Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2009, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2009, Side 8
„Ég ræði þetta ekki við neinn. Þetta er bara okkar mál,“ segir Flosi Val- geir Jakobsson, stjórnarformaður og annar stærsti eigandi útgerðarfélags- ins Jakobs Valgeirs ehf. í Bolungar- vík, þegar hann er spurður að því af hverju félagið hafi skipt um kenni- tölu í byrjun febrúar. Flosi á félagið með syni sínum, Jakobi Valgeiri Flosasyni, sem jafn- framt var stjórnarformaður eignar- haldsfélagsins Stíms sem mikið var í umræðunni í árslok 2008 eftir að upp komst að félagið hafði fengið tæplega 20 milljarða króna að láni frá Glitni til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group í nóvember árið 2007. Veðin fyrir láni Stíms voru í hlutabréfunum í Glitni og FL Group. Um var að ræða kúlulán til 12 mánaða með ríflega 20 prósenta vöxtum. Glitnir var sjálfur seljandi bréfanna sem Stím keypti og lögðu hluthafarnir fram tæplega 5 milljarða króna eiginfjárframlag vegna kaupanna á bréfunum. Verðmætum bjargað af gjaldþrota kennitölu Feðgarnir færa útgerðarfélagið yfir á nýju kennitöluna til að bjarga verð- mætum og til að losna undan áhvíl- andi skuldum og ábyrgðum sem á þeim hvíldu á gömlu kennitölu Jak- obs Valgeirs ehf. sem líklega verður gjaldþrota að sögn Jakobs Valgeirs. Aðspurður hvort gamla kennital- an sé að fara í þrot segir Jakob: „Ég reikna nú með því að hún geri það. Ég á ekki von á öðru.“ Jakob Valgeir segir aðspurður að félagið hafi fengið samþykki við- skiptabanka sinna, Landsbankans og Íslandsbanka, til að skipta um kenni- tölu á fyrirtækinu. „Já, já, við fengum bara samþykki frá bönkunum til að færa þetta yfir á aðra kennitölu. Þeir voru bara með í þessu,“ segir Jakob og bætir því við að með þessu hafi þeir viljað tryggja áframhaldandi rekst- ur útgerðarfyrirtækisins og aðgreina hann frá fjárfestingahlutanum. Tengist ekki Stími Jakob Valgeir segir að kennitölubreyt- ingarnar tengist ekki kaupum Stíms á bréfunum í Glitni og FL Group. „Það var eitthvað sem ég var í prívat og fé- lag sem ég átti. Það tengist þessu ekki neitt,“ segir Jakob Valgeir. Hann segist eingöngu hafa tapað um 150 milljónum króna sem hann lagði fram sem hlutafé inn í Stím og ekki vera skuldugur út af þátttöku sinni í félaginu því hann hafi ekki verið ábyrgur fyrir lántökunni per- sónulega. „Enda voru engar ábyrgð- ir, nema bara einhver peningur, sett- ar inn í það. Þetta var bara alveg sérdæmi sem Glitnir var bara með,“ segir Jakob Valgeir. Viðskipti Stíms hafa verið til rannsóknar hjá Fjármálaeftirlitinu vegna gruns um að um markaðsmis- notkun hafi verið að ræða. Mögulegt er að markmið kaupanna hafi verið að hafa óeðlileg áhrif á gengi hluta- bréfa í Glitni og FL Group en lang- stærsti hluthafinn í Stími var félag sem Glitnir stofnaði sjálfur. Bréfin í Glitni urðu verðlaus í bankahruninu í haust og síðar bréfin í FL Group. Milljarða fjárfesting Stíms varð því að engu. Morgunblaðið greindi frá því í júní að Fjármálaeftirlitið hygðist senda Stímmálið til ákæruvaldsins, annaðhvort efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra eða til sérstaks saksóknara, Ólafs Haukssonar. Sam- kvæmt heimildum DV hefur Stím- málið hins vegar ekki enn verið sent frá Fjármálaeftirlitinu. Guðbjartur ehf. verður Jakob Valgeir ehf. Jakob Valgeir ehf. er nú með gömlu kennitölu útgerðarfélagsins Guð- bjarts ehf., sem var í eigu þeirra feðga og Ásgeirs Guðbjartssonar skip- stjóra, eða Geira á Guggunni eins og hann er gjarnan kallaður með vísun til frægs ísfirsks skips sem selt var til Samherja fyrir nokkrum árum. Við kennitöluskiptin færðist helsta eign Jakobs Valgeirs, skipið Þorlák ÍS-15, yfir á kennitölu Guðbjarts sem og 40 prósent af kvóta skipsins. 