Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2009, Blaðsíða 8
Sandkorn
n Framsóknarmenn í Suðvest-
urkjördæmi komu saman til
fundar á dögunum til þess að
ræða framboðsmál og uppstill-
ingu í stóru sveitarfélögunum
innan kjördæmisins fyrir sveit-
arstjórn-
arkosn-
ingarnar
næsta vor.
Þar ræddi
Siv Frið-
leifsdóttir
stórnmála-
ástandið og
þingstörfin
við nærstadda. Siv hefur setið á
þingi síðan 1995 og er því með
reyndari þingmönnum. Hún
hafði á orði að þinghaldið væri
mjög sérkennilegt um þessar
mundir. Hún hefði ekki kynnst
jafnmikilli reiði og rifrildi
innan þingsins og á göngum
Alþingis og nú. Það ætti ekki
aðeins við um átök stjórnar-
andstæðinga við stjórnarliða
heldur einnig átök milli flokks-
manna. Ekki er víst að áform
um persónukjör muni bæta
móralinn innan þingflokkanna.
n Karl Sigurbjörnsson biskup
er í erfiðri stöðu. Stutt er síðan
hann gerði
starfsloka-
samning við
séra Gunnar
Björnsson,
sem myndi
jafnvel hæfa
helstu læri-
sveinum
Mamm-
ons. Nú hefur Héraðsdómur
Reykjavíkur dæmt séra Sigríði
Guðmarsdóttur rúmar 1,6
milljónir króna í bætur vegna
brota á jafnréttislögum. Sigríð-
ur sótti árið 2003 um embætti
sendiráðsprests í Lundún-
um en laut í lægra haldi fyrir
Sigurði Arnarsyni, tengdasyni
biskupsins, sem var skipaður.
Dómurinn úrskurðaði að kirkj-
an yrði að greiða séra Sigríði 1,5
milljón krónur í bætur. Nú velta
menn fyrir sér ábyrgð bisk-
ups í málinu, standi dómurinn
óhaggaður, og hvernig hann
muni axla hana.
n Nokkur áhugi virðist vera
meðal fjárfesta á verslanakeðj-
unni Nóa-
túni sem
er í eigu
Kaupáss.
Þannig
setti verð-
bréfafyrir-
tækið Arev
sig í sam-
band við
Kaupás fyrir nokkru og lýsti yfir
áhuga á að kaupa verslanakeðj-
una út úr Kaupási, sem rekur
meðal annars einnig Krónuna.
Kaupás lét Arev fá gögn um
verslanakeðjuna en ekkert varð
af frekari viðræðum um kaup-
in enda segja forsvarsmenn
Kaupáss að verslanirnar séu
ekki til sölu. Athygli vekur hins
vegar að einn af starfsmönn-
um Arev, Jón Scheving, er
fyrrverandi starfsmaður Baugs
og Hagkaupa og þótti sum-
um það sérstakt að fyrirtæki,
sem fyrrverandi starfsmaður
helsta samkeppnisaðila Kaup-
áss starfar hjá, lýsti yfir áhuga á
Nóatúni.
8 föstudagur 30. október 2009 fréttir
helgi á Korputorgi um helgina.
Gildir ekki í Bónus.
stofnfjáreigendur
sKuLdsettu BÖrn sín
Gylfi Magnússon, efnahags- og við-
skiptaráðherra, undrast lánveitingar
Glitnis til ófjárráða einstaklinga, en
eins og fram kom í Viðskiptablaðinu
á fimmtudag, lánaði Glitnir í einu til-
felli 6 milljónir króna til 12 ára barns.
Barnalán Glitnis voru ætluð til kaupa
á stofnfjárbréfum í Byr sparisjóði þeg-
ar hlutafjáraukning bankans fór fram
árið 2007. „Það blasir við að þetta
eru mjög sérkennilegar lánveitingar,
svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Það
gefur augaleið að þetta vilja menn
ekki sjá aftur,“ segir Gylfi. Aðspurð-
ur hvort hann muni beita sér fyrir því
að þessi barnalán Glitnis verði skoð-
uð frekar, segir Gylfi: „Ef það kemur í
ljós að það er brotalöm í kerfinu sem
leyfir þetta þarf að loka henni. Þetta
er mjög sérkennilegt og athygli okkar
er vakin á þessu. Við munum athuga
hvort þetta krefst nánari skoðunar.“
Foreldrar barnanna höfðu í öllum
tilfellum frumkvæði að því að börn
þeirra tækju milljóna króna lán.
