Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2009, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2009, Blaðsíða 14
Björgólfur Guðmundsson: Dapur greifi í kreppu 14 föstudagur 10. júlí 2009 fréttir Björgólfur Thor Björgólfsson: Á toppnum með 315 milljarða Árið 2007 var Björgólfur Thor á há- tindinum en þá voru eigur hans metnar á 315 milljarða króna af blaðinu Forbes. Ári seinna voru þær komnar í 230 milljarða króna. Ís- lenska bankahrunið var mikið högg fyrir Björgólf Thor en hann á enn- þá félagið Novator en stærsta eign þess er Actavis. Talið er að Björgólf- ur Thor eigi allt sitt undir Deutsche Bank en hann fjármagnaði meðal annars yfirtökuna á Actavis. Björgólfur Thor lauk stúdents- prófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 1987 og fór eftir það til New York og lauk prófi í viðskiptafræði frá New York University árið 1991. Eftir það starfaði hann í nokkra mánuði hjá verðbréfafyrirtækinu Oppenheim- er á Wall Street en hjá fyrirtækinu starfaði þá Guðmundur Franklín Jónsson. Hann gafst fljótlega upp á því og sneri þá heim til Íslands. Árið 1993 fluttu Björgólfur Thor, faðir hans Björgólfur Guðmundsson og Magnús Þorsteinsson Gosan-verk- smiðjuna frá Akureyri til Péturs- borgar í Rússlandi. Þar stofnuðu þeir fyrirtækið Baltic Bottling Plant. Það varð síðar að Bravo. Bravo fram- leiddi Botchkarov-bjór sem varð vinsæll í Rússlandi. Árið 2002 seldu þeir Bravo til Heineken fyrir 40 millj- arða íslenskra króna. Árið 1999 bauð Deutsche Bank Björgólfi Thor að kaupa Balkan- pharma í Búlgaríu við einkavæðingu þess og var kaupverðið 350 milljón- ir króna. Árið 2000 keyptu Björgólfs- feðgar 15 prósenta hlut í Pharmaco á Íslandi og borguðu 800 milljónir króna fyrir það. Síðan var Balkan- pharma sameinað Pharmaco og áttu þeir þá 30 prósent í Pharmaco. Árið 2002 keypti Pharmaco helmings- hlut í Delta og árið 2004 varð Actavis til. Árið 2005 átti Björgólfur Thor 36 prósent í Actavis. Árið 2007 yfirtók Novator félagið og borgaði fyrir það 190 milljarða íslenskra króna. Árið 2002 eignuðust Björgólfs- feðgar ásamt Magnúsi Þorsteinssyni 45 prósent í Landsbankanum í gegn- um félag sitt Samson og borguðu 11 milljarða króna fyrir. 2003 náðu þeir undirtökunum í Eimskipi eftir „nótt hinna löngu bréfahnífa“ og þar með Burðarási sem síðar sameinaðist Straumi. Árið 2003 eignaðist Björgólfur Thor stóran hlut í tékkneska síma- fyrirtækinu Ceske Radiokomuni- cace (CRa) og yfirtók það árið 2004. Hann seldi CRa árið 2006 með 50 milljarða hagnaði. Árið 2004 stofn- aði Björgólfur Novator. Það sama ár keypti hann símafyrirtækið BTC í Búlgaríu og hlut í Saunalahti í Finn- landi. Saunalahti sameinaðist síðar Elisu. Árið 2007 seldi hann BTC með 60 milljarða króna hagnaði. Einn af þeim auðmönnum sem hvað verst hafa orðið fyrir íslenska efnahagshruninu er Björgólfur Guð- mundsson, fyrrverandi stjórnarfor- maður Landsbankans. Björgólfur var táknmynd íslenska góðærisins. Segja má að hann og sonur hans Björgólfur Thor hafi ýtt efnahag- sundrinu úr vör þegar þeir keyptu Landsbankann af íslenska ríkinu árið 2003 eftir að hafa auðgast vel í Rússlandi. Björgólfur var stjórnar- formaður bankans fram að hruninu og var hann ein af ástæðunum fyrir því af hverju mesti glamúrinn hvíldi alltaf yfir Landsbankanum. Hann var duglegur við að styðja við bakið á menningu og listum og segir sag- an að allir þeir sem vildu hafi getað snapað pening af Björgólfi á meðan góðærið var í gangi. Björgólfur fjárfesti að mestu á Íslandi, öfugt við son sinn, þrátt fyrir að hafa fengið sér knatt- spyrnuliðið West Ham í London á Englandi sem eins konar rós í