Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2009, Síða 50
Hot jóga Nýjasta æðið á líkamsræktarstöðvunum hlýt-
ur að vera hot jóga en heitt jóga er ákveðin samsetning af
jógastöðum sem gerðar eru í upphituðum sal, helst við 37°C.
Sporthúsið býður upp á nýjan og sérhannaðan sal sem er
upphitaður til að æfingarnar gangi enn betur en einnig er að
hægt að komast í heitt jóga í World Class í Laugum og á fleiri
líkamsræktarstöðvum. Um að gera að prófa.
„Áhersla verður á mittið og
að það sé á „réttum“ stað
sem þessa dagana er
hátt uppi,“ segir Selma
Ragnarsdóttir, klæð-
skeri og kjólameistari,
þegar hún er spurð
út í haust- og vetr-
artískuna. Selma
segir aðsniðin snið
og belti ýkja
þessa háu
línu. „Auk
þess ýta
axlapúðar
enn meira
undir x-
línuna
og verða
þeir vin-
sælir á
næstunni,“ segir hún og bætir við
að litirnir verði frekar dökkir
í vetur. „Litirnir verða frek-
ar drungalegir en þó popp-
aðir upp með skemmti-
legum litum í fylgihlutum
eins og beltum, hönskum
og stórum skartgripum.
„Grunge“-útlitið er að koma sterkt inn
aftur en núna er það meira í bland
við kvenleika og því kynþokkafyllra
en þegar það var „in the 90’s“. Dýrk-
un á poppkónginum Michael Jack-
son heitnum mun einnig hafa áhrif
á tískuna næstu misseri með pallí-
ettum og semelíusteinum í fatnaði.
Og ég er nokkuð viss um að sjá bæði
stelpur og stráka sem þora í aðeins of
stuttum buxum við niðurkrumpaða
hvíta sokka. Og í glansskóm við.“
indiana@dv.is
Segir að Michael Jackson muni hafa áhrif á tískuna næstu misserin.
axlapúðar og krumpaðir sokkar
UmSjóN: iNdíaNa áSa hreiNSdóttir, indiana@dv.is
Búðu til fyrsta
grautinn
Á vefnum www.cafesigrun.com
má finna alls kyns hollar og
spennandi uppskriftir. Þar má
meðal annars
finna einfalda
uppskrift að
fyrsta graut
barnsins, hrís-
mjölsgrautnum.
Í hann þarf 1 dl
kalt vatn, 1 tsk. lífrænt hrísmjöl,
eða maísmjöl, fyrir ungbörn og
þurrmjólkurduft sem svarar til 1
dl af vatni eða móðurmjólk. Setja
á vatnið og mjölið í pott, láta suð-
una koma upp og hræra í á með-
an. Láta grautinn malla í tvær
mínútur en taka svo af hitan-
um og bæta mjólkurduftinu eða
móðurmjólkinni út í. Ekki hita
grautinn upp aftur.
Hugo Þórisson sálfræðingur segir að foreldrar verði að ræða um ástandið við börn sín
með jákvæðni að leiðarljósi, alveg sama hversu svart ástandið þyki. Börnin verði að
vita að fjölskyldan eigi eftir að spjara sig og sjá bjartari tíma. Hugo segir enn fremur
að foreldrar verði að muna að hlusta á börnin sín til að vita hvernig þeim líður.
50 föstudagur 16. október 2009 lífsstíll
Munstur gefur
BörnuM öryggi
Smíðum allar gerðir
lykla , smíðum og
forritum bíllykla.
Verslun og verkstæði
Grensásvegi 16
Sími: 511 5858
l Húsbóndinn sér oft um að
grilla og þótt grillið sé lítið notað
yfir jólin
gæti flottur
grillbún-
aður sleg-
ið í gegn
hjá þeim
gamla.
