Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2009, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2009, Side 25
Hver er maðurinn? „Eyþór Árnason. 55 ára gamall, uppalinn í Skagafirði og hef lengi unnið á Stöð 2 og Sagafilm.“ Hvað drífur þig áfram? „Lífið sjálft.“ Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? „Ég er eins og kötturinn þeirra Bakkabræðra. Ég ét allt. Ef ég ætti að velja eitthvað þá væri það saltkjöt og baunir.“ Hver er uppáhaldsbókin? „Þær eru ótrúlega margar en Íslandsklukkan finnst mér alltaf frábær.“ Hefur þú skrifað bók áður? „Nei. Þetta er fyrsta bókin.“ Hvernig kom til að þú skrifaðir ljóðabók? „Ég hef verið að stunda þetta á kvöldin mér til skemmtunar. Búa til einhverjar skrýtnar vísur fyrir félagana. Svo var þetta farið að ágerast og þá ákvað ég að henda inn handriti þegar ég sá auglýsingu um ljóðasam- keppni.“ Hvað þýða þessi verðlaun fyrir þig? „Ég er ógeðslega glaður og mont- inn yfir þessu. Þetta er mikill heiður.“ Er þetta byrjunin á einhverju meira? „Hver veit? Þetta er hvatning til að halda áfram. Það hafa liðið mörg ár á milli bóka hjá mörgum góðum skáldum.“ Þú yrkir um Clint Eastwood. Af hverju? „Hann hefur alltaf verið hetja hjá mér í bíómyndum.“ Hvort er skemmtilegra að vera fyrir aftan vélarnar eða fyrir framan? „Ég veit það ekki alveg. Ég þarf að byrja að venjast því að vera fyrir framan vélarnar. Ég sting mér stundum fram fyrir vélina þegar þarf að redda einhverju. En ætli ég sé ekki skárri fyrir aftan vélarnar.“ Var gaman að vinna með Fóstbræðrum? „Það var frábært að vinna með þeim. Það var ótrúlegur og einstakur tími. Erfitt en gefandi þar sem vinátta myndaðist sem endist.“ Hvað er á döfinni? „Fá sér kaffi og fara í bæinn. Svo er ég að vinna í grínseríunni Marteinn sem verður á RÚV.“ Hvernig Heldur þú að veturinn verði? „Hann verður bara mjög góður. Fólk hefur vonandi lært af mistökum og við komumst út úr þessu í vetur.” ÁgústínA Jónsdóttir 60 ÁRa kENNaRi „Ég veit það eiginlega ekki. Hann verður örugglega kaldur og við eigum eftir að hafa það ömurlegt út af kreppunni.“ tómAs sVErri BAkEr 14 ÁRa NEMi „Hann verður vonandi góður. Ég vona að það verði mikill snjór og við Íslendingar eigum eftir að lifa þetta af, eins og við höfum alltaf gert.“ róBErt dAði HElgAson 23 ÁRa VaktStjóRi HjÁ StRætó „Hann verður kaldur og erfiður. Ég held að þetta verði örugglega erfitt hjá sumum.“ Jón guðmAnn PÁlsson 14 ÁRa NEMi Dómstóll götunnar EyÞór ÁrnAson fékk Bók- menntaverðlaun tómasar Guð- mundssonar árið 2009 fyrir Hundgá úr annarri sveit. Þar yrkir hann um allt milli himins og jarðar og er húmorinn aldrei langt undan. Eastwood alltaf vErið hEtjan mín „Vonandi verður veturinn bara góður. Vonandi rætist úr kreppuástandinu og þetta verður allt gott á endanum. Þarna niðri í Stjórnarráði verða þeir þó að fara að gera eitthvað.“ JAkoB ingimundArson 27 ÁRa StaRFSMaðuR SkÁtaMiðStöðVaRiNNaR Í ÁRBæNuM maður Dagsins Nú detta hrunamyndirnar yfir okkur ein af annarri, og er ekki að undra. Undanfarna áratugi hafa sagnfræð- ingar og listamenn þurft að sækja ansi langt aftur til þess að finna sög- ur af umbrotatímum í lífi þjóðar- innar. Nú þarf ekki að líta lengra aft- ur en nokkra mánuði (eða kannski klukkutíma, ef því er að skipta). Guðni Th. Jóhannesson hefur orðið nokkurs konar opinber sagn- fræðingur hrunsins, og er bók hans Hrunið helsta heimildin enn sem komið er um titilatburðinn. Ríkis- sjónvarpið sýnir nú þætti sem eru byggðir á bókinni. Ásakanir Davíðs og Jóns Ásgeirs ganga hér á víxl og það er ógnvekjandi að átta sig á því að örlög þjóðarinnar voru í höndum tveggja manna sem lögðu fæð hvor á annan. Hvort