Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2009, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2009, Blaðsíða 10
10 föstudagur 10. júlí 2009 fréttir RíkisstofnaniR á köldum klaka Ríkisstofnanir með verulegan uppsafnaðan halla eru illa í stakk búnar að takast á við niðurskurð og strangt aðhald. Miðað er við allt að 10 prósenta niðurskurð í rekstraráætlunum kreppunnar. Sá niðurskurður getur orðið mun meiri þegar fram í sækir þar sem skuldir þjóðarbúsins eru svimandi háar og miklu meiri en áætlað var í nóvember síðastliðnum. Ríkisstjórnin hét því í stefnuyfirlýsingu að standa vörð um velferðina. Ekki er víst að unnt verði að efna það þegar skuldir vegna bankahrunsins eru í þann veginn að ríða þjóðina á slig. Aðhald og niðurskurður blasa við í rekstri opinberra stofnana næstu árin vegna bankahrunsins og fjár- málakreppunnar. Stjórnarflokkarnir hafa auk þess lagt á ráðin um sam- einingu stofnana í hagræðingar- og sparnaðarskyni. Tíminn, sem liðinn er frá því að skuldastaða þjóðarinnar var metin og forsendur viðbragða við bankahruninu voru kynntar í nóv- ember, hefur leitt í ljós að staðan er verri en áætlað var. Þorvaldur Gylfa- son hagfræðiprófessor sagði í Frétta- blaðsgrein síðastliðinn fimmtudag að forsendur stæðust ekki í tveimur veigamiklum atriðum. Í fyrsta lagi virtust eignir bankanna ekki duga nema í mesta lagi fyrir innistæðum. Það eitt yki líkur á að erlendir kröfu- hafar, sem sjá fram á altjón af völd- um bankahrunsins, höfði mál gegn íslenska ríkinu. Skuldir meiri en talið var „Það hefur aldrei áður gerst í fjár- málasögu heimsins að bankakerfi lands hafi hlunnfarið erlenda við- skiptavini um fjárhæð sem nemur rösklega fimmfaldri landsframleiðslu heimalandsins, og er þá skaðinn, sem innlendir viðskiptavinir bank- anna hafa orðið fyrir, ekki talinn með. Þessi einstæða ósvinna mun loða við Ísland um ókomna tíð.“ Þorvaldur segir einnig að erlend- ar skuldir þjóðarbúsins stefni í um 240 prósent af landsframleiðslu í árs- lok 2009 en ekki 160 prósent. „Ekk- ert land getur borið svo þunga vaxta- byrði, nema miklar erlendar eignir standi móti skuldunum.“ Í fjármálaráðuneytinu eru ekki gerðar athugasemdir við nýjar upp- lýsingar um skuldabyrðina og bent á að unnið sé samkvæmt áætlunum um niðurskurð hjá ríkisstofnunum. Hvar endar þetta? Þrátt fyrir að stjórnvöld þurfi að brúa allt að 200 milljarða króna halla rík- issjóðs næstu þrjú árin með auknum skattaálögum og niðurskurði heita þau því að standa vörð um velferð- ina. Ef forsendur hafa breyst með ofangreindum hætti er ljóst að nið- urskurður ríkisútgjalda getur orð- ið mun meiri en rætt hefur verið um undanfarna mánuði í tengslum við áætlanir stjórnvalda og Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar er gert ráð fyrir að áhættan samfara niðurskurði eða sameiningu stofnana verði metin og reynt verði að greina hvort niðurskurður nú geti valdið auknum útgjöldum síðar. Ekki er gert ráð fyrir flötum niður- skurði stofnana. Ætlunin er að setja fram ný markmið um opinber inn- kaup í sparnaðarskyni og ráðgert er að efna til víðtæks sparnaðarátaks í ríkiskerfinu öllu með þátttöku starfs- manna, stjórnenda og jafnvel not- enda þjónustunnar einnig. Jafnvel er rætt um að koma á fót sparnaðar- teymum sem vinna eiga með öllum ráðuneytum og undirstofnunum að hagræðingaraðgerðum. Sparnaður og sparnaðaraðgerðir eru orð sem koma oft fyrir í stefnuyfirlýsingu rík- isstjórnarinnar. Uppsafnaður halli Ríkisendurskoðun hóf í byrjun ársins úttekt á fjármálastjórn og rekstrar- áætlunum 50 valinna ríkisstofnana, en ætlunin var að kanna hvernig þær hygðust undirbúa frekari lækkun fjárveitinga á næsta ári. Af 50 stofnunum var talið að 28 stofnanir gætu haldið sig innan fjár- veitinga út árið. Litlar vonir eru um að 12 stofnanir haldi sig innan fjár- veitinga það sem eftir lifir ársins og ómögulegt er að segja til um fram- vinduna