Leiksoppar í valdabaráttu
Samkvæmt heimildum DV voru for-
eldrar barnanna sem fengu lánin
sjálfir stórir stofnfjáreigendur í Byr.
Hver stofnfjáreigandi mátti hins veg-
ar aðeins kaupa ákveðið mörg stofn-
fjárbréf, en í kringum útboðið sem
fram fór árið 2007 stóð valdabar-
átta stofnfjáreigenda sem hæst. Lán
Glitnis til barnanna voru því hluti
af valdabaráttu foreldra þeirra sem
skuldsettu börnin sín um milljón-
ir til þess að komast yfir stærri hlut í
sparisjóðnum og notuðu þeir kenni-
tölur barnanna sinna til þess.
Heimildir DV herma að einhver
barnanna komi úr fjölskyldum sem
tengjast eignarhaldsfélaginu Saxhóli.
Saxhóll var fjárfestingaarmur Nóa-
túnsfjölskyldunnar svokölluðu sem
seldi Nóatúnsverslanirnar til Kaup-
áss árið 2000. Félagið var í eigu barna
Jóns Júlíussonar, fyrrverandi eiganda
Nóatúns. Stærsta eign félagsins var
7,5 prósent hlutur í BYR og var eitt af
börnum Jóns Júlíusar, Jón Þorsteinn
Jónsson, stjórnarformaður í spari-
sjóðnum þar til í mars á þessu ári.
Saxhóll lagði fram beiðni um
gjaldþrotaskipti fyrr í mánuðinum.
Dætur Jóns Þorsteins
stofnfjáreigendur
Þrjár dætur Jóns Þorsteins eru skráð-
ir stofnfjáreigendur í BYR. Eignar-
hlutar þeirra voru keyptir fyrir upp-
hæðir á bilinu 4 til 14 milljónir króna.
Þær eru á aldrinum fjögurra og upp í
sautján ára gamlar í dag.
Ekki er hins vegar vitað hvort dæt-
ur Jóns eru meðal þeirra sem tóku
lán fyrir stofnfjárhlutunum hjá Glitni
á sínum tíma en staðfest er að þær
eru stofnfjáreigendur. Hvernig kaup
þeirra á stofnfjárhlutunum voru
fjármögnuð er því ekki vitað að svo
stöddu. DV náði ekki í Jón Þorstein á
fimmtudaginn til að spyrja hann út í
málið en hann er búsettur í Bretlandi
um þessar mundir.
Heimildir DV herma jafnframt að
þrjú af börnunum tíu sem voru ólög-
ráða þegar lánin voru veitt séu orðin
lögráða í dag. Einungis sjö af börn-
unum tíu eru því enn ólögráða.
Sýslumaður gerði athuga-
semdir við lánveitingarnar
Á sínum tíma, árið 2007, gerði sýslu-
maðurinn í Reykjavík athugasemdir
við það að foreldarnir skyldu skuld-
setja börnin sín, án þess að hafa feng-
ið samþykki fyrir því hjá yfirlögráð-
anda, það er að segja sýslumani. En
til þess að geta skuldsett börnin sín
á þennan hátt þarf samþykki sýslu-
manns að liggja fyrir. Foreldrarnir
virtu athugasemdir sýslumanns hins
vegar að vettugi og skuldsettu börnin
sín samt, samkvæmt heimildum DV.
Sýslumaðurinn í Hafnarfirði
samþykkti hins vegar að skrá mætti
stofnfjárbréfin á börn, en að skýrt
var tekið fram að ekki mætti lána
börnunum til kaupa á bréfunum.
