfélag svo það fái þrifist og dafnað á okkar tímum.“ Ólína er þó handviss um að mann- auðurinn á Vestfjörðum sé nægur til að tryggja þar bjarta framtíð. „Ég hef óbilandi trú á Vestfirðingum, þeir eru dugmikið fólk og gefast ekki upp svo glatt. Og ég hef trú á stjórnvöld- um landsins og vilja þeirra til þess að forgangsraða rétt þegar þrengir að í þjóðarbúskapnum.“ Kvótinn hverfur Það sem hefur reynst mörgum byggðarlögum á Vestfjörðum þung- ur baggi er að útgerð hefur verið að leggjast af á mörgum stöðum þar sem kvóti hefur verið þurrkaður upp og seldur í burtu. „Eins og sakir standa hafa Vestfirðingar nú aðeins um þriðjung þeirra fiskveiðiheimilda sem þeir höfðu við upphaf núver- andi kvótakerfis. Í þá daga var hlut- deild okkar í heildarafla botnfiskteg- unda nálægt 16% á landsvísu, nú er hún nálægt 5%.“ Ólína segir slæmt að á tíma kvóta- kerfisins hafi burðug sjávarútvegs- fyrirtæki og aflahæstu skip landsins runnið Vestfirðingum úr greipum. „Það gerðist á ótrúlega skömmum tíma og um leið hurfu mörg hundruð störf úr vestfirskum byggðum. Það var mikil blóðtaka og margfalt meiri röskun fyrir þetta svæði en það at- vinnuáfall sem höfuðborgarsvæðið hefur nú orðið fyrir í kjölfar banka- hrunsins, svo dæmi sé tekið. En um þetta var lítið rætt á sínum tíma, enda vandinn fjarlægur þeim sem stjórna umræðunni í samfélaginu.“ Ólína er stuðningsmaður hinn- ar svokölluðu firningarleiðar innan kvótakerfisins en hún gengur út á það að tryggja þjóðareign yfir fiski- stofnunum við landið þannig að rík- ið endurheimti aflaheimildir smátt og smátt næstu 20 árin, safni þeim í auðlindasjóð og endurúthluti sam- kvæmt nýjum leikreglum. „Ég gæti vel hugsað mér að breyta kerfinu á skemmri tíma en 20 árum. Engu að síður finnst mér mikilvægt að fá út- gerðarmenn, sjómenn, fiskvinnslu- fólk og fleiri hagsmunaaðila til sam- starfs um þær breytingar sem gera þarf á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Það hefur verið tekin ákvörðun um að þessu kerfi skuli breytt á 20 árum, frá því er ekki hægt að hvika finnst mér. Hins vegar finnst mér sjálfsagt að hlustað sé á sjónarmið þeirra sem mestra hagsmuna eiga að gæta varðandi það hvernig staðið skuli að breytingunum og í hvaða áföngum það verði gert.“ Menntaskólamálið Nokkuð fjaðrafok myndaðist í kringum Menntaskólann Ísafirði þegar Ólína var þar skólameistari. Drifkraftur hennar og stjórnarhætt- ir fóru fyrir brjóstið á sumu fólki og ákvað Ólína að víkja úr starfi til þess að skapa frið í kringum skólann sem hún hafði eytt mikilli orku í að byggja upp. „Það bíður betri tíma,“ segir Ólína aðspurð hvort hún hafi gert upp mál- in sem snúa að menntaskólanum. „Ég er sátt við sjálfa mig og það er fyrir öllu. Ég vann af fullum heilind- um fyrir Menntaskólann á Ísafirði og náði miklum árangri fyrir skól- ann. Ég veit að ég hefði ekki getað gert neitt annað en það sem gert var í málefnum hans.“ Ólína segist hafa ákveðið að yfir- gefa skólann til að skapa frið um hann og segir að mjög óábyrg umræða hafi átt sér stað um málefni skólans og hana sjálfa á þessum tíma. „Ég taldi réttast að hætta til að frelsa þennan vinnustað undan þeirri ofsafengnu og óábyrgu umfjöllun sem orðin var um allt sem viðkom skólanum. Þessi fjölmiðill hér, DV, var ekki barnanna bestur í því máli, og mætti einhvern tíma biðjast afsökunar á framgöngu sinni, eins og fleiri. Blaðið hefur hins vegar tekið sig mikið á í seinni tíð, svo ég ætla ekki að erfa þetta mál, enda engum hollt að horfa reiður um öxl.