tein- ótt hnappagat sitt. Nafn hans var að mestu tengt við Landsbankann en hann fjárfesti einnig í Eimskipa- félaginu og Icelandic Group. Fjárhagsleg staða Björgólfs eft- ir efnahagshrunið er vægast sagt slæm en hann sendi frá sér yfir- lýsingu í byrjun maí þar sem hann greindi frá því að hann væri í per- sónulegri ábyrgð fyrir 58 milljörð- um króna í Landsbankanum út af fjárfestingafélaginu Gretti. Í sömu yfirlýsingu sagði hann að eignir sínar næmu á bilinu18 til 24 millj- arða króna. Svo á eftir að taka inn í aðrar skuldir Björgólfs, meðal annars um 3 milljarða skuld hans við Nýja Kaupþing sem hann get- ur ekki borgað. Líklega er gamli og vel klæddi greifinn, sem svo marg- ir dáðu, á barmi gjaldþrots. Björgólfur hefur að sögn tekið íslenska efnahagshrunið og skuld- setningu þjóðarinnar í gegnum Ice- save afar nærri sér enda hefur ást manna á honum snúist upp í and- hverfu sína. En Björgólfur hefur hins vegar marga fjöruna sopið í gegnum tíðina, meðal annars þegar hann var dæmdur í Hafskipsmálinu, og því er hann ýmsu vanur. Sennilega má þó fullyrða að Björgólfur muni ekki geta reist sig við fjárhagslega eftir atburði liðinna mánaða, líkt og hann gerði svo eftirminnilega eftir skipbrotið og ærumissinn í Hafskipsmálinu. Afar líklegt er að einhver af kröfuhöfum hans muni á endanum ganga að honum og reka hann í þrot. Jón Ásgeir Jóhannesson: Á fullu í BretlanDi Eignir Jóns Ásgeirs og eiginkonu hans, Ingibjargar Pálmadóttur, voru metnar á 130 milljarða króna árið 2007. Ári seinna voru þær komn- ar í 75 milljarða meðal annars þar sem Baugur hafði tapað 30 millj- örðum á því að reyna að bjarga FL Group. Jón Ásgeir var í 32. sæti á lista breska dagblaðsins The Telegr- aph yfir valdamesta fólkið í mat- væla- og smásölugeiranum þar í landi árið 2008. Fréttir hafa borist af því að undanförnu að Jón Ásgeir og Gunnar Sigurðsson séu enn á fullu í Bretlandi í fyrirtækjarekstri. Í mars sagði breska blaðið Ind- ependent frá því að Jón Ásgeir og Gunnar hafi stofnað félagið Carpe Diem í Bretlandi. Nú nýverið var áætlað að hægt væri að fá 25 millj- arða króna fyrir eignir Baugs í Bret- landi. Var þá sagt frá því að Baugur skuldaði íslenskum bönkum 180 milljarða króna. Jón Ásgeir útskrifaðist úr Verzl- unarskólanum árið 1989 og stofn- aði sama ár lágvöruverðsverslunina Bónus með Jóhannesi föður sínum. Rekstur Bónuss gekk vel og fór Jón Ásgeir snemma í útrásarhugleið- ingar. Árið 1992 keypti Hagkaup helmingshlut í Bónus. Árið 1993 var fyrirtækið Baugur síðan stofnað. Árið 1994 stofnaði Bónus verslun í Færeyjum. Árið 1998 sameinuð- ust Hagkaup og Bónus inn í Baug. Baugur var skráð í Kauphöllina frá árinu 1999 og afskráð árið 2003 en 2002 var nafninu breytt í Baugur Group. Baugur festi kaup á lágvöru- verðskeðjunni Bill’s Dollar Stores og Bonus Dollar Stores árið 2001. Baugur dró sig hins vegar fljótlega út úr rekstri í Bandaríkjunum. Síð- ar sagði Jón Ásgeir að Bill´s Dollar Stores hefði verið versta fjárfesting sín. Árið 2001 keypti Baugur 20 pró- sent í bresku verslunarkeðjunni Arcadia á 10,5 milljarða íslenskra króna. Það var gert í gegnum félagið A Holding S.A. sem skráð var í Lúx- emborg. Þeir sem áttu A Holding voru auk Baugs Kaupþing, Gaum- ur Holding S.A., Íslandsbanki-FBA og Gilding. Fljótlega keypti Baugur hina hluthafana út. Eftir þetta var Hamleys keypt á 7,7 milljarða króna 2003, heilsu- vörukeðjan Julian Graves og 60 pró- sent í Oasis sama ár fyrir 20 millj- arða króna. 2004 var Magasin du Nord keypt á 4,8 milljarða króna og Karen Millen. Danska vöru- húsið Illum var keypt árið 2005 og 30 prósent hlutur í Keops, stærsta fasteignafélagi Norðurlandanna, á sex milljarða króna. 