Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2009, Blaðsíða 4
Sandkorn
n Miklar áhyggjur eru inn-
an Skjás eins vegna söfnunar
áskrifenda. Sigríður Margrét
Oddsdóttir og hennar fólk
rennir blint í sjóinn nú þeg-
ar verið er að taka gjald fyrir
það sem áður var frítt.
Aðgerðin er nauðvörn
stöðvarinnar sem átti
aðeins þennan kost eða
að loka. Heimildir eru
fyrir því að um 2000
áskrifendur hafi verið
komnir fyrir helgi.
Þar er þó langt í
lokatakmarkið sem
er á bilinu 15 til 20
þúsund til þess að
Skjár einn geti lifað.
n Hannes Hólmsteinn Gissur-
arson prófessor er einn þeirra
sem hvað harðast hafa gagn-
rýnt Baugspenna þótt sjálfur
hafi hann
verið á
launum hjá
Jóni Ásgeiri
Jóhannes-
syni sem
fastur penni
Fréttablaðs-
ins. Í bók-
inni Hvernig
getur Ísland orðið ríkasta land í
heimi? frá 2001 sagði Hann-
es að engum kæmi við þó að
einhver Íslendingur ætti pen-
inga á aflandseyjum eins og til
dæmis Mön og þeir bæru ávöxt
þar. Teknanna væri aflað þar og
slíkt kæmi engum við. Það sætti
furðu ef ætti að veita einhverj-
ar upplýsingar um slík fjármál
manna (bls. 138).
n Hannes Hólmsteinn Gissur-
arson vildi einnig að Íslend-
ingar tækju sér Cayman-eyjar
til fyrirmyndar. Þar tæki að-
eins tvo daga að skrá fyrirtæki
og þar væri ströng banka-
leynd. Auk þess væru eyjarn-
ar á bresku yfirráðasvæði með
bresk lög sem væru bæði „föst
og frjálsleg“.
Á Bresku
jómfrúreyj-
um (Tortola)
væru þó
eftirsóknar-
verðari lög
því þar þyrfti
ekki að gefa
upp stjórnir
eða hluthafa
í félögum auk þess sem engin
lágmarkskrafa væri um hlutafé.
Skráning tæki aðeins tvo daga.
Trúnaður ríkti um skráninguna
og eignir útlendinga á eyjun-
um (bls. 129-130). Þetta var í
þá daga þegar Hannes hældi
Baugi og Kaupþingi í hástert
fyrir útrásina. Nú sver hann af
sér tengslin og bölvar fyrrver-
andi vinnuveitanda sínum, Jóni
Ásgeiri.
4 föstudagur 30. október 2009 fréttir
Þóra Hallgrímsson greiddi 1,4 milljóna króna málskostnaðartryggingu fyrir eigin-
mann sinn, Björgólf Guðmundsson, sem honum var gert að greiða vegna stefnu á
hendur fréttastjóra og blaðamanni Stöðvar 2 og Vísir.is. Málskostnaðartrygging hef-
ur sömuleiðis verið lögð fram fyrir hönd Magnúsar Þorsteinssonar.
Þóra Hallgrímsson, eiginkona Björg-
ólfs Guðmundssonar, hefur lagt fram
1,4 milljóna króna málskostnaðar-
tryggingu fyrir eiginmann sinn vegna
skaðabótamáls sem hann höfðaði á
hendur fréttastjóra Stöðvar 2 og Vís-
ir.is og blaðamanni.
Þórunn Guðmundsdóttir, lög-
maður Björgólfs, staðfestir þetta í
samtali við DV. Hún segir Þóru hafa
lagt trygginguna fram fyrir Björgólf
12. október.
Þóra skráður eigandi
Björgólfur gat sjálfur ekki lagt fram
trygginguna þar sem hann hefur ver-
ið úrskurðaður gjaldþrota. Þau hjón-
in búa þó enn á 437 fermetra glæsi-
heimili sínu á Vesturbrún í Reykjavík
þar sem Þóra er skráður eigandi þess.
Kröfuhafar í bú Björgólfs geta því
ekki gert tilkall til hússins.
Ráðgjafafyrirtæki Ásgeirs Frið-
geirssonar hefur sinnt almanna-
tengslum fyrir fyrirtæki í eigu
Björgólfs en eftir að þau urðu
gjaldþrota lauk þeim viðskiptum.
Magnús Þorsteinsson höfðaði
einnig skaðabótamál gegn frétta-
manni Stöðvar 2 og Vísir.is og hef-
ur 900 þúsund króna málskostn-
aðartrygging verið lögð fram fyrir
hann. Ekki hefur þó fengist stað-
fest hver lagði trygginguna fram
fyrir Magnús en hann var úrskurð-
aður gjaldþrota fyrr á þessu ári líkt
og Björgólfur.
Ekki sjálfir borgunarmenn
Björgólfur stefndi Óskari Hrafni
Þorvaldssyni, fréttastjóra Stöðvar 2
og Vísis, og Gunnari Erni Jónssyni
blaðamanni vegna fréttaflutnings
þar sem fullyrt var það hann hefði
flutt peninga yfir á erlenda banka-
reikninga í bankahruninu. Magn-
ús stefndi Gunnari vegna frétta af
sama toga.