Ragnar Z. Guðjónsson, spari-
sjóðsstjóri Byrs, segir að Byr hafi ekki
komið að lánveitingunum að öðru
leyti en því að samið hafi verið við
Glitni um að veita lánafyrirgreiðsl-
una fyrir stofnfjáraukningunni á
ákveðnum forsendum en stofnfjár-
eigendurnir hafi svo getað ákveðið
hvort þeir tækju lán frá Glitni eða
ekki. Hann segir því að það sé Byrs
að svara fyrir lánveitingarnar til
barnanna.
Lánin í krónum og
erlendri mynt
Í svari Íslandsbanka við fyrirspurn
DV, kemur fram að í heildina hafi tíu
ólögráða einstaklingar fengið slík lán
og að flest þeirra hafi verið í íslensk-
um krónum. Kjörin á lánunum mið-
uðust við hefðbundna REIBOR-vexti
að viðbættu 3 prósenta vaxtaálagi
bankans.
Í þeim tilfellum sem lánin voru að
hluta til eða að fullu í erlendri mynt
miðuðust kjörin við LIBOR-vexti
nema lánshluti væri í evrum en þá
miðuðust kjörin við EURIBOR-vexti.
Vaxtaálag bankans var í báðum til-
fellum 3 prósent þar ofan á. Ákvörð-
un um myntsamsetningu var tekin
af foreldrum eða forráðamönnum
barnanna.
Síðan Íslandsbanki tók lánin yfir
vegna neyðarlaganna hefur ekkert
þeirra verið sent til innheimtu þar
sem bankinn hefur haft þau til skoð-
unar. Samkvæmt svari Íslandsbanka
liggur heildarupphæð barnalánanna
ekki fyrir.
Kaupþing lánaði ekki
DV leitaði upplýsinga hjá hinum stóru
bönkunum, Kaupþingi og Lands-
banka, um hvort þeir hafi veitt slíkt
lán. Í svari Kaupþings kemur fram að
engin slík lán hafi verið veitt, en ekki
hefur borist svar frá Landsbankan-
um.
Í tilkynningu frá Íslandsbanka
kemur fram að þar sem samþykki yfir-
lögráðanda fyrir lánveitingunum hafi
skort teljist umræddir lánasamningar
ógildir og mun Íslandsbanki því ekki
innheimta skuldina hjá viðkomandi
lántökum, það er að segja börnunum
tíu. Málinu telst því væntanlega lokið
af hálfu Íslandsbanka.
Glitnir lánaði 10 börnum milljónir króna árið 2007 fyrir kaupum á stofnfjárbréfum í
Byr. Foreldrar barnanna voru sjálfir stórir stofnfjáreigendur og skuldsettu börnin sín
til þess að komast yfir stærri hlut í sparisjóðnum. Leyfi lá fyrir hjá sýslumanni að skrá
bréfin á börnin en ekki mátti lána þeim fyrir kaupum á þeim. Gylfi Magnússon segir
lánveitingarnar mjög sérkennilegar.
„Það blasir við að þetta
eru mjög sérkennilegar
lánveitingar, svo ekki
sé dýpra í árinni tekið.
Það gefur augaleið að
þetta vilja menn ekki
sjá aftur.“ Dæturnar stofnfjáreigendur Þrjár af dætrum Jóns Þorsteins Jónssonar,
fyrrverandi stjórnarformanns í Byr,
eru skráðir stofnfjáreigendur í Byr
fyrir upphæðir á bilinu 4 til 14 milljónir
króna. Heimildir DV herma að foreldrar
skuldsettu barnanna séu stofnfjáreig-
endur í Byr.
Gylfi Magnússon „Ef það kemur í ljós
að það er brotalöm í kerfinu sem leyfir
þetta þarf að loka henni.“
Íslandsbanki Lánin verða ekki
innheimt, en Glitnir lánaði börnum
stofnfjáreigenda fyrir kaupum á
bréfunum. Kaupin voru hluti af
valdabaráttu foreldra þeirra um Byr.
InGI F. VILhJáLMSSon
oG VaLGEIR ÖRn RaGnaRSSon
blaðamenn skrifa: ingi@dv.is og valgeir@dv.is