Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2009, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2009, Page 26
Minni traffík af „útrásarfólki“ Ég stend mig stundum að því að kenna í brjósti um börnin sem munu erfa þetta sker, þetta sker sem við í daglegu tali köllum Ísland. Það er auðvitað ekki hægt annað en að vorkenna þeirri kynslóð sem þarf að gangast við því að vera af lántakendum og fjárglæframönnum komin. Vesalings börnin okkar alast upp við gjald- eyrishöft, gjaldeyriskreppu, Alþjóðagjald- eyrissjóðinn, lántökugjöld, gjaldeyris- brask og gjaldeyrissvik. Hvers eiga þau að gjalda? Þau losnuðu þó allavega við afnotagjöldin. Nú er það bara nefskatturinn, sem þarf að greiðast á gjalddaga. En þó ég vorkenni þeim stundum, þá treysti ég þeim fullkomlega til að stýra þjóðarskútunni þegar þar að kemur. Börn í dag eru nefnilega stórlega vanmetin. Eina litla sögu hef ég, þeirri fullyrðingu minni til stuðnings. Fyrir um tveimur árum fór ég með flugi frá Reykja- vík til Ak- ureyrar. Skömmu áður en kallað var út í vél kom til mín undur- fögur og barmmikil afgreiðslu- stúlka sem bað mig að gæta sex ára gamals drengs í flug- inu. Drengurinn hét Felix. Ég skoraðist að sjálfsögðu ekki undan, enda var ég ósjálfrátt með hugann við aðra skoru. Gat ekki annað. Felix reyndist afar skarpur ungur drengur. Til vitnis um það var hans fyrsta verk að stoppa mig af þegar ég ætlaði að ganga út um rangan út- gang á flugvellinum. Það hefði líklega getað skapað leiðinda misskiln- ing ef ég, dökkklæddur maður á þrítugsaldri, hefði flogið með Felix til Grænlands. Betur fór þó en á horfðist. Á leið út í vél spurði ég Felix hvort hann væri vanur því að fljúga. Hann var snöggur til svars og benti mér góðfúslega en þó ákveðið á að hann hefði örugglega flogið oftar en ég, þar sem hann byggi í Danmörku. Það var líklega rétt hjá honum. Hann bætti því svo við að þetta væri nú meiri rellan, sem við værum í þann mund að stíga um borð í. Ég horfði hvumsa á pjakk sem kinkaði kolli, veraldarvanari en Hemmi Gunn. Þegar út í vél kom var um tíu mínútna bið þar til hún fór í loftið. Þann tíma notaði stráksi vel. Hann útskýrði fyrir mér, lið fyrir lið, hvernig öryggisatriðum í vélinni væri háttað; björgunarvestin undir sætunum, súrefnisgrímurnar kæmu úr loftinu og útgönguleiðirnar; tvær fremst og tvær aftast. Felix var öllum hnútum kunnugur. Mamma hans hafði á flugvellinum sagt mér að sonur sinn væri mikill Gameboy-spilari og myndi líklega spila alla leiðina norður. Þegar vélin var komin í loftið spurði ég hann hvort hann ætlaði ekki að sýna mér Gameboy-tölvuna sína. „Ekki strax,“ svaraði kappi að bragði og bætti við: „Það má ekki á meðan flugvélin er enn þá á uppleið.“ Á þeim tíma- punkti velti ég því fyrir mér hvort flugfreyjan vildi að ég gætti Felix, eða hvort hann hefði boðist til að fylgja mér. Um leið og beltisljósin slokknuðu greip hann töskuna sína og dró upp Gameboy-tölvuna sína. Fljótlega komst hann að fáfræði minni um Gameboy-tölvur og ég fann að hann hló innra með sér þeg- ar ég spurði hann hvort þessi væri með litaskjá. Það voru sum sé nokkur ár síðan ég hafði spilað síð- ast. Þegar stráksi hafði spilað Pokemon í dágóða stund bauð flugfreyjan honum upp á svala, lita- bók og liti, sem hann þáði af fádæma auðmýkt og kurteisi, af sex ára barni að vera. Felix var toppmaður. Þó að Felix væri eldklár og skynsamur drengur var hann engu að síður barn. Eftir að hafa iðað í sætinu í nokkrar sekúndur, spratt hann upp með látum og sagðist þurfa að pissa. Mér og flugfreyjunni sem seldi veitingar á ganginum varð ljóst að það yrði að gerast strax. „Á ég að fylgja þér?“ kallaði ég á eftir honum, þegar hann var hlaupinn af stað. Þrátt fyrir að vera alveg í spreng gaf hann sér tíma til að snúa sér við eitt andartak og spyrja, með svipbrigðunum einum, hvort ég væri ekki örugglega að grínast. Ég skildi sneiðina og hann náði að pissa í klós- ettið. Felix var helmingi skarpari en ég og ég viðurkenni fúslega að sjaldan hefur mér fundist ég eins gagnslaus. Ég kenndi barninu akkúrat ekkert í þessari flugferð. Hann kenndi mér hins vegar að maður á aldrei að vanmeta börn. Þjóðin þarf engu að kvíða ef fólk eins og Felix tekur við skútunni þegar við hin erum fallin frá. í fylgd með felix baldur guðMundsson skrifar „Ég held að ég sé með lengstan óslitinn starfsaldur allra leigu- bílstjóra á landinu,“ segir Svanur H. Halldórsson sem ekið hefur leigubíl í tæp 55 ár. Svanur byrjaði starfsferilinn 1. mars árið 1955 en þann sama dag varð hann tvítug- ur. „Ég keypti mér bíl með stöðv- arplássi þegar ég var nítján ára. Þá voru ekki þessi atvinnuleyfi komin til sögunnar. Bróðir minn heitinn keyrði bílinn fyrsta árið og svo tók ég við á afmælisdaginn.