Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2009, Qupperneq 45
helgarblað 16. október 2009 föstudagur 45
Kynlíf hefur ávallt leik-ið stórt hlutverk í sögu mannkyns, og í sögu allra lifandi dýra, enda
lífsnauðsynlegt til viðhalds teg-
undanna. Gjarna hefur verið velt
vöngum um mun á kvenfólki og
karlmönnum þegar kemur að kyn-
lífi, en það er ekki ætlunin hér að
kryfja þann mun til mergjar held-
ur glugga í niðurstöður rannsókn-
ar sálfræðinganna Cindy Meston
og Davids Buss sem veltu fyrir sér
spurningunni um hvers vegna kon-
ur njóti kynlífs.
Niðurstöður tvímenninganna
hafa verið gefnar út í bókarformi,
Why Women Have Sex, og sam-
kvæmt niðurstöðunum liggja
237 ástæður að baki kynlífsiðkun
kvenna.
Djúpt á hinni frægu ást
Til grundvallar niðurstaðna Mest-
on og Buss liggja viðtöl við 1.006
konur alls staðar að úr heiminum
og voru þær spurðar um hvatann
að baki kynlífi sínu.
Eins og gefur að skilja eru ástæð-
urnar fjölmargar, af líkamlegum,
tilfinningalegum og efnishyggju-
legum toga. Að baki kynlífi kvenna
liggur þörf viðkomandi til að öðl-
ast meira sjálfstraust, halda í ást-
menn sína, og óhugnanlegri ástæð-
ur á borð við nauðgun eða þrýsting.
Samkvæmt bókinni er hin fræga
ást fjarri góðu gamni og í viðtali við
Tönyu Gold hjá The Guardian sagði
Cindy Meston að fólk hefði einung-
is gefið sér að ást og líkamleg vellíð-
an hefðu verið veigameiri þættir í
kynlífsiðkun kvenna en raunin er.
„Enginn hefir í raun talað um
hvernig konur geta notað kyn-
líf í margþættum tilgangi,“ sagði
Cindy Meston, og nefnir sem dæmi
stöðuhækkun, peninga, eiturlyf,
vöruskipti, hefnd, til að ná sér niðri
á sviksömum félaga. „Til að öðlast
vellíðan, til að láta maka sínum líða
illa.“
Antonio Banderas
og George Clooney
Að sögn Cindy Meston geta konur
beitt kynlífi á öllum stigum sam-
bands, allt frá því að „lokka hann
[karlmanninn] inn í samband, til að
halda honum þar, fullnægðum, svo
hann fari ekki á flakk“, og svo get-
ur hún notað kynlíf til að losna við
hann eða gera hann afbrýðisaman.
Cindy Meston sagðist aldrei hafa
átt von á jafnmiklum fjölbreytileika,
allt frá „sjálfsfórn til þess að jaðra
við illsku. Að vilja vitandi vits smita
einhvern af kynsjúkdómi“.
En hvað kveikir í konum eða
eins og segir í bókinni: „Af hverju
hafa ásjónur Antonios Banderas og
George Clooney áhrif á svo margar
konur?“ Konur leita einhvers sem
líffræðingar kalla „erfðafræðileg-
ur ávinningur“, sem meðal annars
miðar að því að eignast heilbrigð
börn, en það þarf að vernda börnin
og þá er horft til „framfærslutengds
ávinnings“. Því kunna konur oft að
meta karlmenn sem eiga stór hús.
„Hægt er að lesa Jane Eyre sem ást-
arbréf til stórs húss.“
Sæst á endurskoðendur
Cindy Meston útskýrði fyrir Tönyu
Gold af hverju konur giftust end-
urskoðendum; ásættanleg skipti.
Meston sagði að mönnum á borð
við George Clooney hætti til að vera
ótrúir því karlmenn hefðu önnur
áform en konur – þeir vilja sæða
fjöldann allan af heilbrigðum kon-
um. Cindy Meston og David Buss
kalla þessa karlmenn „áhættu-
sækna, kvensama „slæma stráka““.
Því fer svo að konur beiti hugs-
anlega kynlífi til að landa lítt eftir-
sóknarverðari feng, en þeim mun
traustari. Hann mun ekki búa að
sömu erfðrafræðilegu ávinningum,
en framfærslutengdur ávinningur
vegur upp á móti því, því hann mun
sennilega ekki fara á flakk. Þetta út-
skýrir hvers vegna konur giftast
endurskoðendum, að sögn Meston
– þeir fara hvergi.
„Fjöldi kvenna í rannsóknum
okkar sagðist bara vilja kynlíf vegna
hreinnar líkamlegrar ánægju,“
sagði Cindy Meston við Gold, og
það er ljóst að fullnæging kvenna
er alls ekki léttvæg fundin því innan
vébanda WHO, heilbrigðisstofnun-
ar Sameinuðu þjóðanna, er sérstök
nefnd tileinkuð málaflokknum;
nefnd um fullnægingu kvenna.
Rómantísk ást
What’s love got to do with it?, söng
Tina Turner fyrir margt löngu og
ástin er önnur mikilvægasta ástæð-
an fyrir kynlífi kvenna. „Rómantísk
ást er efniviður yfir 1.000 laga sem
seld eru á iTunes,“ segja Meston og
Buss í bók sinni. Og slæmir hlutir
henda ástlausa, í bókmenntum og
raunveruleikanum. „Kleópatra tók
inn snákseitur og Ófelía missti vit-
ið og drekkti sér,“ sögðu sálfræðing-
arnir. Konur segjast nota kynlíf til
að tjá ást og fá ást og til að reyna að
halda henni.
