Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2009, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2009, Blaðsíða 2
Slökkviliðsmaðurinn Ólafur Högni Ólafsson, oftast kallaður Óli Babú, slasaðist alvarlega í Argentínu fyrir stuttu. Þar var hann á vegum Stöðvar 2 til að taka þátt í íslensku útgáfunni af sjónvarpsþáttunum Wipeout. Í þáttunum keppa keppendur við tím- ann og andstæðinga sína í þrauta- braut sem er síður en svo auðveld viðureignar. Má ekki tjá sig Stutt viðtal var við Ólaf í Íslandi í dag á mánudaginn þar sem hann lýsti því hvernig hann missti takið í þraut- inni Spinning Dummies með þeim afleiðingum að hann féll fram fyr- ir sig og hringsnerist í tæpa mínútu áður en tækið var stöðvað. DV hafði samband við Ólaf sem sagðist ekk- ert geta tjáð sig um atvikið þar sem allir keppendur skrifi undir samn- ing við Stöð 2. Í honum felst, að sögn Ólafs, að keppendur mega ekki tjá sig um hver ber sigur úr býtum og annað tengt tökum þáttanna. Ólafur gat þó sagt DV að hann væri tryggð- ur af Stöð 2 fyrir slysinu. DV reyndi að hafa samband við Pálma Guð- mundsson, sjónvarpsstjóra Stöðvar 2, til að fá nánari lýsingu á innihaldi samningsins. Ekki náðist hins vegar í Pálma við vinnslu fréttarinnar. Samkvæmt heimildum DV var Ólafur fluttur með sjúkrabíl á gjör- gæsludeild sjúkrahúss og þurfti að eyða tveimur sólarhringum þar. Hann mátti ekki fljúga heim næstu þrjá sólarhringana samkvæmt lækn- isskipan þar sem blæddi inn á heila hans og augu hans voru rauð af blóði eins og áhorfendur Íslands í dag á mánudag fengu að sjá. DV sagði fyrst frá slysinu á DV.is á sunnudag og náði þá í Pálma Guð- mundsson sem vísaði þessu á bug og sagði meiðsl Ólafs ekki vera alvarleg. Brautin er sársaukafull Wipeout er gríðarlega vinsæll þáttur um heim allan og bíða margir í ofvæni eftir að sýningar hefjist hér á landi. Finnst áhorfendum einna skemmtilegast að sjá venjulegt fólk spreyta sig í þrautabrautinni og oft- ar en ekki detta og mistakast. Þessi ferð gegnum brautina virðist vera mjög sársaukafull og er hún að sögn breska Wipeout-þáttastjórnandans Richards Hammond alveg eins slæm og hún sýnist. „Ó, já! Þú sérð tækin gera út af við fólk. Það er svo frábært! Þetta er mjög raunverulegt. Þegar einhver lít- ur út fyrir að meiðast er hann í alvöru meiddur!“ Sleit sinar Keppendur hafa slasast áður í Argentínu. Breska leik- og sjónvarps- konan Cleo Rocos tók þátt í Wipe- out fyrir fræga fólkið á vegum BBC. Hún sleit tvær sinar í hnénu en hún var ekki sú eina sem hefur slasast í bresku útgáfunni af Wipeout. Einka- þjálfarinn Kevin Adams, þáttagerð- arkonan Kirsten O‘Brien, ólympíu- verðlaunahafinn Sally Gunnell og sjónvarpsmennirnir Chris Parker og Dominic Littlewood þurftu líka að leggjast inn á sjúkrahús eftir þátt- töku sína. Adams slasaðist alvarlega eins og Rocos og þurfti að undirgangast hnéaðgerð. Þau voru ekki sátt við að- standendur þáttarins og sögðu í við- tali við Daily Mail í ágúst á þessu ári að þau vildu leita réttar síns. „Okkur er öllum sagt að búast við skrámum og skeinum en að engin alvarleg meiðsl hafi orðið við tök- ur þáttanna. Þegar við komum aftur á Heathrow-flugvöll hljótum við að hafa litið út eins og uppvakningar,“ segir Rocos. Erfitt og vont Rocos lýsir þrautabrautinni sem miklu erfiðari en hún lítur út fyrir að vera. „Ég hafði séð þáttinn og það virt- ist vera skemmtilegt að skoppa um á uppblásnum hlutum. Það virtist ekki vera sársaukafullt. Raunveruleik- inn var allt öðruvísi. Í byrjun renn- ur maður niður stóra rennibraut og endar í risastórri laug. Vatnið er ís- kalt sem okkur var ekki sagt. Síðan þurfti ég að klifra yfir fullt af kössum í stórri laug fullri af illa lyktandi leðju. Þar datt ég. Ég man bara að allt var ofan á mér og allar hindranirnar sem virtust vera skemmtilegar í sjónvarp- inu voru virkilega erfiðar og það var sársaukafullt að lenda á þeim.“ Ólafur Högni Ólafsson slasaðist við tökur íslensku Wipeout-þáttanna í Argentínu. Ólafur var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús þar sem hann eyddi 48 tímum því það hafði blætt inn á heila hans. Ólafur er ekki sá eini sem hefur slasast við gerð þáttanna. Mörg slys hafa orðið í erlendum útgáfum þáttanna. hitt málið Þetta helst - þessar fréttir bar hæst í vikunni Lán í gegnum pabba Glitnir lánaði eignar- haldsfélagi í eigu Wern- ers Rasmusson 20 millj- arða króna sem notaðir voru til að greiða niður skuldir félags í eigu sona hans Karls og Steingríms í fyrra. Bræðurnir voru meðal eigenda Glitnis og voru búnir að fá lán að því hámarki sem bankanum var heimilt að veita eigendum sínum og vensluðum fyrirtækjum og einstaklingum. Faðir þeirra tald- ist hins vegar ekki venslaður og fékk félagið Svartháfur, sem hann átti, lán hjá bankanum. Það félag lánaði síðan fyrirtæki sona hans fé sem notað var til að greiða upp erlent lán. Seinna var skuld Svartháfs við Glitni komin í 45 milljarða og stóð utan við þá rúmlega 43,9 milljarða króna skuld sem Milestone skilur eftir inni í Glitni. biskup í vanda Mál séra Gunnars Björnssonar valda leiðtogum kirkjunnar mikl- um vanda. Hann var settur í leyfi þegar stúlkur í sókn hans kærðu hann fyrir kynferðisbrot en þrátt fyrir að hann hafi verið sýknaður dróst að hann væri settur aftur í embætti sóknarprests á Selfossi. Þar ræður miklu að talsverð and- staða er við endurkomu hans í sókninni. Málið hefur reynst Karli Sigurbjörnssyni biskupi erfitt og setti hann Sigurð Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti, í að leysa málið þegar biskupinn fór af landi brott. Tíu prestar hafa undirritað bréf til biskups þar sem hann er hvattur til að virða niðurstöðu dómstóla og láta séra Gunnar snúa aftur úr leyfi. dýrkeyptir eignamenn Sú ákvörðun stjórnvalda að verja innistæð- ur í íslenskum útibúum íslensku bankanna en andstaða við að gera það sama í erlendum úti- búum bankanna gæti litið illa út komi til málsóknar Breta og Hollendinga gegn trygg- ingasjóði innistæðueigenda vegna vangoldinna Icesave- skuldbindinga. „Sjóðurinn getur því átt von á málsókn á hendur sér og sömuleiðis ríkið fyrir að mismuna innistæðueigendum eftir staðsetningu,“ segir í áliti efnahags- og viðskiptaráðuneytisins fyrir helgi. Lilja Mósesdótt- ir, þingkona VG, segir að íslensk stjórnvöld hafi gengið of langt í að tryggja hag íslenskra innstæðueigenda; aðgerðir ríkisins hafi verið of víðtækar og skattgreiðendur í raun látnir ábyrgjast háar og lágar inni- stæður og þar með allan skaðann af hruni einkabankanna. 