“ Þegar Svanur er spurður hvort hann verði aldrei þreyttur á akstr- inum er hann fljótur til svars. „Þetta er vinna. Góð vinna sem krefst útsjónarsemi og þess að maður sé vel vakandi yfir því sem maður er að gera. Og stundum eru auðvitað langar tarnir og löng bið.“ Svanur segist finna fyrir því að minna sé upp úr akstrinum að hafa eftir hrunið fyrir rúmu ári. „Það vegur verulega í okkar vinnu að tíu prósent manna séu atvinnulaus. Og það er minni traffík af „út- rásarfólki“. Maður keyrir ekki jafnoft og áður ungt, vatnsgreitt fólk með fullar hendur fjár.“ Kúnninn hefur ekki alltaf rétt fyrir sér Svanur vinnur nán- ast alla daga og oft byrj- ar hann afar snemma. „Stundum byrja ég klukk- an fimm á morgnana og keyri þá svolítið fram yfir hádegi. Og það er oftast þannig núna,“ segir Svan- ur. Fyrstu fjörutíu og fimm árin keyrði hann hins vegar á nóttunni en eftir að hann fékk blóðtappa í fótinn fyr- ir tæpum tíu árum ráðlögðu læknar honum að breyta því. Svanur gerði það en þó heldur hann áfram að keyra á nóttunni um helgar. „Ég tek aðra nóttina og stundum bæði aðfaranótt laugardags og sunnudags. Þá legg ég mig eftir kvöldmatinn og tek svo törnina,“ segir Svanur sem kveðst þá keyra fram undir morgun. Leigubílstjórar borgarinnar hafa séð og heyrt margt. En Svanur er ófáanlegur til að segja frá einhverju eftir- minnilegu. „Kúnnarnir eru margir eftirminnilegir. En þeir eiga allir minn trúnað.“ Svanur bætir við að þau skipti sem hann hafi þurft aðstoð lögreglu séu teljandi á fingrum annarrar handar. „Það var þá vegna þess að einhver sofnaði í bílnum, neitaði að borga eða eitthvað annað í tengslum við menn sem eru illa á sig komnir eftir langa nótt.“ Aðalkosturinn við starfið finnst Svani vera umgengni við fólkið. „Þetta er þannig að mörgu leyti mjög gefandi starf. Ég er samt ósammála mörgum kollegum mínum með að kúnninn hafi allt- af rétt fyrir sér. Ég held að maður verði að halda ákveðinni reisn í þessu starfi. Maður ávarpar kúnn- ann aldrei að fyrra bragði nema til að spyrja hvert hann ætli, en mað- ur getur alveg rökrætt við hann.“ Hefur keyrt hátt í 4 milljónir km Svanur heldur ekki bókhald yfir klukkustundafjöldann sem hann ekur á mánuði. En kíló- metrafjöldann tók hann saman á fimmtíu ára starfsafmælinu fyr- ir rúmum fjórum árum, og voru kílómetrarnir þá orðnir ríflega 3,8 milljónir. „Ég held að þetta sé að minnsta kosti ein ferð til tunglsins og til baka,“ segir Svanur með mikilli yfirvegun. Lengstu túrarnir sem hann hefur farið eru til Húsavíkur og Ísa- fjarðar en hann seg- ir að meira hafi verið um slíkar langferðir áður fyrr þegar minna var um áætlunarflug. Svanur er ekki með nákvæma tölu á þeim bílum sem hann hef- ur átt í gegnum tíðina, en fjöldinn sé alla vega kominn yfir hundrað. Fyrsti bíllinn var ´47 módel af Ford en árið 1971 byrjaði Svanur að kaupa jap- anska bíla frá Ingvari Helgasyni og segist hann hafa ver- ið áskrifandi að þeim í þrjátíu ár, eða allt þar til eigenda- skipti urðu á því fyrirtæki. Í dag er hann á Hyundai Starex H1 sem hann hefur átt í rúmt ár. Einhvern tímann hvarflaði að Svani sú vangavelta að skipta um starf, en hann bendir á að fyrir ómenntaðan mann með fimm börn hafi ekki verið hlaupið að því að fara í aðra vinnu. Svanur verður aftur á móti lögum sam- kvæmt að hætta störfum þegar hann verður 76 ára eftir um eitt og hálft ár. „Þá tapa ég atvinnuleyfi til að aka fjór- um til átta farþegum í Reykjavík. En ég tapa ekki meira- prófsréttindunum þannig að ég má þess vegna fara að keyra 58 manna rútu hringinn í kringum landið,“ segir Svanur og brosir í kampinn. „Þetta eru lögin á Íslandi.“ kristjanh@dv.is Svanur H. Halldórsson ók fyrst af stað í hlutverki leigubílstjóra á tuttugu ára af- mælisdaginn sinn árið 1955. Þeir voru ríf- lega 3,8 milljónir, kílómetrarnir sem Svan- ur hafði ekið á 50 ára starfsafmælinu fyrir fjórum árum. Svanur hefur tekið eftir breytingum á kúnnahópnum eftir hrunið; núna sé minna af ungu, vatnsgreiddu fólki með fullar hendur fjár. 26 föstudagur 16. október 2009 uMræða leigubílstjóra Stund milli túra Svanur fær sér stundum kaffi á kaffistofu Hreyfils- Bæjarleiða við Grensásveg. Reynslubolti Þeir orðnir fleiri en hundrað bílarnir sem Svanur hefur ekið á starfsferlinum. Við stýrið Svanur hefur keyrt leigubíl í tæp 55 ár. MYNDIR HeIða HelgaDóttIR HELGARPISTILL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.