Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2009, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.2009, Blaðsíða 6
6 föstudagur 30. október 2009 fréttir Missti meðvit- und Ásdís fékk slæman heilahrist- ing þegar hún lenti í bílslysi komin sjö mánuði á leið. Íslenska ofurfyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir hefur stefnt trygginga- félaginu Verði vegna deilu um hvort trygging á bíl hennar hafi verið í gildi þegar hún lenti í bílslysi árið 2007. Fyrirtaka í málinu fer fram 6. nóvem- ber. Ásdís sagði frá bílslysinu í viðtali við blaðið Sirkus 9. mars árið 2007. Í viðtalinu sagðist hún hafa fengið slæman heilahristing og misst með- vitund. Hún mundi lítið eftir degin- um og varð að gista á sjúkrahúsi í þrjá daga. Hennar heittelskaði, fótbolta- maðurinn Garðar Gunnlaugsson, var þá á samningi hjá knattspyrnuliðinu IFK Norrköping í Svíþjóð. Honum brá mjög mikið við að fá fréttir af slysinu til Svíþjóðar enda Ásdís komin sjö mánuði á leið með sitt þriðja barn. „Þetta var hrikaleg lífsreynsla en ég þakka guði fyrir að barnið hafi sloppið […] Þegar ég rankaði við mér á sjúkrahúsinu vissi ég hvorki hver ég var né að ég væri ófrísk. Garðar greyið fékk áfall og hefur ekki enn jafnað sig. […] Hann fékk ekki að tala við mig fyrr en um kvöldið og vill aldrei þurfa að upplifa annað eins,“ sagði Ásdís í við- talinu. Ásdís hefur verið mikið á milli tannanna á fólki en hún er nú búsett í Búlgaríu. Hún mun væntanlega flytja þaðan fljótlega þar sem Garðar hefur rift samningi við knattspyrnufélagið CSKA Sofia. Hvort hún komi aftur til Íslands er óvíst en þangað til geta að- dáendur ísdrottningarinnar svoköll- uðu lesið pistla hennar á Pressunni. liljakatrin@dv.is Ísdrottningin stefnir tryggingafélaginu Verði vegna bílslyss: Ásdís Rán í tryggingadeilu Sandkorn n Einar Bárðarson, útvarps- stjóri Kanans, er í miklu stuði þessa dagana. Greinilegt er að hann óttast ekki slaginn við risana á markaðnum og hann sóp- ar að sér út- varpsstjörn- um með tilheyrandi kostnaði. Nú hefur Einar ákveðið að leggja til atlögu við Simma og Jóa á Bylgjunni á laugardagsmorgnum. Hann teflir Tvíhöfða þeirra Jóns Gnarr og Sigurjóns Kjartans- sonar gegn Bylgjumönnum frá og með þarnæstu helgi. Þáttur Eiríks Jónssonar, Heyrt og séð verður þá færður yfir á sunnu- dagsmorgna í samkeppni við Sirrý á RÚV og minni spámenn. n Stærsti eigandi Viðskipta- blaðsins er Haraldur Johann- essen, meðritstjóri Davíðs Oddssonar á Mogganum. Heyrst hefur að fjárfestar tengd- ir Björgvin Guðmundssyni, fyrrverandi viðskiptaritstjóra Mogg- ans, ætli að kaupa Harald út. Það er þó ekki staðfest að kaupin séu geng- in í gegn. Í bloggheim- um er aftur á móti slúðrað um sameiningu Mogga og Við- skiptablaðs. Þar yrði undarleg upplifun fyrir Björgvin og þre- menningana sem flúðu Mogg- ann til að fara á Viðskiptablaðið. n Skoðanakönnun Viðskipta- blaðsins sem leiðir í ljós mikla eftirspurn eftir Davíð Oddssyni, ritstjóra Moggans, í landsmál- in vekur furðu. Davíð ber höfuð og herðar yfir veraldlega leið- toga Íslands. Um fjórðungur vildi Davíð aftur sem leiðtoga en á hæla hans kemur Stein- grímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Athygli vekur sú smánarlega út- reið sem Bjarni Benedikts- son, formað- ur Sjálfstæð- isflokksins, fær en ein- ungis 11,5 prósent treysta honum best. Þetta er vísbending um mikla óánægju inn- an flokksins. Smíðum allar gerðir lykla , smíðum og forritum bíllykla. Verslun og verkstæði Grensásvegi 16 Sími: 511 5858 Ekkert þak hefur verið sett á laun þeirra sem þiggja hlutfallslegar atvinnuleysisbætur úr Atvinnu- leysistryggingasjóði. Þannig eru dæmi um að fólk með allt að 900 þúsund krónur í