Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2009, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2009, Blaðsíða 29
„Það verður allsherjar rockabilly- dansleikur á Q-Bar á laugardaginn,“ segir Rósa Birgitta Ísfeld, söngkona hljómsveitarinnar Sometime og einn af skipuleggjendum kvöldsins. „Þetta verður fáránlega hressandi og skemmtilegt kvöld. Það er nauð- synlegt að breyta aðeins til. Það er þreytt að hlusta alltaf á sömu tón- listina og upplifa sömu stemning- una á öllum stöðum.“ Rósa hvetur fólk til þess að klæða sig upp til þess að komast enn betur í gírinn en rockabilly- tímabilið var á sjötta áratugn- um og klæðnaður ekki ósvipaður því sem sást í hinni frægu mynd Grease. „Fólk hefur alltaf gaman af svona þemakvöldum eins og 80´s og 90´s. Þetta er ekki ósvip- að því.“ Það er hljómsveitin Langi Seli og Skuggarnir sem leikur fyrir dansi en hún stígur á svið klukkan 22.00. Sveitin vaknaði til lífs á ný fyr- ir skömmu og var að senda frá sér plötuna Drullukalt. „Curver tekur svo við af þeim og spilar rockabilly- lög, Surf og annað frá þessum tíma fram eftir nóttu.“ Rósa segir rockabilly-kvöldin vera gríðarlega vinsæl í London um þessar mundir og að þar megi finna eitt slíkt í hverri viku. „Það er aldrei að vita nema þau nái svipuðum vin- sældum hér heima.“ Miðaverð er 1.000 krónur. asgeir@dv.is Langi Seli og Skuggarnir á Q-Bar á laugardaginn ásamt Curver: Rockabilly-dansleikur m æ li r m eð ... Hvíta bókin „Einar Már hittir oft naglann á höfuðið með greiningu sinni í bókinni,“ segir gagnrýnandi. bomberman blast Bomberman Blast er fínasta skemmtun og allt þetta Wii-shop- dæmi er snilld. GHostbusters Kemur skemmtilega á óvart og grafíkin er það sem gerir leikinn góðan. transformers „Of mikið af öllu,“ segir gagnrýn- andi. lesbian vampire killers Fínasta mynd en engin tímamót. Unnendur Gavin og Stacey-þáttanna gætu þó verið hrifnari en aðrir. terminator salvation „Christian Bale er fínn í hlutverki Johns Connor en myndin ekki jafngóð,“ segir gagnrýnandi. m æ li r eK Ki m eð ... föstudagur n eistnaflug af stað Tónlistarhátíðin Eistnaflug fer af stað um helgina í Neskaupstað en hún hefst á föstudaginn. Meðal þeirra helstu sem koma fram eru HAM, Sólstafir, Brain Police og Mammút. Nóg verður að gera alla helgina og því um að gera að skella sér austur á land. n bloodgroup á sódómu Tuborg í nánu samstarfi við Sódómu Reykjavík kynnir viðburð fyrir þá sem vilja ekki út á land. Á Sódómu á föstudagskvöldið stíga Bloodgroup, Sykur og Fiction á svíð. Frítt er inn fyrir fyrstu 100 sem mæta og fá þeir frían Tuborg. Húsið er opnað kl. 22.00 og þessu má enginn missa af. n silfur á Hressó Það er ekki oft sem hljómsveitin Silfur spilar í höfuðborginni en sú verður raunin á föstudaginn. Silfur mun spila á Hressó og því um að gera fyrir þá sem vilja kíkja á hljómsveitina að mæta. Silfur mætir á sviðið klukkan 22.00 og spilar til eitt eftir miðnætti. n skímó á spot Hin goðsagnakennda hljómsveit Skítamórall mun taka allt með trukki og dýfu eins og henni einni er lagið á föstudaginn. Skímó mætir þá á Spot í Kópavogi og spilar allt sitt besta. Það vantar aldrei stemningu þegar Skítamórall mætir á sviðið og það verður engin vöntun þar á núna. laugardagur n Jackson-veisla á nasa Nasa í samstarfi við Pál Óskar hefur ákveðið að blása til heljarinnar veislu til þess að heiðra minningu Michaels Jackson. Á laugardagskvöldið koma fram Jagúar, Alan og Seth ásamt Yesmine og dönsurum. Allir sem starfa við kvöldið gefa sína vinnu og ágóðinn rennur til Barnaspítala Hringsins. n egó og papar Stórhljómsveitirnar Egó og Paparnir halda áfram að leiða saman hesta sína eins og fyrr í sumar. Þær spila saman á Sjallanum á Akureyri á laugardagskvöldið og hefjast tónleikarnir klukkan eina mínútu í miðnætti. Stundvíslega. n upphitun á 800 Það verður sannkölluð upphitun fyrir Þjóðhátíð á 800 bar á Selfossi á laugardaginn. Hreimur og Árni trúbadorar sjá um stuðið fram á nótt en húsið er opnað klukkan 23.00 og frítt er inn til miðnættis. n ‘80 á spot Á laugardaginn verður slegið upp eitís-balli á Spot í Bæjarlindinni. Hljómsveitin Spútnik tryllir lýðinn ásamt Telmu sem söng fyrir Íslands hönd í Eurovision í Svíþjóð ásamt Einari Ágústi úr Skítamóral. Það er alltaf stuð í kringum ‘80 og á Spot verður engin undantekning. Hvað er að GERAST? fóKus 10. júlí 2009 föstudagur 29 langi seli og skuggarnir Stíga á svið klukkan 22.00 og miðaverð er 1.000 krónur. ur aldrei aftur snúið. „Hann hefur svo sannarlega haft áhrif á þróun mína sem söngvari og ég er þakklátur fyrir þann ómetanlega vinskap sem við eig- um í dag.