hjá 10 stofnunum til viðbót- ar. Fimm stofnanir voru ekki með samþykktar fjárhagsáætlanir þegar Ríkisendurskoðun birti skýrslu sína. Það voru Menntaskólinn á Ísafirði, Listasafn Íslands, Landhelgisgæslan, Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Náttúrufræðistofnun Íslands. Upp- safnaður halli þessara stofnana var 310 milljónir króna samanlagt í lok árs 2008. Ríkisendurskoðun segir ólíðandi að ríkisstofnanir fylgi ekki samþykktri fjárhagsáætlun. Skuldugir einnig skornir niður Fjárhagsstaða átta stofnana til við- bótar þykir svo alvarleg að Ríkis- endurskoðun sér ástæðu til þess að bregðast tafarlaust við. Verst er stað- an hjá Landbúnaðarháskóla Íslands og Námsmatsstofnun. Uppsafnaður vandi er sagður slíkur að ekki verði ráðið við hann innan eðlilegra tíma- marka nema með því að skerða þjón- ustu verulega eða veita viðbótarfé inn í viðkomandi stofnanir. „Verði ákveðið að skerða þjónustu þarf menntamálaráðuneytið að gefa skýr fyrirmæli um forgangsröð verkefna. Verði ákveðið að veita stofnunun- um viðbótarfé er brýnt að áður liggi fyrir mat á ábyrgð forstöðumanna á rekstrarvanda þeirra,“ segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Uppsafnaður halli Landbúnaðarháskólans nam um 265 milljónum króna í árslok 2008, eða nærri helmingi árlegrar fjárveitingar. Unnið að kreppuáætlun Ríkisendurskoðun telur að stofnanir séu almennt of skammt á veg komn- ar við að undirbúa fyrirsjáanlega lækkun fjárveitinga á næsta ári. Allir viti þó hvað í vændum sé og því ekki eftir neinu að bíða. Fáeinar stofnanir eru þó byrjaðar á þessu sársaukafulla verkefni. Mælst er til þess að stjórn- endur stofnana meti hvaða áhrif 5 og jafnvel 10 prósenta niðurskurður hafi á þjónustuna. Ekkert hefur verið ákveðið um frekari eða meiri niður- skurð í ljósi þungbærrar skuldastöðu þjóðarinnar, sem augljóslega er erf- iðari en ráð var fyrir gert síðastliðinn vetur. Flestar opinberar stofnanir tengjast velferðar-, heilbrigðis- og menntamálum. Launakostnaður er langstærsti útgjaldaliðurinn hjá þeim öllum. Þegar hefur verið gripið til víðtækra aðgerða til þess að draga úr yfirvinnu og fækka ráðningum vegna sumarleyfa. JóHann HaUkSSon blaðamaður skrifar: johannh@dv.is LandbúnaðarHáSkóLi ÍSLandS 2008 Ársverk: 123 Gjöld: 551 millj. Uppsafnaður halli: 265 millj. Ekki í samræmi við fjárheimildir óbreytt þjónusta námSmatSStofnUn 2008 Ársverk: 17 Gjöld: 127 millj. Uppsafnaður halli: 31 millj. Ekki samþykkt áætlun óbreytt þjónusta taka á vandanum tafarlaust mEnntaSkóLinn á ÍSafirði Ársverk: 33 Gjöld: 264 millj. Uppsafnaður halli: 25 millj. Ekki samþykkt áætlun Lakari þjónusta LiStaSafn ÍSLandS Ársverk: 16 - 17 Gjöld: 165 millj. Uppsafnaður halli: 3 millj. Ekki samþykkt áætlun Lakari þjónusta LandHELgiSgæSLa ÍSLandS Ársverk: 159 Gjöld: 2.738 millj. Uppsafnaður halli: 155 milljónir Ekki samþykkt áætlun minni þjónusta HEiLbrigðiSStofnUn SUðUrLandS Störf: 450 starfsmenn í 220 stöðugildum Gjöld: 2.013 millj. Uppsafnaður halli: 75 millj. Ekki samþykkt áætlun minni þjónusta náttúrUfræðiStofnUn ÍSLandS Ársverk: 42 Gjöld: 351 millj. Uppsafnaður halli: 21 millj. Ekki samþykkt áætlun minni þjónusta HáSkóLinn á akUrEyri Ársverk: 176 Gjöld: 1.461 millj. Uppsafnaður halli: 102 millj. Ekki í samræmi við fjárheimildir óbreytt þjónusta Fjárhagsstaða átta stofnana til viðbót- ar þykir svo alvarleg að Ríkisendurskoðun sér ástæðu til þess að bregðast tafarlaust við. Háskólinn á akureyri Fjárhagsvandi Háskólans á Akur- eyri er viðvarandi og uppsafnaður halli var 102 milljónir um síðustu áramót. Taka verður tafarlaust á málinu, segir ríkisendurskoðandi. Landhelgisgæslan Áform eru uppi um sameiningu Landhelgisgæslunnar og Varnarmála- stofnunar í sparnaðarskyni. Uppsafnaður halli hjá Georg Lárussyni, forstjóra Landhelgisgæslunnar, var 155 milljónir króna um síðustu áramót.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.