2 3 1 2 föstudagur 16. október 2009 fréttir 2 miðvikudagur 14. október 2009 fréttir Glitnir þarf að afskrifa stóran hluta af 45 milljarða króna skuld eignarhalds- félagsins Svartháfs við bankann, sam- kvæmt heimildum DV. Krafa Glitnis á hendur Svartháfi nam 45 milljörðum króna í sumar en samkvæmt heimild- um DV var hún gerð upp í lok sum- ars. Líklegast er að krafan hafi verið gerð upp með miklum afföllum fyrir bankann. Skuld Svartháfs er meðal ann- ars tilkomin vegna þess að félagið, sem er í eigu Werners Rasmusson, föður Karls og Steingríms Werners- sona, fyrrverandi eigenda eignar- haldsfélagsins Milestone, tók lán hjá Glitni í fyrra upp á 20 milljarða króna til að lána eignarhaldsfélagi í eigu bræðranna fyrir skuld við fjárfest- ingabankann J.P. Morgan. Svartháfur hét áður ELL 150 og Gleypnir og var stofnað af Erlendi Gíslasyni og Gunnari Sturlusyni hjá lögmannsstofunni Logos í janúar árið 2008, samkvæmt stofnskjölum félagsins. Svartháfur er skráður til heimilis á Suðurlandsbraut 12, líkt og flest önnur eignarhaldsfélög þeirra bræðra, en lögheimili þess var skráð í Jötunssölum 2, heimili Werners föð- ur þeirra, þar til í apríl í fyrra þegar lögheimilið var fært á Suðurlands- brautina. Svartháfur hefur ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2008. Nafnabreytingar í ársbyrjun Í febrúar 2008 voru Werner Rassmus- son og kona hans Kristín Sigurðar- dóttir kjörin í stjórn og varastjórn félagsins. Nafni félagsins var á sama tíma breytt úr ELL 150 í Svartháfur. Í tilkynningu til Fyrirtækjaskrár um breytinguna á stjórninni er hins veg- ar strikað yfir nafnið Gleypnir með penna og nafnið Svartháfur sett í staðinn, eins og félagið hafi átt að heita Gleypnir en að svo hafi því ver- ið breytt á síðustu stundu. Lögheim- ili Svartháfs var svo fært frá Jötuns- sölum á Suðurlandsbraut 12 í apríl í fyrra, samkvæmt tilkynningu til Fyr- irtækjaskrár sem aðstoðarforstjóri Milestone, Jóhannes Sigurðsson, skrifaði undir ásamt Werner Rasm- usson. Tengsl Svartháfs og Milestone eru því nokkur þó eigendurnir hafi ekki verið þeir sömu. 45 milljarða skuld Svartháfs stend- ur utan við þá rúmlega 43,9 milljarða króna skuld sem Milestone skilur eft- ir inni í Glitni. Skuldir þessara tveggja félaga og dótturfélaga þeirra við Glitni nema því nærri 90 milljörðum króna. Heildarskuldir Milestone nema tæpum 80 milljörðum króna og var gert ráð fyrir því í nauðasamningum félagsins, sem hefur verið hafnað, að kröfuhafarnir fengju um 6 prósent upp í kröfur sínar en eignir félags- ins voru einungis metnar á um fimm milljarða. Því má reikna með að feðg- arnir, Werner, Steingrímur og Karl, eigi ekki til þær upphæðir persónu- lega sem til þarf til að greiða skuldir Svartháfs, enda er ekki vitað til þess að einhver þeirra sé í persónulegum ábyrgðum vegna skuldanna. Greiddu niður lán til J.P. Morgan Skuldir Svartháfs við Glitni eru með- al annars tilkomnar vegna þess að skömmu eftir að félagið tók upp nafnið Svartháfur í febrúar í fyrra tók félagið lán frá Glitni upp á um 20 milljarða króna til að greiða lán Rac- on Holdings II, sem eignarhaldsfélag Karls og Steingríms, Milestone, réð í gegnum annað eignarhaldsfélag sitt, Þátt, við fjárfestingarbankann J.P. Morgan. Lán Racon hjá J.P. Morgan var tilkomið út af kaupum Racon á fé- lagi sem hét Innvik, sem síðar var endurskírt Moderna Finance AB. Á þeim tíma var J.P. Morgan hins veg- ar orðinn órólegur um að lán Racon fengist ekki greitt og vildu ekki end- urnýja lánasamninginn þegar hann gjaldféll, ástæðan var meðal annars að þá þegar voru blikur á lofti í ís- lensku efnahagslífi og kippti bank- inn því að sér höndum með því að neita að endurnýja lánasamninginn. Fjárfestingafélagið Gnúpur, sem var í eigu Kristins Björnssonar og Magn- úsar Kristinssonar, hafði lent í erf- iðleikum í árslok 2007 og eru þeir fjárhagserfiðleikar af mörgum tald- ir marka upphaf íslenska efnahags- hrunsins. Því þurftu eigendur Rac- on, Karl og Steingrímur, að finna aðrar leiðir til að greiða J.P. Morgan lánið. Wernerssona Karl Wernersson GLITNIR ÞARF AÐ AFSKRIFA SKULDIR WERNERSMANNA HvAÐ ER SvARTHáFUR? Svartháfur er eignarhaldsfélag sem stofnað var í ársbyrjun árið 2008. Heimildir DV herma að það hafi verið stofnað í ársbyrjun til að fá lán til að greiða skuldir félags í eigu Karls og Steingríms Wernerssona. Félagið er í eigu Werners, föður þeirra, og var lögheimili þess heima hjá honum. Heimilisfang Svartháfs er hins vegar í fyrrverandi höfuðstöðvum Milestone á Suðurlandsbraut 12. Félagið skuldar Glitni 45 milljarða króna og hefur átt sér stað uppgjör á skuldinni. Ekki er vitað hvernig uppgjörið var gert en afar ólíklegt er að skuldin hafi verið greidd upp að fullu. Því má búast við að eitthvað hafi verið afskrifað af skuldunum.Félagið dregur nafn sitt af lítilli hákarlategund sem