Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2009, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2009, Blaðsíða 2
Íslendingum sem fara í sólarlandaferðir hefur fækk- að mikið frá því í fyrra. Þorsteinn Guðjónsson hjá Úrvali Útsýn segir ferðavenjur Íslendinga hafa breyst eftir efnahagshrunið og nú tekur fólk jafnvel nesti með sér til útlanda. hitt málið Þetta helst - þessar fréttir bar hæst í vikunni eigendur kaupþings skulduðumest Samkvæmt lánabók Kaup- þings frá sumrinu 2006 voru fimm af fjórtán stærstu skuldurum Kaupþings eig- endur bankans og fjárhags- lega tengdir aðilar. Baug- ur var stærsti einstaki skuldari bankans með tæplega 48 milljarða skuld. Lýður og Ágúst Guðmundssynir voru meirihlutaeigendur í fjórum fé- lögum af fimm. Meira en 120 milljarð- ar fóru til Bakkavararbræðra. „Besta leiðin til að ræna banka er að eiga hann,“ segir Vilhjálmur Bjarnason, formaður Félags fjárfesta, um gjörn- inginn. bókhald bjarna ben úti í bæ Stuðningsmannafélag Bjarna Benediktssonar er til húsa á Einimel 18 í Reykjavík. Tilvist félagsins hefur Bjarni ekki gefið upp í skrá Alþingis yfir hagsmunatengsl alþingis- manna. Einar Örn Ólafsson, forstjóri Skeljungs, er búsettur á Einimel 18. Dæmi eru þess að stuðningsmanna- félög séu vistuð hjá fjárhaldsmönn- um eða flokkssystkinum og séu ekki tilgreind á vef Alþingis. Bjarni, sem er fyrrverandi stjórnarformaður N1, gef- ur aðeins upp setu í skipulagsnefnd Garðabæjar á vefsíðu Alþingis um hagsmunatengsl sín. 1 dv.isF r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ðþriðjUdagUr 7. júlí 2009 dagblaðið vísir 97. tbl. – 99. árg. – verð kr. 347 davíð varði icesave Ný Ásdís rÁN fædd í BúlgaríU fréttir EigEndur Kaupþings stórtækir í að lána sjálfum sér: BAKKA- BRÆÐUR SKULDA MEST hjóNvökNUðU í svörtUm reyk ,,Besta leiðiN til að ræNa BaNka er að eiga haNN“ kúlUlÁNafólk kaUpþiNgs líka með fasteigNalÁN símiNN, vís og exista með stærstU skUldUrUm BaUgUr skUldar mest fyrirtækja tveir vilja eNdUrgreiða kúlUarðiNN lánabók 2006 fréttir fólk slUppU með skrekkiNN þegar kvikNaði í sUmarBústaðNUm 2 föstudagur 10. júlí 2009 fréttir Nethyl 2, sími 587-0600, www.tomstundahusid.is Fjarstýrðir bensínbílar í miklu úrvali. Fiskibollur í Ferðatöskunni Íslendingar eru svo gott sem hættir að fara í mikla verslunarleiðangra á meðan þeir dvelja á erlendri grundu. Nú er fólk frekar í hefðbundnum túristagír, baðar sig í sjónum og ger- ir einfalda hluti sem kosta ekki of mikið. Íslenskir ferðamenn taka til dæmis allajafna ekki lengur leigu- bíl fyrir þrjú þúsund krónur í næsta bæ til að kaupa sér skó og buxur á himinháu verði sem er vægast sagt óstöðugt vegna óstöðugs gengis krónunnar. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að pakka ofan í ferðatöskuna núðlusúpum, Ora fiskibollum og harðfiski, til þess að lækka matar- kostnaðinn. Í dag er ekkert óvenju- legt að rekast á hóp Íslendinga bíða í strætóskýli í Tyrklandi, með vasa- reikni í annarri og handfjatlandi evr- ópskt klink í hinni, „í hverju stendur evran núna?