Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2009, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2009, Page 20
20 föstudagur 10. júlí 2009 fréttir Á meðan hið meinta góðæri var í hámarki var það fullt starf að skipuleggja skemmtidagskrár fjármálafyrirtækja og því þurfti að ráða fólk í fullt starf við að halda utan um veislur og velgjörðir til góðra viðskiptavina. Hjá Glitni var ekki aðeins einn starfsmaður í deildinni, heldur voru þeir þegar mest lét átta talsins og er ekki vit- að til að nokkur annar banki eða fjárfestingafélag hér á landi hafi gert betur. Meðal starfsmanna voru Sigrún Kjartansdóttir, sem var yfir deildinni, Arnar Fannar, sem margir kannast við úr hljóm- sveitinni Skítamóral og Jón Jósep Sæbjörnsson, betur þekktur sem Jónsi í Í svörtum fötum. Jónsi var ágæt fjárfesting „Ég var að fara með reikning til Glitn- is einn daginn og fékk vinnu í leið- inni, var ráðinn í tímabundin verk- efni hjá viðburðadeildinni. Það var frábær tími og mikil reynsla og hver veit nema ég snúi mér aftur að slík- um verkefnum seinna.“ Þannig lýsti Jónsi því hvernig hann hóf störf í viðburðadeildinni í viðtali við Sirrý í helgarblaði DV 15. ágúst 2008. Þó að ráðning af þessu tagi þætti ef- laust undarleg í dag má færa góð rök fyrir því að Jónsi hafi verið ódýrasti starfsmaður viðburðadeildarinn- ar, þar sem hann var mikið notaður í að troða upp. Einn heimildarmað- ur, sem þekkir vel til í fjármálageir- anum, orðar það svo: „Jónsi var allavega ekki bara notaður í að skipu- leggja partí, hann vann líka í partíun- um sjálfum, þannig að hann var lík- lega ágætis fjárfesting.“ Fokdýr ferð til New York Besta afkoma Glitnis var árið 2006, þegar hagnaðurinn náði rúmum 38 milljörðum króna. Þá þegar var ýmislegt brallað í bankanum til að halda upp á velgengnina, en það var ekki fyrr en árið eftir, 2007, sem partístandið byrjaði fyrir alvöru. Viðburðadeild Glitnis sat ekki auð- um höndum og bankinn hélt til að mynda mikið af alls konar minni- háttar veislum og var drjúg við að bjóða í ferðir, auk venjulegra árshá- tíða og starfsmannaskemmtana. En svo voru það stóru viðburð- irnir. Það er kannski kaldhæðnislegt að tveir af dýrustu viðburðum í sögu Glitnis voru haldnir eftir að lausafjár- krísan hafði skollið á, haustið 2007. Þegar viðvörunarljósin voru byrjuð að blikka og flest benti til að rétt væri að draga saman seglin var allt keyrt á fulla ferð. Annar viðburðurinn var ferð Glitnis til New York í septem- ber 2007. Þar hófst orkuútrás bank- ans formlega og tilstandið var mikið. Í ferðinni var meðal annarra Jónsi, sem spilaði sjálfur fyr- ir gesti Glitnis seint að nóttu fyrsta ferðadags. Svo var pantaður nífald- ur Grammy-verðlaunahafi, djasstónlistarmaðurinn Winton Marsalis, sem al- mennt er talinn einn sá færasti sem litið hefur dagsins ljós undan- farna áratugi. Auk þessa var svo minni fjárhæðum bruðlað í undarlegustu hluti. ,,Við opnun útibúsins í New York voru dregin upp níð- þung og risastór gullhúðuð skæri með Glitnismerkinu og Glitnislitunum á. Þessi skæri notuðu svo yfirmennirnir til að klippa á einn borða. Þegar spurt var hvort þessi skæri yrðu ein- hvern tíma notuð aftur var fátt um svör,“ segir einn heimildar- maður sem var í ferð- inni. Heimildar- menn DV segja að SÖLVI TRYGGVASON blaðamaður skrifar Glitnisfólki fannst fúlt að f ekki elton Heimildarmenn DV segja að lagt hafi verið hart að viðburðadeildinni að fá Elton John til að spila á samkomunni en það hafi ekki tekist. Elton John í fimmtugsafmæli, Duran Duran í nýárspartíi, skoskir kastalar og einka- þotur. Það var margt brallað í bönkum og fjárfestingafélögum þegar allt lék í lyndi á Íslandi. Til marks um partístandið og íburðinn þurfti að ráða sérstakan viðburða- stjóra, eða ,,event manager“ hjá þeim sem einhvers máttu sín. Kappið var svo mikið í veislustandinu hjá Glitni að viðburðadeildin gaf ekkert eftir þegar viðvörunarljósin fóru að kvikna árið 2007. Lárus Welding Lét sig ekki vanta þegar Glitnisfólkið djammaði á Skotlandi í áberandi glæsilegri ferð árið 2007 þar sem horft var á diskóljós frekar en viðvörunarljós. Jónsi Er hress og duglegur og þótti því prýðileg fjárfesting fyrir viðburðadeild Glitnis. Elton John Topparnir hjá Glitni vildu endilega fá góðærispoppar- ann Elton John til að spila fyrir sig á dansleik í Skotlandi og brugðust illa við því að ekki var orðið við óskinni. Birna Einarsdóttir Birna, sem varð bankastjóri Glitnis eftir hrun, var með í Skotlandsferðinni en þá dvaldi Glitnisfólkið á hóteli þar sem nóttin kostaði 70 þúsund krónur á gengi dagsins í dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.