kallast Svartháfur eða Black Dogfish á ensku. Svartháfurinn lifir á miklu dýpi, 180 til 1.600 metrum, og er ekki talinn mannýgur. Heimkynni hans eru aðallega í Vestur- og Norður-Atlantshafi, meðal annars við strendur Grænlands og Íslands. Svartháfurinn er, eins og nafnið gefur til kynna, svartur á lit og hafa augu hans aðlagast myrkrinu á hafsbotninum. Því getur hann séð betur í myrkri en aðrar hákarlategundir. Ekki er vitað af hverju Svartháfsnafnið var valið fyrir félagið. Eitt af mörgum ELL-félögum Svartháfur, áður ELL 150, er einungis eitt af mörgum félögum sem upphaflega hafa borið nafnið ELL sem lögmannsstofan Logos hefur stofnað á liðnum árum. Annað dæmi um slíkt félag er ELL 182 sem Logos stofnaði og seldi til Bakka-bræðra, Lýðs og Ágústs Guðmundssona. ELL 182 keypti síðar hlut Exista, sem er í meirihlutaeigu þeirra bræðra, í Bakkavör í fyrrahaust en fyrir áttu þeir meirihluta í Bakkavör. Salan hefur valdið miklum deilum meðal kröfuhafa og eigenda Exista en kröfuhafarnir hafa kært eigendur Exista fyrir hana. Bæði ELL 150 og ELL 182 hafa nú skipt um nafn líkt og sum önnur þeirra ELL-félaga sem Logos hefur selt á liðnum árum. Werner hefur áður komið við söguWerner Rasmusson, faðir Karls og Steingríms, hefur áður komið við sögu í umfjöllun fjölmiðla um viðskipti þeirra bræðra. Þannig greindi DV frá því í september að í endurskoðendaskýrslu Ernst & Young um Milestone hefði verið bent á að félagið hefði greitt skatta fyrir Werner upp á 8,5 milljónir króna. Skiptastjóri þrotabús Milestone, Grímur Sigurðsson, þarf meðal annars að taka afstöðu til þess hvort sú greiðsla hafi verið eðlileg. Werner kom hins vegar af fjöllum þegar DV spurði hann um skattgreiðslurnar. Ekki er vitað hvort Werner hafi vitað til hvers Svartháfur var notaður en undirskrift hans er á samþykktum félagsins sem DV hefur undir höndum. INGI F. VILhJáLMssoN blaðamaður skrifar ingi@dv.is stórskuldugt félag Félag í eigu föður Karls og Steingríms Wernerssona, Svartháfur, skuldar Glitni 45 milljarða króna sem ekki er lengur að finna í lánabókum bankans. Karl Wernersson vill ekki ræða um hvernig skuldin hafi verið gerð upp. heimkynni svartháfs Eignarhaldsfélagið Svartháfur er skráð til heimilis á Suðurlandsbraut 12 en þar voru höfuðstöðvar Milestone áður en félagið fór í greiðslu-stöðvun og var síðar tekið til gjaldþrotaskipta. Tíu prestar skrifuðu undir bréf sem þeir sendu Karli Sigurbjörnssyni, biskupi Íslands, nýverið þar sem þeir skoruðu á hann að fara eftir lög- um landsins. Það ætti biskup að gera með því að hleypa séra Gunnari Björnssyni aftur í stól sóknarprests á Selfossi. Til enn frekari stuðnings við séra Gunnar hefur verið boðað til stuðningsfundar á föstudagskvöld. Séra Gunnar var sýknaður af ákærum um kynferðislega misnotk- un ungra sóknarbarna hans. Bisk- upinn hefur aftur á móti verið hik- andi í afgreiðslu þess hvort Gunnar fái að snúa aftur í sitt gamla starf og því hefur presturinn verið í leyfi fram til þessa. Leyfi Gunnars rennur út á morgun, fimmtudag, og þá ætti hann að snúa aftur, á 65 ára afmæl- isdegi sínum. Heimildir DV herma aftur á móti að Biskupsstofa leiti sátta við séra Gunnar og verið sé að finna honum annað starf. Biskupi getur reynst erfitt að færa Gunnar nema með samþykki hans og því er beðið átekta með hver viðbrögð prestsins verða. Biskup í klandri „Það liggur alveg fyrir að við viljum fá hann til baka. Biskupsstofa getur ekki fært hann nema með hans sam- þykki, það er ekkert vald sem getur breytt því. Nú er stóra spurningin hvað séra Gunnar vill gera. Biskup- inn er kominn í mikið klandur. Hann má aldeilis gá að sér ef hann ætlar að fara gegn lögum,“ segir Guðmundur Kristinsson, stuðningsmaður séra Gunnars Björnssonar sóknarprests í leyfi, sem er einn skipuleggjenda stuðningsfundarins. Fundurinn verður haldinn klukk- an 20 á föstudag á Hótel Selfossi og Guðmundur segir alla velkomna. „Það er öll þjóðin hjartanlega vel- komin á fundinn. Þarna verður góð stemning. Ég get lofað því að þetta verður spennandi fundur og þang- að ætlar fjöldi sóknarpresta af landinu að mæta. Gunn- ar er ánægður með fram- takið, það hefði enginn nema hann getað staðið þetta af sér,“ segir Guð- mundur. Skiptar skoðanir Þórir Stephensen, fyrr- verandi dómkirkju- prestur og stuðnings- maður séra Gunnars, er meðal þeirra 10 presta sem skora á biskup- inn. Hann vonast til að geta mætt á fyrirhugaðan stuðningsfund. „Ég er í hópi annarra presta og við skor- um á biskup að hlýða dómstólum. Það voru prestar sem vildu ekki skrifa þarna und- ir. Menn skipt- ast í flokka. Mér finnst nú sjálfum að hlýða eigi lands- lögum. Rétturinn er Gunn- ars meg- in og við styðjum að hann fái að snúa aftur til sinna starfa,“ segir Þórir. „Mig langar til að mæta. Ég hef lengi beðið eftir tækifæri þar sem ekki bara þeir sem eru á móti Gunn- ari fái tækifæri til að segja frá sínu áliti.“ Biskup hefur ekki veitt prestun- um tíu formlegt svar við áskoruninni. