Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2009, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2009, Blaðsíða 11
fréttir föstudagur 30. október 2009 11 holabok.is Frábærar bækur! Óborganlegar sögur af Eyjaskeggjum - hvað annað? Skrautlegt og skemmtilegt jólaföndur. Hvaða synd drýgði væntanlegur ökukennari? Bráðskemmtileg ævisaga. Hér fara margir á kostum, t.d. Púlli, Jens Guð og Gurrí Haralds. Mögnuð bók; greinir frá þróun kafbáta, hernaðarlegri snilld, mistökum og mannfórnum. Einstakar lífsreynslusögur; sorglegar, fræðandi, fyndnar og allt þar á milli. Íslenskar draugasögur, alls ekki ætlaðar viðkvæmum sálum. Gamansögur af Árnesingum og hér slapp enginn sem hafði eitthvað til málanna að leggja. Eitt af snilldarverkum Antony Beevor og tvímælalaust besta bókin um Spænska borgarastríðið. Sögur af sviðinu og baksviðs og jafnframt að stórum hluta saga djass- og dægurlagatónlistar á Íslandi. „Mér finnst þetta mjög athyglisverð túlkun og lögfræðilega gengur hún upp. Ef menn vilja meina að þetta sé erlent lán á annað borð er það alltaf að jafnvirði tiltekinnar fjárhæðar í ís- lenskum krónum og með breyting- um á gengi krónunnar breytist bara fjöldi hinna erlendu mynteininga sem þarf til að uppfylla tilgreint nafn- virði. Það er hans túlkun,“ segir Björn Þorri Viktorsson lögmaður. Gæti haldið fyrir dómi „Það er skýringarregla í lögfræði þeg- ar verið er að túlka samninga sem fjallar um að það beri að túlka samn- inga almennt neytendum í hag og þeim sem er minnimáttar í samn- ingssambandinu. Sérstaklega á þetta við í þessu tilfelli. Það er bankinn sjálfur sem semur samningsskilmál- ana og það ber almennt að túlka slíka samninga, eða óljós samningsatriði sem geta valdið einhverjum vafa, þeim í óhag sem semur,“ segir Björn. Hann segir að túlkun Guðmundar gæti staðist dómstólaleiðina ef hún verður farin. „Mér finnst það ekki fráleitt. Í hans tilfelli snýst þetta um Frjálsa fjárfestingarbankann. Ef þeir halda fast við það að þarna sé í raun um er- lent lán að ræða er merkilegt að þeir skuli endalaust vera að tala um þessa jafnvirðisfjárhæð. Þá má rökstyðja þá niðurstöðu að það hafi ekki verið reiknað með því að höfuðstóllinn í ís- lenkum krónum breyttist neitt enda er það líka í samræmi við greiðslu- áætlanirnar sem fólk undirgekkst þegar það tók þessi lán. Þá er alltaf miðað við að höfuðstólsfjárhæðin í krónum talið breytist ekki þrátt fyrir breytingu á gengisþróun. Ég hlakka bara til ef Guðmundur lætur reyna á þetta fyrir dómi eða Frjálsi fjárfest- ingarbankinn, að sjá hver niðurstað- an verður.“ Skýrt bann Björn hefur talað um það í fjöl- miðlum undanfarið að hann telji að myntkörfulán Kaupþings ásamt fleiri lánum standist ekki lög. Al- mennir lántakendur hjá Kaupþingi ætla að stefna Sigurði Einarssyni og Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrver- andi stjórnendum Kaupþings, til að fá viðurkennda persónulega skaða- bótaskyldu þeirra og fer Björn fyrir fólkinu. Það er ekki eina málið sem Björn hefur á sinni könnu sem tengt er lánasamningum. „Það er ekki enn búið að birta fyrstu stefnurnar því það er ýmislegt óvænt sem hefur komið upp í þeim efnum. Ég fékk hins vegar mál inn á borð til mín í apríl sem varðaði bíla- samning. Það er aðalmeðferð í því máli núna föstudaginn 13. nóvem- ber. Þar reynir á þá túlkun sem ég hef aðallega verið að halda fram að þetta séu í rauninni íslensk krónulán í eðli sínu og þess vegna sé óheimilt að verðbreyta þeim í tengslum við erlent myntviðmið. Það er mjög skýrt bann við því í íslenskum lögum frá 2001. Það er fyrsta málið sem mér er kunn- ugt um sem reynir á þessi álitaefni.“ Stenst enga skoðun Björn vonast til þess að fá lögfræði- lega skorið úr um ýmis ágreinings- atriði varðandi lánasamninga sem fyrst. „Það er lykilatriði fyrir lántakend- ur og auðvitað lánveitendur líka. Það er tekið fram í þessum lögum um vexti og verðtryggingu frá 2001 að ef lánveitandi hefur ranglega einhverja fjárhæð af lántakanda ber honum að endurgreiða það sem hann hefur ranglega af honum haft með vöxtum. Það eru gríðarlega miklir hagsmunir sem hanga á þessari spýtu. Stærstur hluti lántakenda lætur sér ekki detta í hug að bankinn sé að brjóta á þeim lög. Því miður er margt sem bendir til þess að svo sé. Fólk er að vakna við að það er fjölmargt í þessum samn- ingum sem stenst enga skoðun.“ Lögmaðurinn Björn Þorri Viktorsson segir túlkun Guðmundar lögfræðilega ganga upp og hún gæti haldið fyrir dómi. Hann segir margt benda til þess að bankarnir hafi brotið lög með lánasamningum enda sé fjöl- margt í þeim sem stenst enga skoðun. lilja Katrín GunnarSdóttir blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is BANKARNIR BRUTU Á LÁNTAKENDUM „Það eru gríðarlega miklir hagsmunir sem hanga á þessari spýtu.“ Fagnar túlkun Guðmundar Björn segir að þessi túlkun á erlendum lánum gæti staðist dómstólaleið- ina og hlakkar til að sjá niðurstöðuna ef svo fer.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.