Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2009, Side 35
helgarblað 16. október 2009 föstudagur 35
„Hún reyndi að vara mig við því
hvað það myndi þýða ef mér gengi
vel í þessum keppnum en ég hef
í raun ekki áttað mig á því fyrr en
núna hvað hún átti við,“ segir Unn-
ur Birna Vilhjálmsdóttir, ein vinsæl-
asta fegurðardrottning Íslands fyrr
og síðar, meistaranemi í lögfræði og
leikkona.
Unnur hefur verið mikið í sviðs-
ljósinu frá því hún sigraði í keppn-
inni Ungfrú Ísland árið 2005 og var
svo krýnd ungfrú heimur í desem-
ber sama ár. Sviðsljósið hefur einn-
ig skinið skært á einkalíf Unnar og
reyndi það mikið á hana á sínum
tíma. Hún segist reynslunni ríkari
og ætlar framvegis að halda ásta-
málunum út af fyrir sig.
Unnur er á fljúgandi siglingu í
meistaranámi í lögfræði við Há-
skólann í Reykjavík og hefur mestan
áhuga á alþjóðlegri lögfræði. Hún
er ein af aðalleikurunum í nýjustu
mynd Ladda sem hún segir hafa
verið súrrealískt að vinna með eft-
ir að hafa verið aðdáandi hans frá
unga aldri.
Almenningseign
„Þegar ég ákvað að fara í Ungfrú
Reykjavík var hún á móti því,“ held-
ur Unnur áfram um ráðleggingar
móður sinnar sem talaði af reynslu
eftir að hafa verið krýnd ungfrú Ís-
land árið 1983. „Mamma reyndi að
útskýra fyrir mér af hverju en ég gaf
lítið fyrir það á þeim tíma. Hún sagði
að ef mér gengi vel í keppninni og
ég myndi vinna væri ég orðin viss
„almenningseign“ og með því gefa
fólki innsýn í líf mitt eða aðgang
hvort sem viðraði vel eða illa.“
Unnur segist í dag hafa áttað sig
á því að þetta voru orð að sönnu.
„Athyglin er ekki bara á manni þeg-
ar það gengur vel heldur líka þeg-
ar gengur illa og lífið er nú þannig
að það skiptast á skin og skúrir. Það
er ekki eintómur dans á rósum og
fólk hefur ekki síst áhuga á því þeg-
ar gengur illa. Mamma hefur verið
þjóðþekkt andlit frá því hún var tví-
tug og þekkir þetta því vel.“
Unnur segir móður sína skilj-
anlega hafa viljað vernda hana en
hún hafi þó ekki viljað standa í vegi
hennar. „Ég var mjög ákveðin, með
mínar forsendur og ákvað að gera
þetta samt. Kannski líka einmitt út
af því að hún vildi ekki að ég tæki
þátt.“
Sviðsljósið aldrei langt undan
Unnur Birna áttaði sig enn betur á
því hvað móðir hennar átti við þegar
hún eignaðist barn fyrir stuttu. „Orð-
in 44 ára gömul og 24 ár frá því hún
var ungfrú Ísland. Samt var hringt í
alla fjölskyldumeðlimi nánast dag-
lega í þrjá mánuði til þess að fá
það staðfest að hún bæri barn und-
ir belti. Það var algjör hasarblaða-
mennska í kringum þetta og þar
áttaði ég mig enn betur á því að ef
þú ert einu sinni orðin almennings-
eign, þá verður þú það um ókomna
tíð. Auðvitað getur maður reynt að
fljúga undir radarnum og svona en
þetta mun alltaf endurtaka sig. Þeg-
ar maður giftir sig, eignast börn og
svo framvegis. Stórir viðburðir í lífi
manns verða í sviðsljósinu.“
Unnur tekur þó fram að hún átti
sig vel á að þetta sé hluti af því að
vera í sviðsljósinu og sé fórn sem
fylgi því að taka þátt í fegurðarsam-
keppnum, vera kynnir í sjónvarps-
þáttum og leika í kvikmyndum. „Ég
átta mig vel á þessu og þetta er eitt-
hvað sem ég sætti mig við en þetta
var mér að sjálfsögðu ekki efst í
huga þegar ég var 21 árs gömul og
tók ákvörðun um að taka þátt í Ung-
frú Reykjavík.“
Tók þátt fyrir ömmu
Áður en Unnur Birna tók þátt í Ung-
frú Reykjavík hafði hún hafnað boði
aðstandenda fegurðarsamkeppna
um að taka þátt frá því hún var 18
ára. „Ég ætlaði aldrei að taka þátt í
fegurðarsamkeppni. En svo ákvað
ég á endanum að slá til. Mig lang-
aði ekki síst til þess að gera þetta í
minningu ömmu gull, eins og hún
var alltaf kölluð, sem við misstum í
janúar 2005.“
Amma Unnar í móðurætt, Jór-
unn Karlsdóttir, var kjólameistari
og saumaði kjóla fyrir fegurðar-
samkeppnir um áraraðir. „Amma
hafði saumað hundruð kjóla í þess-
ar keppnir í gegnum tíðina og ég
man vel eftir þessum feiknaskvís-
um sem voru alltaf að koma heim
til ömmu að máta og svona. Hún
var mjög náin okkur fjölskyldunni
og bjó meðal annars hjá okkur uppi
í Árbæ síðustu árin áður en hún fór.