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fengust ekki svör frá Karli Sigurbjörnssyni, biskupi Íslands, við vinnslu fréttar- innar. Hið sama má segja um séra Gunnar sjálfan. Samkvæmt heimildum DV eru prestarnir Auður Eir Vilhjálmsdótt- ir, Guðmundur Þorsteinsson, fyrr- verandi prófastur, Jón Ragnarsson, prestur í Hveragerði, og séra Valgeir Ástráðsson. Margir prestar styðja séra Gunnar og vilja fá hann aft- ur. Einnig óttast sum- ir prestar nornaveið- ar verði dómskerfið sniðgengið. Þannig kynni mál séra Gunn- ars að verða fordæmi þess að prestar verði hraktir úr starfi vegna ásakana, jafnvel þótt þeir séu hreinsaðir af þeir. fréttir 14. október 2009 miðvikudagur 3 UPPREISN GEGN BISKUPI Biskup í bobba Tíu prestar skora á biskupinn að hlíta landslögum og leyfa séra Gunnari að snúa aftur til fyrri starfa. Gunnars Björnssonar Karli Sigurbjörnssyni TrauSTi hafSTeinSSon blaðamaður skrifar: trausti@dv.is „Jafnt og þétt er þetta heldur að auk- ast, það er alveg klárt. Það er tölu- vert að streyma inn til okkar núna,“ segir Karl Sigurðsson, sviðsstjóri hjá Vinnumálastofnun. Hann bendir þó á að heldur minna hafi verið um at- vinnuleysi í síðasta mánuði en ótt- ast var. Hjá Vinnumálastofnun hefur ver- ið nóg að gera undanfarið og nokk- ur aukning hefur verið síðustu vikur. Undanfarna daga hafa nærri 50 ein- staklingar skráð sig á atvinnuleysis- skrá hjá stofnuninni dag hvern og nú er svo komið að tæplega fimmt- án þúsund einstaklingar eru á skrá, 14.909 eintaklingar nánar tiltekið. Aðspurður segir Karl fleiri karla skrá sig þessa dagana en konur. Hann reiknar þó með breytingu á því á næstunni. „Það eru aðallega eldri karlmenn sem hafa núna verið að skrá sig, heldur fleiri en konur. Við erum síðan að búast við því að fari að streyma inn úr opinbera geiran- um og þá gætu það verið hlutfalls- lega konur í meira mæli. Við reikn- um með aukningu jafnt og þétt, hlutfallslega meira af eldra fólki og búum okkur undir að það verði kon- ur í meira mæli,“ segir Karl. „Sé horft yfir lengri tíma er hlut- fallslega meira eldra fólk komið á skrá hjá okkur. Það var eiginlega helst í upphafi sem unga fólkið var að skrá sig en það mynstur hef- ur breyst. Við erum meðvituð um að klárleg aukning er að eiga sér stað og næstu mánuðir gætu orð- ið þungir vegna uppsagna hjá hinu opinbera.“ trausti@dv.is Karlar streyma inn á skrárnar eldri menn Undanfarið hefur einna helst borið á ný- skráningum eldri karlmanna. Lánuðu ekki til venslaðra aðila Ástæðan fyrir því að Svartháfur fékk lánið frá Glitni var sú að á þessum tíma voru eigendur Milestone, þeir Karl og Steingrímur, og félög í beinni og óbeinni eigu þeirra búnir að full- nýta lánaheimildir sínar hjá Glitni, að sögn heimildarmanns DV sem þekkir vel til viðskipta Karls og Stein- gríms. Bræðurnir voru hluthafar í Glitni á þessum tíma. „Til þess að fara í kringum þetta lánaði Glitnir þessu félagi [Innskot blaðamanns: Svart- háfi] þessa peninga. Þetta félag lánaði þessa peninga svo til Racon Holdings II og voru þeir notaðir til að greiða upp skuldina við J.P. Morgan. Glitnir greiddi því í raun upp skuldina við J.P. Morgan en fór þennan hring til þess. Eftir stóð hins vegar skuld Svartháfs við Glitni,“ segir heimildarmaður DV en ekki er vitað að svo stöddu hvern- ig hinir milljarðarnir bættust ofan á þessa tuttugu. Heimildarmaður DV segir að þetta hafi þótt vera í lagi vegna þess að í lagalegum skilningi hafi félagið í eigu Werners, Svartháfur, ekki verið skil- greint sem venslaður aðili við Karl og Steingrím. Félag í eigu föður Karls og Steingríms gat því fengið lánið þó svo að félög í þeirra eigu gætu það ekki út af hinum fullnýttu lánaheimildum. Karl tjáir sig ekki Karl Wernersson vill aðspurður og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir blaða- manns ekki ræða um málefni Svart- háfs í samtali við DV. Því var lögð spurning fyrir hann í SMS-skeyti þar sem hann var spurður hvað hefði orð- ið um 45 milljarða skuld Svartháfs. Hann var spurður hvernig hefði ver- ið gengið frá þessari skuld og hvers vegna. Svar Karls við þessari fyrir- spurn var: „Hver er fréttin?“ DV náði ekki aftur sambandi við Karl eftir þetta. Ekki náðist í bróður Karls, Stein- grím, né í föður hans, Werner Rasmus- son, við vinnslu fréttarinnar. Að svo stöddu liggur því ekki almennilega fyrir hvernig skuldin við Glitni var gerð upp. ekki rætt í gögnum um Milestone Ekkert er rætt um málefni Svartháfs og láns félagsins hjá Glitni í gögnum um Milestone sem greint hefur verið frá í fjölmiðlum, endurskoðendaskýrslu Ernst & Young og skýrslu umsjónar- manns nauðasamninga félagsins, Jó- hannesar Alberts Sævarssonar. Ástæðan fyrir þessu er sú að mál- efni Svartháfs tengjast ekki beint málefnum Milestone af áðurnefnd- um ástæðum, jafnvel þó að pening- arnir sem Svartháfur fékk að láni hjá Glitni hafi verið notaðir til að lána fé- lagi í eigu Milestone-manna svo það gæti staðið í skilum við erlent fjár- málafyrirtæki. Hvorki Jóhannes né endurskoðendurnir höfðu aðgang að bókhaldi Racon Holdings II, félags- ins sem fékk lánið frá Svartháfi, og því ekki rannsakað lánveitingarnar til og frá Svartháfi. Samkvæmt heimildum DV veltu kröfuhafar Milestone hins vegar mik- ið fyrir sér himinháum lánveitingum frá Glitni til félagsins áður en nauða- samningum Milestone var hafnað og félagið var tekið til gjaldþrotaskipta fyrir skömmu. Ekki er því ólíklegt að málefni Svartháfs muni koma við sögu í framtíðinni hjá kröfuhöfum Milestone og kunna lánaviðskipti fé- lagsins að hafa einhver eftirmál. Í eigu föður Wernerssona Félagið Svartháfur er skráð á Werner Rasmusson, föður Karls og Steingríms. Félagið virðist hafa verið stofnað gagngert til að taka við láni frá Glitni upp á 20 milljarða sem bræðurnir gátu ekki tekið. hlýtur stuðning Séra Gunnar fær stuðning frá öðrum prestum og boðað hefur verið til stuðn- ingsfundar. Tíu prestar skrifuðu undir bréf sem þeir sendu Karli Sigurbjörnssyni, biskupi Íslands, nýverið þar sem þeir skoruðu á hann að fara eftir lög- um landsins. Það ætti biskup að gera með því að hleypa séra Gunnari Björnssyni aftur í stól sóknarprests á Selfossi. Til enn frekari stuðnings við séra Gunnar hefur verið boðað til stuðningsfundar á föstudagskvöld. Séra Gunnar var sýknaður af ákærum um kynferðislega misnotk- un ungra sóknarbarna hans. Bisk- upinn hefur aftur á móti verið