60 prósent af kvóta skipsins voru hins vegar alltaf skráð á kennitölu Guðbjarts, að sögn Jakobs Valgeirs, og því áttu þeir ekki á hættu að glata öllum kvótanum ef félagið hefði farið í þrot á gömlu kennitölunni. Skipið og 40 prósent kvótans voru hins vegar í húfi, að sögn Jakobs. Eignarhaldsfélagið Guðbjart- ur ehf. er ekki lengur til samkvæmt upplýsingum af vef Lánstrausts. Skipin sem áður voru skráð á Guð- bjart ehf. eru nú hins vegar skráð á Jakob Valgeir ehf. Kennitalan sem var á Jakob Val- geiri ehf. hefur nú verið flutt til Reykja- víkur á skrifstofu Jakobs Valgeirs, að hans sögn. Félagið sem kennital- an er á heitir JV ehf. og er til heimil- is í Síðumúla 33, áður var kennitalan hins vegar skráð á Jakob Valgeir ehf., á Grundarstíg 5 í Bolungarvík. Jakob Valgeir og Flosi eru einnig meirihluta- eigendur í JV ehf. Jakob Valgeir og Flosi hafa því tek- ið eignirnar af gömlu kennitölunni og skráð þær á nýja kennitölu fyrir vest- an og svo skráð gömlu kennitöluna í Reykjavík. Kvóti skipsins veðsettur upp fyrir haus Samkvæmt veðbókarvottorði skipsins Þorláks var það sett yfir á nýja kenni- tölu 9. febrúar. Áhvílandi á skipinu eru tæpir þrír milljarðar króna, mikið í er- lendri mynt, og má því reikna með að upphæðin hafi hækkað töluvert eftir efnahagshrunið. Gangverð kvótans á Þorláki var ríflega 6 milljarðar króna þegar kvótaverð var sem hæst en nú má áætla að verð kvótans hafi lækkað um helming. Veðsetningin sem hvílir á skipinu er því nokkurn veginn álíka há og verð kvótans sem fylgir honum. Auk þessa gaf Jakob Valgeir Flosa- son það út í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í lok október í fyrra, eftir að umræðan um Stím komst í hámæli, að Jakob Valgeir ehf. og sex önnur fé- lög sem hann var hluthafi í skuld- aði Landsbankanum um 19 millj- arða króna. Í yfirlýsingunni frá Jakobi kom einnig fram að skuldir félagsins hefðu verið 8,5 milljarðar ári áður. Því er ljóst að hræringarnar í efnahagslíf- inu á árinu 2008 hafa leikið Jakob og föður hans grátt og að tilfærsla þeirra á eignum sínum yfir á aðra kennitölu er gerð til að bjarga því sem bjargað verður. Jakob segir hins vegar að eft- ir kennitölubreytinguna standi rekst- ur félags þeirra feðga ágætlega þrátt fyrir allt. 8 föstudagur 10. júlí 2009 fréttir „Jakob Valgeir og Flosi hafa því tekið eignirnar af gömlu kennitölunni og skráð þær á nýja kennitölu fyrir vest- an og svo skráð gömlu kennitöluna í Reykja- vík.“ Feðgarnir Jakob Valgeir Flosason og Flosi Valgeir Jakobsson, útgerðarmenn frá Bolungarvík, hafa skipt um kennitölu á fyrirtæki sínu með samþykki viðskiptabanka þeirra, Íslandsbanka og Landsbankans. Feðg- arnir tóku þátt í Stímævintýrinu. Jakob segir að með því að skipta um kennitölu ætli feðgarnir sér að flýja skuldir og ábyrgðir sem hvíla á gömlu kennitölunni. Hann segir að með þessu bjargi þeir helstu eign fyrir- tækisins, skipinu Þorláki, og 40 prósentum kvótans sem skráður er á hann. Tengist ekki Stím, segir Jakob. InGI F. VIlhJálmSSon blaðamaður skrifar ingi@dv.is STÍMFEÐGAR FLAKKA Á MILLI KENNITALNA Einn stærsti atvinnurekandinn Líklegt þykir að bág staða útgerðarfyrirtækisins Jakobs Valgeirs komi sér illa fyrir atvinnulífið í Bolungarvík en félagið er einn stærsti atvinnurekandinn í bæjarfélaginu. Skuldaði 19 milljarða Jakob Valgeir Flosason gaf það út í lok nóvember í fyrra að útgerðarfélagið sem heitir í höfuðið honum skuldaði 19 milljarða króna. Helsta eign félagsins hefur nú verið færð yfir á nýja kennitölu. Kennitöluflakk frá Vestfjörðum til Reykjavíkur Bolvíska skipið Þorlákur er nú skráð á gömlu kennitölu eignarhaldsfélagsins Guðbjarts en kennitalan sem skipið var skráð á áður er skráð á félag í Reykjavík. lJóSmyndaRI/GuðmunduR SIGuRðSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.