Og hvað er ást? Samkvæmt nið-
urstöðum Meston og Buss er ást
einskonar „langtíma skuldbinding-
ar samningur“ sem tryggir minni
líkur á því að makinn yfirgefi þig ef
þú missir fæturna eða eggjastokk-
ana.
Með tilliti til ástar er ljóst að víða
í heiminum eyðir fólk tímanum til
einskis því samkvæmt einni könn-
un sem Meston og Buss vísa til eru
73 prósent rússneskra kvenna ást-
fangnar, og 63 prósent japanskra
kvenna. En aðeins 61 prósent rúss-
neskra karlmanna eru ástfangn-
ir og sömu sögu er að segja um 41
japanskra karlmanna. Samkvæmt
þeim tölum eru 12 prósent rúss-
neskra kvenna og 22 prósent jap-
anskra kvenna að eyða tímanum í
vitleysu.
Köld eru kvennaráð
„Það er ekki um auðugan garð að
gresja með tilliti til eftirsóknar-
verðra karla sem sitja og bíða eft-
ir kvenfólki,“ sagði David Buss.
„Stundum eru karlmenn, sem eru
hátt metnir til mökunar, í sam-
böndum, eða margir þeirra sækjast
einfaldlega eftir skammtíma kyn-
ferðislegum kynnum og vilja ekki
skuldbindingu.“
Í slíkum tilfellum þurfa konur að
„frelsa“ eftirsóknarverða karlmenn
úr viðjum annarra kvenna. „Við
gerumst veiðiþjófar“ og „keppumst
við að persónugera það sem
karlmenn vilja“.
Samkvæmt bók Meston
og Buss helgar tilgangur-
inn meðalið og kon-
ur „klæðast háhæl-
uðum skóm, nota
varalit til að fá
karlmenn til að
hugsa um kyn-
færi kvenna, og
við gerum út af
við keppinaut-
ana með róg-
burði“.
Um keppi-
nautinn er sagt að
hún sé „létt á bárunni“
og þar af leiðandi ekki eft-
irsóknarverð til langs tíma í
augum karlmanna, og síðan
grípur slúðurberinn gæs-
ina sjálf.
Konur nota kynlíf einn-
ig til að „gæta makans“,
og lýtur það „nokkurs
konar skyldu“. Henni
er best lýst með orðum
einnar konu sem Mest-
on og Buss tóku viðtal við:
„Oftast ligg ég bara þarna
og bý til lista í huga mér. Ég
styn einu sinni eða tvisvar svo
hann viti að ég er vakandi, og
síðan segi ég honum hvað þetta var
stórkostlegt þegar það er búið. Við
erum hamingjusamlega gift.“
Meðaumkun
og áþreifanlegir hlutir
„Konur eru, að stærstum hluta, þeir
sem gefa sjúkum súpu, öldruðum
smákökur og... kynlíf hinum ein-
mana. „Ég var þreytt, en hann
langaði,““ sagði einn viðmæl-
enda Meston og Buss.
Ekki má gleyma viðskiptaþætt-
inum sem að sögn sálfræðing-
anna þrífst jafnvel innan sam-
banda og í eiginlegu vændi.
Konur leita maka til að öðlast þá
hluti sem hugurinn stendur til -„lyf,
handtöskur, starf, lyf“. „Þáttur hag-
fræðinnar sem hvata til kynlífs kom
mér á óvart,“ sagði David Buss.
„Konur gefa kynlíf svo karlmað-
urinn slái flötina eða fari út með
ruslið. Þú skiptir á máltíð og kyn-
lífi,“ sagði Buss, og vitnaði í nokkra
námsmenn í háskólanum í Michig-
an, en 9 prósent þeirra höfðu „reynt
að skipta á kynlífi og áþreifanlegum
ávinningi“.
Að lokum er vert að nefna kynlíf
kvenna í læknisfræðilegum tilgangi
því samkvæmt niðurstöðum Buss
og Meston nota konur einnig kynlíf
til að líða betur, eins og áður hefur
komið fram, og til dæmis til að losna
við mígrenið, en við kynmök losna
endorfín úr læðingi, en þau slá á
verki. Haft er fyrir satt að kynlíf
slái einnig á tíðaverki.
Og þar hafið þið ástæð-
ur þess að kvenfólk stundar
kynlíf, en vert er að hafa í huga
orð Cindy Meston: „Eflaust er að
finna þær fleiri.“
Ástin er
aukaatriði
Ást og kynlíf hafa alla jafna talist nátengd. Fjöldi kvikmynda,
skáldsagna og laga fjalla um ástina, ástarsorgina, harminn og
alsæluna sem tengjast ástinni. Sálfræðingarnir Cindy Meston
og David Buss lögðu upp í leiðangur til að komast að ástæðum
þess að konur stundi kynlíf, og vissulega kemur ást við sögu,
en þó ekki í þeirri rómantísku mynd sem ætla mætti.
Að sögn Cindy Meston geta konur beitt kynlífi á öllum stigum
sambands, allt frá því að „lokka hann [karlmanninn] inn í sam-
band, til að halda honum þar, fullnægðum...“
Maður og kona Kynlíf er
notað til að „gæta makans“.
MynD photoS.CoM
herra-
setur
Jane Eyre
er „ástarbréf til
stórs húss“.
MynD photoS.CoM
„Áhættusækinn,
kvensamur „slæmur
strákur““
Konur sættast við
lítteftirsóknar-
verðari, en mun
traustari feng,
en mann á borð
við George
Clooney.
MynD: wiKiMeDiA