Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2009, Síða 8
8 Þriðjudagur 6. október 2009 fréttir
Fyrrverandi blaðamaður Morgun-
blaðsins hefur kvartað til stjórnar
Blaðamannafélags Íslands og seg-
ir Óskar Magnússon, útgefanda
Morgunblaðsins, hafa lesið tölvu-
póst starfsmanna til að komast að
því hver læki upplýsingum af rit-
stjórn blaðsins og til annarra fjöl-
miðla. Þetta gerði Óskar síðastliðinn
miðvikudag eftir að uppsagnarbréf
Ragnhildar Sverrisdóttur, fyrrver-
andi umsjónarmanns sunnudags-
blaðs Moggans, var birt í heild sinni
á DV.is. Ragnhildur hafði sent sam-
starfsmönnum sínum fjöldapóst
þar sem hún útskýrði ástæður upp-
sagnar sinnar.
Engar reglur brotnar
Kristinn Hrafnsson, stjórnarmaður í
Blaðamannafélagi Íslands, fordæm-
ir aðfarir Óskars. „Þetta er svívirða.
Að fulltrúi eigendavaldsins hnýs-
ist í tölvupóst blaðamanna er ekk-
ert annað en gróft brot á rétti þeirra
og aðför að því trúnaðarsambandi
sem á að ríkja á milli blaðamanna
og þeirra sem þeir eru í samskipt-
um við. Þetta er grafalvarlegt mál
sem ég reikna með að stjórn Blaða-
mannafélagsins taki föstum tökum,“
segir hann.
Óskar segir í samtali við DV að
engar reglur hafi verið brotnar hjá
Morgunblaðinu. „Það gilda reglur
um meðferð tölvupósta hjá Morg-
unblaðinu, bæði af hálfu starfs-
manna og blaðsins. Af hálfu blaðs-
ins hafa engar reglur verið brotnar,“
segir hann. Óskar bætir við: „Það
gilda líka reglur um meðferð trún-
aðarupplýsinga í þessu fyrirtæki
eins og öðrum,“ en neitar að skýra
frekar hvað hann á við með því.
Óskar svaraði ekki öðrum spurn-
ingum blaðamanns, þeirra á með-
al hvort hann hefði áhyggjur af
þeim óróa sem hefði skapast með-
al starfsmanna Morgunblaðsins
vegna málsins. „Ég hef ekkert meira
um þetta að segja en það sem ég er
búinn að segja. Þú getur spurt mig
eins og þú vilt en ég hef ekki meira
um þetta að segja,“ sagði hann.
Leki á ritstjórn
Samkvæmt heimildum DV bað Ósk-
ar starfsmenn tölvudeildar blaðsins
um aðgang að tölvupóstum starfs-
mannanna til að kanna hver hefði
lekið uppsagnarbréfi Ragnhild-
ar. Óskar komst hins vegar að því
að fleiri en einn blaðamaður hafði
sent bréf Ragnhildar af ritstjórninni
þótt aðeins einn hefði sent bréfið
til DV. Samkvæmt heimildum DV
hringdi Óskar í blaðamanninn sem
hafði áframsent uppsagnarbréf-
ið á DV. Efnislega mun Óskar hafa
sagt að hann ætlaði að bjóða blaða-
manninum að hætta að „verða sér til
skammar“.
Blaðamaðurinn mun hafa orð-
ið furðu lostinn því hann gat ekki
ímyndað sér hvernig Óskar gat hafa
komist á snoðir um að hann hefði
sent bréf Ragnhildar til DV. Hið eina
sem honum datt í hug var að Óskar
hefði skoðað tölvupósthólf hans hjá
Morgunblaðinu.
Í kjölfarið sendi blaðamaðurinn
tölvupóst til Óskars þar sem hann
spurði útgefandann hvort hann
hefði lesið tölvupóst hans. Sam-
kvæmt heimildum DV hringdi Ósk-
ar þá í blaðamanninn og gekkst við
því aðspurður að hafa lesið póst-
inn. Að sögn taldi hann sig hafa átt
rétt á því í þessu tilfelli til að koma
í veg fyrir leka upplýsinga af Morg-
unblaðinu og til annarra fjölmiðla.
Jafnframt fylgdi með að fleiri blaða-
menn en sá sem sendi það á ritstjórn
DV hefðu áframsent bréf Ragnhild-
ar af ritstjórninni.
Blaðamaðurinn hafði í kjölfar-
ið samband við Blaðamannafélag
Íslands og Persónuvernd og sagði
frá atburðinum. Hann vinnur nú að
formlegri kvörtun til Persónuvernd-
ar vegna málsins.
Nú hefur tölvupósthólfi blaða-
mannsins verið lokað og hefur ekki
verið orðið við beiðni hans um
að pósthólfið verði opnað, í það
minnsta svo hann geti nálgast per-
sónuleg gögn sín.
