Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2009, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2009, Blaðsíða 48
48 föstudagur 10. júlí 2009 helgarblað Talið er að 67 þúsund manns hafi heimsótt Hróars- kelduhátíðina í ár. Þá eru ekki talin með þau mörg þúsund manns sem keyptu sér dagspassa. Hitinn var nánast óbærilegur og gerðu hátíðargestir hvað sem er til að reyna að kæla sig niður. Í ár voru fleiri hundruð þjófnaðir tilkynntir til lögreglu og hafa þeir sjaldan eða aldrei verið fleiri. Mikið var um að farið væri inn í tjöld hátíðargesta og greipar látnar sópa á meðan fólk dillaði sér við taktfasta tónlist og spjallaði við mann og annan. Mikið var um hassneyslu á hátíðinni eins og svo oft áður en sem betur fer mjög lítið af hörðum fíkni- efnum. Kynlíf með gosflösku Skandallinn sem vakti hvað mesta athygli á Hróars- keldu í ár var þegar fimm erótískum dönsurum var vísað af svæðinu. Á miðvikudagskvöldið skipulögðu dansararn- ir djarfa danskeppni og var hugmyndin á bak við hana að lokka gesti í eggjandi dansspor á meðan þeir voru teknir upp á myndband af klámmynda- framleiðandanum Zenana Entertainment. Skipu- leggjendur hátíðarinnar voru ekki par ánægðir með þetta framtak. Gamanið kárnaði allsvakalega þeg- ar skipuleggjendur fengu fréttir þess efnis að einn af dönsurunum hefði stungið gosflösku upp í sköp sín og líkt eftir kynmökum. Þá var þeim nóg boðið og dansararnir fengu reisupassann og voru send- ir beinustu leið heim. Dansararnir neituðu því að hafa notað gosflöskur í kynferðislegum tilgangi og að sögn talsmanns þeirra var myndbandið sem tek- ið var upp ætlað sem auglýsing fyrir dansarana. Nakinn á barnum Nakta hlaupið svokallaða var að sjálfsögðu hlaupið eins og á hverju ári. Að þessu sinni var það mað- urinn með kunnuglega nafnið, hinn 23 ára Hans Christian Andersen frá Hellerup, sem bar sigur úr býtum í karlaflokki. Kom þetta öllum í opna skjöldu þar sem Hans Christian var vel við skál þegar hlaup- ið hófst. Hann vann miða á hátíðina á næsta ári og var gífurlega hissa þar sem hann bjóst bara við að fá vínflösku að launum. Erfitt var að fá Hans Christian til að klæða sig eftir hlaupið. Þegar það tókst loks- ins sagðist hann frekar vilja vera nakinn fyrir fram- an þúsund manns en tvo, reif sig aftur úr fötunum og fór beint á barinn. Trú, von og Coldplay Ekki var hægt að kvarta yfir tónlistinni þetta árið þó dagskráin hafi oft verið betri. Hjaltalín hélt heiðri Íslendinga á lofti með frábærum tónleikum á fimmtudaginn og heillaði jafnt Íslendinga sem út- lendinga. Laugardagskvöldið var pakkað af frábærum tón- listarmönnum eins og Oasis, Nick Cave and The Bad Seeds og Kanye West og urðu hátíðargestir svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum. Coldplay lokaði hátíðinni á sunnudagskvöldið og fékk einróma lof gagnrýnenda í dönskum blöð- um. Einn gagnrýnandinn fann ekki einn galla á frammistöðu bresku sveitarinnar og skrifaði dóm undir fyrirsögninni: Trú, von og Coldplay. Nú er bara að bíða og sjá hvernig hátíðin verður að ári. Sjáumst þá! Lilja Katrín Gunnarsdóttir strIPParar seNdIr heIM Lilja Katrín skrifar frá Hróarskeldu: Hitnar í kolunum Þungarokkssveitin Slipknot náði upp frábærri stemningu á laugardagskvöld- ið og sló á létta strengi á milli laga. Komu, sáu og sigruðu Talsvert af Skandinövum var á tónleikum Hjaltalín og voru þeir gjörsamlega heillaðir af sveitinni. Typpi Þessi ungi piltur drapst fyrir framan aðalsviðið og fékk verðskuldaða athygli. Norsk pía ákvað að skrifa orðið „kuk“ á handlegg hans en það þýðir typpi. Lokakossinn Þetta fallega fólk lét vel hvort að öðru á sunnudaginn og ákvað að nýta tímann í kelerí áður en hátíðinni lauk. Ógurlegar ofurhetjur Margir gestir Hróarskeldu leggja mikið upp úr því að vera í skrautlegum búningum. Allt fyrir miðann Verðlaunin í nakta hlaupinu eru miði á Hróarskelduhátíðina á næsta ári og því hikar fólk ekki við að fækka fötum og hlaupa eins og fætur toga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.