Í gegnum tíðina sat ég oft hjá henni
og fylgdist með þegar hún var að
sauma og fór stundum með henni
á keppnirnar. Hún lifði og hrærðist
í þessum fegurðarsamkeppnaheimi
og hafði ótrúlega gaman af brans-
anum.“
Unnur hafði einnig fengið tölu-
verða innsýn í heim fegurðarsam-
keppna í gegnum móður sína.
„Mamma var stundum kynnir á
keppnunum eða dómari og ég fékk
oft að fara með sem krakki. Þannig
að þetta var ekkert fjarlægt fyrir
mér.“
Sópaði að sér titlum
Unnur segir það hafa verið ótrú-
lega skemmtilega lífsreynslu að taka
þátt í keppninni Ungfrú Reykjavík.
„Það hljómar kannski eins og klisja
en það var bara ótrúlega gaman hjá
okkur. Þetta var spennandi, hóp-
urinn góður og mjög jákvætt and-
rúmsloft.“ Unnur hafði litlar vænt-
ingar fyrir þá keppni og sigurinn
kom henni mjög á óvart. „Ég var
ótrúlega sjokkeruð yfir sigrinum og
þetta var allt mjög framandi.“
Allt annað andrúmsloft var svo í
keppninni Ungfrú Ísland. „Þá komu
stelpur utan af landi og hópurinn
breyttist mikið. Það var bara alls
ekki jafn gaman. Maður fann fyr-
ir miklu meiri samkeppni. Þá voru
stelpur að koma úr öðrum keppn-
um og höfðu raðast niður í einhver
sæti. Þannig að það vissu allir hverj-
ar þóttu líklegastar. Það var enginn
mórall eða neitt þannig en maður
fann bara að þetta var á öðrum for-
sendum. Það var ekki sama barns-
lega gleðin í kringum þetta og í Ung-
frú Reykjavík.“
Svo kom að því að Unnur Birna
vann keppnina Ungfrú Ísland og
það með fádæma yfirburðum. Auk
þess að vera valin fegursta kona
landsins vann Unnur fimm aðra
titla af átta mögulegum sem í boði
voru. „Ég vil ekki hljóma vanþakk-
lát, en mér leið bara hálfilla á svið-
inu þegar ég fékk hvern borðann á
fætur öðrum. Ja hérna, hvað þetta
er hallærislegt, hugsaði ég, og eftir á
að hyggja fannst mér það viss mis-
tök hjá stjórnendum að dreifa titl-
unum ekki betur. Reyndar voru það
styrktaraðilar sem völdu sínar stúlk-
ur og sín andlit líka. En það kom
þeim heldur ekkert sérstaklega vel
að vera allir með sama andlitið.“
Ævintýri í Kína
Í lok árs 2005 hélt Unnur út til Kína
til þess að taka þátt í keppninni
Miss World, Ungfrú heimur. Eins
og alþjóð veit bar Unnur þar sigur
úr býtum og varð á einu augabragði
heimsþekkt. „Þetta var bara ævin-
týri. Það er eina orðið yfir þetta. Þeg-
ar maður er 21 árs gamall er maður
nú ekki búinn að ferðast mikið eða
upplifa margt. Það var því ótrúlega
spennandi að koma til Kína í fyrsta
skipti.“
Dvölin í Kína var þó ekki eintóm
sæla. Þvert á móti var mikil keyrsla
og Unnur og keppinautar hennar
voru sífellt í myndatökum, að taka
þátt í tískusýningum eða sinna öðr-
um verkefnum. „Síðustu eina og
hálfa, tvær vikurnar var ég eigin-
lega komin með nóg. Ég vildi bara
komast heim. Það var mjög erf-
itt að halda í gleðina og útgeislun-
ina. Þegar manni leið sem verst tók
maður þetta bara hálfpartinn á ein-
hvers konar leiklist, hoppaði í hlut-
verkið sem maður var beðinn um
að leika,“ segir Unnur sem var dug-
leg að leika í menntaskóla. „Svona á
þetta að vera og ég bara geri þetta,
hugsaði ég.“
Ekki þoldu þó allar stúlkurnar
álagið. „Í þeim keppnum erlendis
þar sem ég hef verið viðstödd hafa
alltaf verið einhverjar sem brotna
algjörlega niður og skríða einfald-
lega heim vegna heimþrár. En þetta
eru líka mikið til ungar stelpur sem
hafa aldrei lent í öðru eins vinnu-
álagi. En það er einmitt málið, með
þessu brjálæði er verið að prófa
mann til þess að finna út hver þolir
þetta áreiti í heilt ár.“
Jákvætt taugaáfall
Það er ekki margt sem Unnur Birna
man frá úrslitakvöldi keppninnar.