yfirtaka Glitnis var skynsamleg eða ekki er ómögulegt að segja. Ljóst er að hún hafði ekki þau áhrif sem vonast var eftir, í stað þess að koma í veg fyrir hrun banka- kerfisins fylgdi það hrun í kjölfarið. Á hinn bóginn þurfti að binda enda á vitleysuna í bankakerfinu, en það hefði þurft að gera mikið fyrr. Sá sem kemur þó verst út úr þátt- unum er Geir Haarde. Hann virð- ist haldinn nánast sjúklegri þörf til þess að segja ósatt, og það er kóm- ískt þegar hann lýsir því yfir trekk í trekk að miðnæturfundir með helstu frammámönnum viðskiptalífsins kvöld eftir kvöld séu „ósköp eðli- legir“. Haarde virðist koma kjána- legastur út úr hruninu og opnunar- skot myndarinnar Guð blessi Ísland festir það álit í sessi. Ekki þarf meira til en bros Geirs í upphafi myndar til þess að allur salurinn fari að hlæja. guð hjálpi þér Þar fyrir utan mistekst mynd- inni að segja mikið um hrun- ið. Fylgst er með einni löggu og tveimur mótmælendum við dagleg störf, á milli þess sem sýndar eru fréttamyndir frá mótmælunum. Vissulega er gam- an að sjá bylting- una í bíó, en hún virkar best sem póstkort fyrir þá sem þar voru viðstaddir. Helsti feill hennar er þó sá að það tekst að tala við bæði Björgólf Thor og Jón Ásgeir, en það virðist mistak- ast að spyrja þá að nokkru sem máli skiptir. Í staðinn eru lang- ar senur af þeim þar sem þeir vita greinilega ekki að myndavélin er í gangi. Þetta er æði vafasöm tækni, ekki fyrst og fremst vegna þess að hún er ósanngjörn, heldur vegna þess að henni tekst ekki að draga neitt fram. Það er undarlegt að þó að flest- ir helstu arkitektar hrunsins hafi mætt í viðtöl undarfarin ár hefur lít- ið komið í ljós. Agli Helgasyni tókst að minnsta kosti að búa til gott sjónvarp þegar hann skammaði Jón Ásgeir, en Kristni Hrafnssyni mistókst að fá nokkuð af viti upp úr Bjögga Thor. Sigmar í Kast- ljósinu stökk á smjör- klípuna þegar Dav- íð sagðist ekki ætla að borga skuldir óreiðumanna. Sigmar setti það fyrir sig að hann kallaði þá óreiðumenn, en merg- urinn málsins var þó sá að seðla- bankastjóri ábyrgðist ekki skuldir við útlendinga. Fáir voru jafnmikið í fjölmiðlum og Geir Haarde, en það þurfti þó ekki nema nokkrar mínút- ur á HardTalk til að í ljós kæmi að keisarinn var ekki í neinum fötum. gröfukallinn og lyftarakallinn Myndinni Guð blessi Ísland tekst þó hið nánast ómögulega, að láta mann fá nokkra samúð með Jóni Ásgeiri. Í raun virðast þeir ansi lík- ir, gamli gröfumaðurinn Sturla Jóns- son og gamli lyftarakarlinn Jón Ás- geir. Eini munurinn á þeim tveimur var að annar fékk sinn eigin banka, hinn ekki. Hefðu þeir skipt um stöðu hefðu báðir hegðað sér eins. Erfiðara er að finna nokkuð mann- legt í Björgólfi Thor. Besta myndin um hrunið enn sem komið er mun vera Decod- ing Iceland, sem sýnd var á kvik- myndahátíð. Myndin fer vissulega um víðan völl, allt frá landnámi til byltingar, en líklega er besta leiðin til að útskýra þetta einmitt að fylgj- ast með einu fyrirtæki. Decode-æv- intýrið var upphafið að og um leið táknrænt fyrir hinn nýja efnahag Íslands. Bæði myndinni og þátt- unum um hrunið tekst það sem íslenskum fjölmiðlum mistekst oft, að setja hlutina í stærra samhengi. Það er það, og ekki skúbbin, sem gerir góðan miðil. Sagan um hrunið mynDin Fjör á Airwaves Norska hljómsveitin 22 var með fyrstu erlendu listamönnunum til að troða upp á airwaves í ár. Hún spilaði fyrir fullu húsi á tónleikastaðnum Sódómu. mynd kristinn mAgnússon kjallari umræða 16. október 2009 föstudagur 25 VAlur gunnArsson rithöfundur skrifar „Hann virðist haldinn nánast sjúklegri þörf til þess að segja ósatt.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.