mánaðarlaun fyr- ir 90 prósenta starf fái 10 prósent atvinnuleysisbætur á móti. Gissuri Péturssyni, forstjóra Vinnumála- stofnunar, finnst þetta ekki réttlæt- anlegt. „Ég tel óeðlilegt að einstakling- ar með svo háar tekjur geti bætt sér upp tekjutap vegna minnkaðs starfshlutfalls með greiðslum úr Atvinnuleysistryggingasjóði.,“ seg- ir Gissur. Breyttar aðstæður á vinnumarkaði Í nóvember á síðasta ári voru gerð- ar breytingar á lögum um atvinnu- leysistryggingar vegna sérstakra að- stæðna á vinnumarkaði. Samkvæmt þeim lögum er heimilt að greiða hlutfallslegar atvinnuleysisbætur til fólks sem að kröfu vinnuveitanda hefur þurft að minnka starfshlut- fall sitt. Sú heimild kemur einnig til ef fólk sem hefur verið í fullu starfi missir vinnuna en fær aðeins hluta- starf á nýjum stað. Þegar atvinnuleysisbætur eru greiddar samhliða minnkuðu starfs- hlutfalli koma laun frá vinnuveit- anda ekki til skerðingar atvinnuleys- isbóta, en gerð er sú krafa að fólk sé í 50 prósenta vinnu eða meira. Tekið skal fram að þessi ákvæði gilda ekki ef starfsmaður óskar sjálf- ur eftir því að minnka við sig í starfi. Með hundruð þúsunda í laun Alls fá um 1.400 manns hlutfallsleg- ar atvinnuleysisbætur úr Atvinnu- leysistryggingasjóði. Lögbundin lág- markslaun í landinu eru tæpar 150 þúsund krónur. Samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun fyrir ágúst- mánuð fá 955 manns með yfir 150 þúsund krónur á mánuði greiðsl- ur úr Atvinnuleysistryggingasjóði. Flestir, eða tæplega 400 manns, eru með laun á bilinu 200 til 300 þús- und. Tæplega hundrað launþegar með yfir 400 þúsund krónur á mánuði fá greiddar hlutfallslegar atvinnuleys- isbætur. Tíu þeirra eru með 600 þús- und eða meira á mánuði í launatekj- ur. Endurskoðun ákvæðisins Ákvæði í lögum sem hlutfallslegar atvinnuleysisbætur vegna skerts starfshlutfalls eru grundvallaðar á fellur úr gildi um næstu áramót. Gissur segir að endurskoðun þessa ákvæðis laganna standi nú yfir. Fregnir hafa borist af því að At- vinnuleysistryggingasjóður tæm- ist um mitt næsta ár að óbreyttu. Gissur bendir hins vegar á að sjóð- urinn tæmist aldrei meðan ein- hverjir tryggingagjaldsgreiðendur eru til í landinu. „Útgreiðslukrafa hans yfir ákveðið tímabil getur hins vegar verið meiri en tekjurnar sem renna í hann á sama tíma. Þegar svo er þarf ríkisvaldið að bæta í sjóð- inn, rétt eins og áformað er í fjár- lögum fyrir næsta ár. Það er ávallt mikilvægt að reglur um fram- færslutryggingar á vegum hins op- inbera séu ekki of ívilnandi eða útgreiðsluhvetjandi,“ segir Gissur. Vegna þessa eru þær reglur sem nú eru í gildi til endurskoðunar. HÁTEKJUFÓLK TEKUR BÆTUR Erla Hlynsdóttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is launþegar á bótum Launþegar í minnkuðu starfshlutfalli sem fá hlutfallslegar atvinnuleysisbæt- ur laun Fjöldi % Meðaltal starfshlutfalls 100 þúsund eða minna 102 7 52 100-150 316 23 55 150-200 288 21 59 200-300 391 28 69 300-400 182 13 77 400-500 66 5 78 500-600 18 1 78 600-700 8 1 84 700-800 1 0 90 800-900 1 0 90 Samtals 1.373 100 64 Heimild: Vinnumálastofnun Tölur eru frá ágúst 2009. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnum breytast tölurnar lítið á milli mánaða. Fólk með allt að 900 þúsund krónur í mánaðarlaun fær greiddar hlutfallslegar atvinnuleysisbætur í samræmi við lagabreytingar sem gerðar voru í kjölfar efnahagshruns- ins. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir þetta óeðlilegt. Á annað þúsund manns Tæplega þúsund manns með launatekjur yfir lögbundnum lágmarkslaunum fá greiddar hlutfallslegar atvinnuleysisbætur. Alls fá um 1.400 manns slíkar bætur. Mynd PHotos.coM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.