Eftir að þeim var stefnt gerðu
Óskar og Gunnar kröfu um máls-
kostnaðartryggingu í ljósi þess að
bæði Björgólfur og Magnús eru
gjaldþrota. Héraðsdómur Reykja-
víkur úrskurðaði að Björgólfur
þyrfti að leggja fram 700 þúsund
krónur vegna hvorrar stefnu en
Magnús samtals 900 þúsund krón-
ur.
Viðar Lúðvíksson, lögmaður
þeirra Óskars og Gunnars, lagði
fram greinargerð í málinu á þriðju-
dag og verður fyrirtaka í héraðs-
dómi á næstum vikum.
Af ætt Thorsara
Húsið sem Björgólfur og Þóra búa í
var byggt af foreldrum Þóru og erfði
hún húsið eftir þau. Foreldrar henn-
ar voru þau Margrét Þorbjörg Thors
Hallgrímsson og Hallgrímur Friðrik
Hallgrímsson, fyrrverandi forstjóri
Skeljungs. Margrét, móðir Þóru, var
systir Ólafs Thors, fyrrverandi for-
sætisráðherra. Þóra er því barna-
barn afhafnamannsins Thors Jens-
sen.
Þóra kynntist Björgólfi þegar hún
starfaði í Útvegsbankanum. Hún var
í fyrstu vantrúuð á samband þeirra
þar sem hún var þá tvífráskilin með
fjögur börn. Björgólfur setti það hins
vegar ekkert fyrir sig og giftust þau
árið1963. Björgólfur gekk börnum
hennar í föðurstað og ættleiddi þau
öll nema elsta soninn, sem átti föð-
ur á lífi. Það hefur þó verið þannig
gengið frá málum að hann á jafnan
erfðarétt eftir Björgólf og hin börn-
in.
ErlA HlynsdóTTir
blaðamaður skrifar: erla@dv.is
KONAN BORGAÐI
FYRIR BJÖRGÓLF
„Þau hjónin búa þó enn
á 437 fermetra glæsi-
heimili sínu á Vestur-
brún“
Gift í hálfa öld Þóra Hallgrímsson og Björgólfur
Guðmundsson hafa verið gift í 46 ár. Þau búa
saman í húsi sem Þóra erfði eftir foreldra sína og
kröfuhafar í bú Björgólfs geta ekki gert tilkall til.
Birtíngur ræðst í breytingar á útgáfudögum:
DV á mánudögum
Sú breyting hefur verið gerð á útgáfu
DV að blaðið kemur framvegis út á
mánudögum í stað þriðjudaga. Eftir
sem áður kemur blaðið út þrjá daga
vikunnar; á mánudögum, miðviku-
dögum auk þess sem veglegt helg-
arblað kemur út á föstudögum. Til-
gangur þessara breytinga er að auka
þjónustu við lesendur blaðsins og
færa þeim ferskar fréttir helgarinn-
ar á mánudögum. Samhliða þess-
ari tilfærslu verður blaðið stækk-
að og verður að lágmarki 32 síður.
Íþróttaumfjöllun verður aukin og
áhersla verður sem fyrr lögð á fjöl-
breytt efnistök.
Vefurinn DV.is hefur undanfarið
verið í stórsókn. Til marks um það
má nefna að fyrir ári síðan sóttu um
80 þúsund notendur vefinn í hverri
viku. Undanfarinn mánuð hefur
notkunin aukist gríðarlega og heim-
sækja nú um 120 þúsund manns
DV.is í viku hverri. Aukningin nem-
ur um 50 prósentum. Vefurinn hef-
ur fest sig í sessi sem þriðji mest sótti
fréttavefur landsins, samkvæmt sam-
ræmdri vefmælingu Modernus. Vef-
urinn skaust nýlega fram úr blog.is,
bloggsvæði Morgunblaðsins. Í síð-
ustu viku voru heimsóknirnar tæp-
lega 611 þúsund talsins.
Undanfarið ár hefur DV mætt erf-
iðleikum í efnahagslífinu með mark-
vissum og ábyrgum niðurskurði í
útgáfunni til að tryggja jákvæða af-
komu. Með bættu gengi að undan-
förnu hefur ritstjórn blaðsins og vefs-
ins verið efld með það að markmiði
að segja lesendum áfram öflugar og
gagnrýnar fréttir.
Samkvæmt könnun
MMR ber DV höfuð
og herðar yfir önnur
dagblöð þegar kem-
ur að því að ljóstra
upp um spillingar-
mál í íslensku sam-
félagi. Þar nefndu
23,5 prósent DV,
11,4 prósent Morg-
unblaðið og 5,7 pró-
sent Fréttablaðið.
F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð
miðvikudagur 21. janúar 2009 dagblaðið vísir 14. tbl. – 99. árg. – verð kr. 347
BjÖrgÓLFur
thor gegn
krÓnunni
ríkissTJÓrNiN
FELLUr
Fréttir
Fréttir
janúarByLting á
austurveLLi
eLLeFu ára
handtekinn
„ég var Líka
að mÓtmæLa“
kona Barin
með kyLFu
ingiBjÖrg
veikari en
taLið var
„geir er
Búinn að
vera“
m
yn
d
b
jö
rn
b
lö
n
d
a
l
Breytt útgáfa
Blað þriðjudags
verður fært á
mánudaga og það
stækkað um leið.