“ óhræddur við gagnrýni Gagnrýnendur hafa ekki alltaf far- ið mjúkum höndum um Geir en þeir raska ekki ró hans frekar en aðrir. „Fyrir mér eru gagnrýnendur menn sem hafa sína skoðun. Mér ber að virða skoðun hvers og eins og kvíði ekki gagnrýni. Hún er að mínu mati góð og ég tek þeirri gagnrýni sem ég fæ og einbeiti mér þá fyrst og fremst að því að skoða hvað í henni á við rök að styðjast og bæti mig ef ég get. Maður sér líka fljótt hvort gagnrýnin er persónubundin eða hvort viðkomandi er að leggja sig fram sem gagnrýnanda. Ég verð því aldrei gramur og verð bara að treysta því að þeir sem sinna gagnrýni hjá fjöl- miðlum séu starfi sínu vaxnir. Ég get alveg gengið hreint til verks vegna þess að ég syng með hjartanu og hef unun af því sem ég er að gera og stend mig alltaf hundrað prósent. Þegar maður kemur fram sem söngv- ari er númer eitt, tvö og þrjú að vera auðmjúkur. Þetta er grundvallaratriði í öllum verkefnum sem maður tekur að sér. Maður á að vera heiðarlegur og koma fram við náungann eins og þú vilt að hann komi fram við þig. Kannski hefur það komið mér lengst.“ einn í lífsins ólgusjó Nýlega slitnaði upp úr áralöngu sam- bandi Geirs og Ásdísar Sigurðardóttur eins og glöggir lesendur Séð og Heyrt hafa orðið varir við. „Það er allt satt og rétt sem stendur í Séð og Heyrt og í dag er þetta hlutur sem er í ákveðinni meðferð. Ég þarf, eins og aðrir, að huga að einkalífi mínu og geri það eins vel og ég tel henta mér og fólkinu mínu í kringum mig. Við erum miklir vinir og það er ekkert klárt í þessu og óvíst hvað framtíðin ber í skauti sér. Auð- vitað myndast tómarúm í lífi manns þegar maður finnur að maður er ekki lengur í öruggu skjóli einhvers sem manni þykir vænt um. Þar af leiðandi koma upp alls konar tilfinningar sem eru ekki þægilegar en maður verð- ur að gefa þeim gaum, skoða þær og vinna úr þeim. Þegar fólk er að vinna í þessum málum er mikilvægt að vera vinir, vera ekki gramur og líta í eigin barm. Í samböndum þarf alltaf tvo til og í þessu tilfelli er ég að skoða hlutina út frá sjálfum mér. Skoða hvað ég hef gert rangt í þessu sambandi og vega og meta hvernig ég vinn úr því. Það er allt- af erfitt að standa í svona málum, sér- staklega þegar ástandið í þjóðfélaginu er bæði skrýtið og erfitt. Þá er sérstak- lega óþægilegt við þetta að eiga,“ segir Geir og vill vekja athygli á að fólk sem stendur í skilnaði geti leitað til sam- taka og annars fólks sem er tilbúið að hjálpa og leiða það inn á réttar brautir. Þótt söngvarinn sé laus og liðugur segir hann ekkert fjær huga sér en að leita ástarinnar á nýjum miðum. „Ég er bara að hugsa um líf mitt í dag og hvað ég geti gert betur. Ég reyni að rækta sjálfan mig enda er það forsenda þess að maður geti ræktað fólkið í kringum sig. Ég er nú blessunarlega laus við áfengi og á góða vini að sem hafa stutt mig með ráðum og dáð. Ég á líka góða fjölskyldu og svo fylli ég tómarúmið að sjálfsögðu með söng.“ tekur öllum opnum örmum Geir Ólafsson er því hvergi nærri af baki dottinn. Hann sér gleðina í öllu og heldur ótrauður áfram og sér því fulla ástæðu til þess að blása til veislu á föstudagskvöld. „Ég ætla að slá upp útgáfupartíi á Vínbarnum á föstudag- inn klukkan 18. Hljómsveit verður á staðnum og ég mun taka eitt eða tvö lög. Annars er bara aðalatriðið að vera á staðnum og taka vel á móti fólki sem er til í gott teiti. Það er öllum boðið,“ segir Geir og leggur áherslu á að hann vonist til þess að sjá sem flesta. Hann segist svo ætla að fylgja nýju plötunni eftir á næstu mánuðum og vonast til þess að geta haldið röð tón- leika. „Ég starfa einungis með Íslend- ingum þegar ég er á Íslandi. Við eigum hljóðfæraleikara á heimsmælikvarða og það er engum blöðum um það að fletta að Stórsveit Reykjavíkur hefur stimplað sig inn, að mínu mati, sem eitt besta bigband í Evrópu. Mér er það mikil ánægja að hafa fengið tækifæri til að vinna með þeim og vonandi get ég gert það áfram um komandi framtíð. En eins og ástandið er í þjóðfélaginu í dag verður maður að taka einn dag í einu. Allt er þetta háð sölu og útkom- an þar ræður því hvort maður geti sett upp tónleika með slíkum fjölda hljóð- færaleikara.“ toti@dv.is Syngur af hamingju í ástarsorg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.