hik- andi í afgreiðslu þess hvort Gunnar fái að snúa aftur í sitt gamla starf og því hefur presturinn verið í leyfi fram til þessa. Leyfi Gunnars rennur út á morgun, fimmtudag, og þá ætti hann að snúa aftur, á 65 ára afmæl- isdegi sínum. Heimildir DV herma aftur á móti að Biskupsstofa leiti sátta við séra Gunnar og verið sé að finna honum annað starf. Biskupi getur reynst erfitt að færa Gunnar nema með samþykki hans og því er beðið átekta með hver viðbrögð prestsins verða. Biskup í klandri „Það liggur alveg fyrir að við viljum fá hann til baka. Biskupsstofa getur ekki fært hann nema með hans sam- þykki, það er ekkert vald sem getur breytt því. Nú er stóra spurningin hvað séra Gunnar vill gera. Biskup- inn er kominn í mikið klandur. Hann má aldeilis gá að sér ef hann ætlar að fara gegn lögum,“ segir Guðmundur Kristinsson, stuðningsmaður séra Gunnars Björnssonar sóknarprests í leyfi, sem er einn skipuleggjenda stuðningsfundarins. Fundurinn verður haldinn klukk- an 20 á föstudag á Hótel Selfossi og Guðmundur segir alla velkomna. „Það er öll þjóðin hjartanlega vel- komin á fundinn. Þarna verður góð stemning. Ég get lofað því að þetta verður spennandi fundur og þang- að ætlar fjöldi sóknarpresta af landinu að mæta. Gunn- ar er ánægður með fram- takið, það hefði enginn nema hann getað staðið þetta af sér,“ segir Guð- mundur. Skiptar skoðanir Þórir Stephensen, fyrr- verandi dómkirkju- prestur og stuðnings- maður séra Gunnars, er meðal þeirra 10 presta sem skora á biskup- inn. Hann vonast til að geta mætt á fyrirhugaðan stuðningsfund. „Ég er í hópi annarra presta og við skor- um á biskup að hlýða dómstólum. Það voru prestar sem vildu ekki skrifa þarna und- ir. Menn skipt- ast í flokka. Mér finnst nú sjálfum að hlýða eigi lands- lögum. Rétturinn er Gunn- ars meg- in og við styðjum að hann fái að snúa aftur til sinna starfa,“ segir Þórir. „Mig langar til að mæta. Ég hef lengi beðið eftir tækifæri þar sem ekki bara þeir sem eru á móti Gunn- ari fái tækifæri til að segja frá sínu áliti.“ Biskup hefur ekki veitt prestun- um tíu formlegt svar við áskoruninni. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fengust ekki svör frá Karli Sigurbjörnssyni, biskupi Íslands, við vinnslu fréttar- innar. Hið sama má segja um séra Gunnar sjálfan. Samkvæmt heimildum DV eru prestarnir Auður Eir Vilhjálmsdótt- ir, Guðmundur Þorsteinsson, fyrr- verandi prófastur, Jón Ragnarsson, prestur í Hveragerði, og séra Valgeir Ástráðsson. Margir prestar styðja séra Gunnar og vilja fá hann aft- ur. Einnig óttast sum- ir prestar nornaveið- ar verði dómskerfið sniðgengið. Þannig kynni mál séra Gunn- ars að verða fordæmi þess að prestar verði hraktir úr starfi vegna ásakana, jafnvel þótt þeir séu hreinsaðir af þeir. fréttir 14. október 2009 miðvikudagur 3 UPPREISN GEGN BISKUPI Biskup í bobba Tíu prestar skora á biskupinn að hlíta landslögum og leyfa séra Gunnari að snúa aftur til fyrri starfa. Gunnars Björnssonar Karli Sigurbjörnssyni TrauSTi hafSTeinSSon blaðamaður skrifar: trausti@dv.is „Jafnt og þétt er þetta heldur að auk- ast, það er alveg klárt. Það er tölu- vert að streyma inn til okkar núna,“ segir Karl Sigurðsson, sviðsstjóri hjá Vinnumálastofnun. Hann bendir þó á að heldur minna hafi verið um at- vinnuleysi í síðasta mánuði en ótt- ast var. Hjá Vinnumálastofnun hefur ver- ið nóg að gera undanfarið og nokk- ur aukning hefur verið síðustu vikur. Undanfarna daga hafa nærri 50 ein- staklingar skráð sig á atvinnuleysis- skrá hjá stofnuninni dag hvern og nú er svo komið að tæplega fimmt- án þúsund einstaklingar eru á skrá, 14.909 eintaklingar nánar tiltekið. Aðspurður segir Karl fleiri karla skrá sig þessa dagana en konur. Hann reiknar þó með breytingu á því á næstunni. „Það eru aðallega eldri karlmenn sem hafa núna verið að skrá sig, heldur fleiri en konur. Við erum síðan að búast við því að fari að streyma inn úr opinbera geiran- um og þá gætu það verið hlutfalls- lega konur í meira mæli. Við reikn- um með aukningu jafnt og þétt, hlutfallslega meira af eldra fólki og búum okkur undir að það verði kon- ur í meira mæli,“ segir Karl. „Sé horft yfir lengri tíma er hlut- fallslega meira eldra fólk komið á skrá hjá okkur. Það var eiginlega helst í upphafi sem unga fólkið var að skrá sig en það mynstur hef- ur breyst. Við erum meðvituð um að klárleg aukning er að eiga sér stað og næstu mánuðir gætu orð- ið þungir vegna uppsagna hjá hinu opinbera.“ trausti@dv.is Karlar streyma inn á skr rnar eldri menn Undanfarið hefur einna helst borið á ný- skráningum eldri karlmanna. Lánuðu ekki til venslaðra aðila Ástæðan fyrir því að Svartháfur fékk lánið frá Glitni var sú að á þessum tíma voru eigendur Milestone, þeir Karl og Steingrímur, og félög í beinni og óbeinni eigu þeirra búnir að full- nýta lánaheimildir sínar hjá Glitni, að sögn heimildarmanns DV sem þekkir vel til viðskipta Karls og Stein- gríms. Bræðurnir voru hluthafar í Glitni á þessum tíma. „Til þess að fara í kringum þetta lánaði Glitnir þessu félagi [Innskot blaðamanns: Svart- háfi] þessa peninga. Þetta félag lánaði þessa peninga svo til Racon Holdings II og voru þeir notaðir til að greiða upp skuldina við J.P. Morgan. Glitnir greiddi því í raun upp skuldina við J.P. Morgan en fór þennan hring til þess. Eftir stóð hins vegar skuld Svartháfs við Glitni,“ segir heimildarmaður DV en ekki er vitað að svo stöddu hvern- ig hinir milljarðarnir bættust ofan á þessa tuttugu. Heimildarmaður DV segir að þetta hafi þótt vera í lagi vegna þess að í lagalegum skilningi hafi félagið í eigu Werners, Svartháfur, ekki verið skil- greint sem venslaður aðili við Karl og Steingrím. Félag í eigu föður Karls og Steingríms gat því fengið lánið þó svo að félög í þeirra eigu gætu það ekki út af hinum fullnýttu lánaheimildum. Karl tjáir sig ekki Karl Wernersson vill aðspurður og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir blaða- manns ekki ræða um málefni Svart- háfs í samtali við DV. Því var lögð spurning fyrir hann í SMS-skeyti þar sem hann var spurður hvað hefði orð- ið um 45 milljarða skuld Svartháfs. Hann var spurður hvernig hefði ver- ið gengið frá þessari skuld og hvers vegna. Svar Karls við þessari fyrir- spurn var: „Hver er fréttin?