Minni trúverðugleiki
Kristinn Hrafnsson hefur áhyggjur af
því að trúverðugleiki Morgunblaðs-
ins minnki nú enn. „Það er með
ólíkindum að fylgjast með einbeitt-
um ásetningi nýrra eigenda Morg-
unblaðsins til þess að leggja trú-
verðugleika blaðsins í rúst. Síðustu
atburðir, ráðning Davíðs Oddsson-
ar í ritstjórastól og þetta tölvupósta-
mál, lýsir stórkostlegri firringu,“
segir Kristinn og spyr: „Bera þess-
ir menn ekkert skynbragð á hug al-
mennings í þessu landi?“
Traust til Morgunblaðsins hef-
ur hrunið að undanförnu en niður-
staða nýrrar könnunar á trausti til
fjölmiðla sem Markaðs- og miðla-
rannsóknir ehf. gerðu fyrir 365
miðla sýnir að rúmlega 35 prósent
bera lítið eða mjög lítið traust til
Morgunblaðsins. Þetta er hækkun
úr 13 prósentum frá því áður en nýir
ritstjórar tóku við.
Einkapóstur starfsmanna
Í starfsmannahandbók Morgun-
blaðsins segir: „Meginreglan er að
allur póstur á póstmiðlara fyrirtæk-
isins í persónutengdum pósthólfum
er álitinn einkapóstur viðkomandi
starfsmanns og verður ekki opnað-
ur af öðrum, nema með leyfi starfs-
mannsins.“
Á þessu er þó undantekning: „Sé
álitið að pósthólfið innihaldi efni
sem er mikilvægt rekstrarhagsmun-
um fyrirtækisins, þá er hólfið opn-
að, með vitund starfsmanns ef hægt
er að koma því við.“
Persónuvernd miðar við reglur
um rafræna vöktun. Níunda grein
þeirra tekur á sérákvæðum um
tölvupóst og netnotkun. Þar segir:
„Óheimilt er að skoða einkatölvu-
póst nema brýna nauðsyn beri til
s.s. vegna tölvuveiru eða sambæri-
legs tæknilegs atviks.“
Ef um undantekningu frá þessari
reglu er að ræða gildir: „Þegar tölvu-
pósts- eða netnotkun er skoðuð skal
þess gætt að gera starfsmanni eða
nemanda fyrst grein fyrir því og
veita honum færi á að vera viðstadd-
ur slíka skoðun.“ Hið sama gildir þó
starfsmaður sé hættur störfum.
Óskar segir reglur Morgunblaðs-
ins vera í samræmi við reglur Per-
sónuverndar.
Úrskurður Persónuverndar
Persónuvernd hefur úrskurðað á
grundvelli þessara reglna og komst
þannig að þeirri niðurstöðu árið
2006 að framkvæmdastjóra Ís-
lenska sjónvarpsfélagsins/Skjás
eins hefði verið óheimilt að skoða
einkatölvupóst starfsmanns fyrir-
tækisins án þess að hann væri við-
staddur. Forsaga þess máls var að
Helga Steinari Hermannssyni dag-
skrárstjóra var sagt upp hjá fyrir-
tækinu eftir að stjórnendur lásu frétt
um að Helgi hefði ráðið sig til vinnu
hjá samkeppnisaðilanum 365.
Í kjölfarið fóru stjórnendur yfir
tölvupóst Helga og gerðust þar með
brotlegir við lög um persónuvernd.
DV hafði samband við Ragnhildi
Sverrisdóttur og spurði hana um álit
sitt á því að samstarfsfélagar hennar
áframsendu póstinn. „Það var mér
að meinalausu að þetta fór út,“ seg-
ir Ragnheiður sem síðar birti upp-
sagnarbréfið sjálf í heild sinni á net-
inu.
Þegar blaðamaður hafði sam-
band við skrifstofu Morgunblaðsins
í gær og spurði eftir Davíð Oddssyni
ritstjóra voru blaðamanni borin
skilaboðin: „Hann hefur ekki tíma
til að spjalla núna.“ Davíð svaraði
ekki skilaboðum blaðamanns um
að hafa samband.
ErLa HLynsdóttir
blaðamaður skrifar: erla@dv.is
Órói ríkir á ritstjórn Morgunblaðsins eftir að fregnir bárust af því að óskar Magn-
ússon, útgefandi blaðsins, hefði látið yfirfara tölvupósta starfsmanna. Fyrrverandi
blaðamaður Morgunblaðsins ætlar að leggja fram kvörtun vegna málsins til Per-
sónuverndar. Kristinn Hrafnsson segir framferði Óskars svívirðu. Óskar segir
engar reglur hafa verið brotnar af hálfu Morgunblaðsins.
„Að fulltrúi eigendavaldsins
hnýsist í tölvupóst blaðamanna
er ekkert annað en gróft brot á
rétti þeirra.“ Upptekinn Davíð Oddsson hafði ekki tíma til að tala við
blaðamann DV um málið.
aðför að trúnaði
Kristinn Hrafnsson segir
málið aðför að því trún-
aðarsambandi sem á að
ríkja á milli blaðamanna
og þeirra sem þeir eru í
samskiptum við.
blaðamaður kvartar
undan útgefanda til
persónuverndar
blaðamaður
kvartar
undan
útgefand-
anum
Ekki brotlegur Óskar Magnússon
segir að engar reglur hafi verið brotnar hjá
Morgunblaðinu þegar kemur að meðferð
tölvupósts. Mynd sigtryggUr ari