“ heyrist gjarnan. Reyna að ná fram hagstæðari samningum „Á þessum tímum er lykillinn að stíga varlega til jarðar,“ segir Þorsteinn Guðjónsson, forstjóri Úrvals Útsýn- ar, í samtali við DV. Hann segir að breytingar hafi orðið á ferðavenjum Íslendinga sem kaupa nú í auknum mæli svokallaðar pakkaferðir þar sem flug, hótel og fæði er innifalið. Eins er nokkuð vinsælt að panta íbúð þannig að fólk geti sjálft séð um eldamennsku og innkaup. Þannig reynir fólk að verja sig gegn gegndarlausum gengis- breytingum íslensku krónunnar. Aðspurður segir Þorsteinn að vetr- armarkaðurinn, þar sem mest fer fyr- ir eldri borgurum, hafi dregist saman um 50 prósent á meðan sumarmarkað- urinn, þar sem meira er um yngri við- skiptavini á aldrinum 30 til 55 ára, hefur dregist saman um heil 70 prósent. „Við höfum gert eins og hægt er til að ná fram hagstæðari samningum, til þess að vega eitthvað upp á móti þeim aukna kostnaði sem við verðum fyrir þegar krónan er jafnveik og raun ber vitni,“ segir Þorsteinn. Sólin er langbest Vinsælustu sólarlandaferðirnar eru til Spánar, Portúgals, Kanaríeyja og Tyrk- lands. Fólk pantar seinna nú en áður og stundum á síðustu stundu þannig að ekki er öll von úti um að fleiri Ís- lendingar leggi land undir fót og skelli sér í sólina ef hún lætur ekki sjá sig fljótlega hér heima. Íslendingar vilja eftir sem áður komast í þá hlýju og afslöppun sem fylgir ferðum á sólarstrendur og eldri borgarar sækja enn í miklum mæli til sólarlanda. „Eldri viðskiptavinahópur- inn hefur haldið betur velli en sá yngri og skýringin liggur þá eflaust í því að sá yngri hefur orðið verr úti í fjármála- hruninu,“ segir Þorsteinn að lokum. María Elínardóttir Íslendingar eru svo gott sem hættir að fara í mikla verslunarleiðangra á með- an þeir dvelja á erlendri grundu. Sól og sæla Þeir eru heppnir sem sjá sér fært að skreppa til Spánar í sumar. Nauthólsvík vinsæl Landsmenn nýta sér ströndina hér heima frekar en að fara til útlanda. 2 4 miðvikudagur 8. júlí 2009 fréttir Bókhald Bjarna Ben útI í Bæ Átta ára fangelsi fyrir hrottalegt ofbeldi gegn sambýliskonu: Myndaði ofbeldið Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann í átta ára fangelsi fyr- ir mjög grófar líkamsársir og fjölda alvarlegra kynferðisbrota gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni. Maðurinn neyddi sambýliskonuna til samræðis við 11 aðra karlmenn og beitti hana ítrekað mjög grófu of- beldi. Myndir og myndbönd sem sýna áverka konunnar voru notuð sem sönnunargögn. Ofbeldismað- urinn var einnig dæmdur fyrir að hafa ráðist á föður sinn og hótað að myrða hann. Brot mannsins eru sögð eiga sér ekkert fordæmi hér á landi. Ofbeldi árásarmannsins gegn konunni stóð yfir í tvö ár og segir í dómsorði að maðurinn hafi mark- visst brotið niður mótstöðuafl kon- unnar og gert hana sér undirgefna. Hún hafi óttast barsmíðar og því tekið þátt í kynferðisathöfnum með fjölda ókunnugra manna. Sjálfur tók maðurinn athafnirnar upp á mynd- band. Á síðasta ári hafnaði Hæstirétt- ur Íslands því að nálgunarbann yfir manninum yrði framlengt, en hann hafði áður setið í gæsluvarðhaldi vegna málsins og verið úrskurðaður í hálfs árs nálgunarbann. Maðurinn var einnig dæmdur fyrir líkamsárás gegn föður sínum og hótanir í hans garð. Í dómnum segir að konan glími nú við mjög al- varlegar afleiðingar brotanna. Hún hafi hlotið gífurlegt