“ DV náði ekki aftur sambandi við Karl eftir þetta. Ekki náðist í bróður Karls, Stein- grím, né í föður hans, Werner Rasmus- son, við vinnslu fréttarinnar. Að svo stöddu liggur því ekki almennilega fyrir hvernig skuldin við Glitni var gerð upp. ekki rætt í gögnum um Milestone Ekkert er rætt um málefni Svartháfs og láns félagsins hjá Glitni í gögnum um Milestone sem greint hefur verið frá í fjölmiðlum, endurskoðendaskýrslu Ernst & Young og skýrslu umsjónar- manns nauðasamninga félagsins, Jó- hannesar Alberts Sævarssonar. Ástæðan fyrir þessu er sú að mál- efni Svartháfs tengjast ekki beint málefnum Milestone af áðurnefnd- um ástæðum, jafnvel þó að pening- arnir sem Svartháfur fékk að láni hjá Glitni hafi verið notaðir til að lána fé- lagi í eigu Milestone-manna svo það gæti staðið í skilum við erlent fjár- málafyrirtæki. Hvorki Jóhannes né endurskoðendurnir höfðu aðgang að bókhaldi Racon Holdings II, félags- ins sem fékk lánið frá Svartháfi, og því ekki rannsakað lánveitingarnar til og frá Svartháfi. Samkvæmt heimildum DV veltu kröfuhafar Milestone hins vegar mik- ið fyrir sér himinháum lánveitingum frá Glitni til félagsins áður en nauða- samningum Milestone var hafnað og félagið var tekið til gjaldþrotaskipta fyrir skömmu. Ekki er því ólíklegt að málefni Svartháfs muni koma við sögu í framtíðinni hjá kröfuhöfum Milestone og kunna lánaviðskipti fé- lagsins að hafa einhver eftirmál. Í eigu föður Wernerssona Félagið Svartháfur er skráð á Werner Rasmusson, föður Karls og Steingríms. Félagið virðist hafa verið stofnað gagngert til að taka við láni frá Glitni upp á 20 milljarða sem bræðurnir gátu ekki tekið. hlýtur stuðning Séra Gunnar fær stuðning frá öðrum prestum og boðað hefur verið til stuðn- ingsfundar. 2 þriðjudagur 13. október 2009 fréttir Hættan á málssókn Breta og Hol- lendinga vegna grófrar mismununar á íslenskum sparifjáreigendum ann- ars vegar og hollenskum og breskum hins vegar er mikil að mati efnahags- og viðskiptaráðuneytisins hafi ekki samist um Icesave-skuldirnar áður en lokafrestur til útgreiðslu rennur út 23. október næstkomandi. Lilja Mósesdóttir, þingkona VG, segir að íslensk stjórnvöld hafi geng- ið of langt í að tryggja hag íslenskra innstæðueigenda; aðgerðir ríkisins hafi verið of víðtækar og skattgreið- endur í raun látnir ábyrgjast háar og lágar innistæður og þar með allan skaðann af hruni einkabankanna. Lilja berst gegn breytingum á Icesave-fyrirvörum Alþingis, sem snerta hag breskra og hollenskra sparifjáreigenda. Hún sagði í þing- ræðu í síðustu viku að því hefði ver- ið fleygt að 10 prósent íslenskra fjármagnseigenda hefðu átt um 70 prósent af innstæðuupphæðinni sem skattgreiðendur tryggðu. „Með öðrum orðum, sú aðgerð að tryggja innstæður að fullu fól í sér mikla eignatilfærslu frá skatt- greiðendum til fjármagnseigenda sem birtist meðal annars í því að nú þarf ríkið að leggja ríkisbönkunum til um 200 milljarða í eigið fé. Auk þess var tekin sú ákvörðun að bæta fjármagnseigendum tap vegna pen- ingamarkaðssjóða bankanna og er talið að þessi ákvörðun hafi kostað skattgreiðendur að minnsta kosti um 200 milljarða. Sú staðreynd, að ekki var sett þak á upphæðina sem ríkið ábyrgðist varðandi bankainnstæð- ur, hefur leitt til þess að í dag er lít- ið svigrúm til þess að draga úr eigna- tilfærslunni sem átt hefur sér stað frá hruninu varðandi skuldara eða eignatilfærslu frá skuldurum til fjár- magnseigenda.“ Líklegt er að fjáraustur stórnvalda til að tryggja hag íslenskra innistæðu- og fjármagnseigenda líti illa út komi til málssóknar Breta og Hollendinga gegn Tryggingarsjóði innstæðueig- enda vegna vangoldinna Icesave- skulda. „Sjóðurinn getur því átt von á málssókn á hendur sér og sömuleið- is ríkið fyrir að mismuna innistæðu- eigendum eftir staðsetningu,“ segir í áliti efnahags- og viðskiptaráðuneyt- isins fyrir helgi. Ögurstund eftir 10 daga Oddvitar ríkisstjórnarinnar og emb- ættismenn reyna nú að semja við bresk og hollensk stjórnvöld um frest til þess að leysa Icesave-deiluna á Al- þingi á næstunni. Þann 23. október rennur út frestur til að greiða alla Icesave-skuldina og frekari fresti er ekki til að dreifa nema um það verði samið á pólitískum grundvelli. Í raun yrði um greiðslu- fall þjóðarinnar að ræða hafi ekki samist um hana eftir tíu daga. Íslensk, hollensk og bresk stjórn- völd hafa að undanförnu rætt breyt- ingar á fyrirvörum Alþingis við ríkisábyrgðinni á Icesave-skuldbind- ingunum. Samkvæmt heimildum DV er aðeins um orðalagsbreytingar að ræða varðandi efnahagsfyrirvar- ana. Fyrst og síðast eru Hollendingar og Bretar fastir fyrir varðandi trygg- ingar á endurgreiðslu lánanna sem þjóðirnar veita Tryggingarsjóði inn- stæðueigenda til að greiða upp Ice- save-skuldirnar. Vonlaust að standa við 23. október Engar líkur eru á því að frumvarp um breytingar á fyrirvörum Alþing- is verði lagt fram á þingi fyrr en und- ir næstu helgi og vonlaust er talið að málið verði afgreitt fyrir 23. október. Því leggja stjórnvöld ríka áherslu á að semja við hollensk og bresk stjórnvöld um pólitískt svigrúm til að ljúka