“ Hræðsluáróður Icesave Eftir að Ólína fór inn á þing hef- ur hún verið í hringiðu þess björgun- arstarfs sem nú á sér stað á Alþingi og í ríkisstjórn. Ekki eru allir sáttir við gang mála og eru það helst Ice- save-samningarnir sem vekja reiði fólks. Það er ekki langt svar Ólínu við því hvort Ísland eigi að gangast við samningunum eða ekki. „Ég er hrædd um að Ísland eigi engan ann- an kost,“ segir hún. Upplýsingaflæði og umfjöllun um Icesave hefur verið mjög mis- vísandi fyrir almenning. Á meðan ópólitískur viðskiptaráðherra segir það vitleysu að Ísland geti ekki stað- ið undir skuldbindingunum stígur hver hagfræðingurinn fram á fætur öðrum og heldur því andstæða fram. „Ég held að umræðan hafi í upphafi farið rangt af stað og þess vegna hef- ur reynst erfitt að vinda ofan af öll- um þeim sleggjudómum og ályktun- um sem urðu fljótlega að þungum hræðsluáróðri.“ Ólína segir þetta hafa ýtt und- ir neikvæðni og tortryggni sem nú gegnsýri samfélagið. „Svo hefur ekki bætt úr skák að fjölmiðlar hafa elt uppi sérfræðinga, bæði sjálfskipaða og tilfundna, úr öllum áttum sem hafa verið að bregðast við brota- kenndum upplýsingum og fullyrð- ingum um málið. Í svona mikilvægu máli er nauðsynlegt að halda still- ingu og yfirvegun en hafa samtímis gagnrýnið hugarfar og slá hvergi af kröfunni um óbrigðula upplýsinga- gjöf,“ sem Ólína telur að hefði mátt vera mun betri frá upphafi. Rekur tvö heimili En líf Ólínu er ekki bara pólit- ík þó svo að hún sé fyrirferðarmikil. Eins og áður kom fram er Ólína gift, á fimm börn og eitt barnabarn og rek- ur tvö heimili vegna þingstarfanna. „Annars vegar bý ég á Ísafirði þar sem eiginmaðurinn er niður kominn ásamt yngsta syni okkar. Hins vegar hef ég aðsetur í Reykjavík, í gamla húsinu okkar á Framnesvegi, þar sem eldri börnin mín hafa átt heima með hléum undanfarin ár.“ Þegar Ólína er ekki að sinna þing- störfum reynir hún að stunda sem mesta útivist enda sameinar hún mörg af hennar áhugamálum. „Ég helga mínar fáu frístundir Björgun- arhundasveit Íslands því ég er með border-collie hund í björgunarþjálf- un. Það útheimtir talsverða útiveru og sameinar þannig þörf mína fyrir útivist og dýrahald. Ég var mörg ár í hestamennsku. Allt frá blautu barns- beini þar til fyrir fjórum árum. Þá sneri ég við blaðinu og „fór í hund- ana“ eins og ég segi stunum í gríni.“ Sigðurður, eiginmaður Ólínu, er einn harðasti Rolling Stones-að- dáandi á Íslandi. Þótt Ólína sé ekki jafnáhugasöm um sveitina og eig- inmaðurinn á hún alltaf sérstakan stað í hjárta hennar. „Ég er nú ekki eins illa haldin og hann en held samt upp á þá ágætu hljómsveit. Enda á hún sinn þátt í því að við kynntumst á sínum tíma. Hann hefur farið á marga tónleika með þeim og ég hef tvisvar skellt mér með. „Wild horses“, „Gimme shelter“ og „Paint it black“ eru perlur sem seint verða máðar.“ Leynifélagið Ægisdætur Ólína er þekkt fyrir að vera ákveð- in og koma sér beint að efninu. Hún gæti jafnvel kallast stjórnsöm enda segir Ólína sjálf að sá eiginleiki henn- ar hafi komið snemma í ljós. „Ég var strákastelpa og var heldur lítið fyr- ir að dútla með dúkkur. Stjórnsem- in kom snemma í ljós, enda gerðist ég foringi fyrir heilum flokki stelpna sem stofnuðu leynifélagið Ægisdæt- ur. Við komum okkur upp dulmáli og dulnefnum og vorum heldur her- skáar í hverfinu. Ég er ekki frá því að við höfum skotið strákunum skelk í bringu, að minnsta kosti þegar við fórum allar saman.“ Aðspurð hvort hún hafi hugsað sér áframhaldandi þingmennsku segir hún: „Á meðan eftirspurn er til staðar og þörf fyrir mína starfskrafta í þinginu, á meðan mér finnst ég vera að gera gagn, mun ég gefa kost á mér til starfa þar.“ asgeir@dv.is „Ég var strákastelpa og var heldur lítið fyrir að dútla með dúkkur. Stjórnsemin kom snemma í ljós, enda gerðist ég foringi fyrir heilum flokki stelpna sem stofnuðu leynifélagið Ægisdætur.“ Ákveðin Ólína leggur þunga áherslu á að stjórnarskrá landsins verði breytt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.