andlegt tjón og líkamlega áverka og maðurinn eigi sér engar málsbætur. Honum var gert að greiða konunni 3,8 milljónir í miskabætur. „Einar Örn var sá sem bauð Gísla Marteini Baldurssyni, borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins, í laxveiðiferð á veg- um Glitnis“ Stuðningsmannafélag Bjarna Bene- diktssonar, þingmanns og formanns Sjálfstæðisflokksins, er til húsa á Einimel 18 í Reykjavík. Tilvist félags- ins hefur Bjarni ekki gefið upp í skrá Alþingis yfir hagsmunatengsl alþing- ismanna, en sjálfur býr hann í Garða- bæ. Aðeins tveir íbúar eru gefnir upp á Einimel 18, Einar Örn Ólafsson, nú- verandi forstjóri Skeljungs, og Áslaug Einarsdóttir, eiginkona hans. Einar Örn var áður framkvæmdastjóri fyrir- tækjasviðs Íslandsbanka. Hann hætti snögglega í bankanum í lok apríl og tók við forstjórastöðu hjá Skeljungi 26. maí síðastliðinn. Einar Örn sat í stjórn Sambands ungra sjálfstæðis- manna (SUS) árin 1999 til 2001 þeg- ar Sigurður Kári Kristjánsson var for- maður sambandsins. Einar Örn var sá sem bauð Gísla Marteini Baldurs- syni, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins, í laxveiðiferð á vegum Glitnis til Kolaskaga í Rússlandi eins og DV hef- ur greint frá. Þess má geta að Íslands- banki lætur nú óháðan aðila rannsaka sölu Einars Arnar á hlut Íslandsbanka í Skeljungi. Athygli vekur að á Einimel 13 er til húsa félagið „Stuðningsmenn Sigurð- ar Kára“. Sigurður Kári Kristjánsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæð- isflokksins og núverandi aðstoðar- maður Bjarna, á hins vegar heima á Melhaga í Reykjavík. Arnar Þór Ragnarsson, hagfræðingur og lög- giltur verðbréfamiðlari, er til heimil- is á Einimel 13. Hann var í stjórn SUS 1997 til 1999 í Reykjavíkurkjördæmi ásamt Sigurði Kára og því má ætla að þeir þekkist vel. Þingmenn geri grein fyrir hagsmunatengslum Á vef Alþingis um hagsmunatengsl þingmanna er ekkert að finna um fé- lagið „Stuðningsmenn Bjarna Bene- diktssonar“ sem þó hefur bæði heim- ilisfang og kennitöluna 420309 1120. Í raun er ekkert sagt um hagsmuna- tengsl og trúnaðarstörf Bjarna ann- að en að hann sitji í skipulagsnefnd Garðabæjar. Samkvæmt reglum Alþingis, sem samþykktar voru í mars síðastliðnum, skulu þingmenn meðal annars gera grein fyrir fjárframlögum eða öðrum fjárhagslegum stuðningi frá innlend- um og erlendum fyrirtækjum eða einstaklingum. Þetta á einnig við um afslætti, gjafir, ferðir og heimsóknir innanlands sem utan sem geta tengst setu á Alþingi en eru ekki að öllu leyti greidd af ríkissjóði, flokki viðkomandi þingmanns eða þingmanninum sjálf- um. Meginástæða þess að þingmenn kjósa að gefa ekki upp fjárhagslegan stuðning gæti verið sú að nýju reglurnar tóku ekki gildi fyrr en 1. maí, fáeinum dögum eftir kosningar. Vilja hertar reglur GRECO, nefnd á veg- um Evrópuráðsins sem rannsakar og fylgist með spillingu í aðildarlönd- um, birti í apríl í fyrra skýrslu um Ísland þar sem mælst er til þess að Ríkisendurskoð- un verði fengnar viðeigandi heimild- ir til þess að afla gagna á sjálfstæðan hátt um fjármál einstakra frambjóð- enda umfram það sem þeir eru skyld- aðir til í lögunum frá 2006. Þó svo að Ríkisendurskoðun hafi vald til þess að tryggja