málinu. Til þess að svo megi verða þarf Icesave-málið að vera í til- teknum farvegi sem miðar að lausn þess á þingi. Helstu forystumenn stjórnar- flokkanna telja vaxandi líkur á að breytingar á Icesave-fyrirvörunum renni í gegnum þingið. Hafni þingið breytingum, málið fari aftur í hnút, endurskoðun efnahagsáætlunar- innar í samstarfi við AGS tefjist að sama skapi, er ljóst að efnahagsskil- yrði þjóðarinnar versna til muna. Önnur og breytt ríkisstjórn þyrfti þá að glíma við enn meiri vanda hvort heldur það yrði með eða án sam- starfs við AGS. Þá blasir við að 700 milljarða Icesave-skuldin hverfur ekki við það að þingið og þjóðin neiti að greiða hana. Af samtölum DV við forystumenn ríkisstjórnarinnar má álykta að vax- andi líkur séu til þess að nýtt frum- varp verði afgreitt af þinginu von bráðar. Ekki sé ástæða til að ætla að Alþingi vilji axla þá ábyrgð að enda Icesave-deiluna í bullandi milliríkja- deilu við bresk en ekki síður hollensk stjórnvöld sem eru undir miklum þrýstingi heima fyrir. Seðlabankinn og viðskiptaráðuneytið spáðu einnig afar dökkum horfum ef ekki semdist. Óvissa er þó enn um stuðning Ögmundar Jónassonar og nokkurra annarra þingmanna VG. Litlar líkur eru þó til þess að Steingrímur J. Sig- fússon reyni aftur að tryggja stuðn- ing við breytingarnar fyrir fram. Málið er því í höndum þingsins. Á fyrir 2 prósentum af skuldinni Eins og áður segir eru engin tök leng- ur á því að framlengja frest þann sem Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta hefur fengið í liðlega heilt ár til þess að greiða út 700 milljarða Icesave-skuld við Breta og Hollend- inga, eða frá því bankakerfið hrundi. Eignir sjóðsins eru um 16,5 milljarðar króna. Hann hef- ur aðeins heimild til þess að greiða út þá upphæð og taka lán samkvæmt nánari fyrir- mælum svo sem gert er með lögunum um ríkisábyrgð á lánum til sjóðsins vegna Icesave-skuldanna. Eftir að Fjármála- eftirlitið viðurkenndi greiðsluskyldu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda gagnvart Lands- bankanum í byrj- un október í fyrra fékk sjóðurinn tveggja mánaða frest til þess að greiða út innstæðu- tryggingarnar. Þennan frest var unnt að framlengja, þó ekki lengur en til 23. október næstkomandi. Hafi ekki samist um annað Dekruðu við íslenska fjármagnseigen Jóhann hauksson blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Engin ríkisábyrgð Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, segir enga ríkisábyrgð á Icesave en svarar ekki hvernig tryggja eigi sparifjárinneignir. Lilja Mósesdóttir, VG „Sú aðgerð að tryggja innstæður að fullu fól í sér mikla eignatilfærslu frá skattgreiðendum til fjármagnseigenda sem birtist meðal annars í því að nú þarf ríkið að leggja ríkisbönkunum til um 200 milljarða í eigið fé.“ fréttir 13. október 2009 Þriðjudagur 3 Yfirvöld kirkjunnar reyna að færa séra Gunnar Björnsson til í starfi nú þegar aðeins tveir dag- ar eru þar til hann á að taka aftur við embætti sóknarprests í Sel- fosskirkju. Slíkt verður þó vart gert án hans samþykkis og er því reynt að semja við séra Gunnar. Séra Gunnar var settur í leyfi þegar stúlkur úr sókn hans kváðu hann hafa áreitt sig. Presturinn var ákærður en sýknaður. Þrátt fyrir það er málinu ekki lokið og gætir allnokkurrar andstöðu við það á Selfossi að hann snúi aftur sem sóknarprestur. Málið hefur reynst kirkjuyfirvöldum erfitt og hefur tafist ítrekað að ljúka því. Gunnar í fræðslustörf Heimildir DV herma að kirkjuyf- irvöld freisti þess nú að færa séra Gunnar til í starfi. Ein útfærsla sem hefur verið nefnd er að Karl Sigurbjörnsson, biskup Ís- lands, hafi tekið þá ákvörðun að færa Gunnar í fræðsluhlutverk í Skálholti. Hlutverk hans yrði að veita prestum umdæmisins leið- beiningar og fræðslu. Biskup fór hins vegar úr landi í gærmorgun og því kemur það í hlut Sigurð- ar Sigurðarsonar, vígslubiskups í Skálholti, að bjóða Gunnari hið nýja hlutverk. Hvorki Sigurður né Gunnar vildu kannast við þá útfærslu í gær. Ljóst er þó af svörum Sig- urðar vígslubiskups að ákveðn- ar þreifingar eru í gangi. „Málið er í biðstöðu og við þurfum að heyra hans hugmyndir um þetta. Hann á eftir að veita andsvar við þeirri hugmynd um hugsanlega tilfærslu í starfi. Ég veit ekki til þess að hann hafi hafnað öðru hlutverki. Við hljótum að vona að málin leysist yfir höfuð ef ein- hvers staðar er stirðleiki,“ bætir Sigurður vígslubiskup við. Að- spurður segist hann ekki geta sagt frá hvaða tilfærslu í starfi Gunnari sé boðin. „Ekki fengið bréf“ „Ég segi allt gott bara,“ sagði séra Gunnar Björnsson, sem ver- ið hefur í leyfi frá störfum sem sóknarprestur í Selfosskirkju, þegar hann var spurður um líð- an sína í gær. Leyfi hans frá störf- um rennur út á fimmtudag og að öllu óbreyttu snýr hann aftur til starfa þá. Í samtali við DV í gær sagð- ist Gunnar ekki kannast við fræðslustarfið í Skálholti. Að- spurður sagðist hann ekki hafa fengið neitt erindi um nýtt hlut- verk í Skálholti. „Þú segir mér bara fréttir. Nei, ég kannast í rauninni ekki við málið og hef ekki fengið bréf um þetta,“ segir Gunnar. Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti, kann- ast heldur ekki við að þessi hugmynd hafi komið upp. Að- spurður vísar hann því á bug að leyfi séra Gunnars hafi ver- ið framlengt. „Ég kem alveg af fjöllum. Það er ekkert til svona frágengið á nokkurn hátt. Ég hef aldrei heyrt þetta fyrr og það er bara þannig. Nú er ein- hver að reyna að spila með ykkur, því þetta er fjarri lagi,“ segir Sigurður. Gunnar væntir góðs Aðspurður hvað hann taki sér fyrir hendur þegar leyfi hans lýkur segist Gunnar ekkert vita. „Það liggur bara ekkert fyrir, á hvorugan veginn. Ekki hvort af því verði eða hitt. Þannig að ég veit bara ekkert um þetta. Ég vænti alls góðs, það geri ég allt- af,“ segir Gunnar að lokum. Gunnar Björnsson Reynt að færa séra Gunnar TRausTi hafsTEinsson blaðamaður skrifar: trausti@dv.is „Ég vænti alls góðs, það geri ég alltaf.