Kvöldið er í minningunni í einni
gleðimóðu. „Hreinskilnislega sagt
man ég ekki neitt eftir að ég var kom-
in í topp 15. Ég bara var ekki þarna.
Ótrúlega spes og ég hef aldrei lent í
því áður. Ég hef séð þetta á myndum
og á myndbandi en ég var ekki and-
lega viðstödd þarna uppi á sviði.“
Unnur segir að þegar úrslitin
voru kunngerð hafi henni liðið eins
og hún hefði fengið einhvers kon-
ar taugaáfall. „Jákvætt taugaáfall,
ef það er til. En ég var líka svolít-
ið hrædd. Maður vissi ekkert hvað
myndi nú gerast. Okkur hafði ekk-
ert verið sagt um það. Ég man að ég
hugsaði að nú kæmist ég ekki heim
strax,“ en Unnur óttaðist að missa af
jólunum með fjölskyldu sinni.
Það sem hjálpaði Unni í gegnum
síðustu vikuna úti í Kína var að móð-
ir hennar og stjúpi komu til að veita
henni stuðning. „Ég mátti samt bara
hitta þau einu sinni á dag en ég veit
ekki hvort ég hefði haft þetta „leik-
rit“ af ef mamma hefði ekki komið.
Það var ótrúlegur styrkur bara að
vita af henni á næsta hóteli og úti í
sal á lokakvöldinu. Ein með íslenska
fánann,“ segir Unnur og hlær þegar
hún minnist þess.
Eftir á að hyggja finnst Unni það
nokkuð merkilegt að móðir henn-
ar skyldi koma út og vera viðstödd
keppnina. „Ferðalag til Kína er nátt-
úrulega heljarinnar ferðalag og
hægara sagt en gert að takast slíkt á
hendur. Það að hún hafi ákveðið að
koma var eftir á að hyggja greinilega
„meant to be“ þar sem ég sigraði,“
en þótt móðir Unnar hafi varað hana
við því sem fylgt gæti þátttöku í slík-
um keppnum tengjast þær óneitan-
lega í gegnum þær líka. Ekki síst í
ljósi þess að Unnur var í kviði móð-
ur sinnar þegar hún tók þátt í Ung-
frú heimi 1984 fyrir Íslands hönd.
Alltaf í viðbragðsstöðu
Árið 2006 var viðburðaríkt í meira
lagi hjá Unni Birnu. Hún gat varið
jólunum með fjölskyldunni en strax
í byrjun janúar var hún flogin út til
London til að sinna sínu fyrsta verk-
efni sem var myndataka með for-
setafrúnni Dorrit Moussaieff. „Ég
var með hótelherbergi í London
sem ég átti bara allt árið. Geymdi
dótið mitt þar jafnvel þótt ég væri
ekki á staðnum. Það var fínt að hafa
eitthvað svona út af fyrir sig fyrst
maður eyddi svona miklum tíma
þarna, en mér líkaði mjög vel við
London, væri alveg til í að eyða tíma
þar seinna meir.“
Unnur fékk að koma heim á milli
verkefna en mátti þó ekki skuld-
binda sig á neinn hátt því hún gat
verið kölluð aftur út með litlum fyr-
irvara. „Ég átti bara að vera til stað-
ar. Mér fannst það erfitt. Ég er mjög
skipulögð og það þarf allt að vera
í bókunum. Það var líka erfitt að
missa af afmælum, fermingum og
öðru sem var að gerast hjá vinum og
fjölskyldu.“
Það kom fyrir að Unnur fékk nóg
af þessum þeytingi um allan heim.
