Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2009, Page 21
gert. Hvort sem fólk er í annarlegu
ástandi eður ei. Ég þekki fíkla úti um
allt og þeir segja allir að fíkill passi
fíkil sem á pening. Og dóttir mín átti
nægan pening. Það er eitthvað sem
er ekki í lagi.
Þessi plögg skipta ekki máli því
hún var fíkill. Fíklar eru fimmta
flokks fólk. Það er eins og dauði
hennar skipti ekki máli. Ég veit sjálf
að fíklar eru með byssuhlaupið við
hausinn á sér en ég vil réttlæti. Þeg-
ar ég kom með skjölin til lögregl-
unnar í vikunni sagði einn lögreglu-
maðurinn við mig að fíklar gerðu
allt fyrir peninga. Þá brast eitthvað
inni í mér. Mælirinn sprakk ekki -
hann gaf sig. Ég fékk nóg. Ég er búin
að láta valta yfir mig frá A til Ö og
hef tekið öllu en þetta var nóg. Þetta
snerist ekki um peninga. Í augum
lögreglunnar er fíkill bara fíkill sem
gerir allt til að fá efnið sitt.“
Skilur lögregluna
Jóhanna veit ekki hve mikið meira
hún getur gert og er alls ekki reið
lögreglunni.
„Ég er ekki með neitt hatur. Ég get
ekkert meira gert í rauninni. Ég skil
lögregluna. Þeir eru í aðstöðu þar
sem þá vantar meira afl og vinnu.
En þegar var komið illa fram við mig
og dóttur mína því hún var fíkill fékk
ég nóg. Ég held að það spili inn í að
við pabbi hennar erum alkóhólistar.
Lögreglan segist ekki fara í mann-
greinarálit en ég held að þeir geri
það samt. Það er ekki sama Jón og
séra Jón. Ég er ekkert reið lögregl-
unni. Ég er bara reið yfir þessu þjóð-
félagi og hvernig þetta er orðið. Ég
kalla Ísland bara litlu Kúbu. Svona
á manni ekki að líða því ég veit að
þetta var ekki eðlilegur dauðdagi.“
Hafði viljann
Jóhanna kallar Lísu sparifíkil. Hún
hafi átt allt til alls, nægan pening en
sprautaði sig með eiturlyfjum. Að
sögn móður hennar var hún mikið
edrú en tók síðan nokkra daga í einu
þar sem hún neytti fíkniefna, ekki
ólíkt túrum sem alkóhólistar taka.
„Þetta er stelpa sem var búin að
kaupa sér þvottavél, ísskáp, þurrk-
ara, rúm – allt í búið. Nema íbúð-
ina. Hún keypti sér bíl um leið og
hún fékk bílpróf. Hún var alltaf að
taka sig á og var alltaf í prógrammi.
Hún hafði viljann. Ég veit ekki hvort
fíknin hafi verið svona sterk. Hún
var rosalega áhrifagjörn. Ég er mjög
áhrifagjörn þannig að ég þekki til-
finninguna. Það er mjög slæmt sér-
staklega þegar maður lendir í slæm-
um félagsskap.“
Ekkert hægt að gera
Hún segir það ekki skipta máli að
Lísa var alin upp við alkóhólisma á
heimilinu.
„Það breytir engu hvort krakki
kemur frá heimili sem er alkóhól-
ismi á eða ekki. Þetta er félagsskap-
urinn. Systir mín átti fimm börn með
manni sem var mjög mikill alkóhól-
isti. Þau hafa aldrei reykt eða drukk-
ið. Ekkert af þeim. Þetta snýst bara
um félagsskapinn. Ef ég hefði alist
upp við alkóhólisma hefði ég ekki
drukkið eða reykt. Ég er eini svarti
sauðurinn af öllum sjö krökkunum,“
segir Jóhanna. Hún reyndi margoft
að hjálpa Lísu en ekkert gekk.