Úrvalið er
endalaust þegar kemur að fylgi-
búnaði grilla.
l Flottur, góður penni er eilífð-
areign.
l Pabbar þurfa líka ný náttföt
á jólunum. Gefðu
honum þægileg, góð
náttföt sem hann
getur klæðst á með-
an hann les jóla-
bækurnar og borðar
konfektið.
l Ermahnappar klikka aldrei.
l Pabbar
vilja líka hafa
það gott í
góða veðr-
inu á sumrin
en margir þeirra eru lítið fyrir að
leggjast í grasið. Gefðu honum
sterkt hengirúm svo hann geti
hvílt sig og lesið blöðin úti í garði.
sniðugar
jólagjafir
handa paBBa
„Við verðum að reyna að hlífa yngri
börnum við neikvæðum fréttum,“ seg-
ir Hugo Þórisson sálfræðingur og bætir
við að foreldrar geti betur stjórnað um-
hverfi þeirra minnstu á meðan eldri
börn og unglingar geti auðveldlega
nálgast upplýsingar hvort sem það er
á netinu eða annarstaðar. Hugo segir
mikilvægt að ungum börnum sé hlíft
við bæði neikvæðum fréttum og nei-
kvæðri umræðu í fjölskyldunni.
„Í rauninni ætti að reyna að gefa
þeim þær upplýsingar sem þau þurfa
til að geta skilið það sem er að gerast
í kringum þau og í þeirra fjölskyldu og
ekki meir en þörf er á. Í dag eru mjög
margar fjölskyldur í vandræðum, bæði
vegna fjárhagserfiðleika og/eða skorts
á atvinnu. Tíðin er dýr sama hvert lit-
ið er og því þarf að útskýra fyrir börn-
unum að nú þurfi fjölskyldan að passa
betur upp á peningana sína.“
Hugo segir mikilvægt að foreldrar
hafi jákvæðni að leiðarljósi í umræðu
við börnin. „Það er alveg sama hversu
svart ástandið þykir, við verðum að gera
börnunum grein fyrir að ástandið eigi
eftir að batna, að fjölskyldan eigi eftir
að spjara sig og geta séð bjartari tíma,“
segir hann og bætir við í þriðja lagi að
foreldrar og aðrir sem vinna með börn-
um verði að vera vel á verði og hlusta
eftir því hvernig börnunum líði.
„Þetta er lykilatriði sem ég pred-
ika ekki nógu oft. Við verðum að vita
hvernig börnunum okkar líður og hvað
þau eru að hugsa og það gerum við
með því að hlusta á þau. Fullorðið fólk
á það nefnilega til að gleyma að hlusta
þegar það ræðir við börn til að geta
hjálpað.“
Hugo segir enn fremur að stress,
álag, reiði og öryggisleysi okkar full-
orðnu skapi vanlíðan hjá börnunum.
„Þegar börnum líður illa eiga þau erf-
iðara með að stjórna hegðun og verða
það sem við köllum óþekk. Börnin geta
hins vegar verið einkennisberar fyrir
þjóðfélagið og við verðum að skilja að
þau eru að sýna einkenni vegna álags-
ins í þjóðfélaginu. Við verðum að hlusta
til að skilja til að geta hjálpað þeim.“
Þegar Hugo er beðinn um einfalt
ráð fyrir fjölskyldur segir hann reglu-
legan samverutíma nauðsynlegan.
„Ég hef alltaf haft trú á því að fastir
fjölskyldutímar eins og til dæmis kósí-
kvöld séu afar góðir fyrir börn. Börn-
um finnst gott að hafa einhvern ákveð-
inn viðburð hvort sem það er daglega,
vikulega eða mánaðarlega og það er
um að gera að halda rútínunni gang-
andi og jafnvel gefa þessum stundum
enn meira vægi því munstur gefur mik-
ið öryggi.“
indiana@dv.is
Hugo Þórisson
sálfræðingur „Ég hef
alltaf haft trú á því að fastir
fjölskyldutímar eins og til
dæmis kósíkvöld séu afar
góðir fyrir börn.“
Poppkóngur „Og ég er
nokkuð viss um að sjá
bæði stelpur og
stráka sem þora í
aðeins of stuttum
buxum við
niðurkrump-
aða hvíta
sokka. Og í
glansskóm
við,“ segir
Selma.
Selma Ragnarsdóttir Selma segir að
„grunge“-útlitið sé að koma sterkt inn
aftur en að í þetta skiptið verði það í
bland við meiri kvenleika.