„Stundum nennti ég þessu eng-
an veginn og fór út mjög pirruð en
það hvarflaði samt aldrei annað að
mér en að standa við mitt, gera mitt
besta og auðvitað reyna að njóta.“
Tætt eftir árið
Þrátt fyrir alla athyglina sem fylgdi
því að vera ungfrú heimur tókst
Unni vel að halda sig við jörðina. „Ég
held að það tengist því mikið hvern-
ig tekið er á svona hlutum hérna
heima á Íslandi. Hérna sitja bara
allir einhvern veginn við sama borð
og stjörnudýrkun er nánast ekki til
miðað við hvernig það er í sumum
þessara landa sem ég heimsótti.“
Unnur segir að í mörgum lönd-
um hafi henni hreinlega verið tek-
ið eins og drottningu. „Sérstak-
lega í Asíu og Suður-Ameríku. Það
er liggur við merkilegra ef Miss
World kemur til landsins en forseti
Bandaríkjanna eða álíka þjóðhöfð-
ingi. Í það minnsta upplifði ég það
þannig.“
Þrátt fyrir alla athyglina sem
Unnur fékk um allan heim þar sem
milljónir manna börðu hana aug-
um þótti henni einna vænst um
það þegar 20.000 Íslendingar tóku
á móti henni í Smáralindinni eftir
að hún hafði unnið keppnina. „Það
kom mér mjög á óvart. Hvað er þetta
fólk að gera hérna, hugsaði ég. Þetta
er svo ólíkt Íslendingum.“
Þótt Unnur hafi haldið sig við
jörðina í gegnum þetta allt segir hún
aðra þætti hafa farið á flakk. „Maður
var auðvitað hálftættur eftir þetta.
Það hafði verið togað í mann gjör-
samlega úr öllum áttum.“
Lögfræðingurinn Unnur Birna
Eftir að lífið varð rólegra hjá Unni fór
hún að einbeita sér að því sem hún
hefur mestan áhuga á, lögfræðinni.
Hún er með BA-próf í lögfræði frá
Háskólanum í Reykjavík og var að
byrja í meistaranámi. „Ég á eitt og
hálft ár eftir og svo ritgerð.“ Unnur
segir engar sérstakar brautir í meist-
aranáminu heldur sé sérhæfingin
falin í þeim kúrsum sem hver nem-
andi velur sér. „Ég fókusera svolítið
á alþjóðalögfræðina og allar henn-
ar myndir. Ég hef mikinn áhuga á
þjóðréttarlegum skuldbindingum
Íslands og Íslandi í alþjóðasamfé-
laginu.“
Unnur fann það í gegnum grunn-
námið í lögfræðinni hvar áhugi
hennar lá. „Ég fann strax að ég hafði
meiri áhuga á Evrópu- og þjóðar-
rétti en til dæmis skatta- eða verð-
bréfamarkaðsrétti.“ Unnur fylgdi
svo þessum áhuga sínum eftir þegar
hún sótti um vinnu hjá Varnarmála-
stofnun í sumar. „Ég vann þar í fjóra
mánuði og fannst það mjög spenn-
andi. Þar var ég mikið að skoða al-
þjóðasamninga og efni tengt NATO.
Meistararitgerðin mín mun án efa
tengjast þessu sviði.“
Langar til Bandaríkjanna
Unnur er þegar farin að spá í næsta
skref eftir að meistaranámi lýkur.
Hugur hennar stefnir til Bandaríkj-
anna þó að peningamál gætu sett
strik í reikninginn. „Mig langar í
svokallað LL.M-nám sem er auka-
gráða við masterinn í lögfræði. Þetta
er eins árs nám og mikil keyrsla. Mig
langar að taka það í Bandaríkjunum
en það er auðvitað mjög dýrt.“
Unnur ætlar að skoða alla mögu-
leika hvað námið varðar. „Þetta er
„Mamma
varaði mig við“
„Hún sagði að ef mér gengi vel í keppninni og ég myndi vinna væri ég orð-
in viss „almenningseign“ og með því gefa fólki innsýn í líf mitt eða aðgang
hvort sem viðraði vel eða illa.“
„Ég vil ekki hljóma van-
þakklát, en mér leið
bara hálfilla á sviðinu
þegar ég fékk hvern
borðann á fætur öðr-
um.“
Lögfræðingurinn Unnur Birna Leggur allt sitt í meistaranámið um þessar mundir.
DV mynD SigTryggUr Ari JóhAnnSSon
Unnur og Unnur Unnur Steinsson gekk
með Unni Birnu þegar hún tók þátt í
keppninni Ungfrú heimur árið 1984.