„Þegar unglingurinn er kominn
út á þessa braut geturðu alveg eins
talað við vegg. Það eina sem mað-
ur getur gert er að vera til staðar og
vona. Þú getur ekkert gert. Þetta er
bara staðreynd. Það vita það all-
ir sem hafa lent í þessu. Ég fór fjöl-
margar ferðir að leita að henni og
auglýsa eftir henni. Það breytir
engu. Ef þau ætla sér þetta gera þau
það. Þetta er það sem þjóðfélagið í
dag er búið að bjóða upp á. Krakk-
ar eru aldir upp á leikskólum, síðan
fara þau í skóla, þaðan á skóladag-
heimili og þau eiga kannski tvo til
þrjá klukkutíma með foreldrum sín-
um á dag ef það nær því.“
Rússnesk rúlletta
Jóhönnu verður hugsað til Lísu á
hverjum degi og heldur því fram
að það verði að breyta hugarfari
fólks gagnvart fíklum svo hægt sé að
bjarga þeim.
„Það eru hrikalega margir fíkl-
ar á aldrinum tvítugt til þrítugt sem
hafa dáið á þessu ári. Ég held að það
fyrsta sem verði að breytast er að
löggjöfin horfi ekki bara á fíkla sem
fimmta flokks fólk af því að það er
enginn eins. Auðvitað er slæmt að
vera sprautufíkill en hver er mun-
urinn á að sprauta sig, taka í nef-
ið, taka töflur og drekka brennivín?
Ef þú ert alki þá ertu alki. Ef ég tek
flösku og stúta henni gæti ég dáið.
Maður er alltaf að spila rússneska
rúllettu. En það þarf ekki að dæma
fíkla svona rosalega gróft eins og var
gert með dóttur mína. Hún var ekki
alveg eins og þeir héldu.“
fréttir 16. október 2009 föstudagur 21
„Hún Lísa mín kemur
aldrei til baka.“
„Allt sem hún gerði, gerði hún vel.“
Lísa Arnardóttir fæddist 7. ágúst 1988 og lést 15.
september 2009. Hún ólst upp við alkóhólisma þar sem
báðir foreldrar hennar eru alkóhólistar. Sem barn var
hún afar orkumikil, lífsglöð og ávallt brosandi. Hún var
lágvaxin, rosalega hraust og hörkudugleg. Hún var afar
listræn, skrifaði mikið af ljóðum, málaði, saumaði, leiraði
og þar fram eftir götunum.
„Það er ótrúlegt allt sem hún hefur búið til. Eins og ég
skrifaði í minningargreinina þá sagði hún einu sinni
við mig að hana langaði í gervileðurbuxur. Ég trúði
því ekki að hún gæti saumað þær en hún fór út í búð,
keypti efni og saumaði buxurnar. Það var eins og þær
væru keyptar út úr búð. Ég bara trúði því ekki. Allt sem hún gerði, gerði
hún vel,“ segir Jóhanna. Lísa ætlaði í listnám eftir áramót á Íslandi og á
Jóhanna fjölmarga muni sem hún hefur búið til. Þær mæðgur voru afskaplega
nánar og góðar vinkonur alla tíð.
„Við vorum eins og köttur og mús. Við vorum mjög nánar og gátum treyst hvor
annarri en við rifumst eins og hundur og köttur. Við töluðum rosalega hátt þegar
við töluðum. Hún var skellibjalla eins og ég. Alveg eins í skapinu. Þess vegna var
hún svona klár.“
Vill réttlæti. Jóhanna telur að andlát Lísu sé sakamál. Hún vill að lögreglan rannsaki
málið. SigtRygguR ARi JóHAnnSSon
uppáhaldsteppið Útför Lísu var gerð frá Hafnarfjarðarkirkju 25. september. Á gröf
hennar setti móðir hennar uppáhaldsteppið hennar sem hún hengdi upp á vegg
hvar sem hún var. Mynd úR EinkASAfni
Hafði allt til alls Lísa leigði með
frænda sínum síðustu mánuðina. Hún
átti allt til alls og var búin að kaupa sér
nánast allt í búið. Mynd úR EinkASAfni