endurskoðun og gegnsæi allra upplýsinga frá stjórnmálaflokk- um hefur hún ekki heimild til þess að rannsaka á sjálfstæðan hátt fjárreið- ur einstakra frambjóðenda. „Í slík- um tilvikum hefur Ríkisendurskoð- un engar lagaheimildir til þess að fara fram á kvittanir eða reikninga til þess að sannreyna þær upplýsingar sem frambjóðendur birta. Þess vegna er þess farið á leit að Ríkisendurskoðun fái áðurgreindar heimildir,“ eins og segir í skýrslunni. Íslensk stjórnvöld hafa frest til loka október til þess að bregðast við erindi GRECO. Þingmenn þurftu ekki að gefa upp fjárhagslegan stuðning við sig í prófkjörum fyrir síðustu kosningar. Dæmi eru þess að stuðningsmannafélög séu vistuð hjá fjárhalds-mönnum eða flokkssystkinum og séu ekki tilgreind á vef Alþingis um hagsmunatengsl þingmanna. Þetta á meðal annars við um stuðningsmannafélag Bjarna Benediktsson-ar sem er til heimilis hjá forstjóra Skeljungs á Einimel. Bjarni, sem nýlega lét af stjórn-arformennsku hjá N1, býr hins vegar í Garðabæ. Jóhann hauksson blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Einimelur 18. Félagið „Stuðningsmenn Bjarna Benediktssonar“ er skráð til húsa á Einimel 18. Þar býr Einar Örn Ólafsson, forstjóri Skeljungs, en Bjarni lét fyrir skemmstu af stjórnarformennsku í N1. Forstjóri skeljungs. Einar Örn Ólafs- son er flokksbróðir Bjarna og Sigurðar Kára sem vistar stuðningsmannafélag sitt í nálægu húsi á Einimel 13. hrottalegt ofbeldi Maðurinn beitti konuna ofbeldi linnulítið í tvö ár. Myndin er sviðsett. Mynd/Photos Flokksformaðurinn Stuðningsmannafélög sjá um fjárhagslegan stuðning í prófkjörum og kosningabaráttu. Ekkert er að finna um félag Bjarna á vef Alþingis um hags- munatengsl þingmanna. konum bjargað Björgunarsveitarmenn björg- uðu í gær tveimur bandarískum konum sem sátu fastar á eyri í Köldukvísl. Stjórnstöð Land- helgisgæslunnar barst upp- hringing frá bandarískri neyðar- þjónustu þar sem tilkynnt var að borist hefðu neyðarboð úr sendi viðskiptavinar sem staddur væri á Íslandi. Þyrla Landhelgisgæsl- unnar var kölluð út auk björg- unarsveita Landsbjargar sem voru með menn í 10 kílómetra loftlínu frá svæðinu. Þyrlunni var snúið við og voru konurnar sóttar ómeiddar á eyrina. drengurinn á batavegi Drengnum, sem varð fyrir bíl á Reykjanesbraut við Ásvelli í Hafnarfirði um klukkan þrjú í fyrradag, er enn haldið sofandi í öndunarvél að sögn vakthafandi læknis á gjörgæsludeild Land- spítalans. Vakthafandi læknir segir þó að hann telji drenginn, sem er átta ára gamall, vera á batavegi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er talið að drengur- inn hafi hlaupið út á Reykjanes- brautina í veg fyrir bílinn. 10 húsleitir „Við enduðum á því að leita á tíu stöðum,“ segir Ólafur Þór Hauks- son, sérstakur saksóknari, en eins og fram hefur komið framkvæmdi embættið húsleitir á fjölmörgum stöðum í gær. Aðspurður hvort fleiri hús- leita megi vænta segir Ólafur Þór að hann geti aldrei gefið slíkar upplýsingar. Það geti skemmt fyrir. Aðspurður segir hann dag- inn í dag hafa verið gríðarlega annasaman. „Það er gríðarlegt átak að velta svona pródjekti og krefst mikils undirbúnings.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.