“ Prestur að störfum Séra Gunnar tók að sér prestsverk meðan hann var í leyfi, við litla hrifningu Biskupsstofu. þann dag verður Tryggingarsjóður innstæðueigenda að greiða Hollend- ingum og Bretum af eignum sínum, um 16,5 milljarða króna, sem eru að- eins liðlega 2 prósent af heildarskuld- inni vegna Icesave-innlánanna. skyldur Tryggingarsjóðs ljósar Sigrún Helgadóttir, framkvæmda- stjóri Tryggingarsjóðs innstæðueig- enda og fjárfesta (TIF), segir ákvæði laga um sjóðinn skýr, hann greiði að- eins út í samræmi við eignir sínar. Stjórn hans er þó heimilt að taka lán hrökkvi eignir sjóðsins ekki til, telji hún brýna nauðsyn á því. Lágmarks- stærð sjóðsins skal nema 1 prósenti af meðaltali tryggðra innstæða á næst- liðnu ári. Nái heildareign ekki þessu lágmarki greiða viðskiptabankar og sparisjóðir gjald og veita ábyrgðar- yfirlýsingar svo sjóðurinn nái lág- marksstærð. Sigrún segir að þetta sé ekkert frábrugðið því sem ger- ist víða um lönd þótt mismun- andi háttur geti verið hafður á fjármögnun sjóðanna. „Komi til útgreiðslna úr sjóðnum yf- irtekur hann kröfu viðkom- andi á hendur hlutaðeigandi aðildarfyrirtæki eða þrota- búi. Komi til útgreiðslna úr sjóðnum vegna Lands- bankans/Icesave mun sjóðurinn því verða stór kröfuhafi í Landsbank- anum,“ segir Sigrún. Greiðsluskylda Áætlað hefur verið að eignir bankans dugi fyrir allt að 70 prósentum Icesave-skuld- arinnar og 250 til 300 milljarðar falli á endanum á íslenska ríkið. Ábyrgð ríkisins á Icesave teng- ist fyrst og fremst skyldum þess til að framfylgja tilskipun EES um inn- stæðutryggingar. Þessi skylda hefur verið viður- kennd allar götur frá bankahrun- inu sjálfu. Seint í október gaf Fjár- málaeftirlitið til dæmis út það álit sitt að frá og með 6. október í fyrra hefði Landsbanki Íslands ekki ver- ið fær um að inna af hendi greiðslu á andvirði innstæðna. „Samkvæmt 9. gr. laga um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta... hefur vegna ofangreindra tilvika stofnast til greiðsluskyldu Tryggingarsjóðs inn- stæðueigenda og fjárfesta gagnvart viðskiptavinum Landsbanka Íslands hf. sem ekki hafa fengið greiddar inn- stæður sínar, í samræmi við ákvæði laganna.“ Davíð og Árni samþykktu Árni Mathiesen, þáverandi fjármála- ráðherra, og Davíð Oddsson, þáver- andi formaður bankastjórnar Seðla- bankans, undirrituðu viljayfirlýsingu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn með smávægilegum breytingum þann 15. nóvember í fyrra. Í 9. grein yfirlýsingarinnar er skýrt kveðið á um skuldbindingar gagn- vart innstæðueigendum eins og Icesave: „Ísland hefur heitið því að virða skuldbindingar á grundvelli innstæðutryggingakerfisins gagn- vart öllum tryggðum innlánshöf- um. Þetta byggist á þeim skilningi að unnt verði að forfjármagna þess- ar kröfur fyrir tilstyrk viðkomandi er- lendra ríkja og að jafnt Ísland sem þessi ríki séu staðráðin í að efna til viðræðna á næstu dögum með það að markmiði að ná samkomulagi um nánari skilmála vegna þessarar for- fjármögnunar.“ Fjármálaeftirlitinu bar að tilkynna eftirlitsstofnunum í Hollandi og Bret- landi um tryggingar innlána og bóta- kerfi sem vernda áttu viðskiptavini útibúa Landsbankans. Fjármálaeftirlitið gat auk þess samkvæmt lögum bannað stofnun útibúa í Hollandi og Bretlandi ef það taldi sig hafa réttmæta ástæðu til að ætla að stjórnun og fjárhagsstaða Landsbankans væri ekki nægilega traust. Meginatriði er að hollensk og bresk stjórnvöld hafa nú þegar lagt út fyrir innistæðum sparifjáreigenda sem skiptu við útibú Landsbankans í báðum löndunum. Það var gert að undangengnum heitstrengingum og yfirlýsingum af hálfu íslenskra stjórnvalda um að lágmarksinnstæða á hverjum reikningi yrði greidd af Ís- lendingum. Með hliðstæðum hætti ábyrgðist íslenska ríkið allar innstæður spari- fjáreigenda hér á landi. „Og því hefur verið fleygt að 10 prósent fjármagnseigenda hafi átt um 70 prósent af innstæðuupphæðinni sem skattgreiðendur tryggðu.“ Dur setið á rökstólum Þingflokkur Samfylkingarinnar lagðist yfir stöðu mála í Skíðaskálanum í Hveradölum í gær. Ljósmyndara DV var bannað að fara inn og taka myndir. oddvitarnir Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfús-son leggja traust sitt á að ábyrgt Alþingi samþykki Icesave þótt það verði síðar en 23. október. mynD hEiða hElGaDóTTiR - RóBERT REynisson LiLja Katrín GunnarSdÓttir blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is SLYS á SLYS ofan „Ó, já! Þú sérð tækin gera út af við fólk.“ Hlægilegt en sársaukafullt Áhorfend- ur skemmta sér konunglega þegar þeir sjá ófarir annarra í Wipeout en brautin er mjög erfið. Eins og í hryllings- mynd Í Íslandi í dag á mánudaginn var viðtal við Ólaf þar sem hann sýndi blóðrauð augu. jafnar sig Ólafur er kominn aftur heim til Íslands og er á batavegi samkvæmt heimildum DV. DV tók viðtal við Ólaf á síðasta ári þar sem hann er einn fjölmargra homma sem æfa íþróttir á Íslandi. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf Laugavegi 178, 105 Rvk sími 551-3366 www.misty.is opið mán-fös 10-18, lau 10-14 Teg. 81103 - létt fylltur og flottur í BC skálum á kr. 3.950,- buxur í stíl á kr. 1.950,- Teg. 42027 - mjög haldgóður í CDE skálum á kr. 3.950,- buxur í stíl á kr. 1.950,- Teg. 42022 - nettur og flottur í BCD skálum á kr. 3.950,- buxur í stíl á kr. 1.950,- Teg. 81103 Teg. 42027 Teg. 42022
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.