2005 var Mos- aic Fashion líka stofnað og sett á markað á Íslandi. Árið 2006 yfirtók Baugur House of Fraser og borg- aði fyrir það 50 milljarða íslenskra króna. Árið 2007 keypti Baugur um átta prósenta hlut í bandarísku keðjunni Saks á um 15 milljarða ís- lenskra króna. Ólafur Ólafsson: Berst til síðasta BlóðDropa Ólafur Ólafsson keypti Samskip árið 1993. Árið 1999 sameinuð- ust SÍF og ÍS. Ólafur var þá stjórn- arfomaður ÍS. Árið 2003 keyptu fé- lög tengd Ólafi meirihlutann í SÍF og eitt þeirra var Ker sem Ólafur á . Árið 2003 stofnaði S-hópurinn Eglu sem keypti 45,8 prósent hlut ríkisins í Búnaðarbankanum árið 2003. Fé- lögin sem stóðu á bak við Eglu voru Ker og Vátryggingafélag Íslands. Egla fékk þriggja milljarða lán hjá Landsbankanum til að fjármagna kaupin á Búnaðarbankanum. Þýski bankinn Hauck & Aufhauser átti 50 prósent hlut í Eglu. Ólafur hefur að mestu verið í út- rás í gegnum Samskip og Alfesca auk þess að vera einn stærsti hlut- hafinn í Kaupþingi í gegnum Eglu sem átti tíu prósent í bankanum. Árið 2005 keyptu Samskip hollenska flutningafyrirtækið Geest North Sea Line, breska fyrirtækið Seawheel og frystigeymslur hollenska fyrirtækis- ins Kloosterboer. Áður höfðu Sam- skip eignast hollenska félagið Van Dieren Maritime og 40 prósenta hlut í Silver Sea í Noregi. Nafni SÍF var breytt í Alfesca árið 2006. Alfesca hefur fjárfest í mörgum fyrirtækjum. Má þar nefna breska fyrirtækið Lyons Seafood, hið franska Labeyrie og frönsku rækju- verksmiðjuna Adrimex. Stuttu fyr- ir bankahrunið hafði Alfesca náð samkomulagi við fjárfestingafé- lag Al Thanis um að kaupa um 13 prósent í Alfesca en úr því varð ekki. Franska fyrirtækið Lur Berri hefur gert yfirtökutilboð í Alfesca. Þeir viðmælendur sem DV ræddi við töldu að Ólafur myndi ná sér á strik aftur. Bæði Egla og Kjalar eru á barmi gjaldþrots en Ólafur á enn- þá Samskip og hlut í Alfesca. „Hann berst til síðasta blóðdropa,“ sagði viðmælandi við DV fyrir stuttu. Jón Helgi Guðmundsson: umsvifamikill í lettlanDi Jón Helgi Guðmundsson, eigandi Byko og Norvik-samsteypunn- ar, hefur verið í útrás allt frá árinu 1993. Umsvif hans hafa að mestu verið í Lettlandi og Rússlandi. Hannes Smárason er fyrrverandi tengdasonur Jóns Helga og fjárfestu þeir saman í 38 prósenta hlut í Flug- leiðum árið 2004 í gegnum félagið Oddaflug. Jón Helgi seldi Hannesi síðan hlutinn þegar leiðir Hannesar og dóttur Jóns Helga skildu. Á tímabili áttu félög í eigu Jóns Helga stóran hlut í Kaupþingi. Sá hlutur var seldur fyrir bankahrunið. Árið 2007 mat blaðið Sirkus eign- ir Jóns Helga á 45 milljarða króna. Talið er að hann standi einna best fjárhagslega af íslenskum milljarða- mæringum sem nú fer ört fækk- andi. Straumborg, sem er félag í eigu Jóns Helga, keypti 51 prósents hlut í lettneska bankanum Lateko árið 2006. Sama ár keypti hann líka rúss- neska bankann Fineko. Árið 2007 var nöfnum bankanna breytt í Nor- vik bank. 2003 keypti Norvik lettneska timburframleiðandann Sia Ced. 2004 keypti Norvik bresku timb- urvinnsluna Wayland. 2005 keypti Norvik breska fyrirtækið Conti- nental Wood Products. Árið 2006 keypti Norvik stærstu sögunarmyllu Lettlands sem heitir VIKA Wood. Árið 2007 keypti Norvik sænska fyr- irtækið Jarl Timber sem rekur sög- unarmyllu. Jón Helgi á tólf prósent í Sag- ex sem var annað af tveimur fyr- irtækjum sem sóttu um sérleyfi til rannsóknar og vinnslu kolvetn- is á Drekasvæðinu. Hlutinn í Sag- ex á Jón í gegnum félagið Lindir Resources. Straumborg á 8,6 pró- sent í Eyri Invest.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.